Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 Gallcrí Langbrók er á neóstu hæó í tumi Landlæknishússins á Bernhöftstorfu við Amtmannsstíg- inn. Ilúsið er allt úr viði gert því menn töluðu ekki mikið um steypu og styrktarjárn þegar Stefán (iunnlaugsson bæjarfógeti reisti sér húsið í Ingólfsbrekku 1838. I'að er lítið farið að láta á sjá, húsið. I því hafa starfsemi sína svokallaðar Langbrækur, félags- skapur 14 listakvenna, áður voru þær 12 en tvær hafa bæst í hópinn. I>ar halda þær smásýningar og vinna mörg sín verk. Sýningarsalurinn er ekki stór. .Varla meira en þrisvar sinnum þrír metrar, en þar er bjart inni og lítil gcstabók stendur opin á litlu borði við einn gluggann. Fjórir höfðu skrifað í hana þegar Mbl. leit þar inn árla dags í vikunni. Á þremur veggjum salarins hangir tauþrykk Guðrúnar Auðunsdóttur. Ilún heldur sýningu á verkum sínum í Langbrók í þetta sinnið. Inn af sýningarsalnum eru tvö smærri herbergi full af unnum og hálfunnum verkum og í öðru þeirra stendur Guðrún og býður góðan daginn og sæti með. Hvað er tauþrykk, Guðrún? „Tauþrykk á sér mjög langan aldur í heiminum. Það nær svo langt aftur að ég þori bara ekki að segja þér þá sögu. Aðferðirn- ar eru margar við að vinna tau- þrykk, tímafrekar og erfiðar. Ein aðferðin er kölluð silki- Guðrún Auðunsdóttir í Langbrók: „Það er gaman að vinna við tauþrykk þó það sé erfitt og illa keypt.“ Ljósmynd Mhl. ÓI.K.M. „Kynskipting í þessu eins og öðru“ Spjallað við Guðrúnu Auðunsdóttur um tauþrykk o.fl. þrykk, þó silki sé ekki notað lengur í eins miklum mæli og áð- ur. Nælondúkur er strekktur á ramma og lit, sem við blöndum eftir vild er hellt á nælonið, eftir að búið er að einangra það með lakki eða filmu þannig að út komi það form sem maður vill. Síðan er liturinn skafinn fram og til baka um nælonið, eða þrykktur í nælonið. Þá er litur- inn látinn þorna og svo er straujað yfir en áður en það er gert er dúkurinn látinn vera í hita í vissan tíma.“ En textil? „Textil er vefnaður og tau- þrykk til samans og yfirleitt allt sem unnið er úr þræði. Það eru ekki nema 10 ár síðan textildeild var stofnuð í Myndlista- og handíðaskólanum og um 10 ár eru síðan Textilfélagið var stofn- að, svo þessi listgrein er ung hér á landi. Þó var hún stunduð mik- ið á fyrri öldum, en það hefur verið stór eyða í greininni síðan það var.“ Það voru 12 konur sem stofn- uðu Langbrók og það voru konur sem stofnuðu Textilfélagið. Hafa karlar engan áhuga á textil og tauþrykki? „Ég veit ekki með áhugann, en það er staðreynd að einungis kvenmenn stunda þessa listgrein hér á íslandi. Það hefur verið kynskipting í þessu eins og öðru í þjóðfélaginu. Skýringin á því? Ætli það sé ekki bara það að kvenmenn hafa í gegnum tíðina verið meira með tau á milli handanna. Erlendis er meira um að karlmenn snúi sér að tau- þrykki eða vefnaði. Kannski þetta séu bara einhverjir for- dómar í fólki. Það sem kaupir á annað borð myndlistarverk, kaupir ekki í eins miklum mæli textil eins og málverk eða grafík. Þó finnum við fyrir breytingu á þessu. Textil og tauþrykk eru meira kynnt nú en áður. Það hlýtur að koma að því smám saman að listgreinin hljóti meiri viðurkenningu. Annars er þessi listgrein svo ung á íslandi eða stutt síðan hún var endurreist að hún á alla möguleika fyrir sér.“ Þú lærðir í Danmörku? „Já, fyrst þar. Ég var hjá konu, hún heitir Ingemarie Ostenfeld, og hún var eingöngu í tauþrykki og taulitun. Það var afskaplega gott að læra hjá henni og ég var heppin að lenda hjá konu sem stundaði þetta ein- göngu. Þá kom ég hingað til ís- Listasafn íslands 1982: Sjö sýningar fyrir- hugaðar - starfsemi námshópa tekin upp að nýju Á ÞESSU ári er fyrirhuguð fjölskrúðug starfsemi í Lista- safni íslands, þrátt fyrir þröngan fjárhag, að sögn for- ráðamanna þess. 1‘annig eru fyrirhugaðar a.m.k. 7 listsýn- ingar á árinu og auk þess verður hafin á ný á vegum safnsins starfsemi námshópa fyrir almenning um íslenska og erlenda myndlist. Dagana 27. febrúar til 28. mars verður í forsal safnsins sýning á grafíkverkum eftir hinn heimsþekkta danska mál- ara, Asger Jorn. 20. mars til 18. apríl verður yfirlitssýning í miðsölum á verkum Brynjólfs Þórðarsonar (1896-1938). 3. apríl til 23. maí verður í forsal sýning á grafík eftir frummyndum Bertel Thorvald- sens. Hér er um að ræða gjöf frá Thorvaldsenssafninu í Kaupmannahöfn í tilefni af stofnun Listasafns íslands árið 1884. 24. apríl til 23. maí verður í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.