Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1982 Getraunasíða Morgunblaðsins 1X2 — 1X2 — 1X2 Spá 27. viku Getraunaspá 27. leikviku Spáin í síðustu viku stóðst alveg bterilega. Tveir af þremur fóstuni leikjum voru réttir (auðvitað var það Liverpool-leikurinn sem klikkaði), og allar tvítryggingar voru réttar. Kerfi mánaðarins hefði því getað gefið hæst 11 rétta. Toppnum er þó engan veginn náð og ætlunin er að gera enn betur í þessari viku. 1. ARSENAL — IPSWICH 2 (1 X 2) Arsneal er enn við sama heygarðshornið eins og 0:0 jafnteflið um helgina sýnir. Eg hef trú á að leikni og ímyndunarafl Ipswich-spilar- anna dugi til að brjóta niður Arsenal-múrinn á Highbury, velli sem Ipswich hefur oft gengið vel á. Ég spái þeim því sigri, en vegna óstöðug- leika þeirra að undanförnu læt ég þrítryggingu fylgja. Ipswich vann í haust 2:1. 2. ASTON VILLA — WOLVES 1 (1 2) Villa hefur ekki tapað leik síðan Saunders kvaddi. Heldur er ólíklegt að fyrsta tapið komi hér í þessum leik gegn nágrönnunum og botnliðinu frá Wolverhampton. Ég er þó ekki alveg sannfærður og eitthvað segir mér að hér sé gott efni í óvænt úrslit. Ég spái þó heimasigri en tvítryggi með útisigri. Villa vann í haust 3:0. 3. BIRMINGHAM — STOKE 1 Birmingham voru óheppnir að tapa gegn Manch. Utd. um helgina en lukkan fylgir sjaldan botnliðunum. Ég hef trú á að hér vinni þeir annan sigur sinn á árinu gegn Stoke, sem átti ekki minnsta möguleika gegn Swansea um helgina. Stoke vann fyrri leikinn 1:0. 4. EVERTON — MIDDLESBRO 1 Everton tapaði illa í Ipswich á laugardag. Hér hrista þeir þó af sér slenið og ná vissulega að knýja fram sigur gegn dæmdu fallliði Middles- bro. Það verður þó ekki eins auðvelt og halda mætti, en það hefst fyrir rest. Evertón vann fyrri leikinn 2:0. 5. NOTTH. FOREST — MANCH. CITY 2 (1 X 2) Manchester City hefur ekki tekið stig í Nottingham síðan Forest vann sig upp í 1. deildina árið 1977. Ég ætla að spá að nú verði breyting á því, enda verður City að vinna ef þeir ætla að vera áfram með í toppbarátt- unni. Trevor Francis verður sínum fyrri félögum skeinuhættur. Fyrri leikur var dautt markalaust jafntefli. 6. SOUTHAMPTON — WBA 1 (1 X) Southampton hefur unnið sex leiki í röð á heimavelli. Þeir töpuðu dýrmætum stigum í Notthingham um helgina, svo að enn einn heimasig- urinn er nauðsyn, ef þeir ætla að halda toppsætinu. Albion gæti þó auðveldlega komið á óvart eins og oft fyrr, svo að ég tvítryggi heimasig- ur með jafntefli. Fyrri leik lauk 1:1. 7. SUNDERLAND — LEEDS 1 (1 X 2) Sunderland hefur unnið 1 heimasigur til þessa og Leeds 1 útisigur. Sunderland fær ekki betra tækifæri til að bæta stöðu sína, enda geta þeir kvatt 1. deildina ef þeir nota það ekki. Heimasigur, gegn betri samvisku, en í staðinn er ég viðbúinn öllu. Leeds vann í haust 1:0. 8. SWANSEA — COVENTRY 1 Swansea hefur nú leikið 7 leiki í röð án taps og hirt í þeim 19 stig. Geri aðrir betur. Coventry er nú komið í bullandi fallhættu, og ég sé ekki að þeir eigi nokkurn möguleika gegn liðinu frá Vetch Field. Heimasigur. Coventry vann heima 1:0. 