Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 43 sónutöfrum, sem ég minnist eftir að hafa kynnst. Hann bókstaflega fyllti herbergi þögn er hann gekk inn í það. Fólk beið eftir því, sem hann hafði að segja. Danskan hans var svo falleg, að maður veigraði sér við því að opna munn- inn í návist hans. Það skyggði annars dálítið á þennan merkis- dag hjá Dönum, að ýmis veitinga- húsanna reyndu að kaupa gamla manninn, sem hefur alltaf verið vínhneigður, til að sitja á barnum hjá sér til að lokka að fleiri við- skiptavini. Mér fannst það fá- dæma óvirðing við slíkan mann. Eftir heimkomuna hélt ég tvær sýningar samtímis 1976. A ann- arri voru eingöngu málverk, en á hinni voru teikningar. Ég hef allt- af lagt talsverða rækt við teikn- inguna. Síðan sýndi ég á Kjar- valsstöðum 1977, en hef ekki sýnt hér í Reykjavík síðan. Sýndi á Ak- ureyri og Húsavík á þessum ár- um.“ Var kominn upp að vegg Eðlilega lék undirrituðum nokk- ur forvitni á að vita hvað olli þess- ari fimm ára „þögn“ Gunnars. „Eyðan skapaðist af ýmsum orsökum, en fyrst og fremst per- sónulegum ástæðum. Mér fannst ég líka þurfa að hugsa mitt ráð örlítið. Ég var orðinn nokkuö að- þrengdur af mínu mótívi, manns- líkamanum. Ég vann því sem ljósmyndari á Dagblaðinu í fimm mánuði og gaf mér góðan tíma til umhugsunar. Ég var eiginlega kominn upp að vegg og vantaði út- gönguleið. Ég tel mig hafa fundið hana að nokkru leyti í auga myndavélarinnar. Ljósmyndin hjálpaði mér við að finna undan- komuleið. Maður skiptir ekki um yrkisefni á einum degi. Aðalatrið- ið er að vera samkvæmur sjálfum sér, vera heilshugar í því sem maður er að gera hverju sinni og „fíla“ það sem verið er að gera. Ég var kominn á þá skoðun um tíma að mitt skeið, sem listmálari, væri runnið á enda. Málverkið togaði hins vegar alltaf í mig. Ég ætlaði að snúa mér alfarið að ljós- myndun. Það myndast visst sál- rænt samband, er þú horfir á ein- hvern í gegnum myndavélaraugað. Ég taldi mér trú um að myndavél- in gæfi mér það sama og mál- verkið, en það var ekki fyrr en sænskur listamaður benti mér á að hann hefði orðið fyrir svipuðu. Augnablikið myndast þegar mað- ur finnur það, veit, að maður er með gott myndefni. „Fílingurinn" myndast ekki við það að vinna myndina, eins og með málverkið, heldur þegar hún er tekin. Þegar ég velti þessu fyrir mér eftir á kom þetta heim og saman við mína uppiifun." fyrr. Þetta hús skemmdist af eldi sumarið 1930 og var rifið. Löngu áður hafði verið byggt sérstakt skólahús á lóðinni og var gamla húsið þá eingöngu notað til heima- vistar auk þess sem skólastjóri bjó þar, en 1937 var nýtt skólahús tek- ið í notkun á öðrum stað í bænum, á brún Hamarsins yfir Brekku- götu. Viðbygging við það hús var reist á árunum 1972—’74 og er skólinn nú til húsa í þeim byggingum báð- um. Skclinn starfaði sem sjálfseign- arstofnun til ársins 1930, en þá tóku ríki og bær við rekstri hans samkvæmt nýsettum lögum um gagnfræðaskóla. Á þessu tímabili var um skeið, 1892—1908, starf- rækt sérstök kennaradeild við skólann, en hún lagðist niður þeg- ar Kennaraskóli Islands tók til starfa. Á síðasta áratug hefur skólinn breyst í almennan framhalds- skóla. 