Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 Útgefandi uHiifcife hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 6 kr. eintakið. Líklega gæti það hvergi gerst nema hér á landi, að í nokkra daga rífist mál- gögn þriggja stjórnmála- flokka um það, hvort ritstjóri eins þeirra sé Glistrup, ann- ars afdankaður Stalínisti og þó ekki frelsaður og hins þriðja Mikojan íslenskra stjórnmála. Þau blöð, sem hér ræðir, eru Alþýðublaðið, Tíminn og Þjóðviljinn, og uppnefnin má rekja til þess, að í Alþýðublaðinu birtist forystugrein laugardaginn 6. febrúar þar sem sagði meðal annars: „Framtíðargengi ís- lenskra jafnaðarmanna er ekki hvað síst undir því kom- ið, hvort þeir hafa vit á að láta víti hins danska sósíal- demókratís sér til varnaðar verða.“ Vegna þessara orða segir Þjóðviljinn, að aðeins „villtustu hægri menn“ taki undir með ritstjóra Alþýðu- blaðsins. Og í Tímanum seg- ir: „Það er eins rangt og verða má, að skrifa atvinnu- leysið í Danmörku á reikning hinnar sósíaldemókratísku stefnu.“ Og í Þjóðviljanum stendur: „Það er munur að eiga vísa bandamenn á rétt- um stöðum. En við spyrjum: Sé alþýðan fátæk á Norður- löndum, hvar má hún þá kallast rík?“ Og í Tímanum segir, að Norðurlöndin séu „eins konar paradís í sam- anburði við flest lönd önnur. Þegar allt kemur til alls, geta sósíaldemókratar og aðrir frjálslyndir menn á Norður- löndum borið höfuðið hátt.“ í sömu andránni velja svo rit- stjórar Tímans og Þjóðvilj- ans starfsbróður sínum á Al- þýðublaðinu hin verstu nöfn og þykir víst sem ekki verði honum gerð meiri skömm en kenna hann við Thatcher og Reagan. Ritstjóri Alþýðu- blaðsins snýst til varnar með þessum hætti: „Islenskir jafnaðarmenn eiga það sam- merkt með skoðanabræðrum sínum 1 Evrópu eftir stríð, að þeir gjalda í vaxandi mæli varhug við sívaxandi mið- stjórnarvaldi, skrifræði og ríkisforsjá." Hér skal efni þessarar nýj- ustu deilu vinstri manna á Islandi ekki frekar rakið. Hún er athyglisverð fyrir margra hluta sakir. I fyrsta lagi er það furðuleg árátta hjá þessum flokkum að geta ekki fótað sig í umræðum um hugsjónir sínar án þeirrar alhæfingar, sem felst í því að skipta lýðræðisríkjum í góð þjóðfélög eða vond, eftir því hver stjórnar þeim hverju sinni. Anker er góður en Thatcher er vond — þú ert með Thatcher og þú ert vond- ur og svo leyfirðu þér að hall- mæla Anker — og hvað með þig og Mitterrand eða Tony Benn — þú ert bara Glistrup! I öðru lagi breytist deilan í einskonar þjóðrembing gagn- vart öðrum löndum en Norð- urlöndum. í þriðja lagi er forðast að ræða það, sem var þó meginatriðið í upphaflegri hugleiðingu ritstjóra Al- þýðublaðsins: „Hin opinbera umræða (í Skandinavíu, innsk. Mbl.) einkennist af hugmyndafræðilegu volæði, ráðleysi og uppgjöf... Gömlu ráðin, hærri skattar og meiri ríkisforsjá, duga ekki lengur." Raunar er engin furða þótt bæði Tíminn og Þjóðviljinn vilji draga athyglina frá þessum grundvallaratriðum, bæði eru blöðin heltekin af þeirri hugmyndafræðilegu uppdráttarsýki, sem herjar á hnignandi stjórnmálaöfl á