Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 _ V ---------- -- \ Varnir í Danmörku með sérstöku tilliti til NorðurAtlantshafsins eftir Knud Jörgensen, yfirhershöfðingja Erindi það, sem hér birtist í íslenskri þýð* ingu, flutti Knud Jörg- ensen, hershöfðingi, yf- irmaður allra danskra varna, á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs 6. febrúar síðastliðinn. Milli landa okkar eru margvís- leg hagsmunatengsl. Þau ráðast meðal annars af hnattstöðu land- anna, takmörkuðu afli þjóða okkar og þeirri staðreynd, að við verðum að bregðast við herfræði- legri þróun á hafinu, sem banda- lag okkar er kennt við, og í næsta nágrenni þess. Ég tek mið af þess- um þáttum í lýsingu minni á þeirri ógn, sem að okkur steðjar, og hernaðarlegum viðbrögðum Dana við henni. Hnattstaðan Séð frá Moskvu nær norður- vængur varnarsvæðis NATO yfir næstum 90 gráður. Nú á tímum halda Sovétmenn uppi mestum þrýstingi á norður- og suðurhluta þessa svæðis með þeim herafla, sem þeir ráða yfir á Eystrasalti og við Barentshaf. Þegar Atlantshafsbandalagið var stofnað 1949, beindist athyglin einkum að þeim sovéska herafla, sem ógnaði þjóðum Vestur- Evrópu á meginlandi Norðurálfu. Síðan hafa kjarnorkuvopnin og skotpallar þeirra þróast tæknilega með þeim hætti, að norðlægari svæði hafa komið æ meira við sögu í hernaðarlegu tilliti. Sovétmenn hafa hervæðst jafnt og þétt. Nú þrýsta þeir ekki aðeins á í Mið-Evrópu heldur með vax- andi þunga á norðurvæng NATO. Noregur, Island og Danmörk, sem Færeyjar og Grænland heyra til, eru löndin við siglingaleiðarnar, sem tengja sovésku flotabæki- stöðvarnar og heimshöfin. Af þessum sökum hefur þýðing þess- ara landa fyrir Atlantshafsbanda- lagið aukist. Hins vegar er gildi Danmerkur fyrir varnir NATO í Mið-Evrópu jafn mikið og áður. Eystrasaltið Það fer eftir því, hver stjórn- málamarkmið Sovétmanna eru, til hvaða úrræða þeir grípa. Sé litið á Danmörku mætti hugsa sér, að þeir teldu sér henta að beita okkur allt frá einangruðum pólitískum þrýstingi að hervaldi. Líklegast er, að þeir myndu beita samræmdum aðgerðum t.d. pólitískum þrýst- ingi með stuðningi vígdreka (til að sýna valdið) og undirróðursstarf- semi — svo framarlega sem ekki væri komið til almennra átaka milli austurs og vesturs. F’orsendurnar fyrir því, að Sov- étmenn geti beitt Dani pólitískum og hernaðarlegum þrýstingi, hafa styrkst töluvert. Að nokkru á það rætur að rekja til þess, hve allar greinar sovéska hersins, í lofti, á láði og legi, hafa verið efldar, og að nokkru má rekja það til þess, að á síðustu tíu árum eða þar um bil hefur floti og flugher Var- Knud Jörgensen er fæddur 1919. Hann var skipaður yfirmaður danska flughersins 1970 og 1. maí 1977 varð hann útnefndur hershöfð- ingi og skipaður æðsti yfirmaður allra varna í Danmörku. sjárbandalagsins aukið umsvif sín í nágrenni Danmerkur svo um munar. Að okkar mati myndu Sovét- menn á átakatímum líta á Eystra- saltssvæðið sem herfræðilegan hluta af vígvellinum í miðhluta Vestur-Evrópu. Hernaðaraðgerðir á Eystrasalti og tilraunir til að ná dönsku sundunum á sitt vald og þar með leiðinni út á Norðursjó og Atlantshaf yrðu nátengdar megin- sókninni gegn stóru höfnunum í Hollandi og Belgíu. Sovétmenn myndu leggja á það höfuðkapp að ná dönsku sundunum sem fyrst og algjörlega, við svo búið gætu þeir ,snúið sér að nærliggjandi svæðum og einbeitt sér að því brjóta niður varnirnar á norðurvængnum. Með því að hertaka dönsku sundinn