Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 48
Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 ior0iim®»feí>iíj' Síminn á afgreiðslunni er 83033 SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 Ómar Ragnarsson, fréttamadur sjónvarps, fer sem kunnugt er oft ferda sinna fyrir sjónvarpið á flugvél sinni, TF-Frú. Myndina tók Ijósmyndari Mbl. RAX þegar Ómar hitti vegagerðarmenn að máli eystra í sambandi við hlaupið í Skeiðará. Suðurland: Tekjur 10 til 13% undir meðaltali, fólksfækkun og mest atvinnuleysi Batnandi vatnsstaða á hálendinu „V'IÐ ERIIM tiltölulbga ánægðir með þróun mála síðu.stu daga, því það hcf- ur vorið hláka á hálcndinu, cftir linnulaus frost vikum saman," sagði Jóhann Már Maríusson, yfirverkfræð- ingur hjá l.andsvirkjun, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir vatns- stöðunni á hálendinu. „Við reiknum með svipuðu ástandi næstu vikuna, þannig að það er heldur gott í okkur hljóðið hvað þetta snertir," sagði Jóhann Már Maríusson, yfirverkfræðingur hjá Landsvirkjun, ennfremur. Skeiðarárhlaupi að ljúka: Rennslið varð mest 2040 m3 á sekúndu 1.1. fehrúar frá Dórleifi (Mafssvni. hlaðamanni Mbl. við Skeiðará. SKEIÐARÁ minnkaði um helming í nótt, og er nú Ijóst, að hlaupinu er að Ijúka. Mest mældist rennslið í ánni 2040 rúmmetrar á sekúndu, en í hlaupinu 1976 fór rennslið í yfir 4000 rúmmetra og 1972 í yfir 6000 rúmmetra á sek. I»eir Sigurjón Rist vatnamælingamaður og Ragnar Stefánsson, bóndi í Skaftafelli, eru sammála um að þetta sé eitt hið minnsta hlaup sem komið hafi úr Grímsvötnum. Að vísu er mjög lík- legt að svipuð hlaup hafi komið fyrr á öldum, en annálar virðast aðeins segja frá stórhlaupum. Þótt hlaupið hafi ekki verið meira en raun ber vitni, þá náði áin að skemma fjóra straum- garða, og fór til dæmis yfir 50 metra kafli úr einum og þurfa þeir því viðgerðar við. „TEKJUR á íbúa á Suðurlandi hafa verið 10 til 13% undir landsmeðal- tali. Skráð atvinnuleysi er hvergi meira í öðrum landshlutum. At- vinnuþátttaka fólks á starfsaldri á Suðurlandi hefur verið um 14% und- ir landsmcðaltali. Nettóbrottflutn- ingur frá svæðinu hefur hvergi verið mciri, þannig fluttu 888 manns burt af Suðurlandi umfram aðfiutta á ár- unum 1972—1977.“ — Framan- greindar upplýsingar komu meðal annars fram í erindi Þorsteins Garð- arssonar á ráðstefnu um ástand og horfur í atvinnumálum á Suðurlandi, sem haldin var í Gagnfræðaskól- anum á Selfossi í gær. Fjölmargar aðrar upplýsingar um þróun mála á Suðurlandi komu einnig fram í erindi Þorsteins í gær, svo sem að á milli áranna 1980 og 1981 fækkaði íbúum Vestur-Skafta- fellssýslu um 28 manns, og varð fólksfækkun í öllum hreppum sýslunnar. — í Rangárvallasýslu fjölgaði íbúum um sjö, aðallega í þéttbýli. í Árnessýslu fækkaði íbúum um 29, og fækkar fólki í nær öllum hreppum sýslunnar. íbúum fækkaði þannig um 50 manns í kauptúnum og dreifbýli á Suður- landi 1980 til 1981. Á Selfossi fjölg- aði á hinn bóginn um 56 íbúa milli ára, eða um 1,6%, en um 22 eða 0,466 í Vestmannaeyjum. Til frekari skýringar á þessum tölum nefndi Þorsteinn, að á árinu 1980 fæddust 389 lifandi börn á Suðurlandi, en 133 dóu það ár, það er að fæddir umfram dána eru 256 manns. „Þetta segir okkur þá sögu,“ sagði Þorsteinn, „að 230 til 250 manns hafa flust burt af svæðinu umfram aðflutta á síðastliðnu ári. Svarar sú tala til að nálægt helmingur íbúa Eyrarbakka hefði flust burtu.“ I erindi sínu gerði Þorsteinn að umtalsefni niðurstöður orkustefnu- nefndar iðnaðarráðherra, en þær voru lagðar fyrir Alþingi í haust, í formi tillögu til þingsályktunar um virkjunarframkvæmdir og orkunýt- ingu. Þar var möguleikum á sviði orkunýtingar, sem til athugunar voru, skipt í þrennt; möguleika á nýtingu innlendra orkugjafa í stað innfluttra, kosti í orkufrekum iðn- aði, sem gætu komið í gagnið fyrir 1987, eða áður en næsta stórvirkjun hæfi rekstur, og iðnaðarkosti, sem gætu komið í gagnið á tímabilinu 1987 til 1990 eða síðar. í erindi sínu sagði Þorsteinn þvínæst: „Fyrsti kosturinn snertir fyrst og fremst nýtingu á innlendum