Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1982 13 ára í dag: Frá nýju athafnasvsði ÍR í SuðurMjódd, þar sem hafnar eru framkvsmdir við framtíðaríþróttasvsði félagsins. Engihjallablokkirnar í baksýn. Á innfelldu myndinni sér af svsðinu upp í Skógahverfið í Breiðholti. Ljósm.: Ágúst Björnsson. vaxtarbroddur íþrótta- og aesku- lýðsstarfs framtíðarinnar. Litskrúðug íþróttasaga Eins og áður segir, taka um þús- und unglingar þátt i æfingum fé- lagsins í viku hverri, en búast má við að þeim fjölgi þegar félagið hefur náð verulegri fótfestu í Breiðholti með uppbyggingu á nýja svæðinu. Félagið hefur jafn- an haft mjög frambærilegum íþróttamönnum á að skipa, og verður svo áreiðanlega enn um sinn, ef rétt verður á málum hald- ið. Hefur IR jafnan átt fulltrúa i úrvalsliðum, sem fram hafa komið í nafni þjóðarinnar í útlöndum, fjölmennur hópur ÍR-inga hefur tekið þátt í Olympíuleikjum og þar sem hægt hefur verið að mæla árangur í mínútum, sekúndum, metrum og sentimetrum, hafa ÍR-ingar jafnan raðað sér á meta- skrár. Iþróttasaga IR er því sér- staklega litskrúðug, og eru ÍR-ing- ar stoltir af afrekum sinna manna, jafnt nú sem fyrr. ÍR var frumkvöðull á sviði knattspyrnu hér á landi, og í anda markmiða félagsins var stofnuð knattspyrnudeild með aðsetri í Breiðholti fyrir nokkrum árum. Stór hópur vaskra unglinga tekur þátt í gróskumiklu starfi deildar- innar og eignaðist félagið sína fyrstu Islandsmeistara í knatt- spyrnu sumarið 1980. Frjálsíþróttamenn hafa borið hróður félagsins víða og það jafn- an átt suma mestu afreksmenn þjóðarinnar á hverjum tíma, allt frá Jóni Kaldal til Óskars Jak- obssonar, en í millitíðinni hefur mikið kveðið að Finnbirni Þor- valdssyni, Óskari Jónssyni, Erni og Hauki Clausen, Jóel Sigurðs- syni, Vilhjálmi Einarssyni, Val- birni Þorlákssyni, Jóni Þ. Ólafs- syni og Erlendi Valdimarssyni, svo nokkrir séu nefndir. Síðasti áratugurinn í íslenzku frjáls- íþróttastarfi hefur verið nefndur „ÍR-áratugurinn“, svo gustmiklir hafa frjálsíþróttamenn félagsins verið að undanförnu, m.a. unnið til sæmdarheitisins „bezta frjáls- íþróttafélag Islands" tíu ár í röð. Þar er þáttur hins ötula þjálfara og dugmikla leiðtoga, Guðmundar Þórarinssonar, ekki svo lítill. Lengi vel voru sumir mestu sundmanna þjóðarinnar í ÍR, svo sem Atli Steinarsson, síðan Guð- mundur Gislason, Hörður Finns- son og Matthildur Guðmundsdótt- ir, svo einhverjir séu nefndir. En þótt einhverju sinni hafi gusast af sundmönnum IR og kraumað í kjalsoginu, þá er það hlutskipti öldunnar að rísa þar til hún brotn- ar og fellur. Sundið komst því í öldudal hjá ÍR og lagðist síðar al- veg niður, sem er miður. Körfuknattleiksmenn ÍR báru lengi höfuð og herðar yfir aðra, ef svo má að orði komast, og voru nánast ósigrandi um langt árabil. í dag eru körfuknattleiksmenn fé- lagsins þó í öldudal, en efnilegir yngri menn lofa góðu um framtíð- ina og því ástæðulaust að örvænta að sinni. Hið sama má segja um hand- knattleikinn. Jafnan er litið á frammistöðu meistaraflokka fé- laganna, og meistaraflokkur ÍR er ekki í baráttu í l.deild, eins og galiharðir ÍR-ingar vildu þeir væru, heldur berjast um efsta sætið í 2.deild. Þegar frammistaða yngri handboltamannanna er at- huguð, kemur í ljós að af þeim standa boðaföll. Þeir eru í úrslita- baráttu um Islandsmeistaratitil í öllum flokkkum hjá báðum