9. WEST HAM — NOTTS COUNTY 1 (1 X) West Ham gengur enn erfiðlega að finna sigurriþmann, þrátt fyrir góðan sigur gegn Ipswich í síðustu viku. County halar jafnt og þétt inn stigin, nú síðast með jafnteflinu gegn Southampton, toppliðinu. Þeir eru nú úr allri fallhættu. Ég spái West Ham sigri en tvítryggi með jafntefli. Fyrri leik lauk 1:1. 10. LEICESTER — QPR 2 (1 X 2) Leicester verður með hugann við bikarinn á næstunni og var sigur þeirra gegn Shrewsbury einstaklega glæsiiegur. Ég ætla því að spá Rangers sigri þar sem þeir þurfa á stigunum að halda, ef 1. deildar-sætið á að vera áfram í sigti. Þrítrygging fylgir með í kaupbæti. Rangers vann heima 2:0. 11. NORWICH — WATFORD X (X 2) Norwich hefur staðið sig með ágætum heima, en hvort það dugir gegn liði Elton Johns er annað mál. 1. deildar-sætið er að 'verða hreint formsatriði fyrir Watford, sem hefur spilað mjög sannfærandi að und- anförnu. Aðalspáin er jafntefli en tvítryggt með útisigri. Watford vann heima 3:0. 12. OLDHAM — SHEFFIELD WED. 1 (1 2) Bæði liðin berjast hatrammlega um 3. sætið í 2. deild á eftir Luton og Watford. Oldham hefur verið mjög torsigrað á heimavelli og ég ætla að spá þeim sigri en tvítryggi með útisigri, þar sem Wednesday hefur unnið ólíkiegustu liðá útivelli. Þeir unnu fyrri leikinn 2:1. LSG SPARXKERFIg: RW 4-5-192 KerflO er fyllt át i 12 gula aeeia 4 leiklr em þrítryggeir, 5 leikir eru trítryggBlr og 3 eru faatlr. 7,3< lfRur á 12, 67« lfkur á 11, en annara 1Q réttir. TRYOOINOARTAPLA RM 4-5-192 Vinnlngur Pjeidl Líkur 12 l_i 10 ffVlrta % 2 af 27 7,4 6 af 27 22,2 12 af 27 44,5 1 af 27 3,7 6 af 27 22,2 Petta kerfi er einnig hentugt tll aB atakka meS 1 eSa 2 at»rS- fr»eilegun tTÍtryggingua. Birgir Guðjónsson Birgir eykur enn við for skot sitt og fer nú að verða útséð um það að hann hreppi annað efstu sætanna. í síðustu viku bætti hann við sig 13 stigum. Kins og hinir vitr ingarnir hafði hann tvo fasta leiki rétta en auk þess voru sjö aðrir leik- ir réttir. Þorlákur Björnsson Þorlákur stóð við fyrir heit sitt að skjóta Herði ref fyrir rass. Hann hafði alls átta leiki rétta, sem gáfu honum tólf stig. Þó má hann hafa sig allan við ef hann ætlar að komast áfram í keppninni því þeir Hörður og Ari eru ekki langt á eftir. 38 © The Football Leagua © ihe Football League Lelklr 13. marz 1982 K K 1 X 2 1 X 2 1 Arsenal - Ipswich 1 Arsenal - Ipswlch / 2 Aston Villa - Wolves 2 Aston Vllla - Wolves / 3 Blrmingham - Stoke T , 3 Birmingham - Stoke | 7) 4 Everton - Middlesbro ka 5 4 Everton - Middlesbro 7 5 Nott'm F. - Man. City 5 Nott'm F. - Man. City BASouthampton - W.B.A. 1 6 Southampton - W.B.A. z 1 7 Sunderland - Leeds X- 7 Sunderland - Leeds X 8 Swansea - Coventry I 8 Swansea - Coventry 7 9 West Ham - Notts Co. X 9 West Ham - Notts Co. 7 10 Leicester - O.P.R. .. 1 10 Leicester - Q.P.R. . X 11 Norwich - Watford .. 