Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 1
33. tbl. 69. árg. SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Bardagar í Sýrlandi Damaskus, I 5. rebrúar. VI*. TVÖ WJSIJND velvopnaðir upp- reisnarmenn og allt að 400 hermenn hafa særzt í níu daga hörðum bar dögum í borginni Hama í Sýrlandi, miðstöð strangtrúaðra múham- eðstrúarmanna, samkvsemt áreiðan- legum sýrlenzkum heimildum. Bardagarnir héldu áfram í gær samkvæmt heimildunum og barizt var hús úr húsi, en herinn réð við ástandið. Sýrlenzka fréttastofan segir að borgin verði opnuð aftur á sunnudaginn. Samkvæmt heimildunum voru andstæðingar ríkisstjórnarinnar „furðu vel vopnaðir" og bæði búnir gagnskriðdrekavopnum og stór- skotaliðsvopnum. Ríkissjónvarpið í Sýrlandi seg- ir að „tugir glæpamanna" úr Bræðralagi múhameðstrúar- manna hafi verið handteknir í Hama. Þessar upplýsingar, sem eru runnar frá sýrlenzku herstjórn- inni og upplýsingaráðuneytinu, eru fyrsta staðfestingin á því að bardagarnir í Hama hafi verið eitthvað annað og meira en lög- regluaðgerð gegn Bræðralagi múhameðstrúarmanna, sem berst gegn Rússahollri stjórn Hafez Assad forseta. Nophia Loren Sophia vill njóta lífsins \cw Vork, 1.1. fförúar. VI*. LKIKKONAN Sophia Loren hefur látið hafa það eftir sér, að hún ætli að fara að „njóta lífsins sem kona“ og taka upp nýja lífshætti í þcim tilgangi. Talið er, að stutt sé í að þau ('arlo l’onti skilji endan- lcga að skiptum, enda Loren sögð í tygjum við franskan leikara um þessar mundir. „Við hjónin höfum aldrei rætt um þessa hluti, enda væru þeir líka ofvaxnir skilningi Pontis, sagði Sophia Loren í viðtali. „Nú ætla ég að láta tilfinningarnar stjórna gerðum mínum og fá það út úr lífinu sem ég get sem kona. Ég ætla að reyna nýjan lífsmáta og mér er alveg sama um afleið- ingarnar." Sophia sagði að hjúskapur þeirra Pontis hefði verið ákaf- lega sléttur og felldur og að sama skapi tilfinningalaus. Nú segist hún ætla að fara að njóta æskunnar, sem hún hafi farið á mis við á sínum tíma. Afturhluti olíuflutningaskipsins „Victory**, sem brotnaði í tvennt í miklu óveðri á Atlantshafi, um 500 km norður af Azoreyjum. Al’-símamynd. 17 mönnum bjargað f þyrlu á Atlantshafi Kalmoulh, UI. fohrúar. Al*. SAUTJÁN mönnum var í dag bjarg- að af skut gríska olíuflutningaskips- ins „Victory“, sem brotnaði, þegar þeir höfðu verið á reki í rúma 33 tíma í ofsaveðri 500 km norður af Azoreyjum. Mönnunum var bjargað t hol- lenzkri Lynx-þyrlu sem flutti þá um borð í hollenzka freigátu, sem var í 32 km fjarlægð, og hélt síðan áfram leit að 15 mönnum sem enn var saknað af olíuskipinu. Óttazt er að minnst 12 af 32 manna áhöfn hafi drukknað þegar björgunarbát þeirra hvolfdi. Þrír menn aðrir fóru frá borði í nótt þegar hallinn á skutnum var orðinn 45 gráður. Vonað er að þeir hafi komizt um borð í einn 17 björgun- arbáta sem var hent út úr flugvél. Þar sem hallinn á skutnum var orðinn svo mikill töluðu mennirnir um það nokkrum sinnum í talstöð í nótt að stökkva fyrir borð. Línu var skotið 12 til 15 sinnum frá tveimur brezkum kaupskipum, en línurnar slitnuðu. Þegar dró úr veðurofsanum undir morgun voru tvær Lynx-þyrlur sendar frá tveimur hollenzkum freigátum til að freista þess að bjarga mönnunum, en önnur þyrlan varð að hætta við björgunartilraun- ina vegna vélarbilunar. Þótt öldu- hæð væri níu metrar og vindhraði 112 km á klst. tókst að bjarga mönnunum með hinni þyrlunni um kl. hálfníu í morgun. Þyrlan var í stöðugum ferðum milli „Victory" og freigátunnar í einn og hálfan tíma þar til síðustu mönnunum hafði verið bjargað. Læknir var um borð í