Norðurlöndum, bæði verja blöðin stjórnmálastefnu, sem byggist á því, að öllu sé borg- ið með hærri sköttum og meiri ríkisforsjá. Nýjasta dæmið um þetta eru síðustu „úrræði“ ríkisstjórnarinnar, fjármagni er dælt úr vasa skattborgaranna í gegnum ríkishítina til að borga niður verðbætur á laun og lækka laun skattgreiðenda um næstu mánaðamót. Einstakl- ingar eru lattir til að ráðast í að koma sér þaki yfir höfuð- ið, heppilegra er talið að hið opinbera sjái þeim fyrir hús- næði, helst sem leigusali. Markmiðið er, að atvinnurek- endur þurfi að lúta forsjá ríkisins í stóru og smáu, og þannig mætti lengi telja. En hvað um eiganda Al- þýðublaðsins, sem út er gefið á kostnað skattgreiðenda til að forystugreinar þess séu lesnar í hinu ríkisrekna út- varpi? Fyrir hvers munn í Alþýðuflokknum talar rit- stjóri Alþýðublaðsins, þegar hann hvetur til fráhvarfs frá gjaldþrotastefnu hins skand- inavíska sósíaldemókratís? Ráðast skrif ritstjórans af því, að Alþýðuflokkurinn sé búinn að taka ákvörðun um nýja stefnu? Eða má rekja þau til pólitísks næmleika ritstjórans, sem skynjar, að íslenskir kjósendur eru orðn- ir leiðir á öllu vafstrinu í vinstri mönnum, hvort held- ur þeir sitja í landstjórninni eða borgarstjórn Reykjavík- ur? Tíminn og Þjóðviljinn skynja, að með því að slá hinn nýja tón er Alþýðublað- ið að reyna að skrifa í takt við þau viðhorf, sem mestan áhuga vekja í íslensku stjófnmálalífi og víða um lönd. Tíminn og Þjóðviljinn reyna að draga athyglina frá þessu grundvallaratriði með því að fara í mannjöfnuð milli erlendra stjórnmála- manna og þenja sig út með ástarjátningum í garð Norð- urlanda. Alþýðuflokkurinn segist vera grein á þeim meiði jafn- aðarmennskunnar, sem teyg- ir sig víða um lönd og þeir eru málsvarar fyrir Palme, Brandt, Kreisky, Anker, Foot og Mitterrand. Ekki er ár lið- ið síðan kratar sigruðu komma í keppninni um eign- arhald á Mitterrand, sem nú stefnir að þjóðnýtingu, mið- stjórn, skrifræði og ríkis- forsjá í Frakklandi. Það þarf meira en eina forystugrein í sjálfu Alþýðublaðinu til að Alþýðuflokkurinn hætti að vera flokkur ríkisforsjár, sem telur að fjármunir borg- aranna séu betur komnir í ríkishítinni en vösum þeirra sjálfra, flokkur, sem trúir því, að ríkið fari betur með fé borgaranna en þeir sjálfir. Ritstjóri Alþýðublaðsins á þó hrós skilið fyrir viðleitni sína og það hugrekki að ganga á hólm við hina helgu fordóma vinstri manna á íslandi. Vinstri menn rífast i Reykiavíkiirbréf Laugardagur 13. febrúar Pétur Sæmundsen Pétur Sæmundsen, bankastjóri, er fallinn frá í blóma lífsins. Hann er vinum sínum harmdauði, enda eftirminnilegur samferðamaður, sérstæður persónuleiki, fastur fyrir og ákveðinn var hann, en í brjósti hans sló hlýtt hjarta. Þeír, sem fylgdust með veikindum Pét- urs, undruðust og dáðust að æðru- leysi hans. Þó að hann hafi átt við eðlislæga bjartsýni að styðjast, duldist honum ekki að hverju fór. Hann var þrekmikill baráttu- maður og kom það ekki einungis fram í þeirri síðustu hildi, sem heyja þurfti, heldur í öllu lífi hans