Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 34
34 MORGUNJJLAÐIÐ, SU^NUDA^UR 14. FEBRÚAR 1982 Áttræð — Gertrud Nilsen Friðriks- son prófastsfrú Fyrir rúmum 60 árum kom hingað til lands ung dönsk skáta- stúlka, og var hún sveitarforingi í kvenskátasveit KFUK-skátanna í Danmörku. Tildrögin voru þau, að hún hafði sótt um stöðu á Græn- landi, en ekki fengið hana, var hún spurð aö því hvort hún vildi ekki alveg eins fara til Islands. Varð það úr og dvaldi hún sumarlangt á Staðastað hjá sóknarprestinum þar. Má segja, að tilvíljun ein hafi ráðið þessari fyrstu Islandsferð hennar. Hún varð hrifin af landi og fólkinu sem þar býr, en hvort að hinn ungi guðfræðinemi haf verið kominn til skjalanna, ska látið ósagt, enda miklu skemmti- legra að vita ekki allt út í ystu æsar, fólk flýtti sér ekki eins mik- ið í þeim málum, eins og það gerir nú. Þessi unga stúlka hét Gertrud Nilsen. Og nú fóru örlagadísirnar að spinna þráð sinn. Eftir íslands- dvölina kynntist hún ungri ís- lenskri hjúkrunarkonu, Jakobínu Magnúsdóttur. Hún hafði kynnst skátastarfinu og átti sér þann draum fegurstan að stofna skáta- félag fyrir stúlkur heima á ís- landi. En reglur voru á þann veg, að hún varð að fá starfandi skáta- foringja til þess að undirbúa og stofna félagið. Gertrud hafði sótt um styrk til Sáttmálasjóðs til þess að geta far- ið til Islands. Hugðist hún leggja stund á íslenskunám. Þær stöllur lögðu nú á ráðin og leystu málið þannig, að Gertrud skyldi hjálpa Jakobínu til að stofna félagið, og aðstoða þær fyrsta kastið. Önnur Islandsferð Gertrud var því með ráðum gerð, og fól í sér takmark. Kvenskátafé- lag var síðan stofnað 7. júlí 1922, og starfaði í nokkur ár innan vé- banda KFUK. Varð Jakobína Magnúsdóttir fyrsti foringi þess. En nú voru framtíðarörlög Ger- trud ráðin. Tilvonandi eiginmaður hennar, ungur guðfræðingur, Friðrik A. Friðriksson, var að verða alvarlegur hluti í lífi henn- ar, og svo varð, að 4. júní 1925 gengu þau í hjónaband, bjuggu nokkur ár í Vesturheimi, eitthvað í Danmörku, en best þekkjum við þau sem prestshjónin á Húsavík um ótal ára bil. Svo aftur sé vikið að skátaþætt- inum, þá tók Gertrud rösklega á málum við undirbúning félagsins, og þar hygg ég að þær stöllur, hún og Jakobína, hafi verið samtaka. Skátareglur voru til þess að þeim væri hlýtt. Agi var nauðsynlegur. Virðingu skyldi bera fyrir boðum og bönnum, foringjum og öðrum yfirboðurum. Það var enginn efi á því hvernig skáti skyldi haga sér, hverjar væru skyldur hans, og í hverju hugsjónin væri fólgin. En oft fer það nú svo, eins nú, þegar þetta er rifjað upp, að þessi hend- ing úr ljóði Davíðs frá Fagraskógi hljómar fyrir eyrum: ... „fæstir njóta eldanna, sem fyrstir kveikja þá“. En Gertrud eignaðist hér þann lífsförunaut, sem tendraði með henni heimilisarininn, sem bar bæði birtu og yl í löngu hjóna- bandi. Ég rek ekki þann þátt sögu hennar hér, enda er ég henni ekki nægilega kunnug. Ég veit bara, að þetta tvennt, sem hún gaf íslandi, skátafræið sem hún gróðursetti og hlúði að í byrjun, ásamt því að vera skátaforingi á Húsavík um árabil, og það sem hún vann Is- landi sem prestskona í meira en hálfa öld, það gerir hana ógleym- anlega og tengir hana órjúfandi böndum við Island og íslenska þjóð. Séra F'riðrik lést 16. nóv. sl. ár. Það verður því stórt skarð í fjöl- skylduhópinn, nú, þegar hún á átt- ræðisafmæli, 15. febrúar (á morg- un), en börnin 4 og barnabörnin veita henni ástúð og umhyggju. Þess^r fáu línur eiga