Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 Lennart Segerstrále Skógfræðingurinn sem málaði heiminn Nýverid var finnskur Ijósmyndari, Matias IJusikylá, á ferd hér á landi í boði Súmoí-félagsins og Norræna hússins til að halda fyrirlestur med litskyggnum um móðurafa sinn, listamanninn Lennart Segerstráale, sem m.a. gerði freskuna í Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd. Blm. Morgunblaðsins hitti Uusikylá að máli í gestaherbergi Norræna hússins og ræddi við hann um Segerstrále og fyrirlesturinn á meðan dýpsta lægð á Islandi í fimmtíu ár lék listir sínar í Vatnsmýrinni. Fuglamálari fer út í heim „Ég vinn sjálfstætt sem ljós- myndari og hef sérhæft mig í að ljósmynda listaverk, þar að auki hafði ég náttúrulega náin kynni af afa mínum persónulega. Þetta tvennt má segja að hafi svo orðið kveikjan að því að ég setti sam- an litskyggnudagskrá um hann með myndum af verkum hans og tónlist af segulbandi auk sam- tala við hann þar sem hann fjall- ar um verk sín. Þessa dagskrá hef ég flutt víða í Finnlandi og einnig erlendis og nú hér á Is- landi, enda er hér að finna verk hans í kirkjunni í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. í dagskránni er rakinn ferill hans sem lista- manns, allt frá því hann byrjar að mála fuglamyndir, en fer síð- ar að gera freskur eða vegg- myndir í anda norsku fresku- málaranna og hinnar svokölluðu „monumental“-hefðar í mynd- list. Það hafði mikil áhrif á Lennart Segerstrále, að hann fór til Ítalíu þrisvar sinnum á þriðja áratugnum og hreifst af hinni fornu list í kirkjum þar. Segerstrále er þekktur víða um heim sem myndlistarmaður og eru grafíkmyndir eftir hann í söfnum í New York, London, Moskvu og víðar. Þá er helming- ur af freskum þeim er hann gerði, utan Finnlands, t.d. hér í Saurbæ, í Svíþjóð, Englandi og Noregi. Freskur eru unnar þannig að eins konar bik er borið á þurran vegg og síðan lögð þar utan á- Matias Uusikylá fjögur lög af múr og málað á hið ysta á meðan það er rakt og er þá teiknað í múrinn fyrst. Ekki er mögulegt að fullvinna nema nokkra fermetra á dag. Það sem fyrir mér vakti við gerð þessarar dagskrár um Lennart Segerstrále var að safna sem mestu efni og upplýs- ingum um þennan listamann á einn stað. Enn sem komið er hef ég ekki lagt nein drög að neins konar útgáfu á þessu efni, en segja má að nú sé fyrir hendi grundvöllur fyrir einhverju slíku. Því er nefnilega þannig varið að enda þótt Segerstrále sé frægur listamaður, eru ekki margir sem vita mikið um hann.“ „Að skapa góða list“ Lennart Segerstrále (1892—1975) lauk stúdentsprófi árið 1910 og nam skógfræði fyrir ósk foreldra sinna, en móðir hans, Hanna F. Segerstrále var sjálf mikill listmálari og gerði sér jafnframt ljóst að málaralist var býsna ótrygg tekjulind í Finnlandi upp úr aldamótum, Lennart frestaði því að hefja raunverulegan listamannsferil sinn þar til hann hafði lokið námi í skógfræði árið 1915, en það sama ár giftist hann Marie- Louise Colliander. En frá og með því ári helgaði hann sig listinni. „í fyrstu var hann fyrst og fremst natúralískur málari og gerði margar fuglamyndir, ekki síst í grafík. Eftir ferðir sínar til Ítalíu tók list hans miklum breytingum, hann fékk áhuga á „monument- al“-stíl, freskum og glermálverki og síðast en ekki síst tók maður- inn að skipa hæstan sess í mynd- verkum hans. Hann fór að mála heiminn. Þegar á millistríðsár- unum voru pantaðar hjá Seg- erstrále freskur í ýmis hús og árið 1938 byrjaði hann á „Fin- landia“-freskunum í Finnlands- banka í Helsingfors, sem telja verður til höfuðverka hans. Hann lauk við gerð þeirra árið 1943. í þeim endurspeglast eigin