gætu Sovétmenn þar að auki hald- ið opinni samgönguæð á sjó til og frá hinum mikilvægu birgðastöðv- um og skipasmíðastöðvum á strandlengju Varsjárbandalags- landanna við Eystrasalt. Auk þess yrði unnt að herja á Skandinavíu- skaga frá hinum herteknu svæð- um. Dönum stendur helst ógn af þeim flota landgönguskipa, sem myndaður hefur verið á Eystra- salti, og þeim landgönguíiðum, sem þar eru. Þegar til þess er litið, að í einni lotu geta Varsjárbanda- lagslöndin sett meira en 5000 landgönguliða á land með öllum tækjakosti og búnaði, þarf 'engan að undra þótt öll önnur lönd við Eystrasalt leggi hart að sér við að efla varnir sínar gegn slíkri inn- rás. Herjum Varsjárbandalagsins er þannig skipað við Eystrasalt, að með flugher og flota er ætlunin að sækja gegn leiðunum inn og út úr Eystrasalti, á sama tíma verður sótt gegn strandlengju Vestur- Þýskalands og Danmerkur — sýn- ist áformað að senda fimm her- deildir eða fleiri inn í Slesvík og Holtsetaland. Af þessu má ráða, að Danir verða að leggja sig fram um að halda uppi sem bestum vörnum við dönsku sundinn, þótt ekki séu þeir sérlega öflugir. Noröur-Atlantshafiö Meðal annars vegna þessa varn- arátaks við mynni Eystrasalts geta Norðmenn einbeitt sér að því að efla varnirnar á norðurslóðum. Frá lckum síðari heimsstyrjaldar- innar hafa Sovétmenn styrkt stöðu sína í víghreiðrinu á Kola- skaga í réttu hlutfalli við þá áherslu, sem þeir hafa lagt á hlut- verk kafbáta til að halda uppi jafnvægi í kjarnorkuvopnabúnaði gagnvart Bandaríkjunum, og það kapp, sem þeir leggja á það að geta brotið flotayfirráð NATO á Atlantshafi á bak aftur, en þai^ skipta sköpum fyrir bandalagið. A Kola-skaga eru aðeins tvær sovéskar herdeildir og ein land- gönguliðasveit, hins vegar eru þar bækistöðvar fyrir um 70% af sov- ésku kjarnorkueldflauga-kafbát- unum og mikinn hluta stærstu og nýjustu herskipa Sovétmanna, sem smiðuð eru til að herja á kafbáta. A þessum slóðum eru hafnir íslausar og frá þeim eiga Sovétmenn greiðfærasta leið út á heimshöfin. Rétt er að hafa í huga, um leið og litið er á Norður- flotann, að samhliða vexti hans hefur herskipum í sovéska Eystra- saltsflotanum ekkert fækkað. Við Eystrasaltið er auk þess um helm- ingur allra sovéskra skipasmíða- stöðva, þar eru flest herskipin byggð og þangað þurfa þau að sækja til viðgerða og viðhalds, auk þess eru flestir sjóliða í sovéska flotanum þjálfaðir á Eystrasalti. Þess vegna er ástæða til að líta á Eystrasaltsflotann og Norður- flotann í sömu andrá. Þótt flot- arnir sinni ólíkum verkefnum, hefur samvinna milli þeirra aukist mikið undanfarin ár, ef dæma má af skipaferðum og æfingum, og þeir eru háðari hvor öðrum en áð- ur. Danska ríkið teygir sig út á Atl- antshaf um Færeyjar til Græn- lands. Hernaðargildi Færeyja og Grænlands hefur aukist á undan- förnum árum og má einvörðungu rekja það til hnattstöðu landanna. Vegna legu Færeyja er heppi- legt að geta haldið þaðan uppi eft- irliti og reka þar stöðvar til að auðvelda staðarákvarðanir, þaðan er unnt að stunda gagnkafbátaað- gerðir og þar geta flugvélar at- hafnað sig til sjóhernaðar með venjulegum vopnum. Grænland myndar vesturvegg helstu siglingaleiðarinnar til og frá Ishafinu, þar sem er mesta at- hafnasvæði kjarnorkuknúinna strategískra eldflaugakafbáta. Einnig geta kafbátar siglt úr ís- hafinu undir ís milli Grænlands og Kanada og komist þannig að ströndum Kanada og Bandaríkj- anna. Djúpa og afskekkta firði Grænlands