Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGuR 1! MARZ 1982 í kvöld kl. 20.30 frutn- sýnir Nemendaleikhús Leiklistarskóla íslands leikritið „Svalirnar“ eftir Frakkann Jean Genet, í þýðingu Sigurðar Pálsson- ar. Það er Brynja Bene- diktsdóttir sem er leik- stjóri, en leikmynd og búninga hefur Sigurjón Jóhannsson hannað. Ólaf- ur Örn Thoroddsen hefur umsjón með tæknivinnu, en David Walters sér um lýsingu. Hér á eftir verður stiklað á stóru í þeim upp- lýsingum sem koma fram í leikskrá um sýninguna, verkið og höfundinn, en þær eru að mestu komnar frá Sigurði Pálssyni og Brynju Benediktsdóttur. Dómarinn, þjófynjan og böóullinn. Arnór Benónýsson, Sóheig Pálsdóttir og Örn Árnason í hlutverkum sínum. (Ljósm. NL.) Svalirnar Leikurinn „Svalirnar“ gerist á hóruhúsinu „Stóru svölum“, en þangað koma menn til að skipta um hlutverk og fá að leika dómara, biskup og hershöfðingja svo nokkuð sé nefnt. Úti fyrir geisar blóðug bylting og þar kemur að tálmyndaheimur Stóru Svala getur ekki staðið ósnortinn af þróun mála fyrir utan. Að lokum renna þessir tveir heimar saman. Kannski. Þessa klausu má ekki taka of bókstaflega. Það er nánast ómögulegt að lýsa „Svölunum" og öllu sem þar gerist, verkið er svo mikið leikhús, mikil sýning, að orð á blaði ná skammt til að lýsa því. Ég held því að lesendum sé mestur greiði gerður með því að fjalla hér fremur um staðreyndir í sambandi við höfundinn, og hugleiðingar leikstjórans, en að reyna að skýra fra söguþræði, innihaldi og boðskap leikritsins. Gefum Sigurði Pálssyni þýðanda orðið. Hann segir m.a. í grein um Genet: „Jean Genet fæddist 19. des- ember 1910 í París. Ekki er vitað hver faðir hans var. Ekki er held- ur vitað hver móðir hans var, því hún laumaðist brott af fæðingar- heimilinu og skildi hann eftir ný- fæddan í gluggakistu. Löngu seinna reyndi hann að komast að því hvað hún hét, hver hún var, en alls engar upplýsingar var hægt að fá um það: Allt var útmáð og horfið. Honum var komið á munaðar- leysingjahæli og síðan til bænda- fólks. Foreldralaus og fjölskyldu- laus hjá vandalausum vissi hann Hvers vegna? En hvers vegna varð þetta leik- verk fyrir valinu til sýningar í Nem- endaleikhúsinu að þessu sinni Um það segir Brynja Benediktsdóttir leikstjóri: „Kunnugir gætu látið sér detta í hug, að þetta verk væri allt of flókið og erfitt fyrir óreynda leik- ara. Auðvitað er verkið vanda- samt og erfitt, en hér höfum við í höndum magnað leikrit, mergjað- an texta, sérstætt og afar sjálf- stætt lífsviðhorf. Leikhúsverk, þar sem hins vegar er frekar þunnt á stykkinu, krefst þrautþjálfaðra leikara til að skálda upp í eyðurn- ar, sem verða gjarnan í bakþanka meiningarlítilla setninga. Vinnan við þessa sýningu hefur orðið nokkuð löng og ánægjuleg glíma. Við gerðum okkur fljótt ljóst, að við yrðum að byrja frá grunni til að geta brotið hlutina til mergjar, ákveða að við vissum ekki af því að hann væri neitt óeðlilegur fyrr en hann varð fyrir því að stela einhverju smálegu tíu ára að aldri og var staðinn að verki. Allt hrundi til grunna. Auð- vitað blundaði óart og þjófslund í undanvillingnum, sagði fólkið. Þetta áfall gerði Jean Genet að Jean Genet og hefur Jean-Paul Sartre gert ótrúlega nákvæma grein fyrir þessu í doðranti sínum um Genet: „Saint Genet, comédien ou martyr" (Heilagur Genet, leik- ari eða píslarvottur). Genet fór í Útlendingaherdeild- ina um tvítugt og strauk þaðan, þá Jean Genet. f l*íl f*Yl 11* Það eru at*"a un8Ír leikarar sem í vetur starfa í Nemendaleikhúsinu og fara þau með öll helstu hlutverkin í verkinu, -l-JV'll»íl'l OiM. 11.1.1. en að auki hafa þau fengið skólastjóra Leiklistarskólans, Pétur Einarsson, til liðs við sig í eitt hlutverkið. Aðrir nemendur skólans aðstoða við sýninguna. Aðalleikararnir átta eru þessir: Arnór Benónýsson (dómarinn), Ellert A. Ingimundarson (biskupinn, uppreisnarmaður), Erla B. Skúladóttir (Irma, drottningin), Kjartan Bjargmundsson (hershöfðinginn), Pálmi Á. Gestsson (lögregluforinginn), Ragnheiður Tryggvadóttir (Carmen), Sólveig Pálsdóttir (Chantal, þjófynjan, stúlkan, þrællinn), Örn Árnason (Arthúr, böðullinn, Roger). Arnór Benónýsnon Ellert A. Erla lí. Skúladóttir Kjartan Pálmi Á. Gesls-son Ragnheióur Sólveig Pálsdóttir Örn Árnason Injrimundarson Bjargmundsson TryKKvadóttir Gamla rokksveiflan á fullu Swinging Blue Jeans í Broadway um helgina Norræna húsið: Fróðleiksþætt- ir um Grænland BKKSKA hijómsveitin Swinging Blue Jeans mun rifja upp gömul kynni sín af íslendingum nú um helgina og skemmta í Broadway á fostudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitin naut mikilla vinsælda í upphafi sjöunda ára- tugsins og það var einmitt á þeim árum sem þeir félagar héldu tónleika hér á landi og gáfu íslenskum ungmennum fyrsta smjörþefinn af bítlaæðinu svo- kallaða. Swinging Blue Jeans kom fyrst fram í „Grafton Ballroom“ í Liverpool haustið 1960 og meðal annarra hljómsveita sem þar komu fram var „The Quarreymen", sem þremur árum seinna setti allt á annan endann undir nafninu „The Beatles". Swinging Blue Jeans deildu vinsældum með Bítlun- um, meðal unglinga í Liverpool, á þessum árum og á fyrstu misserum bítlaæðisins voru þeir í hópi vinsæl- ustu popphljómsveita Englands. Á þessum árum gerðu þeir sex tveggja laga plötur og tvær breiðplötur sem nutu vinsælda, en af þessum lögum muna fiestir eftir „Hippy Hippy Shake“ og „Good Golly Miss Molly“. Að auki komu þeir fram í þremur kvikmyndum. Síðan fór heldur að halla undan fæti og varð hljtt um þá félaga í nokk- ur ár. En árið 1974 fóru þeir aftur á kreik, í hljómleikaferð um England og tókst sú ferð með ágætum, enda fylgt eftir með hljómleikaferð um Evrópu. Síðan hafa þeir félagar komið víða fram á hljómsleikum og hvarvetna við góðar undirtektir, ekki síst nú á seinni árum er menn fóru að sjá „gömlu gull- aldarárin“ í hillingum. Hljómsveitin leikur enn lög eins og „Hippy Hippy Shake“, en að auki eru þeir með nýtt efni í pokahorninu. Tveir þeirra, sem sóttu okkur ís- lendinga heim hér um árið, eru enn í hljómsveitinni, þeir Ray Enis og Les Baird, en nýliðarnir tveir eru Colin og Ian McGee. Þeir félagar hafa leikið mikið á Norðurlöndunum hin síðari ár og samkvæmt umsögnum skandina- viskra blaða þeika þeir hressielga rokktónlist og ná yfirleitt góðri stemmningu meðal áheyrenda. Þeir sem hafa gaman af gömlu rokksveifl- unni ættu því að geta átt glaða stund með Swinging Blue Jeans í Broadway nú um helgina og þá ekki síst þeir, sem muna eftir tónleikum þeirra í Austurbæjarbíói hér um árið. FRÓÐLEIKSÞ/ETTIR um Græn- land — Kalaallit Nunaat — verða fluttir í Norræna húsinu fímmtudag- inn 11. marz klukkan 20.30. Ilagskráin verður í umsjón Einars Braga skálds og mun hann kynna bókmenntir Grænlendinga og lesa þýðingar sínar. í fréttatilkynningu frá Norræna húsinu segir m.a.: Einar Bragi hefur gefið út ljóðabókina Sumar í fjörðum, 60 þýdd ljóð eftir grænlensk sam- tímaskáld. Þá mun Guðrún Hall- dórsdóttir, skólastjóri, segja frá Knud Rasmussen, hinum þekkta grænlensk-danska könnuði og sýnd verður kvikmynd, sem hann hefur tekið á ferðum sínum. Fyrirhugað var að Herdís Vig- fúsdóttir og Valtýr Pétursson væru með í dagskránni þetta kvöld, en þau koma fram síðar, eða 15. apríl. Munu þau ræða um grænlenska list og sýna græn- lenska listmuni. Önnur brevtino hefur orðið á fyrirlestraröðinni, að erindi Haraldar Ólafsssonar um grænlensku þjóðina og græn- lenskt samfélag flyst fram til 18. mars. Fimmtudaginn 25. mars flytur Grænlendingurinn Hans Pavia Rosing fyrirlestur um samskipti Grænlendinga og annarra þjóða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.