Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 VIBCEROASETT tfyrir SJÁLFSKIPTINGAR * I alla ameríska bila „l>að er ekki sérstaklega þakklátt verk að vera í dómnefnd og ekki heldur alltaf skemmtilegt. En þegar citthvad reglulega nýtt og athyglis- vert kemur fram er þetta mjög gleÓi- legt. Svo er t.d. með framlag Gunn* ars Arnar Gunnarssonar til þessarar haustsýningar. Hann er nær ólærður í list sinni, aðeins 25 ára gamall, hefur stundað sjómennsku, en virð* ist búa yfir ótvíræðum hæfileikum til sjálfnáms. Slíka hæfileika þarf að rækta í rólegheitum, fara ekki of geyst og ekki ofmetnast." Pannig segir myndlistargagnrýn* andi Morgunblaðsins, Bragi As- geirsson frá framlagi Gunnars Arnar Gunnarssonar á haustsýningu KÍM 1971. Sannarlega lofsverð ummæli um ungan og óþekktan listamann. Gunnar er ekki óþekktur lengur. Hann hefur lagt mikla rækt við list sína og árangurinn hefur verið ótví- ræður. I’essa dagana er hann með sýningu í l.istmunahúsinu, Lækjar götu 2. Af því tilefni og svo til að kynnast manninum nánar lagði undirritaður leið sína til hans vestur á Nýlendugötu og tók hann tali einn morguninn í vikunni. Gunnar Örn Gunnarsson fyrir framan eitt andlita sinna á sýningunni. Málverkið er stórt — 1,15x1,35 metri. Ljósm. ói.K.Mae. fyrirliggjandi Heildsala -Smásala Ármúla 36, sími 82424. Pósthólf 4180, 104 Reykjavík ítil efniaf hátí5ariri Samvinnumantu bý&ur V<?bde ild Sambanásins oq kaupfelögin 15% afslátt dfvarahlutum í heyvinnuvélar frá Vébáeíldinrú. TILBOF mW GILPIR TIL H MflRS Wi tfW MEPflM BIRGPIR FNPflST. KAUPf ÉLÖGIN OG VELADEILD SAMBANDSINS „Var kominn á þá skoöun um tíma, að skeiö mitt sem listmálari væri runniö á enda“ — segir Gunnar Örn Gunnarsson, sem sýnir þessa dagana í Listmunahúsinu Langadi til að loka strax „Ég hélt mína fyrstu sýningu i Unuhúsi 1970“ sagði Gunnar er ég innti hann eftir því hvert upphaf ferils hans, sem listmálara hefði verið. „Hún var hálfgert glappa- skot, fljótfærni. Það vill oft verða með fyrstu sýningar ungra manna. Menn vakna síðan upp við það nokkru síðar að e.t.v. hefðu þeir átt að bíða ofurlítið lengur með sýninguna. Mig langaði til að loka henni eftir 3—4 daga, en auð- vitað varð ekki til baka snúið. Ég tók síðan þátt í haustsýn- ingu FÍM 1971 og fékk afar lof- samlega dóma fyrir mitt framlag þar. Ekki gerði það hlutina verri að Listasafn Islands keypti eitt þriggja verka minna á sýningunni. Það var geysilega mikil viður- kenning og upplyfting fyrir ungan málara um leið. Næsta einkasýn- ing mín var í Norræna húsinu 1972 og síðan sýndi ég á sama stað þremur árum síðar. Árin þar á milli dvaldi ég í Danmörku og sýndi tvívegis í Hellig- geist-galleríinu í Kaupmanna- höfn. Móttökurnar þar voru einnig góðar. Þar í landi þykir það vera viss viðurkenning að fá umsögn gagnrýnenda á prent og ég átti því láni að fagna að bæði BT og Poli- tiken fórnuðu talsverðu rúmi und- ir síðari sýningu mína. Einhverjar bestu minningar mínar frá Danmörku eru hins veg- ar tengdar við 50 ára skáldaaf- mæli Jens August Schade. Bók- staflega öll miðborg Kaupmanna- hafnar var undirlögð í tilefni af- mælisins; bakarí seldu Schade rúnnstykki, veitingahús seldu rétti með nafni hans og