að flytja þakkir, kveðjur og árnaðaróskir frá ótal skátastúlkum, sem notið hafa góðs af því fræi, sem hún sáði hér í upphafi starfsins. Við vitum að tíðarandinn og tímans tönn narta alltaf skörð í það sem skap- að hefur verið, en ef við erum svo lánsöm að halda kjarnanum, þá má alltaf laga og prýða það sem aflaga hefur farið í tímans rás. Kæra Gertrud, við sendum þér hugheilar blessunaróskir og minn- umst þín með þakklæti og virð- ingu. Með skátakveðju frá okkur skátasystrunum. Hrefna Tynes Þær eru undarlega ólíkar liðnar stundir, er við setjumst niður og köllum eftir, sumar eru bjartar og hlýjar, — aðrar dimmar og kald- ar. En skrýtnast finnst mér, að stundirnar í gullnasjóði minn- inganna eiga ekkert taktstig við mælistokk þeirra uppi á Veður- stofu, þær eru tengdar allt, allt öðru, tengdar fólki. Sumir koma alltaf í nálægð þína vafðir í skikkju skuggans og reyna að draga þig með sér niður í myrkra- hylinn, — aðrir koma svífandi til þín á geislans væng, vefja þig birtu og yl. Slíkra minnist eg í dag, er eg hugsa til áttræðisaf- mælis frú Gertrud prófastsfrúar í Húsavík, 15. febrúar. Það var sunnudagur, guðsþjón- usta í Hallgrímskirkju. Við vorum komnir þar þrír félagar með vin- um okkar til þess að heyra föður þeirra, prestinn í Húsavík, pred- ika. Slíkan predikunarmáta hafði eg aldrei séð fyrr. Eg var vanur því að presturinn stæði í stólnum og læsi þar það sem honum hafði tekizt að koma á blöðin sín. En séra Friðrik, nei, það var nú eitthvað annað. Hann hreinlega fylgdi orðum sínum niður úr stólnum, skildi ekki við þau í hvelfing kirkjunnar, heldur bar þau til mín. Augu hans og andlit ýmist hlógu af gleði eða myrkvuð- ust af sorg, og hendur hans þær urðu brú milli hans og mín. í raun vissi eg ekki mitt rjúkandi ráð, — mig langaði til að hlæja, mig lang- aði til að gráta, þorði hvorugt, en örþreyttur sannfærðist eg um, að séra Friðrik væri meðal beztu predikara, er eg hafði hlustað á. Seinna, þegar eg var orðinn pred- ikunarmáta hans vanari, þá skildi eg líka, að hann var meðal list- fengustu ræðumanna þjóðarinnar. Önnur mynd. Eg ráfaði niður Arnarhól í glímu við boð vinar míns Vilhjálms Þór um nýtt starf. Það virtist allt mæla með því, eg hafði fallið í prestskosningum fjórum sinnum á einu ári, og það var að renna upp fyrir mér, að kirkjan hefði ekki not fyrir skussa seín mig. Þá allt í einu stóð séra Friðrik fyrir framan mig. Um- búðalaust bað hann mig að sækja um annað tveggja prestakalla er laus voru í prófastsdæmi hans. Eg brást illur við, sagði honum, að mér þætti hann hugsa af litlum hlýleik til sóknarbarna þessara safnaða, fyrst hann hvetti mann til að sækja, sem hann þekkti ekki neitt nema það eitt, að þeir söfn- uðir sem hann hafði kynnt sig hjá höfnuðu honum án hiks. Þá brosti séra Friðrik og sagði: Heldur þú, að eg þekki ekki þann dreng, er sonur minn velur að vini? Þessi orð urðu örlagavaldar í mínu lífi, þau færðu mér vini, meir en vini, færðu mér og mínum foreldra- umhyggju prófastsheimilisins í Húsavík. Já, við urðum þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast því, og hvílíkt menningarheimili. Eg lærði um prófastinn, að hann var meðal fjölgáfuðustu manna, og hafði ávaxtað pund sitt af þeirri elju að undrun sætti. Það var eins og hann hefði tíma til alls, alls nema hugsa um sjálfan sig. Þyrfti að leita að fróðleik úr bókum, þá var að spyrja prófastinn um hvar, — þyrfti að ljóða eða semja lag, allt frá dægurflugu til kantötu, þá var að halda