1975 var gerður samningur milli ríkisins og Hafnarfjarðar- kaupstaðar um að skólinn yrði rekinn sem fjölbrautaskóli frá hausti 1974 og voru fyrstu stúd- entarnir frá skólanum braut- skráðir vorið 1975. Nú eru í skól- anum um 600 nemendur á 11 námsbrautum." Sé enga rómantík í sjónum Gunnar Örn er aðeins 35 ára gamall, en hefur á áratug skipað sér í röð fremstu myndlistar- manna þjóðarinnar. Hann er fæddur og uppalinn í Sandgerði og stundaði sjó í æsku. Málar hann aldrei neitt tengt sjónum? „Nei, ég hef aldrei séð neina rómantík í sjónum. Ég held að enginn, sem á annað borð hefur verið á sjó, geri það. Gunnlaugur Scheving, okkar besti sjávarmál- ari, kom aldrei á sjó að heitið gat. Það er þó eitt, sem ég lærði á sjón- um og á eftir að fylgja mér alla tíð. Ég lærði að vinna og að vera ósérhlífinn. Ég er því alinn upp, sem hálfgert vinnudýr, og hef haldið því enn þann dag í dag.“ Einhvern veginn er það nú svo, að manni finnst umskiptin frá sjó- mennsku yfir í myndlist vera býsna mikil. Hvað segir Gunnar sjálfur um það? „Þetta var ekki mikið átak fyrir mig. Ég ætlaði mér alltaf að fara út í tónlistarnám og fór reyndar til Danmerkur 18 ára gamall til að leggja stund á sellóleik. Það var þar, sem ég fann fyrst fyrir því, að ég fékk sömu tilfinninguna út úr litunum eins og þegar ég var að spila. Ég var svo staddur í þjóna- skóla í Bradford í Englandi, líkast til 1965 eða ’66, þegar ég ákvað endanlega að söðla um og snúa mér að myndlistinni. Ég fékk snemma áhuga á mannslíkamanum sem mótívi og tók mér góðan tíma, eitt tvö ár, til þess að stúdera anatómíuna. Sennilega hef ég hjakkað of lengi í því af ótta við að hafa undirstöð- una ekki rétta. Ég vildi hafa sterkan grunn áður en ég færi að fást við strigann af alvöru. Teikn- ingin er undirstaðan í þessu. Þó er hún ekki endilega undirstaða mál- verks, en ég hef gert þó nokkuð af því undanfarið að teikna á strig- ann áður en ég hef málað hann — ég gerði slíkt ekki áður. Það var e.t.v. meiri expressjón. Nú er þetta meira skýr formbygging, fá líf í eyðurnar, fá þær til að tala.“ Nær allar myndir á sýningu hans nú eru tengdar andlitum eða hausum. Eins og hann segir sjálf- ur má vafalítið rekja það til ljósmyndunarinnar að einhverju leyti, en af hverju höfuð? „í þessum myndum, hausum vil ég nefna það, finnst mér ég ná sálrænu inntaki, sem ég kannast við. Ég er með góða kunningja mína, sem grunn í mörgum mynd- anna. Ég sest ekki niður til þess, en stefni að því að fá málverkið til að gefa mér þá tilfinningu, sem ég sækist eftir hverju sinni.“ Gunnar hefur fegnið orð á sig fyrir sterklega litanotkun og sjálf- ur segir hann litinn vera númer eitt í málverkinu. „Það er liturinn, sem túlkar tilfinningar manns hverju sinni. í sjálfu sér er maður- inn ekki nema að litlu leyti með- vitaður um þær tilfinningar sem hafa áhrif á litaval hans hverju sinni. Maður er alltaf eins konar áhorfandi. Það er tvennt ólíkt að hugsa og að framkvæma eins og allir vita. Maður getur aldrei kom- ið því fyllilega í verk, sem maður hugsar — ekki alveg.“ Þar með slógum við botn í spjallið. Sýning Gunnars verður opin til 28. febrúar í Listmunahús- inu. Virka daga, utan mánudaga, frá kl. 10—18 og um helgar frá kl. 14-22. — SSv. iribifrUk í Kaupmannahöf n FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI GLÆSIVAGN A G0ÐU VERÐI Mjög sparneytin og þýðgeng Veltistyri. 1600 cc eða 2000 cc vél. ‘v ■ Aðalljós með innbyggðum Stillanleg fram- og aftursæti. þokuljósum. Komið,skoðið og reynsluakið ThIheklahf J Laugavegi 170 -172 Sími 21240 - ■ «• sk' - —■ ♦ MITSUBiSHI motors

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.