gætu strategískir kjarnorkukafbátar notað, og þar gætu einnig verið neyðarhafnir eða biðsvæði. Miðað við varnarkerfi NATO er mikilvægt að geta haldið úti eftir- liti frá Grænlandi vegna öryggis Norður-Ameríku, og frá flugvöll- um á Grænlandi má verjast loft- árásum á Norður-Ameríku, auk þess sem aðstaða á Grænlandi nýtist til varnar siglingaleiðunum yfir Atlantshaf. Norður- og norðaustur strönd Grænlands snýr að mjög við- kvæmum hluta af norðurströnd Sovétríkjanna. Svalbarði, sem þar er á milli, er án allra hernaðar- mannvirkja eins og mælt er fyrir um í alþjóðasamningi um eyjuna, og ekki minnkar mikilvægi Norð- austur-Grænlands við það. Þótt harðbýlt sé á Norður- og Norð- austur-Grænlandi og óblíð nátt- úra, má fljúga þaðan út yfir íshaf- ið, og í stöðvum á landi má safna upplýsingum um veðurfar og ann- að, sem kæmi að góðum notum í hernaði. Fjarlægðin milli Grænlands og Sovétríkjanna er svo mikil að telja má næsta ógerlegt fyrir Sovét- menn að leggja jafnvel mikilvæg- ustu staði á Grænlandi undir sig. Má ætla, að Sovétmenn hefðu einkum áhuga á að koma í veg fyrir, að unnt yrði að nýta hernað- armannvirki á grænlensku landi. Verkefni hersins Á grundvelli þess, sem ég nú hef sagt, ætla ég í stuttu máli að rekja helstu atriði, sem máli skipta fyrir varnir sundanna út úr Eystrasalti og Suður-Danmerkur: — Yfirleitt truflar veðurfar ekki áform þeirra, sem hyggja á hern- að á svæðinu. — Landið er flatt og næstum alls staðar er unnt að beita vélaher- deildum og fallhlífasveitum. — Auðvelt er að setja lið á land af sjó næstum hvar sem er við strendur Danmerkur. — Dýpi er ekki mikið á siglinga- leiðum við Danmörku og þar eru grynningar algengar, af því leiðir að kafbátar eiga erfitt með að at- hafna sig á þessum slóðum og auð- velt er að koma fyrir tundurdufl- um á sjávarbotni. I lögum um varnir Danmerkur frá 1973 er kveðið á um það, að þær byggist á aðild Danmerkur að NATO og að danski herinn: — Skuli á friðartímum gæta dansks fullveldis með því að halda uppi eftirliti og bægja hverjum þeim frá, sem rjúfa vill friðhelgi þess. — Komi til árásar á danskt yfir- ráðasvæði skal herinn tafarlaust snúast til varnar og þar með gera bandamönnum kleift að senda liðsafla á vettvang, skal herinn síðan berjast afram við hlið hans. Í þessu sambandi ber að leggja á það höfuðkapp á friðartímum að undirbúa sem best mótttöku á slíkum liðsauka. Á friðartímum sinnir herinn einkum eftirliti og upplýsingaöfl- un. Aukist spenna beinist áhugi ríkisstjórnarinnar að því að hafa stjórn á þróun mála eftir þeim reglum, sem um slíka stjórn gilda, og er herinn helsta tæki hennar í því efni. Væri þá unnt að senda fleiri hermenn til einstakra svæða, kalla út hluta af varaliði eða það allt og leggja tundurdufl á siglingaleiðum um danskt yfir- ráðasvæði. Komi til styrjaldar- átaka er það hlutverk hersins að taka höndum saman við banda- menn sína og verjast árásarliðinu eins nálægt heimastöðvum þess og kostur er. Vörnum Danmerkur yrði á stríðstímum stjórnað af her- stjórnum NATO og færi SACEUR, yfirmaður Evrópuherstjórnar NATO, með æðsta skipunarvaldið. í Danmörku er herstjórn sú, sem lýtur stjórn æðsta yfirmanns danska hersins, kölluð Sameinaða herstjórnin. Hennar hlutverk er að verja leiðirnar í og úr Eystra- saltinu og danskt yfirráðasvæði. Þessum vörnum er haldið uppi: — Með því að snúast gegn loft- árásum með danska flughernum (flugvélar og eldflaugar). — Með því að snúast gegn sókn- inni