orku- gjöfum til húshitunar og í iðnaði. Hefur því miðað allvel um land allt. Iðnaðarkostir, sem gætu komið í gagnið 1987, í þessum flokki eru eft- irtaldir möguleikar nefndir: a) Kísilmálmverksmiðja á Reyð- arfirði. b) Þriðji ofn Járnblendiverksmiðj- unnar á Grundartanga. c) Trjákvoðuverksmiðja á Húsavík. d) Natríumklóratverksmiðja á Suð- urnesjum, í tengslum við ný- byggingu sjóefnavinnslu. Eins og sést á þessari upptaln- ingu, er ekki í myndinni að neinn orkufrekur iðnaður verði staðsettur á Suðurlandi fyrir árið 1987. Iðnaðarkostir sem gætu komist í gagnið 1987 eða síðar: a) íslensk áliðja. Þessi kostur mun nú vera til athugunar í sam- vinnu við norska fyrirtækið Ardal og Sunndal verk A.S., sem ér stærsti álframleiðandi í Nor- egi. Eftir því sem ég hef komist næst, kemur Suðurland við óbreyttar aðstæður ekki til greina. b) Magnesíumverksmiðja á Reykjanesi. c) Aðrir kostir, svo sem kísilkarbít og krómjárn. Að lokum stillir Orkustefnunefnd upp sex dæmum um hugsanlega orkunýtingu og framkvæmdaröð til næstu aldamóta. í öllum dæmunum er ekki neinn kostur tengdur Suður- landi fyrir árið 2000.“ Svavar Gestsson tryggingaráðherra: Afturvirkar med- lagsgreiðslur koma til „BARNALÖGIN eru dómsmála- ráðuneytismál og þau voru flutt á Alþingi margoft af því ráðuneyti. Auðvitað eru ýmis ákvæði í barna- lögunum sem leiða beint af sér ákveðnar skuldbindingar fyrir Tryggingastofnun ríkisins, en önnur þurfa samræmingar við. Að því hef- ur verið unnið og frumvarp þess efn- is er að verða að lögum á Alþingi, búið að fara í gegnum neðri deild, og eina umræðu í efri deild,“ sagði Nvavar Gestsson trvggingamálaráð- herra, er Mbl. spurði hann af hverju ákvæði barnalaga um meðlags- greiðslur til 17 ára væru ekki hafnar í Tryggingastofnun eins og hin nýju harnalög kveða á um, en í viðtali við Mbl. nýverið sagði Gunnar Möller í tryggingaráði, að það væri vegna greina misræmis milli barnalaga annars vegar og almannatryggingalaga hins vegar. Svavar var spurður, hvort það væri ekki venjan við lagasetningar að gera ráð fyrir slíkri samræm- ingu, þannig að lög sem þessi væru samhljóða. Hann svaraði: „Nei, það þarf yfirleitt sérlög og þau koma í gegnum þingið mjög bráð- lega, eins og ég sagði.“ Svavar var í lokin spurður, hvort þeir sem þarna ættu hlut að máli fengju þá greiðslur sínar miðaðar við setningu barnalaga, þ.e. aftur á bak. Hann svaraði: „Við höfum gert ráð fyrir því að þetta taki gildi eins fljótt og tæknilega er kostur á. Já, það gæti farið svo.“ Akaflega tregur til að þetta verði gert - segir forsætisráðherra um fyrirhug- aðan handritaflutning vestur um haf „RÍKISSTJÓRNIN í heild hefur ekki fengið neina ósk um þctta, enda gengur málið að sjálfsögðu um hendur mcnntamálaráðuncytis. Mér er ekki kunnugt um, hvort sú eindregna málaleitan sem menntamálaráðherra minnist á hefur komið enn þá. En mér finnst að gangurinn verði að vera sá að fyrst komi eindregin ósk eða tilmæli frá stjóm og forstöðumanni Árnastofnunar. Það er eðlilegt, að menn séu ákaflcga tregir til að þetta verði gert, og ég er að sjálfsögðu einn af þeim,“ sagði forsætisráðherra, Gunnar Thoroddsen, er Mbl. spurði hann álits á ummæl- um Ingvars Gíslasonar menntamálaráðherra í tilefni af ósk sem borist hefur um að íslendingar láni nokkur íslensk handrit á sýningu í New York. Forsætisráðherra sagði í tilefni af ummælum menntamálaráðherra um að við þessari bón yrði einungis orðið með samþykki forsætisráð- herra, að hann og menntamálaráð- herra hefðu rætt þetta mál og að hann væri honum sammála um að fyrst yrði að koma fram eindregin ósk frá Árnasafni, síðan yrði málið tekið til meðferðar í ríkisstjórn. Frumskilyrði væri að forráðamenn stofnunarinnar hefðu þarna frum- kvæði. Forsætisráðherra var í lokin spurður, hvort honum væri kunnugt um hvaðan beiðnin um handrita- flutninginn væri komin og svaraði hann því til að líklegast kæmi hún frá þeim sem standa fyrir sýning- unni, en honum væri þó ekki kunn- ugt um það. Honum hefði ekki bor- ist neitt erindi um málið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.