Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 39 Otto Erdland Minningarorð Fæddur 6. desember 1907 Iláinn 25. desember 1981 Mér varð tregt um mál, þegar einn góðvinur minn hringdi til mín seinnipart sl. jóladags og sagði mér að vinur okkar Otto væri dáinn. Ég vissi að vísu að Otto gekk ekki heill til skógar hin síðari árin, og auk þess var mér kunnugt um að hann hafði veikzt skyndilega nokkrum dögum fyrir jól og verið lagður í sjúkrahús, hinsvegar hafði ég vonað að þetta skyndiáfall myndi líða hjá. En því miður, kallið var komið, kallið sem við verðum öll að hlýða fyrr eða síðar. Við þessa sorgarfregn varð mér hugsað til konu hans og fjöl- skyldu. Við vinir þeirra vissum allir að fjölskyldan, — dætur þeirra hjóna og þeirra eiginmenn, mundu sérstaklega um þessi jól, ásamt litlu dótturdótturinni, safn- ast saman að Hegereiterweg 17 í Hamborg til að fagna afmæli frú Sigrid en það var einmitt daginn fyrir andlát Ottos. Það er oft svo skammt milli sorgar og gleði, skins og skúra og væntanleg gleði- stund gwtur breytzt í sorgarstund fyrr en varir. Með Otto Erdland er burt kallaður af sjónarsviðinu mikill íslandsvinur. Hann mun hafa komið hingað fyrst til ís- lands laust fyrir eða eftir 1930, í erindum fyrir fyrirtækið Otto Erhard í Hamborg en Otto Erd- land gerðist meðeigandi að því ár- ið 1937. Otto eignaðist brátt marga vini og kunningja hér á landi. Bar þar margt til. Otto var einstakt glæsi- menni og hafði auk þess til að bera mikla persónutöfra, glaðlegt og hlýtt viðmót, svo að tnenn löð- uðust að honum og vildu gjarnan blanda geði við hann, og vildi hann auk þess hvers manns götu greiða ef kostur var. Áður en til íslands kom í fyrsta sinn, hafði Otto aflað sér stað- góðrar þekkingar á Norðurlanda- málunum, eða „skandinavisku" eins og við gjarnan köllum það mál sem við getum rætt við alla Norðurlandabúa á, svo ekki var um neina tungumálaörðugleika að ræða, því á þessum árum voru menn almennt betur mæltir á Norðurlandamálin, heldur en t.d. enska eða þýska tungu. Til Íslands lá'leið hans oft og mörgum sinnum. Hér í Reykjavík kynntist Otto sinni ágætu konu, Sigrid Jacobsen. Er hún islenzk í móðurætt en faðirinn norskur. Sigrid hafði starfað við skrifstofu- störf í Reykjavík um nokkurt skeið, en kom fyrst til íslands á vegum föður síns, en hann rak út- gerð og síldarsöltun á Siglufirði um árabil. Otto steig mikið heillaspor er hann kvæntist Sigrid árið 1938, og komu þessi ungu glæsilegu hjón hingað í brúðkaupsferð síðla sumars sama ár og var vel fagnað af stórum vinahópi, og minnast þátttakendur enn þann dag í dag, eftir 43 ár, þessara kvöldstunda með þeim hjónum á Hótel Borg. Svo gjörsamlega hrifu þau alla Legsteinn er varanlegt minnísmerki Framleiöum ótal tegundir legsteina. Allskonar stæröir og gerðir. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. !S S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA ■ SKEMMUVEGI 48 SlMI 76677 með framkomu sinni og voru þetta alennt fyrstu kynni margra úr vinahópi Ottos af konu hans og vinaböndin treystust. Rúmu ári eftir að Sigrid og Otto gengu í hjónaband brauzt síðari heimsstyrjöldin út og þá fóru örð- ugir tímar í hönd. En það var eins og „hulinn verndarkraftur" héldi verndarhendi sinni yfir þeim hjónum. Þau voru t.d. nýflutt úr sínu fyrsta húsnæði í Hamborg þegar húsakynnin voru lögð í rúst í loftárás. Oft varð manni hugsað til þeirra hjóna á stríðsárunum, og það voru því gleðifregnir sem maður fékk að stríði loknu er bréf barst frá þeim um það að þau væru ósködduð, á lífi, og hefði þeim fæðzt dóttir þ. 25.9. 