meira að segja var búið til sérstakt vín í tilefni dagsins. Myndlistarsýning var opnuð honum til heiðurs, þar sem hann hafði boðið tveimur listamönnum frá hverju Norður- landanna að gera verk upp úr skáldverki hans, Kællingesdikter, sem Konunglegi ballettinn notaði síðan sem uppistöðu í sýningu. Mér og Svavari Guðnasyni var boðið fyrir íslands hönd, en Svav- ar gat ekki tekið boðinu. Schade var að því er virtist ánægður með útfærslu mína á þeim efniviði, sem ég notaði úr verki hans, og hélt mikið upp á myndina. Annars er hann gæddur , einhverjum þeim sterkustu per- Hafnarfjörður: Flensborgar- skóli 100 ára MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Flensborgarskólan- um: „Á þessu ári eru liðin 100 ár frá þvi að Flensborgarskólinn tók til starfa sem gagnfræðaskóli og verður þessa afmælis minnst með ýmsu móti nú í vetur og vor. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hef- ur skipað afmælisnefnd til að und- irbúa og skipuleggja hátíðarhöld í tilefni afmælis skólans. í nefnd- inni eru: Páll V. Daníelsson, for- maður Fræðsluráðs Hafnarfjarð- ar, Kristján Bersi Ólafsson, skóla- meistari, Ellert Borgar Þorvalds- son, fræðslustjóri, Ingvar J. Viktorsson, kennari, Hallur Helgason, nemandi, og Margrét J. Pálmadóttir, söngkona. Meðal annarra ráðagerða í til- efni afmælisins er sú að koma upp sýningu um skólann, starfsemi hans og sögu. Eru það því mjög eindregin tilmæli nefndarinnar að þeir sem eiga í fórum sínum gögn sem viðkoma sögu skólans, t.d. myndir, handavinnumuni, skóla- blöð eða eitthvað annað er snertir skólann, hafi samband við ein- hvern nefndarmanna og fallist á að lána þau til sýningarinnar eða leyfa að eftirmyndir séu teknar af því, til þeirra nota. Mjög er tak- markað og tilviljanakennt hvað skólinn á sjálfur af slíkum gögn- um, en hins vegar er líklegt að þau kunni að leynast víða í fórum gamalla nemenda og væri mikill fengur að ná sem mestu af slíku saman í tilefni aldarafmælis skól- ans. Raunar er skólinn eldri en 100 ára. Til hans var fyrst stofnað með gjafabréfi Þórarins prófasts Böðvarssonar í Görðum og Þór- unnar Jónsdóttur konu hans 10. ágúst 1877, en með því bréfi gáfu þau hjón Flensborg í Hafnarfirði og heimajörðina á Hvaleyri til barnaskólahalds fyrir Garða- prestakall. Var gjöfin gerð í minn- ingu Böðvars sonar þeirra hjóna, sem andaðist 19 ára gamall 27. júní 1869, og höfðu þau hjón keypt þessar eignir gagngert í þeim til- gangi að gefa þær til skólahalds. Skólinn starfaði sem barnaskóli í 5 ár, en 1. júní 1882 breyttu pró- fastshjónin gjafabréfinu og gerðu skólann að „alþýðu- og gagn- fræðaskóla“ og er afmælið nú mið- að við þá breytingu. Fyrir var þá í landinu aðeins einn gagnfræða- skóli, Möðruvallaskóli, og um langt skeið voru þessir tveir skól- ar einu gagnfræðaskólarnir á landinu. Flensborg í Hafnarfirði, sem skólinn dregur nafn af, var gömul verslunarlóð sunnan til við fjörð- inn og var staðurinn kenndur við uppruna þeirra kaupmanna sem fyrst settust þar að. Verslun í Flensborg mun hafa hafist á síð- ari hluta 18. aldar, en hús það sem prófastshjónin keyptu og lögðu til skólans var byggt 1816 eða jafnvel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.