Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1982 Forystumenn ÍR hafa jafnan starfað með heill æskunnar að leiðarljósi íþróttafélag Reykjavíkur Sjötíu og fimm ár eru í dag liðin frá stofnun íþróttafélags Reykjavíkur. Félagið var stofnað á Hótel íslandi 11. marz 1907, er um 90 ungir menn komu þar saman til að stofna félag til eflingar leikfimi og íþróttum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim 75 árum sem liðin eru frá stofnun IR, en óhætt er að fullyrða, að fá félög eiga jafn auðuga og litríka sögu og ÍR. Félagið hefur að ýmsu leyti verið leiðandi afl á íþróttasviðinu, og ýmsir frambærilegustu íþróttamenn þjóðarinnar á hverjum tíma, hafa verið innan vébanda þess. Þ>ótt félagið eigi ekki mikilli velgengni að fagna á íþróttaaviðinu í dag, ef frjálsíþróttamenn og yngri hand- knattleiksmennirnir eru undanskildir, þá njóta milli 800 og 1.000 einstaklingar tilsagnar í íþróttum í deildum félagsins í viku hverri, flest ungt og djarft æskufólk, og dugnaður þess og áhugi er til marks um, að betri tíð sé í vændum. Andreas J. Bertelsen Aðalhvatamaður stofnunar ÍR var Andreas J. Bertelsen, norskur maður er flutti til íslands í byrjun aldarinnar. Hann kemst svo að orði í aldarfjórðungsminningar- riti ÍR: „Þegar ég kom til Reykja- víkur 1906, komst ég að raun um, að æskan hér á íslandi þekkti lítið til fimleika, útiíþrótta, aga og gagnsemi íþrótta yfirleitt; mér fannst svo eðlilegt og sjálfsagt, að reyna að vekja áhuga hjá unga fólkinu fyrir fimleikum og öðrum íþróttum". „Saga ÍR verður ekki rituð svo, að Norðmannsins Andreas J.Bert- elsen verði ekki minnst," segir Haraldur Johannessen, formaður ÍR um árabil og aðal driffjöðrin í starfi félagsins í áratugi, í aldar- fjórðungsritinu. „Hann er formað- ur fyrstu fjögur árin. Hann er kennari og leiðbeinandi fyrstu og erfiðustu árin. Hann er „potturinn og pannan" í félagsskapnum. Hann berst af alefli fyrir þessum hvítvoðung sínum. Uppvaxtarárin eru oft erfið, og svo var hér. En hann hefur sjáifur sagt, að hann hafi á fyrstu árunum haft sér við hlið, svo stælta, ósérhlífna og öt- ula menn, að hið erfiða starf for- mannsins hafi orðið sér ánægja, sérstaklega þega fram í sótti, og hann sá áhuga og viljafestu þeirra, sem með honum unnu í stjórn og þeirra, sem sóttu æf- ingar. Hann stóð aldrei einn. Góð- ir, ungir menn stóðu með honum og unnu af kappi að ná settu marki". Haraldur Johannessen segir svo á öðrum stað í sama riti: „Aldar- fjórðungsafmæli Iþróttafélags Reykjavíkur ætti að vera hátíðlegt haldið um land allt. Með stofnun þess, 11. marz 1907, er stigið svo stórt spor í áttina til heilbrigði, hreysti og yfirleitt til karl- mennsku og drenglyndis, að fáar félagsstofnanir geta mælt sig eftir þessum mælikvarða betur en IR. Það hefir haft því láni að fagna frá byrjun, að hafa haft þá menn í stjórn sinni, sem hiklaust hafa þorað að halda fram stefnu félags- ins í hvívetna." Þessi ummæli sýna betur en flest annað, að IR-ingar voru upp- litsdjarfir áður fyrri, og þeir höfðu efni á því, félag þeirra var í forystu á ýmsum sviðum, forystu- menn þess gegndu hlutverki brautryðjendanna, og höfðu þá jafnan heill æskufólksins að leið- arljósi. Þannig varð félagið fyrst til að hefja æfingar og stofna til keppna í frjálsíþróttum, það flutti inn fyrstu frjálsíþróttaáhöldin, sem hér voru notuð, það var m.a. stofnað til þess að efla áhuga á fimleikum, og var árangur félags- ins á því sviði glæsilegur, það lét þýða og gaf út fyrstu knattspyrnu- reglurnar, sem út komu hér á landi, það réðst í útgáfu íþrótta- blaðs, fyrsta íþróttablaðsins hér á landi, þegar forráðamönnum fé- lagsins þótti bæjarblöðin um of treg til að skrifa um íþróttir, það varð fyrst félaga til að eignast eig- ið íþróttahús, það fór fyrst félaga með keppnishópa út á land og einnig til