Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 HANN ER KOMINN FORD FIESTA ‘82 Eftír langt hlé getum við nú aftur boðið viðskiptavinum okkar Ford Fiesta til kaups. Ford Fiesta er rúmgóður og lipur Qölsl^idubíll með framhjóladrifi og eyðslugrannri 1100 cc. vél. Eyðsla aðeins 6.01. pr. 100 km miðað við 90 km/klst 1982 árgerðin af Ford Fiesta er búin ýmsum endurbótum frá fyrri árgerðum. Par má td. nefna mýkri og lengri ijöðrun, stærri og betur bólstruð sæti, nýjasterka höggvara, pústkerfi með tvöfaldri normal endingu. Verð: Fiesta 1100 L... .kr. 112.000.00 Fiesta 1100 GL . .kr. 121.000.00 FORD FIESTA ÞÝZKUR GÆÐABÍLL Sveinn Egi/sson hf. SKEIFUNNI 17 SÍMI 85100 Munið bflasýninguna í dag opiðfrákl. 10-17. Hólaskóli 100 ára: Gamlir nemendur ætla að gefa skólanum sundlaug í TILEFNI 100 ára afmælis Hólaskóla á þessu ári hafa nokkrir af eldri búfræðingum frá Hólaskóla tekið sig saman um að efna til sameiginlegrar gjafar til skólans. Framkvæmdanefnd hefur ver- ið mynduð og mun hún á næst- unni leita til allra Hólamanna sem á lífi eru og næst til með ósk um þátttöku í gjöfinni. Hugmyndin er að gefa skólan- um sundlaug og er verið að kanna það mál í samráði við skólastjóra og tæknimenn, sem unnið hafa að hitaveitunni á Hólum og endur- bótum á staðnum. Tilboða hefur verið leitað og bendir allt til þess að koma megi upp góðri sundlaug og tilheyrandi aðstöðu við íþrótta- húsið á Hólum fyrir um það bil 500—600 þúsund krónur. Nefndin hefur þegar opnað sparisjóðsreikning í Búnaðar- bankanum á Sauðárkróki. Reikn- ingsnúmerið er 11000. Bráðlega verða gíróseðiar stíl- aðir á þennan reikning sendir til allra „gamalla" Hólamanna. En þar sem ætla má að ekki náist til allra m.a. vegna breyttra heimil- isfanga, væntir nefndin þess að þeir sem ekki fá seðla næstu vik- urnar og leggja vilja nokkuð til gjafarinnar leggi það inn á nefnd- an reikning, en það er hægt að gera í hvaða banka sem er. Aðrir sem hafa áhuga á að heiðra Hólastað í tilefni afmælis- ins geta að sjálfsögðu einnig kom- ið framlögum til sundlaugasjóðs- ins á sama hátt. Ætlun er að varðveita nöfn allra gefenda í sérstakri bók á Hólum. Þess má geta að fyrirtæk- ið Fjölhönnun, sem séð hefur um hitaveituna á Hólum, hefur ákveð- ið að gefa alla vinnu við tækni- legan undirbúning málsins og veitir það hverskonar ráðgjöf í þessu sambandi ókeypis. í framkvæmdanefndinni eru: Gísli Pálsson, bóndi á Hofi í Vatnsdal, sem er formaður, Ásgeir Bjarnason, bóndi í Ásgarði, for- maður Búnaðarfélags íslands, Guðmundur Jóhannsson, bókari, Hjaltabakka 14, Reykjavík, Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri, og Stefán H. Sigfússon, landgræðslu- fulltrúi, Sogavegi 36, Reykjavík. Hitaveita var lögð að Hólum á síðastliðnu ári og er gnægð af heitu vatni, sem ekki nýtist. Það væri vissulega ánægjulegt ef þar yrði komin vel búin sundlaug, gjöf frá „gömlum Hólamönnum" þegar 100 ára afmælis skólans verður minnst 4. júlí á"komandi sumri, en að því er stefnt. (Frónalilkynninc) WELEDA Þú getur treyat Weleda. Hreinar jurtasnyrtivörur, sem standa at sór alla samkeppni. Weleda lotion, Weleda hreinsimjólk, Weleda nætur- og dagkrem, Weleda gigtar- og slitolíur, Weleda hár- og baöolíur, Weleda tannkrem og munnskol, Weleda sjampó og sápur. Fegrunarsnyrtivörur, meö græöandi eigin- leika, fyrir alla fjölskylduna, barniö, pabba og mömmu. Snyrtivöruhorn Þumalínu, Leifsg. 32, a. 12136. Póstsendum. ÞUMALÍNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.