í gegnum Norður-Þýskaland með dönsku og þýsku herliði eins austarlega og kostur er. — Með því að snúast gegn land- gönguliði með dönskum og þýsk- um flugvélum og skipum, á meðan liðið er á leiðinni, og með dönsku herliði, eftir að það hefur byrjað landgöngu. — Með því að snúast gegn fall- hlífaliði með dönsku herliði. Samgöngum verður ekki haldið uppi milli einstakra landshluta í Danmörku nema með því að halda leiðunum í og úr Eystrasalti á sínu valdi, þessi yfirráð eru einnig lykillinn að því að geta hindrað frekari sókn Varsjárbandalagsins til vesturs og norðurs. Innan sam- einuðu herstjórnarinnar í Dan- mörku hafa því verið mótaðar nánar samstarfsreglur milli Dana og Þjóðverja. Framlag Dana Loftvarnir. í danska flughernum eru 40 F-104 Starfighter-orrustu- þotur með aðsetur í Álaborg. Þar að auki ræður flugherinn fyrir tveimur NIKE loftvarnakerfum og fjórum HAWK loftvarnaeld- flaugakerfum. Hefur þeim verið komið fyrir á Austur-Sjálandi. Varnir gegn árás um Norður Þýskaland. Hér ber fyrst að nefna Jótlands-herdeildina, sem myndi verjast ásamt með sjöttu þýsku herdeildinni í Slesvík og Holtseta- landi. Jótland yrði auk þess varið af staðbundnum sveitum og heimavarnarliði. Varnir gegn árás af sjó. Reynt verður að stöðva árásarliðið með því að beita skipum og flugvélum gegn þeim skipum, sem það flytja, komið verður fyrir tundurduflum á viðkvæmum svæðum og loks bú- ist til varnar í landi. Til að sinna þessu verkefni ráða flugher og floti yfir nauðsynlegum tækja- kosti og má í því sambandi nefna: 2 freigátur, 3 korvettur, 16 tund- urskeytabáta og 5 kafbáta. Til þess að leggja tundurdufl yrðu notuð 4 stór skip og 3 minni og þar að auki hefði flotinn 6 tundur- duflaslæðara til ráðstöfunar. Um lagningu tundurduflanna má sér- staklega segja, að það er að öllu leyti undir því komið, hvort stjórnmálamenn taka ákvarðanir á réttum tíma, hvort duflin komi að notum. Tveimur vélastórfylkjum yrði beitt til varnar Sjálandi, þá kæmi og til heimavarnarlið. Stuðningur flughers. Til stuðn- ings aðgerðum landhers og flota ræður flugherinn 36 F-35 Draken og 32 F-16-orrustuþotum. Borgundarhólmur Nokkur vegalengd er til Borg- undarhólms, sem er austan við landamæri Austur-Þýskalands og Póllands. Frá eyjunni er unnt að halda uppi mikilvægu eftirliti í aðvörunarskyni. Eyjan er hins vegar mjög opin fyrir árás og hún verður ekki varin nema með tölu- verðu átaki. Ein orrustusveit er á eyjunni, sem mynduð er úr tveim- ur herfylkjum, auk þess eru þar til taks skip og flugvélar. Norður-Atlants- hafssvæðið Hin almennu ákvæði um skyld- ur heraflans til varnar hinu danska ríki ná að sjálfsögðu til þess alls. Hins vegar leiðir tak- markaður herafli Dana til þess, að þeir hljóta að einbeita kröftum sínum að því að gæta fullveldis þess landsvæðis, sem þeir eiga, auk þess sem þeir ganga þannig frá hnútum, að liðsauki banda- manna eigi sem auðveldast með að koma þeim til aðstoðar. Færeyjar Bæði Færeyjar og Grænland heyra undir Atlantshafsherstjórn NATO, það er að segja SACLANT, sem hefur aðsetur í Norfolk í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Atlantshafsherstjórninni er skipt í undirherstjórnir og falla Fær- eyjar undir Austur-Atlantshafs- herstjórnina, CINCEASTLANT, sem hefur aðsetur á Bretlandi. Á friðartímum fer ég beint með yfirstjórn hermála í Færeyjum. Færeyingar eru ekki herskyldir, en sumir þeirra hafa boðið sig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.