útlanda, það stofnaði og rak á sínum tíma Tívolí hér á landi, og það kom upp fyrstu skíðalyftu á Islandi. Þannig væri hægt að telja lengi. Kirkju breytt í íþróttahús Það var árið 1929 að ÍR réðst í það, að koma sér upp sínu eigin fimleikahúsi. Tildrög þess máls voru þau, að eftir að kaþólska trú- boðið hafði byggt nýja kirkju sína á Landakotstúninu, datt formanni félagsins í hug, að ekki væri óhugsandi að hægt væri að fá gömlu kirkjuna, sem leggja átti niður, fyrir lítið verð. Það var því snúið sér til biskups kaþólska trú- boðsins með þessa málaleitun og voru undirtektir hans góðar. Tók- ust strax samningar, steyptur var grunnur undir húsið nokkru vest- ar en það stóð, og það síðan flutt í heilu lagi og sett á grunninn. Segja má, að það hafi verið menn með mikla framtíðarsýn, menn sem voru á undan sinni samtíð, sem réðust í þessar miklu fram- kvæmdir. Tilkoma hússins mark- aði algjör tímamót i starfi ÍR, og þar hafa bækistöðvar þess verið allt fram á þennan dag, rúmri hálfri öld síðar, þótt starfsemi fé- lagsins fari nú fram á mörgum stöðum í höfuðborginni. Þar hafa Nýja skíðalyftan, sem liggur upp á Skarðemýrarfjall. margir af mestu afreksmönnum Lj6sm.: Ágúsc Björnsson. Uppdráttur að skíðalandi ÍR. Hæðarmunur frá lyftuhúsi og upp á Skarðsmýrarfjall eru um 290 metrar, og hægt að ná rúmra tveggja kflómetra braut þar á milli. þjóðarinnar hlotið sína tilsögn, og húsið á mikla sögu. Þá keypti félagið Kolviðarhól í Ölfushreppi í apríl 1938 og þar efra fór fram öflugt skíðastarf. Félagið seldi Reykjavíkurborg Kolviðarhólsjörðina í september 1955, en skömmu seinna var hafist handa við að byggja skíðaskála í Hamragili, sem er í næsta ná- grenni, og þar er nú skíðasvaeði IR, á eigin landi, sem félagið eign- aðist í nóvember 1938. Svæðið er austan og norðan Kolviðarhóls- jarðarinnar, afmarkast af línu úr hæsta tindi Reykjafjalls í vörðu á Skarðsmýrarfjalli, þaðan í Sleggju og þaðan til baka í Reykjafjall. í skíðalandi ÍR eru nú sex skíðalyftur, þar af ein við stökkpall, sem er á svæðinu, heild- arlengd þeirra er tæpir tveir kíló- metrar. Tvær lyftur liggja nær samfellt úr botni Hamragils og upp á tind Skarðsmýrarfjalls, hæðarmunur er 290 metrar og hægt er að ná 2,2 km skíðabraut þar á milli. Stór skíðaskáli er í Hamragili, einnig mikið lyftuhús með hreinlætisaðstöðu o.fl. fyrir skíðagesti. Er þarna risin upp glæsileg aðstaða og möguleikar til skíðaiðkunar miklir. Tekur svæðið t.d. Bláfjallasvæðinu fram að ýmsu leyti. Verður uppbyggingu þar efra haldið áfram. Æskunni fylgt eftir Þótt IR haslaði sér völl í Vestur- bænum í upphafi, þá hefur starf- semin fyrir löngu sprengt utan af sér þá aðstöðu, sem félagið hefur haft í þessum l)orgarhluta. Þá hef- ur byggðarþróunin fært æskufólk- ið í austurátt, og lifandi íþróttafé- lag verður að fylgja æskunni eftir. Þess vegna námu ÍR-ingar land í í Breiðholti fyrir röskum áratug, og hófu þar margvíslegt íþróttastarf. Það var þó ekki fyrr en í desember 1979 að borgaryfirvöld úthlutuðu félaginu sérstöku framtíðarsvæði í þessum borgarhluta, á skjólgóðu svæði í svokallaðri Suður-Mjódd. Svæðið var afhent félaginu vorið 1980 og hófust þar þá þegar fram- kvæmdir við íþróttavöll. Var knattspyrnuvöllur næstum til- búinn til notkunar síðastliðið vor, er borgaryfirvöld sögðust þurfa leggja ræsi fyrir yfirborðsvatn undir völlinn, og er það verk loks á lokastigi, þannig að hægt verður að taka völlinn í notkun fyrst á vori komanda. Á þessu svæði verð- ur reist stórt íþróttahús með fé- lagsaðstöðu, þar verða gras- og malarvellir auk aðstöðu til frjáls- íþróttaiðkunar. Þarna verður framtíðaraðstaða félagsins og þungamiðjan í starfi þess, svæðið er sett í miðri glæsilegri byggð þar sem þúsundir þróttfullra unglingá er að finna, þar er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.