1942, sem hlaut hið rammíslenzka nafn Gudrun. Yngri dóttir þeirra er Solveig, fædd 12.2. 1946. Báðar eru dætur þeirra giftar. Gudrun er barna- læknir, búsett í Völklingen, en Solveig er búsett í Sviss og eiga þau eina dóttur, Solveigu að nafni. Það lætur að líkum að heim- sóknir til þeirra Erdlandshjóna yrðu all tíðar er leið lá um Ham- borg, og er talað af reynslu er sagt er að oft mun lykkja hafa verið lögð á leið sína til þess að geta heimsótt þau og njóta gestrisni þeirra og glaðlegs viðmóts, enda framkoma þeirra öll slík að það var eins og þeim væri stór greiði gjörður með heimsókninni. Að stríði loknu fór mikið ann- ríki í hönd fyrir Otto, en það var að byggja fyrirtækið upp að nýju og fetaði hann þar dyggilega í fótspor stofnanda og fyrsta eig- anda fyrirtækisins, Otto Erhard, en hann var að stríði loknu orðinn háaldraður, en hafði þurft að b.vggja fyrirtækið aftur upp frá grunni að lokinni heimsstyrjöld- inni fyrri, en sleitulaust var unnið og aldrei kvartað, enda naut fyrir- tækið vaxandi virðingar og vel- gengni fyrir áreiðanlegheit. Loks kom að því að Otto Erdland var sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lenzku fálkaorðu fyrir hjálpsemi við Islendinga en það skeði ekki fyrr en árið 1977 og má sannar- lega segja að það hafi verið ára- tugum seinna en efni stóðu til. Það er svo margs að minnast að leiðarlokum. Samfylgdar og gönguferða í Fagraskógi í Svarta- skógi, dvalar í Sylt, heimsóknar til Saarbrúcken og ekki síst allra heimsóknanna til Hamborgar á þeirra fagra heimili þar. Fyrir allt þetta vildi ég þakka fyrir hönd okkar hjóna. Við vinir Ottos sökn- um hans sárt, en gott er að hugsa sér að hann muni verða mættur til að taka á móti manni að lokinni ferð yfir móðuna miklu eins og hann ávallt gjörði er komið var til Hamborgar hvort heldur var með skipi, járnbraut eða flugvél. Mót- tökurnar brugðust aldrei. Sárastur harmur er kveðinn að eiginkonu Ottos svo og dætrum þeirra og fjölskyldum. Fjarlægðin hindraði okkur, vini hans á ís- landi, í að geta þrýst hendur þeirra og vottað þeim þannig sam- úð okkar, en þá hefðu öll orð verið óþörf, því að hið milda mál þagn- arinnar segir oft meira ásamt hlýju handtaki en nokkur orð fá gjört, en þeim öllum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Jón Björnsson VEGNA mistaka sem urðu er þessi minningargrein birtist í blaðinu, er hún birt hér aftur í dag. Biður blaðið hlutaðeigandi afsökunar á mistök- unum. MALLORKA perla Miðjarðarhafsins Þar hafa margir íslendingar dvalið og notið veður- blíðunnar og landslagsins. Alltaf eru menn að uppgötva eitthvað nýtt og skemmtilegt á Mallorka. Atlantik býður upp á einn glæsilegasta gististað á Mallorka, íbúðahótelið ROYAL PLAYA DE PALMA, sem íslendingum líkar svo vel við. Oll aðstaða, jafnt úti sem inni, er upp á það besta, verslanir, veitingastaðir og skemmtistaðir í næsta nágrenni. Leitið upplýsinga á skrifstofunni og fáið nýja litprentaðan bækling. 17. ágúst- 22 dagar 27. júlí — 22 dagar 7. september — 22 dagar_____ 28. september- 29 dagar FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu, Hallveigarstíg 1, Símar: 28388 og 28580.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.