reynsla listamannsins og hinir Lennart Segerstrále að vinna frummyndina að freskunni í Saurbæjarkirkju. GIBBS-bræöurnir eru meö nýja, ósvikna BEE GEES-plötu. „Soft rokk“ er í forgrunni, krydd- aö meö mögnuöum lögum á borö viö „He’s a Liar“. „Maður hefur á tilfinningunni að þeir bræður hafi lagt meiri metnaö í gerð þessarar plötu, en þær sem hafa komið á undanförnum árum, enda eru sum lögin með því betra sem ég hef heyrt frá þeim bræðrum." HK/DV FÁLKINN Hljómplötudeild Suðurland'hraut 8. Sími 84670, Laugaveg 24, símí 18670. Austurveri. Sími 33360. Fæst í hljómplötu- verzlunum um land allt. Á áttræðisafmæli Vals Gíslasonar Eftir Gylfa Þ. Gíslason Hinn 2. febrúar síðast liðinn héldu leikarar hóf í Lækjarhvammi til heiðurs Val Gíslasyni og konu hans í tilefni af áttræðisafmæli hans. Veizlustjóri var Gunnar Eyjólfsson, og var þar fjölmennt. GylTi Þ. Gísla- son hélt þar þessa ræðu fyrir minni Vals Gíslasonar: „Það er okkur, sem hér erum, mikill heiður og sérstök ánægja að fá að eyða þessu kvöldi með Val Gíslasyni og konu hans, þeim manni, sem framar öllum öðrum núlifandi mönnum hefur orpið Ijóma á íslenzkt leikhúslíf og þá um leið sett svip á samtíð okkar. Leiklistin er stórkostleg list. Um tónlistina hefur verið sagt, að hún túlki það, sem hvorki verði sagt né heldur þagað utn. Um myndlistina hefur verið sagt, að galdur hennar sé fólginn í því að breyta þrívíddarveröld hlutanna í tvívíddarheim léreftsins, en um leið skynji menn fjórðu víddina. En í hverju eru töfrar leiklistar- innar fólgnir? Hvað sækjum við í leikhús? Stundum dægrastyttingu, stund- um skemmtun. En góð leiksýning færir okkur miklu meira. Hún sýnir sjálf okkur og vandamál okkar, hugsanir okkar og tilfinn- ingar. Ef til vill lifum við aftur á leiksviðinu þætti úr lífi okkar, kannski sjáum við þar spádóm um framtíð okkar. Við fórum ef til vill ekki eins að og sá, sem er á svið- inu. En hvor gerði rétt? Hjálpar leikhúsið okkur ekki til þess að velja og hafna? Það er aðalsmerki leiklistar, leikritsins og túlkunar þess í sjón- leik, að hún getur birt okkur vandamál mannlegs lífs í hreinni og tærari mynd en jafnvel lifið sjálft, leikritahöfundurinn og leik- arinn geta einangrað vandamálið, spurninguna, gátuna, eins og vís- indamaður viðfangsefni í tilraunastofu, hreinræktað vandann og undirstrikað hann þannig skýrar en hann birtist okkur í raunveruleikanum. Þess vegna getur það, sem gerist á leiksviðinu, verið sannara en sjálft lífið. Leiksviðið er hinn stærsti speg- ill, sem maðurinn getur horftií, og hinn sannasti. Þar sér hann líf sitt og starf, vonir sínar og vonbrigði, það, sem hann gerir vel eða illa, rétt eða rangt. En því aðeins verð- ur leiksviðið sá töfraspegill, sem það getur orðið, að þar séu a.m.k. einhverjir, sem eru leikarar af guðs náð, skilji og túlki gleðina og sorgina, sannleikann og lygina, ástina og hatrið, þannig að augu áhorfandans opnist fyrir nýju viðhorfi, hann skilji sjálfan sig og aðra betur á eftir. Slíkur leikari er Valur Gíslason. A leiksviðinu getur hann verið all- ir menn, góðir og vondir, gáfaðir og heimskir, en samt er hann allt- af Valur Gíslason, af því að eng- inn gat gert þetta eins og hann. Ást hans er heit, hatur hans log- andi, gleði hans sönn og sorg hans djúp, sannleikurinn verður á vör- um hans leiftrandi, og lygin við- sjál. Þannig á mikill leikari að vera. En Valur Gíslason er ekki að- eins mikill listamaður. Hann er einnig mikill maður. Eitt megin- einkenni hans er einstök góðvild hans í garð allra annarra. Hver hefur nokkurn tíma heyrt Val Gíslason leggja iUt til nokkurs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.