Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 Heimdallur 55 ára: Fjölbreytt efni á af- mælisvöku UNGIR sjálfsla'dismenn minnasl þcss í næstu viku, ad 1G. fcbrúar verða 55 ár liðin frá slofnun Ilcimdallar, sam- laka ungra sjálfstæðismanna í Kcykja- vík. A afma'lisdai'inn vcrður gcslum Ixiðið upp á vcilingar í Valhöll, for- inaður fclagsins ávarpar gesti, og tón- listarmcnn koma fram. Síðan vcrður citt og annað á dagskrá alla daga vik- unnar, uns klykkt vcrður út mcð af- mælisfagnaði á (ostudagskvöld. Kn dagskrá afma'lisvikunnar er scm hcr segir: Þriðjudagur 16. febrúar. Veit- ingar í Valhöll í boði stjórnar Heim- dallar klukkan 20. Þá ávarp for- 'manns félagsins, Árna Sigfússonar. Næst er klassísk tónlist, þar sem nemendur úr Tónlistarskóla Reykjavíkur koma fram. Þá leikur hljómsveitin Messoforte nokkur lög, og í kjallarasal verður myndverka- sýning. Miðvikudagur 17. febrúar. Um- ræðukvöld í Valhöll klukkan 20.30, þar sem fjallað verður um skipu- lags- og menningarlíf í höfuðborg- inni. Frjálsar umræður verða um málefnið, að loknum framsöguer- indum þeirra Davíðs Oddssonar, borgarfulltrúa og Gests Ólafssonar, skipulagsfræðings. Fimmtudagur 18. febrúar. Is- lenskt kvikmyndakvöld klukkan 20.30 í Valhöll. Sýndar verða tvær stuttar kvikmyndir, og Snorri Þór- isson, kvikmyndagerðarmaður, og Björn Björnsson, leikmyndagerðar- maður, ræða íslenska kvikmynda- gerð. Föstudagur 19. febrúar. Kvöld- fagnaður í Þórscafé klukkan 19. Ræðu kvöldsins flytur Geir H. Haarde, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. formast Latex/Lystadún dýnan undir þér — og eltir síðan hverja hreyfingu þína þannig, að hún styður alltaf undir mitti og mjóhrygg. Latex/Lystadún dýna er sqmsett úr stinnu Lystadún undirlagi og mjúku Latex yfirlagi. Þyngstu líkamshlutar bæla Latexlagið niður að stinnu Lystadúnlaginu. Þannig lagar dýnan sig að líkamanum. Árangurinn er að hryggsúlan liggur nokkuð bein, hvíldin verður fullkomnari og þér hættir sfður til eymsla f hrygg. Þau orsakast oft af röngum rúmdýnum. L/stadúnverksmiójan Dugguvogi8 Sími84655 l-árus SigurbjörnNson <>uðjón Baldvinsson Olafur Björnsson Sigurdur Ingimundarson Kristján Thorlacius 40 ár frá stofnun Bandalags starfsmanna rfkis og bæja: 32 félög í BSRB með 15.650 félaga innan sinna vébanda BANDALAG starfsmanna ríkis og bæja var stofnað 14. fcbrúar árið 1942 og verður 40 ára sögu félags- ins minnst með opnu húsi og kaffi- veitingum að Grettisgötu 89 í dag milli klukkan 14 og 19. Einnig vcrð- ur opnuð þar sýning í dag, sem á að lýsa í máli og myndum starfi sam- taka opinherra starfsmanna og merkum áföngum. í BSRB eru 14 ríkisstarfs- mannafélög með 11.104 félags- menn og 18 bæjarstarfsmanna- félög með 4.650 félaga. Fjölmenn- ustu einstöku félögin innan BSRB eru Starfsmannafélag ríkisstofn- ana með 4.029 félagsmenn, Kenn- arasamband íslands með 2.866 fé- laga, Starfsmannafélag Reykja- víkurborgar með 2.299 félaga, Fé- lag íslenzkra símamanna með 1.218 félaga og Hjúkrunarfélag íslands með 1.122 félaga. í félög- um innan BSRB eru 9.224 konur og 6.530 karlar. Æðsta stjórn BSRB er banda- lagsþingið, sem haldið er þriðja hvert ár, og verður haldið í júní í sumar. Það sitja um 190 full- trúar. Stjórn BSRB skipa 11 menn og 7 varamenn. Fyrsti formaður BSRB var kjörinn Sigurður Thorlacius, skólastjóri, og gegndi hann því starfi þar til hann andaðist í ág- úst 1945. Lárus Sigurbjörnsson var formaður 1945—’46 og 1947—’48, Guðjón Baldvinsson var formaður 1946—’47, en hefur setið í stjórn og varastjórn BSRB lengst allra eða í 31 ár. Ólafur Björnsson varð formaður 1947 og gegndi því embætti til 1956, en þá tók Sigurður Ingimundarson við og var formaður til ársins 1960. Kristján Thorlacius varð formað- ur BSRB árið 1960 og hefur hann því verið formaður BSRB rúm- lega helming þess tíma, sem lið- inn er frá stofnun bandalagsins. Þess má geta að Kristján er bróð- ir fyrsta formanns BSRB, Sigurð- ar Thorlacius. Haraldur Stein- þórsson hóf störf hjá BSRB árið 1962 og er framkvæmdastjóri bandalagsins. í samtali við Morgunblaðið sagði Haraldur Steinþórsson, að í sögu félagsins væru nokkrir áfangar og þættir stærri eða eft- irminnilegri en aðrir. Hann nefndi að árið 1945 voru ný launalög samþykkt á Alþingi, en það hafði verið baráttumál bandalagsins, en þau höfðu ekki verið endúrskoðuð síðan 1915. Ár- ið 1946 voru sett lög um lífeyr- issjóð og 1954 lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Árið 1955 voru fyrrnefnd launa- lög endurskoðuð. Árið 1962 var bandalaginu veittur samnings- réttur eða viðurkennt sem samn- ingsaðili við fjármálaráðuneyti og sveitarstjórnir. Árið 1970 var í fyrsta skipti gerður fullkominn samningur án þess að leitað væri til dómstóla. Árið 1973 var samn- ingsgerð aðskilin þannig að BSRB gerir aðalkjarasamning, en félögin sérkjarasamniga. Árið 1976 var verkfallsréttur viður- kenndur fyrir aðalkjarasamn- inga, en hins vegar ekki við gerð sérkjarasamninga og árið 1977 fór BSRB í verkfall í fyrsta skipti. Svo nefndir séu þættir, sem ekki lúta beint að kjarabarátt- unni, þá má nefna, að árið 1971 voru tekin í notkun orlofshús í Munaðarnesi og árið 1967 hófst raunveruleg fræðslustarfsemi á vegum félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.