Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 3 Sumaráætlun Útsýnar Stærsta og fjölbreyttasta feröaáætlun sem komiö hefur út hér- lendis er komin út og veröur lögö fram á Útsýnarkvöldinu á Broadway í kvöld. 40 blaösíöna feröatilboö meö 300 brottförum. onn Costa del Sol Costa del Sol er heillandi heimur sólskins og glaöværöar, sögu og náttúrufegurðar og þaöan snýr farþeginn heim endurnærö- ur og hvíldur með efldan lífsþrótt. Torremolinos eda Marbella, frábærir dvalarstaðir og þaö er segin saga aö hingaö leitar feröamaöurinn aftur og aftur, eftir aö hafa reynt alla hina staöina og komist aö þeirri niðurstööu að Costa del Sol tók þeim öllum fram. Fyrsta brottför 7. apríl. Verð frá kr. 6.450,- HEIMSMEIST ARAKEPPNIN í KNATTSPYRNU 1982 Af íþróttaviöburöum heimsins er enginn sem vekur aðra eins athygli, eftirvæntingu og aðsókn og heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu. Þvt ber vel í veiöi fyrir farþega Útsýnar á Costa del Sol aö geta orðið vitni aö þessum heimsviðburði í sumarleyfi sínu jafnframt því að njóta lifsins viö sól- og sjóböö og hvers kyns skemmtun. Útsýn fer meö umboð á íslandi fyrir heims- meistarakeppnina og hefur tryggt sér takmarkaðan fjölda aö- göngumiöa að leikjunum, sem fram fara í Malaga og Sevilla, en þar eigast við hin heimsfrægu liö Brasilíu, Sovétríkjanna, Skot- lands og Nýja-Sjálands. Spónn Mallorca Palma Nova og Magaluf eru vinsælustu og bestu baöstranda- bæirnir á Mallorca, um 15—20 km frá höfuðborginni Palma á vesturströnd Palma-flóans. Hér rikir hinn rétti andi til hvíldar. Utsýn hefur tryggt farþegum sínum fjölbreyttasta úrval bestu gististaðanna og munu allir finna gististaö við sitt hæfi fyrir ótrúlega hagstætt verö. Fyrsta brottför 5. maí. Verö frá kr. 6.900,-. Lignano Lignano Sabbiadoro — Gullna ströndin. Aö flestra dómi er Lignano Sabbiadoro framúrskarandi sumarleyfisdvalarstaður, enda hefur Útsýn aldrei getað annaö eftirspurn, siðan ferðir hófust þangað. Frjálslegt, glaövært andrúmsloft, ítölsk matar- geröarlist, frábær baðströnd og ferðamöguleikar til fornfrægra borga gefa Lignano ómótstæöilegt aðdráttarafl fyrir þá sem vilja víkka sjóndeildarhringinn um leið og þeir sækja sér hvíld og nýjan þrótt í sumarleyfinu. Brottför 28. maí. Verð frá kr. 6.950,- Sikiiku Taormina-Naxos Ef þig dreymir um kristalstæran sjó undir fagurbláum himni viö sífellt sólskin og náttúrufegurö í litum og línum, í landslagi og gróðri, sem vart á sinn líka í veröldinni, suörænt andrúmsloft og rómantik — þá er Sikiley staöur fyrir þig. Stærsta, fegursta og sögufrægasta eyja Miðjaröarhafsins verður í ár hiö nýja takmark og landnám i ferðum Islendinga. Veöursældin frá páskum fram í nóvember, ilmandi litskrúö blóma og ávaxta, feguröin, sem hvarvetna blasir við augum og óteljandi minjar um sögu og glæsta menningu liöinna alda, allt frá því aö Sikiley var voldugri en sjálf Aþena — mótar ramma hins ákjósanlega og ógleymanlega sumarleyfis og mun höfða sterkt til íslenzkra ferðamanna, sem næmir eru á fegurð umhverfisins jafnframt þvi aö vera þyrstir í sól og ævintýr. Fvrsta brottför 8. apríl. Verð frá kr. 7.300,- Forsjáll ferðamaður velur FEROASKRIFSTOFAN ÚTSÝN Einkaumboð á Isiandi TJÆREBORG REJSER - AMERICAN EXPRESS AUSTURSTRÆTI 17 REYKJAVÍK SÍMI 26611 KAUPVANQSSTRÆTI 4 - AKUREYRl SÍMI 22911 Portoroz Blómum skrýdd Portoroz — höfn rósanna — stendur í skjóli hæöanna viö Piran-flóann á vestur- strönd Istria-skagans, frægur heilsubaðstaður meö röö nýtískuhótela og veitingahúsa viö strand- götuna og skógi vöxnum hæöum og vínekrum i kring. Frá flugvellinum Ronchi, handan viö landa- mæri Italíu, er aöeins klukkustundar akstur. Utsýn hefur náö samningum viö bestu gististaðina, Hotel Slovenja og Grand Hotel Metropol, sem tryggja farþegum fyllstu þægindi og frábæra aðstöðu. Fyrsta brottför 28. maí. Verð frá kr. 7.950,- m/hálfu fæði. Fjöldi annarra feröamöguleika, s.s. gríska eyjan Krit, sex landa sýn. Sumarhús í Danmörku og víðar, í eigin bíl til meginlands Evrópu, Brasilía, Mexico, Florida og síðast en ekki síst fyrsta flokks þjónusta fagfólks við skípulagningu ferða „á eigin veg- um“ um allan heim. PANTIÐ RÉTTU FERÐINA TÍMANLEGA Austurstræti 17, Reykjavík. Símar 20100 og 26611. Kaupvangsstræti 4, Akureyri. Sími 96-22911.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.