Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1982 21 Brynja Benediktsdóttir leikstjóri. ekkert, kynnum ekkert og skildum ekkert. Ekki nóg að skilgreina verkið, heldur gera okkur fyllilega grein fyrir, hverju við gætum komið til skila til íslenskra áhorf- enda í dag, þrátt fyrir þær skorður sem skólaleikhús setur. Hvað í verkinu olli ofboði árið 1957, sem veldur engum ágreiningi í dag? Hvað er auðveldara að skilja nú en þá? Til hvers var skírskotað þá, hver yrði skírskotunin nú? Sann- arlega reynir á leikarann að þurfa að tjá sig án verulegra hjálpar- tækja, svo sem speglanna, sem eru rauður þráður í verkinu, sýnilegir og ósýnilegir ... að koma verkinu til skila, líka „fýsískt", er ekki lítið mál ... þjálfa hið likamlega út- streymi ásamt hinu vitsmunalega ... þjálfa sambandið leikari- áhorfandi, en það er líklegast það samband, sem byrjandinn er hræddastur við. Við fundum fyrir þeirri löngun að loka okkur inni í leikhúsinu og njóta þess að pæla í verkinu, spegla okkur í leiksýning- unni án þess að nokkur fengi að kíkja. Þannig fundum við sannar- lega til skyldleika við persónur verksins, sem voru rifnar út úr draumum sínum og spegilmynd- um og sendar út á „Stóru svalir" til að sýna sig og koma í veg fyrir byltinguna, sem alltaf staðnar. Leiksýningin sem þið sjáið, er svo sannarlega okkar „Stóru svalir“.“ staddur í Sýrlandi. Hófst þá flökkulíf hans um glæpa- og vændisheim gjörvallrar Evrópu og víðar. Viðkomustaðirnir ótal margir: Barcelona, Tanger í Mar- okkó, Napólí, Róm, Marseille, Brest, Antwerpen, Júgóslavía, Þýskaland, Tékkóslóvakía o.s.frv. Sat hann í fangelsum oft og víða. Hann gerði grein fyrir þessari píslargöngu sinni í Dagbók þjófs (Journal d’un voleur) frá 1949, hrikalegri en ljóðþrunginni bók. Fyrsta verkið sem út var gefið eftir Genet kom út 1942. Dauða- dæmdur, hét það. Höfundurinn sat þá í Fresnes-fangelsinu. 1944 hóf hann að skrifa fyrsta leikrit sitt, Strangasta gæsla, og sat þá í Santé-fangelsi í París. Sama ár kom út hluti sögunnar Heilög María blómanna. A næstu árum komu út Kraftaverk rósarinnar, og fyrstu leikrit hans tvö, Strang- asta gæsla og Vinnukonurnar, sem er eina leikrit hans sem áður hef- ur verið leikið á Islandi. Það var árið 1963 á vegum Grímu. Leik- stjóri var Þorvarður Helgason og leikendur Bríet Héðinsdóttir, Hugrún Gunnarsdóttir og Sigríð- ur Hagalín. Þýðinguna gerði Vig- dís Finnbogadóttir. Fyrsta sviðsetning á leikriti eft- ir Genet var á Vinnukonunum árið 1947 í Athenée-leikhúsinu í París. Einn mikilhæfasti leikhúsmaður Frakka á öldinni, leikarinn og leikstjórinn Louis Jouvet stjórn- aði. Enn var Genet á bak við lás og slá vegna síendurtekinna afbrota, aðallega þjófnaða. Árið síðar var hann dæmdur í iífstíðarfangelsi og átti að flytja hann í fanganý- lendu. Sartre stóð fyrir því ásamt fjölmörgum lisamönnum og menntamönnum að forseti lýð- veldisins náðaði hann. Það var eini möguleikinn til að fá hann lausan. Vincent Auriol féllst á það og Genet gat um frjálst höfuð strokið, fullt af skáldskap. Ekki var hann samt laus við dómstóla og ákæruvald; t.d. var hann dæmdur fyrdir „ósiðsemi og klám“ í skrifum sínum oftar en einu sinni. Svalirnar (Le Balcon) voru frumsýndar árið 1957 í Arts Theatre Club í London í leikstjórn Peter Zadek. Genet var mjög ósáttur við þá sviðssetningu og hleypti upp lokaæfingu. Peter Brook setti verkið upp í Gymn- ase-leikhúsinu í París árið 1960 og á þessum árum litu dagsins ljós tvö önnur leikrit eftir Genet, Negrarnir (1958) og Skermarnir (1961). Fleiri hafa leikrit Genet ekki orðið, en hann hefur ritað fjöl- marga afar hnitmiðaða texta um leikhús, menningar- og þjóðfé- lagsmál. Genet gefur ekki upp heimilis- fang né dvalarstaði, fer um heim- inn huldu höfði af gömlum vana, kemur við hjá Gallimard, útgef- andanum sínum og hirðir póstinn sinn.“ Vilt þú fræðast um möguleika þína á vinnumarkaónum? Stjórnunarfélagiö efnir til námskeiös um Mótun starfsferils og breytingar á starfi og veröur þaö haldið í fyrirlestrarsal félagsins aö Síöumúla 23 dagana 15.—17. mars nk. Fjallaö verður um: — eðli starfa og viöhorfs manna til þeirra, — aöferöir viö sjálfsmat og hvernlg ma nota niöurstööur þess viö aö ákveöa starfsferil, — íslenska vinnumarkaöinn, — frekari þróun á núverandi starfi og hvernig leita má aö starfi, — mikilvasgi starfsumsókna, — ráöningarviötöl, — aö byrja í nýju starfi, — lifstefnumótun einstaklinga og áhrif hennar á starfsval og í starfi. Leiöbeinendur: Dr. Eiríkur Örn Arnarson sál- frœðingur og Haukur Haraldsson forstööumaöur ráöningaþjónustu Hagvangs hf. Þáttaka tilkynnist til stjórnunarfélagsins í síma 82930. SUÓMÍUNARFÉUG fSlANDS SÍOUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SÍMI 82930 Húsgögn, Skeifunni 8, sími 37010. HyrvT Félag sjálfstæöiskvenna í Reykjavík heldur félagsfund í Valhöll fimmtudaginn 11.3. ’82 kl. 8.30. Fundarefni: Heilbrigöismál í Reykjavík Frummælendur: Umræöur og fyrirspurnir aö loknum framsöguerindum Davíð Oddsson borgarfulltrúi, efsti maöur á D-lista viö borgarstjórnar- kosningarnar í vor Katrín Fjeldsted læknir, konan í baráttu- sætinu. Fundarstjóri Málhildur Angantýsdóttir, sjúkraliöi. Fundarritari: Birna Hrólfsdóttir, húsmóöir Fundurinn er opinn öllum — Fjölmennum — Kaffiveitingar. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.