á fund prófastsins, — og þyrftir þú á listamanni að halda við skrift á orðum eða nótum, þá var enginn líklegri til þess að gera það en hann. Vildir þú gera vini þínum, innlendum eða erlendum, vel, sýna honum íslenzkan akur vökvaðan döggvum klassískrar menningar heimsins, þá var að halda með hann á prófastsheimil- ið, og njóta þess að sjá gestinn fyllast undrun og aðdáun. En prófasturinn var ekki einn, — Ijóminn í kringum hann var ekki aðeins af ljósinu sem hann sjálfur bar, heldur var bjarminn af tveggja ljósi. Eg sannfærðist fljótt um það, að örlagadísirnar höfðu rétt fyrir sér, er þær ófu saman í vef lífsþræði Gertrud Estrid Elise og Friðriks Aðal- steins. Já, hverjum nema þeim vísu meyjum hefði dottið í hug að sækja á heimili konunglegs skjalavarðar, Holgers Nielsen, og formanns kvenfélagasambands Kaupmannahafnar, Dagmars Nielsen, sækja þangað fjöl- menntaða stúlku, leiða hana í flekk að Staðarstað á Snæfells- nesi, kynna hana þar fyrir íslenzk- um háskólanema sem var að bjástra í fræðum um himininn? Engum sjálfsagt, en þær hættu nú samt ekki við, fyrr en þau Gertrud og Friðrik voru orðin strengir undir strokum sama bogans. Þau fylgdust að til Ameríku, en komu sem betur fer heim aftur. Gertrud gaf ekki aðeins séra Friðriki hja- rta sitt, hún rétti íslenzkri þjóð mannvænleg börn, gaf íslenzkri þjóð krafta sína og kunnáttu. Þarf eg að minna á brautryðjendastarf hennar innan kvenskátahreyf- ingarinnar, — minna á skólastörf hennar, — störf hennar fyrir kvenfélög, slysavarnafélag, — starf hennar við hljóðfærið, já, starf hennar í kirkju og utan? Nei, eg held ekki, þið sem þessi orð les- ið, þekkið þetta allt, hinum yrði það ekki til nokkurs gagns. Hitt vil eg draga fram, að eg efast stór- lega um það, að slíkur bjarmi væri um séra Friðrik í hugum okkar nema af því að Gertrud var við hlið hans. Eg horfði á hann gleyma sér í verkum sínum, kunna hvorki skil á nóttu eða degi, og eg er sannfærður um það, að hann hefði hreinlega týnzt í brota- hrúgu, ef hún hefði ekki verið við hlið hans og raðað fyrir hann í heila mynd. En svo samstíg voru þau að eitt skóhljóð barst af för þeirra um veginn. Þrátt fyrir þetta taldi eg þau æði ólík. Hann minnti mig ailtaf á drenginn, hún á elskandi móður. Viðkvæmri listamannslund hans hæfði ekki hvaða umhverfi sem var. Hversu oft hafði hann ekki í gleði ákafans boðið til sín gestum, gleymt að láta þess getið, en húsfreyjan orð- ið að bjarga öllu, þegar hann, við útidyrnar, mundi, hvað honum hafði orðið á. Þá kom í ljós, hversu frábær húsmóðir hún er, hversu lagið henni er að gera veizlu, á stund, þar sem mörg konan hefiíi hreinlega látið eftir sér að gefa sig örvæntingunni á hönd. En hún kunni og kann til verka, og heimil- ið hennar varð fyrirmynd í hugum okkar, fyrirmynd prestsheimila að myndarbrag og fádæma rausn, þar sem hverjum, er að garði bar, var fagnað af gefandi kærleika. Enn sækir að mér mynd. Þau hjónin voru að koma frá Dan- mörku, — höfðu dvalið þar um tíma, eftir að þau sögðu prests- embætti lausu í Húsavík. Þau geisluðu af tilhlökkun að takast á við þau verk er erill embættis- þjónustunnar hafði dregið þau frá. En hvar gætu þau sinnt slíkum störfum? Jú, séra Friðrik ætlaði bara að byggja. Eg varð allur að eyrum. Grunur minn var, að þau hjón ættu ekki digra sjóði. í þjón- ustu fyrir kirkjuna höfðu þau gef- ið allt sem þau áttu að gefa, og sá sem ekki krefst, verður sjaldan ríkur. Samt töldu þau sig óhemju rík, þau áttu fjölmenntuð og