þyrlunni. Talsmaður ensku strandgæzlunn- ar í Falmouth sagði: „Fyrri áfanga björgunarinnar er lokið og 17 af 32 áhafnarmeðlimum hefur verið bjargað. í síðari áfanga verða 17 björgunarbátar á svæðinu kannaðir til að athuga hvort fleiri komust lífs af. Siðan verður gerð lokaleit á svæðinu." Hollenzku freigáturnar „van Speyk“ og „Callenberg" sigldu með skipbrotsmennina til Azoreyja. Orrustan við Litla-Stórhorn: Segir Custer hafa framið sjálfsmorð með liði sínu Orlando, Klorida, l.'l. D'brúar. Al*. SÚ KENNINd, að George Custer hershöfðingi og hermenn hans hafi ráðið sér bana fremur en að falla í hendur indíánum við Litla-Stórhorn hefur skotið upp kollinum á ráðstefnu réttarlækna í Florida í Bandaríkjun- um. Jerry Spencer, sjúkdómafræð- ingur hjá bandaríska sjóhernum, hélt því fram á ráðstefnunni, að Custer hershöfðingi og 224 af mönnum hans úr Sjöundu riddara- liðsdeildinni hafi stytt sér aldur fremur en falla í hendur ofurefli liðs Sioux- og Cheyenne-indíána. Spencer hvatti til, að lík hermann- anna yrðu grafin upp, því að „beinagrindurnar munu segja okkur alla söguna“. Kenning Spencers er byggð á arfsögnum indiána og á bók, sem fjallar um þessa sögufrægu orrustu og heitir „Geymdu sjálfum þér síð- ustu kúluna", eftir dr. Thomas Marquis. Spencer hefur farið fram á, að grafir hermannanna verði teknar upp, en hefur enn ekki feng- ið til þess tilskilin leyfi. Til þessa hefur sagnfræðingum komið saman um, að Custer og menn hans hafi fallið fyrir indíán- um í fyrirsátrinu við Litla-Stór- horn 24. júní 1876, og ekki allfjarri eru þeir flestir grafnir. Custer sjálfur er þó grafinn í West Point í New York. E1 Salvador: Hart barist San Salvador, 13. fi brúar. Al*. MIKLIR bardagar geisuðu í gær, fóstudag, milli sljórnarhersins og uppreisnarmanna í El Salvador í Us- ulutan-héraði í suðausturhluta landsins þar sem skæruliðar hafa mikið látið að sér kveða að undan- fórnu. Haft er eftir talsmönnum hers- ins, að fjöldamargir skæruliðar hafi fallið í síðustu sókninni á hendur uppreisnarmönnum en í henni hafa tekið þátt hermenn sérstaklega þjálfaðir í skæruhern- aði. Allur runnagróður umhverfis Usulutan-borg hefur verið brenndur til ösku til að skæruliðar geti ekki skýlt sér í honum þegar þeir gera árásir á borgina en þeir eru taldir hvað liðflestir í þessum landshluta. Mannréttindasamtökin í E1 Salvador telja, að 32.000 manns hafi fallið í manndrápunum, sem hafa staðið linnulaust í 27 mánuði eða síðan herforingjastjórnin tók völdin í sínar hendur með bylt- ingu. Að þeirra sögn bera báðir aðilar ábyrgð á morðunum en þó einkum stjórnarherinn. Tilkynnt var í Bandaríkjunum í gær, að 250.000 dollurum yrði var- ið til að þjálfa stjórnarhermenn í Guatemala svo fremi stjórnvöld bæti orðstír sinn í mannréttinda- málum. Bandarískir þingmenn eru ekki allir á því að Guatemala- stjórn verðskuldi stuðning þeirra og er búist við mikilli andstöðu við hann á þingi. Powell látin IU-\crl> llill.s. 13. febrúar. \l*. ELEANOR Powell, einhver skærasta dansstjaman í Hollywood á árum áður, er látin úr krabbameini 69 ára að aldri. Ilún lék í mörgum kunnum söngleikja- myndum eins og t.d. „Kosalie", „Honolulu", „Lady Be Good" og „Born to Dance“. Powell var hvað frægust á fimmta áratugnum en lagði leik og dans á hilluna 1943 þegar hún giftist leikar- anum Glenn Ford, sem þá var farinn að geta sér gott orð. Þau áttu einn son saman en skildu árið 1959. Hún tók þá upp þráðinn aftur þar sem frá var horfið í stuttan tíma en hafði ekkert komið fram opinberlega í tvo áratugi. George Custer hershöfðingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.