2 11 Norwlch - Watford . . z 12 Oldham - Sheff. Wed. Xi f2 Oldham - Sheff. Wed. Höröur Sófusson Dirfska Harðar var full mikil í síðustu viku. í spá hans var ekkert jafntefli en skiptingin varð ósköp venjuleg eða 5—4—3. Hann hafði því aðeins fimm rétta leiki, þar af tvo fasta svo stigin urðu alls níu. En Hörður á enn góða möguleika á að komast áfram og hyggur á fyrsta sætið. Ari Gunnarsson Ari í Holunni er orðinn svo hvekktur á slæmu gengi í keppninni til þessa að hann hefur jafn- vel í hyggju að hvfla sig á getraunum um hríð. Þó hann hafi aðeins hlotið 10 stig fyrir síðustu viku þykir okkur ólíklegt annað en kúnnar og að- déndur hvetji hann til dáða, og áframhaldandi þátttöku. 29 25 © The Football League K K 1 X 2 i X 2 1 Arsenal - Ipswich X 1 Arsenal - Ipswich T 2 Aston Villa - Wolves 2 Aston Villa - Wolves z 3 Birmlngham - Stoke 3 Birmingham - Stoke (L 4 Everton - Middlesbro 4 Everton - Middlesbro f 5 Nott'm F. - Man. City 5 Nott'm F. - Man. City X 6 Southampton - W.B.A. / 6 Southampton - W.B.A. i 7 Sunderland - Leeds X 7 Sunderland - Leeds l ■ 8 Swansea - Coventry / 8 Swansea - Coventry <L 9 West Ham - Notts Co. / 9 West Ham - Notts Co., X 10 Leicester - O.P.R. .. X 10 Leicester - Q.P.R. . .1 11 Norwlch - Watford .. 2 11 Norwlch - Watford . ,| / 12 Oldham - Sheff. Wed. K 12 Oldham - Sheff. WedJ l Útfylling kerfisins Kerfi mánaðins: RM 4-5192 Kerfið sem miðað verður við í spám fyrir leiki í marsmánuði er minnkað kerfi með stærðfræðilegum hálftryggingum. Það fyllist út á tólf gula seðla á eftirfarandi hátt: 1) Veldu þrjá fasta leiki og settu viðkomandi merki hvers leiks (1,X eða 2) á alla seðlana. 2) Veldu fjóra leiki sem þú vilt þrítryggja. Færðu þann fyrsta þeirra inn eins og leik nr. 1 í töflunni, sama hvaða númer hann kann að hafa á seðlinum þínum. Annar þrítryggði leik- urinn fyllist út eins og nr. 2 í töflunni og hinir tveir eins og leikir nr. 3 og 4. 3) Þá eru eftir fimm leikir sem þú ætlar að tvítryggja. Þú velur fyrst þau tvö merki sem þú ætl- ar að setja við hvern leik. Þann fyrsta þeirra færirðu inn eins og leik nr. 5 í töflunni. Hafirðu valið 1 og 2 skiptirðu X-inu út og setur 2 í staðinn. Ef þú velur X og 2 þá 2 inn þar sem 1 er í töflunni. Fjórir síðustu leikirn- ir eru tvimerktir, þ.e. merkin sem þú velur (IX, 12 eða X2) færast bæði inn við þessa fjóra leiki. Eins og tekið var fram hér að ofan er þetta svokallað RM-kerfi. Þrítryggðu leikirnir og fyrsti tvítryggði leikurinn eru R-hlutinn („redúseraður" eða minnkaður). Fjórir síðustu tvítryggðu leikirnir eru M-hlutinn („matermatískir" eða stærðfræðilegir). Við bendum tippurum á að vanda valið milli „R“ og „M“ leikja því móðurkerfið er 2592 raðir. KR-ingar hafa selt yfir milljón radir MIKIL aukning hefur orðið í sölu getraunaseðla í vetur. í 25. leikviku varð knattspyrnudeild KR fyrst allra félaga til að rjúfa milljón raða múr inn. Þetta hefur ekki gerst áður í sögu getrauna hérlendis. Til marks um aukninguna má nefna aðsíðast- liðið ár seldu þeir liðlega 800 þús. raðir en enn eru eftir níu leikvikur af þessu keppnistímabili. Fékk 12 rétta á kerfi mánaðarins Nýja kerfið RM 4-5-192 sannaði strax ágæti sitt í síðustu viku. Okkur er kunnugt um a.m.k. einn tippara sem fékk 12 rétta á kerfið. Sá heitir Jón ólafsson, fyrrum leikmaður með KR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.