vel- gerð börn, og þau áttu þakkláta hugi fólks, sem þau höfðu borið sólskin til á vegi. En slíkur auður er sjaldan veðhæfur fyrir steypu og „sönnum" verðmætum íslenzkr- ar þjóðar. Við ræddum þetta fram og aftur, og þar kom tali, að mér skildist, að þau gætu vel hugsað sér að taka að sér þjónustu innan kirkjunnar enn í nokkur ár. Það væri bara svo skrýtið að þeim væri hún ekki boðin. Er þau höfðu kvatt, læddist eg að símanum og tjáði biskupi, hvað þau hefðu sagt um áframhaldandi þjónustu. Ævintýrið á Hálsi hófst. Þau voru þar í átta og hálft ár, og á því kann eg skil, að Fnjóskdælir töldu þau mikla gæfusending. Þau pred- ikuðu fagnaðarboðskap kærleik- ans, þau kenndu, og þau stofnuðu kóra, — voru gefandi vinir í faðmi lotningarfullra safnaða. Já, þeim leið þarna sannarlega vel, og sókn- arbörnunum þótti meira til um dalinn sinn að hafa þau hjá sér. Eg gleymi ekki fyrstu jólunum, eftir að þau héldu þaðan. Það var saknaðartregi í skrifum séra Frið- riks til mín: \ú c*r á llálsi hljóii — llcl/l cina vdrarnoll broslin röcld Ivcrsl úr horni, mcinsár oj» moldar|>v öl, niuldrandi um sckl oj* kvöl. Drcjísl hurl oj» dvín ad morijni. Síðasta myndin er úr kirkju minni. Hann var hjá mér, leið- beindi mér með ráðum, og enn finn eg ylinn af faðmlagi hans, er við kvöddumst hinsta sinni. í lotn- ingarfullu hjarta geymi eg mynd af einum mesta ljósbera, er eg hefi kynnst. En það er satt, orðin mín áttu aðeins að vera kveðja á afmælis- degi frúarinnar, þakkarkveðja frá þremur klerkum í Reykjavík, námsfélögum Arnar, og fjölskyld- um þeirra. Má eg líka hvísla þökk kirkju minnar og þjóðar til frú Gertrud fyrir frábæra gjöf er hún bar Islandi, sjálfa sig. Ég veit að Danmörk eignaðist við það bjarma í hugum okkar, — og ís- land varð betra eftir. Lifðu heil. Haukur. Hólmfríður Óladóttir Baldvinsson - Níræð í dag, 14. febrúar, er hún lang- amma mín, Hólmfríður Óladóttir Baldvinsson, níræð. Að hugsa sér, níræð og enn svona hress, þrátt fyrir mikið hnjask á hinum og þessum spítölum. Þessi kona með þennan mikla persónuleika hefur gert margt um ævina. Margt og mikið. Hún var meðal annars með hattabúð hérna í Reykjavík í kringum og eftir stríðsárin og byggði hús með seinni manni sínum. Alltaf hefur það verið eitthvað sem dró mann að henni. Sem krakki fór ég oft upp í heimsókn til hennar og við borðuðum saman ís eða spiluðum á spil. Stundum sagði hún mér sögur, þótt ekki hafi maður verið þolinmóður áheyrandi og alltaf kunni hún kvæði við hvaða atvik sem kom upp. Ég held að ég megi með sanni segja að ég sé ekki sú eina sem dróst að henni eða þótti mikið til, hennar koma. „Kaupmennirnir á horninu" hafa allir haft dálæti á henni, þótt hún skammaði þá suma oft. Það var ekki fyrr en fyrir nokkrum árum að ég fór að skilja langömmu nokkurn veginn og kunna að meta hana. Enn fer ég upp í heimsóknir til hennar. Núna höfum við yfirleitt meira til að tala um því að ég er orðin „fullorð- in manneskja" og óhætt að treysta Kllitdtllittdtttttlttlltlll* mér fyrir ýmsu og ég er farin að skilja meira. Öli fjölskyldan á henni yfirleitt eitthvað að þakka, því hún hefur hjálpað mörgum. Hún hjálpaði meðal annars foreldrum mínum nýgiftum, á meðan þau voru að koma undir síg fótunum. Ég á henni líka margt að þakka. Alveg óteljandi hluti. En mest vil ég þakka henni fyrir að vera til. Til hamingju með afmælið langamma mín og vonandi ferðu ekki frá okkur alveg strax. Fríða Björk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.