kynj- Félag til eflingar leikfimi og iþrótttim (>r ætlast til að verði stofnað hér í bæ, ef nógu margir gefa sig fram. Þeir, sem vilja sinna jiessu máli, eru beðnir að mæta á hótel ísland á föstudag- inn kemur kl. 9 siðdegis. ____________________________A. Bertelsen. Auglýsingin um stofnun ÍR, sem Andreas J. Bertelsen setti í ísafold, sem út kom 13. febrúar 1907. um, sannarlega efnileg sveit ungs fólks, og spurning hvort þar sé ekki á ferðinni holskefla, sem gera muni IR að stórveldi í þessari íþ.róttagrein þegar fram líða tím- ar. Allavega líta forráðamenn fé- lagsins björtum augum til fram- tíðarinnar í þessum efnum, þótt jafnan steðji að örðugleikar, sem erfiðir eru viðureignar, en minn- ugir baráttuþreks og eldmóðs frumherjanna vita þeir að ekki dugir að hopa, þótt á móti blási. Minnst hefur verið á hið glæsi- lega skíðaland ÍR. Þar hefur mikil uppbygging átt sér stað og stunda margir ungir og efnilegir skíða- menn íþrótt sína af mikilli elju- semi. Feta þeir í fótspor afreks- manna félagsins í þessari íþrótt, svo sem Valdimars Örnólfssonar og Eysteins Þórðarsonar. Mikill hugur er í skíðamönnum ÍR og er þar sannarlega unnið í anda frum- herjanna. Með hugsjónir frum- kvöðlanna að leiðarljósi I framtíðinni beinist hugur for- ráðamanna félagsins einkum að uppbyggingu hins nýja svæðis fé- lagsins í Mjóddinni, og að skíða- svæðinu í Hamragili. Haldið verð- ur áfram mannvirkjagerð á þess- um svæðum og skapaö glæsilegt atnvarf fyrir æskumenn framtíð- arinnar til útivistar og heilbrigðra leikja. Starfað verður í anda frumkvöðlanna, hugsjónamann- anna sem ruddu veginn fyrstu áratugina og hiklaust héldu fram stefnu félagsins um gagnsemi íþróttaiðkana, utan húss og innan, í hvívetna. Á þessum tímamótum í lífi félagsins hugsa IR-ingar til þessara manna, brautryðjenda ís- lenzks íþróttastarfs á ýmsum sviðum og í ýmsum myndum. Þær styrku stoðir sem þeir reistu standa enn, stoðir gróskumikils starfs, er sett hefur sitt mark á þjóðlífið, stoðir sem duga munu um ókomna áratugi, ef menn minnast jafnan þess anda og þeirrar einurðar, sem einkenndi störf frumherjanna, og missa ekki sjónar á tilgangi og takmarki fé- lagsins. Ágúst Ásgeirsson Formenn ÍR í 75 ár: Andreas J. Bertelsen Jón Halldórsson Benedikt G. Waage Helgi Jónasson Haraldur Johannessen Þorsteinn Sch. Thorsteinsson Sigurliði Kristjánsson Jón J. Kaldal Torfi Þórðarson Þorsteinn Bernharðsson Sigurpáll Jónsson Axel Konráðsson Gunnar Steindórsson Jakob Hafstein Albert Guðmundsson Sigurjón Þórðarson Reynir Sigurðsson Gunnar Sigurðsson Ásgeir Guðlaugsson Þórir Lárusson MARLIN-TÓG LÍNUEFNI BLÝ-TEINATÓG FLOTTEINN NÆLON-TÓG LANDFESTAR • BAUJUSTENGUR ÁL, PLAST, BAMBUS BAUJULUKTIR ENDURSKINSHÓLKAR ENDURSKINSBORÐAR LÍNUBELGIR NETABELGIR NÓTABELGIR BAUJUBELGIR ÖNGLAR — TAUMAR NETAHRINGIR LÓÐADREKAR NETABREKAR NETALÁSAR NETAKÓSSAR BAUJUFLÖGG NETAFLÖGG PLASTKÖRFUR VÍRKÖRFUR FISKGOGGAR FISKSTINGIR GOTUPOKAR FLATNINGSHNÍFAR FLÖKUNARHNÍFAR BEITUHNÍFAR KÚLUHNÍFAR SVEÐJUR STÁLBRÝNI HVERFISTEINAR í KASSA, OG LAUSIR RAFMAGNS- HVERFISTEINAR • SALTSKÓFLUR ÍSSKÓFLUR SNJÓÝTUR KLAKASKÖFUR TROLLLASAR DURCO-PATENTLÁSAR Vj“, %“ HANDFÆRA- VINDUR • VÍR- OG BOLTAKLIPPUR • GÚMMÍSLÖNGUR ALLAR STÆRÐIR PLASTSLÖNGUR • MÚSAGILDRUR ROTTUGILDRUR MINKAGILDRUR Ananaustum Sími 28855 Opið laugardaga 9—12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.