og starfi. Hann blés yngri sam- herjum í brjóst baráttugleði og þeim anda, sem ræður úrslitum um framvindu hugsjónamála. Pétur Sæmundsen tók ungur mikinn þátt í stjórnmálabarátt- unni og haslaði sér völl á vegum Sjálfstæðisflokksins. Þar var hann snemma kallaður til forystu og gegndi um ævina margvísleg- um trúnaðarstörfum fyrir flokk sinn. Á yngri árum var hann vak- inn og sofinn í stjórnmálastörfum og minnast gamlir vinir hans og samherjar þeirrar baráttu með gleði og nokkurri eftirsjá. Þegar Pétur veitti skrifstofu iðnrekenda forstöðu eftir háskólanám í við- skiptafræðum, blés hann í her- lúðra og kallaði unga menn til starfa fyrir sjálfstæðisstefnuna. Honum varð vel ágengt í þeirri baráttu og hafði náið samstarf við forystu flokksins, enda þótt hann færi ekki alltaf eftir þeirri fyrir- sögn, sem þangað var að sækja. Hann var sjálfstæður baráttu- maður og einarður, en þegar á hólminn kom, var hann í senn mótandi og miðlandi drengskapar- maður, sem sótti afl og andlegan styrk í hugsjón sína og leiðtoga. Hann fékk það arfalóð úr um- hverfi sínu í Húnavatnssýslu að fylgja fast fram sannfæringu sinni og lét sér þá ekki fyrir brjósti brenna, þó að á móti blési í bili. Og úr hverjum leik kom hann tvíefldur, bjártsýnn og vígreifur. Samt urðu stjórnmál ekki hlut- skipti Péturs í lífinu, nema öðrum þræði eins og verða vill, því að hann tók að sér mikilvægt emb- ætti bankastjóra Iðnaðarbanka ís- lands og gegndi því unz yfir lauk. Honum voru falin ýmis trúnað- arstörf í sambandi við ævistarf hans og gegndi hann þeim öllum með sóma. Hann vann íslenzkum iðnaði allt það, sem hann mátti. Samstarf hans við forystumenn þessa unga undirstöðuatvinnuveg- ar var ómetanlegt. Pétur Sæ- mundsen var eftirsóttur félags- málamaður og þannig af guði gerður, að hann valdist oftast til einhverrar forystu. Nýkominn úr háskóla gegndi hann forystuhlut- verki í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur og átti ekki hvað minnstan þátt í því, að það félag efldist svo að með ólíkindum var, og loks var stofnað Landssamband verzlunarmanna, með aðild að Al- þýðusambandi lslands. En þessi þróun í sögu verkalýðsmála á ís- landi hefur orðið örlagaríkur þátt- ur í stjórnmálabaráttunni. Þeir, sem við merkinu tóku, hafa haldið því á loft með miklum sóma og nú eru samtök verzlunarmanna um allt land einn öflugasti þáttur launþegabaráttunnar. Það voru ungir hugsjónaríkir sjálfstæðis- menn, sem mörkuðu þessa stefnu og komu henni í heila höfn, stund- um gegn harðri andstöðu vinstri manna. Pétri Sæmundsen hefði ekki þótt verra, að á sögu væri minnzt í nokkrum eftirmælaorðum um hann látinn, svo mjög sem hann unni þjóðlegum fróðleik og sagn- fræði og lét hana sitja í fyrirrúmi fyrir áhugamálum sínum öðrum. Fullyrða má, að síðustu árin hafi söguáhugi Péturs Sæmundsen verið sá þáttur í lífi hans, sem honum þótti skemmtilegast að tala um í hópi vina og kunningja, enda ræktaði hann þennan áhuga af mikilli kostgæfni. íslenzkar sagnfræðibókmenntir áttu huga hans allan og var sá áhugi í fullu samræmi