Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1982 Efling listiðnaðar og iðnhönnunar Eftir Birgi Isl. Gunnarsson HuKtökin listiðnaður og iðn- hönnun eru tvær greinar á sama meiði. Hugtakið listiðnaður vísar til framleiðslu, sem byggist á listrænu hugviti framleiðenda. Oftast er um nytjahluti að ræða eða skrautmuni. Iðnhönnun vísar til fjöldaframleiðslu á margskon- ar iðnaðarvöru, sem sérstaklega hefur verið vandað til að því er útlit snertir og oft af listrænni sköpunargáfu. Dróun listiðnaðar I flestum menningarlöndum hefur um langt árabil verið unnið að markvissri þróun listiðnaðar og hönnunar iðnaðarframleiðslu. Ymsar nágrannaþjóðir okkar t.d. hafa öðlast heimsviðurkenningu fyrir slíka viðleitni. Má þar t.d. nefna Finna og Dani. Listiðnaður hefur verið talinn eðlilegur tengi- liður milli hinnar frjálsu mynd- listar og iðnhönnunar, þar sem fellt er saman listrænt handbragð og útlit annars vegar og þarfir neytenda og tækni framleiðsluiðn- aðarins hins vegar. Það er viðurkennd staðreynd að án góðrar og listrænnar hönnunar eiga iðnaðarvörur erfitt uppdrátt- ar á markaðnum og ekki verður deilt um það menningargildi, sem góður listiðnaður hefur fyrir hverja þjóð. Hér vantar mikið á Hjá þeim þjóðum, sem okkur eru skyldastar að menningu, hefur allt frá miðri 19. öld verið unnið markvisst að þessum málum og skipulagt starf til hvatningar og kynningar farið fram. Upphaflega varð sú starfsemi fyrir tilstuðlan einstaklinga og rekin fyrir framlög frá þeim svo og ýmsum fyrirtækjum. Er fram liðu stundir urðu opinber fjár- framlög grundvöllur að þessari starfsemi og opinberir aðilar hafa samræmt og samhæft starfið. íslendingar hafa um aldaraðir á sínum heimilum framleitt ýmsa muni, sem flokka má undir list- iðnað. Engin veruleg vakning að skipulegu starfi í þessum efnum varð þó hér fyrr en rétt fyrir upp- haf heimsstyjaldarinnar. Veruleg framþróun hefur orðið í þessum efnum hér á síðustu áratugum. Enn vantar þó verulega á, að um skipulega og markvissa stefnu- mótun hafi verið að ræða á þessu sviði. Kynning erlendis Listiðnaður og iðnhönnun teng- ist mörgum þáttum stjórnsýslu, t.d. á sviði menningarmála, iðnað- ar og viðskipta. Það kann að vera ástæða fyrir því, hve erfitt hefur reynst að marka þessu starfi far- veg og samræma markmið. Nokk- ur félög eru starfandi á þessu sviði, sem tengjast afmörkuðum greinum, en þar vinnur hver í sínu horni. Nokkrar sýningar á íslenskri listiðn hafa verið haldnar erlend- is, ekki síst á sl. ári. Hefur Stefán Snæbjörnsson, húsgagnaarkitekt, skipulagt þær. Þær sýningar hafa vakið mikla athygli, en ljóst er að þeim þarf að fylgja eftir með viðskipti fyrir augum. Sjálfur sá ég eina af þessum sýningum í Hásselby í Stokkhólmi á sl. vetri og var hún mjög áhugaverð. Listiðnaðarstefna Slíkar kynningar teljast til menningarviðburða, en engu að síður er þeim ætlað að opna augu manna á viðkomandi markaðs- svæðum fyrir háþróaðri fram- leiðslu á sviði nytjalistar. Norður- landaþjóðirnar hafa um langt ára- bil haft með sér samvinnu um slíkar kynningar víða um heim, en ísland hefur ekki átt aðild að því samstarfi, þótt vafalaust stæði það til boða. Enginn aðili hér á landi hefur haft frumkvæði að því að koma á slíku samstarfi. Enn eitt atriði má nefna, sem tengist þessu máli, en það er skortur á heimildum og munum, sem sýna þróun íslensks listiðnað- ar. Ekkert safn í landinu og engin stofnun telur það í sínum verka- hring að vinna skipulega að slíku listiðnaðarsafni. Mngsályktunartillaga Til að gera tilraun til að bæta nokkuð úr í þessum efnum höfum við nokkrir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins flutt þingsályktunartil- lögu um eflingu listiðnaðar og listhönnunar. Þar er því beint til ríkisstjórnarinnar að hún láti vinna tillögur um það, hvernig best verði staðið að þessum efn- um. í tillögunni er sérstaklega fjallað um eftirfarandi atriði: 1. Hvernig opinberir aðilar í sam- vinnu við einstaklinga, félög og fyrirtæki geti best örvað listiðn og listhönnun á íslenskum iðn- aðarvörum. 2. Hvernig staðið verði að því að safna heimildum um þróun í þessum efnum hér á landi, þannig að hér geti myndast vís- ir að listiðnaðarsafni. 3. Hvernig unnt sé að fjölga sýn- ingartækifærum fyrir íslenska listiðn erlendis. 4. Hvernig haga beri samstarfi við aðila, sem vinna að sömu markmiðum hjá okkar ná- grannaþjóðum. Þess er að vænta að Alþingi taki þessari tillögu vel, þannig að hún geti stuðlað að nokkurri fram- þróun í þessum efnum. Pejling '81 Modeme islandsk kunsthándværk BAN'CSBOMUSEET 2.10-8.H 198! S0ND£RJYI.I.AN"DS KUNSTMUSEUM 5.12.-1981-12.1 1982 Á sl. ári voru haldnar nokkr ar sýningar á íslenskri list- iðn. Mvnd þessi sýnir forsíðu rv Sýningarskrár tveggja sýn- ^fjriga, sem haldnar voru í Danmörku. Sýningar þessar vöktu athygli, en áfram þarf að halda á þessari braut, bæði til að kynna íslenska menningu og með viðskipti fyrir augum. Annað ATOM-BINGO VALS1982 í Sigtúni í kvöld kl. 20.30. Húsiö opnað kl. 19.15. 16 klassa umferöir. Tvö myndsegulbönd frá KARNABÆR kr. 40.000 Þrjú FISHER myndsegulbönd frá SJÓNVARPSBÚPINl kr. 45.000 Tvær Útsýnar-feröir á Costa del Sol og HM í knattspyrnu kr. 12.000 Tvö stereó ferðaútvarps kassettutæki SEC frá - - SJÓNVARPSBÚÐIN k X. 8.000 Tvö sambyggö kassettu-sjón- varps-útvarpstæki frá ^ SJÓNVARPSBÚÐIN kr. 8.000 Lúxusferð til Luxemborgar fyrir tvo með FLUGLEIDIR * kr. 6.000 Leikföng frá stærstu leikfangaverslun á Norðurlöndunum Liverpool kr. 1.000 Rafmagnsverkfærasett frá Ellingsen hf. kr. 2.000 Vöruúttekt í Vörumarkaöinum kr. 3.000 Tölvuúr frá ^KARNABÆR kr. 1.000 Veislur á Ask og Holti meðal ótal aukavinninga Loksins þarftu ekki að skipta vinningunum. Hafir þú veriö á fyrsta Atóm-bingói Vals, mætirðu örugglega á þetta. — Enginn aðgangseyrir — Spjaldið kr. 70 — Veriö þið öll eldhress — Bless á meöan Knattspyrnudeild Vals

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.