við þá hneigð, sem hann hafði til þjóðfélagsmála og af- skipti hans af pólitík að öðru leyti. Eldhuginn og hugsjónamaður- inn Pétur Sæmundsen varð ekki langlífur, en því minnisstæðari verður hann þeim, sem áttu því láni að fagna að kynnast honum, starfa með honum og eignast hann að hreinskiptum vini. Aflahlutur á þjóðarskútunni Við erum fámenn þjóð í stóru og strjálbýlu landi. Fámenni okkar veldur því, að ýmislegur sameigin- legur kostnaður, sem fylgir því að halda uppi sjálfstæðu þjóðfélagi — með sambærileg lífskjör og sambærilega þjónustu (fræðslu- kerfi, heilbrigðiskerfi, samgöngur o.s.frv.) og milljónaþjóðir — leggst þyngra á hvern og einn en ella. Stærð landsins og strjálbýli veldur og því, að samgöngur á landi verða stærra og kostnaðar- samara fyrirbæri en t.d. hjá Dön- um, sem eru mun fjölmennari þjóð á verulega færri fermetrum, ef svo má að orði komast. Við byggjum eyland, fjarri hinni gömlu og hinni nýju álfu, svo samgöngur á sjó og í lofti, sem nauðsynlegt er að halda uppi, verða okkur kostn- aðarsamari fyrir vikið. Mjög fáar þjóðir, ef nokkur, er jafn háð milliríkjaverzlun og við, þ.e. flytj- um út jafn stóran hlut af verð- mætasköpun í landi eða inn jafn hátt hlutfall af fjárfestingar- og neyzluvörum. Allt þetta skapar okkur sérstöðu, kostnaðarsama sérstöðu, sem vinna þarf upp á þeim sviðum, þar sem við höfum ávinninga umfram aðra. Möguleikar okkar liggja í auð- lindum lands og lagar, hinu ytra „lífbelti": fiskveiðilandhelginni og nytjafiskum hennar; og í hinu innra „lífbelti": landinu, þ.e. gróð- urmoldinni, vatnsföllunum og jarðvarmanum. Hér er og bæði rétt og skylt að bæta við starfs- hæfni þjóðarinnar, menntun og dugnaði, sem virkja þarf engu síð- ur en fossa og jarðhita. Arðsam- asti virkjunarkostur hins síðast- talda er*ð skapa einstaklingunum frjálsræði og aðra eðlilega hvata til framtaks í atvinnulífinu. Um þann virkjunarkost hefur lítt ver- ið hirt í tíð núverandi ríkisstjórn- ar, eins og raunar aðra virkjun- arkosti og annnarrar tegundar. Tvennt er það sem ræður lífs- kjörum okkar, öðru fremur, þ.e. verðmætasköpunin í þjóðarbú- skapnum og viðskiptakjör gagn- vart umheiminum, en þjóðartekj- urnar ráðast af þessu tvennu. Þetta gildir ekkert síður um svok- allaða samneyzlu en einkaneyzlu, hvort tveggja byggist á og ræðst af kaupmætti þess sem þjóðin afl- ar. Aflahlutur skipshafnarinnar á þjóðarskútunni er háður afla- brögðum, rétt eins og hjá öðrum úthöldum. Þess vegna eru þau tvö meginmarkmið, sem flestir telja rétt að þjóðarskútan taki stefnu á: framtíðaratvinnuöryggi og fram- tíðarlífskjör til jafns við aðrar þjóðir, hvergi að finna nema í fjöl- þættara og afkastameira atvinnu- lífi, aukinni verðmætasköpun, vaxandi þjóðartekjum, stærri skiptahlut. Sjálfgefið er að nýta gróður- mold og fiskistofna að því marki, sem nýtingarþol leyfir, en forðast að ganga á höfuðstóla. Vélvæðing og tækniþróun veldur því, að sí- fellt verður auðveldara að ná þess- um nýtingarmörkum, sem ekki má

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.