Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 30
3 0 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1982 Nýjar aðferðir við verðlagningii grá- sleppuhrogna og hugleiðingar þar um Eftir Auðun Bene- diktsson, Kópaskeri Margt hefur verið ritað og enn fleira rætt á bak við tjöldin síð- ustu mánuðina og þó oft á tíðum mjög gengið á svig við sannleik- ann. Því er svo komið að ég finn mig tilneyddan til að rita hér nokkrar hugleiðingar um atburði síðustu vikna og skrif misviturra spámanna um þau mál. Fundarsamþykktir SGHF Aðalfundur boðaður 6. des. 1981 og haldinn í félagsheimili Sel- tjarnarness. Þar var lítillega rætt um hugsanlega verðlækkun (enda hefði ðlafur Jónsson þó nokkru áður reyfað þær hugmyndir sínar við Guðmund Lýðsson), þar var samþykkt með öllum greiddum at- kvæðum að hrogn skyldu ekki lækkuð í verði. Þar sem þessi fundur var ekki lögmætur hvað atkvæðamagn snerti þurfti að halda annan fund og var hann haldinn á sama stað 17. janúar 1982. Þar voru aftur reifaðar hugmyndir um verðlækkun og aft- ur samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að hrogn skyldu ekki lækkuð. Einnig var á þeim fundi samþykkt og vísað til stjórnar til framkvæmdar, að fyrir 15. febrúar 1982 skyldi boðað til fundar með öllum útflytjendum grásleppu- hrogna, fulltrúum viðskipta- og sjávarútvegsráðuneyta og til þessa fundar boðið öllum helstu erlendu kaupendum og þar skyldi ræða stöðuna í sölumálum og freista þess að ná samstöðu um sölumál til næstu 3—5 ára. 1. þáttur Ólafs Jónssonar Eins og ég nefndi hér að framan hafði Ólafur Jónsson reifað verð- lækkunarhugmyndir sínar við Guðmund Lýðsson fyrir október- lok, en þá beðið þess lengstra orða, að þær tillögur kæmust ekki í há- mæli að sinni. Þessar hugmyndir koma fram á svipuðum tíma og flestir vonuðu að úr færi að rætast með sölu á þeim hrognum sem eft- ir voru. Þá bregður svo við að ekki virðist vera hægt að gera nokkurn samning nema með fyrirvara um verðlækkun síðar. Gæti það kannski verið að „íslenskir far- fuglar" hafi hvíslað því á leið sinni til heitari stranda að íslensk grásleppuhrogn yrðu sett á útsölu ef hægt væri að bíða nógu lengi með að kaupa? 2. þáttur Olafs Jónssonar í endaðan janúar var haldinn fundur í Kaupmannahöfn að til- hlutan Ólafs Jónssonar og þannig að staðið að ekki hafði verið látið reyna á hvort hægt væri að fá þessa menn til viðræðna í Reykja- Auðunn Benediktsson vík eins og stjórn SGHF hafði ver- ið falið með aðalfundarsamþykkt 17. janúar að reynt skyldi til þrautar. Lítið hefur frést af því sem fram fór á þessum fundi, enda kannski öllum fyrir bestu, þó hef- ur nefndur Ólafur upplýst að ekki á fundinum heldur eftir hann hafi þorrapakki til íslenskra grá- sleppuveiðimanna verið settur í umbúðir og þá væntanlega með dönsku skjaldarmerki á öðrum enda og SÍS-merkinu og undir- skrift Ólafs Jónssonar á hinum. Einnig munu þar hafa verið vit- orðsmenn frá SGHF Guðm. Lýðsson og Björn Guðmundsson svo og Stefán Gunnlaugsson úr viðskiptaráðuneyti. Heilaþvottastöðin og ríkið í ríkinu Nú hefst fyrir alvöru harmsaga stjórnar SGHF og hinna fjöl- mörgu aðila sem hagsmuna hafa að gæta með verð á grásleppu- hrognum. Misjafnlega var að mönnum farið, sumir beðnir, öðr- um hótað og allt þar á milli og alltaf stefnt að sama marki, hinn danskættaði pakki Ólafs Jónsson- ar skyldi samþykktur. Niðurstaða er fengin, verð hefur verið ákveðið dkr. 1950 fyrir framleiðslu 1981 sem seld er á þessu ári eða ísl. kr. 2.406, gengi 5.3.82. Kaupendur falli frá verðlækkunarfyrirvörum á því sem flutt var úr landi fyrir ára- mót að undanskyldum einum kaupanda þar sem talið var að hann hefði gert svo vel við sína menn á sl. vori (þar sem farið var að auglýstum reglum viðskipta- ráðuneytis um viðskiptin) að hann þurfti ekki að falla frá verðlækk- unum. Við þetta bætist 6 mánaða gjaldfrestur frá þéim degi sem út- skipun fer fram. Framleiðsla 1982 dkr. 2200 = ísl. kr. 2.714, gengi 5.3.82., gjaldfrestur 60 dagar ef skipað er út fyrir 1. júní 1982, en 30 dagar ef útskipun fer fram eftir þann tíma. Þessi gjaldfrests- ákvæði á framleiðslu 1982 bíta þó í raun höfuðið af allri hinni skömminni þar sem það færir kaupendum möguleika á að skammta sér að eigin geðþótta gjaldfrest á þeim hrognum sem þeir ætla að kaupa af þessa árs framleiðslu. Með því að sam- þykkja þennan pakka hefur stjórn SGHF boðið erlendum kaupendum þann möguleika að haga sínum viðskiptum að vild og krefjast næstu verðlækkunar næsta vetur ef þeim bíður svo við að horfa, nema veiði verði þeim mun minni á komandi vertíð. Hvað veldur að menn sam- þykkja slíka samninga? Sjá menn ekki hvað þetta felur í sér? Er heilaþvottastöð Ólafs Jónssonar svona fullkomin? Eða er „ríkið" í ríkinu búið að gleypa hagsmuna- samtök grásleppukarla með húð og hári? Þessum spurningum treysti ég mér ekki til að svara og læt því hverjum og einum eftir að svara þeim að eigin mati. 3. þáttur Olafs Jónssonar Eignaupptaka sú sem nú hefur verið samþykkt verður að líkind- um skráð á spjöld sögunnar þar sem SIS notar að því er virðist hluta af eignum grásleppuveiði- manna um allt land til að kaupa sér viðskiptasambönd hjá erlend- um aðilum. Ekki ætla ég að reyna að reikna út einhverja heildartölu fyrir alla, en þar sem ég var búinn að selja allar mínar tunnur á 330 dali, en fæ nú verðlækkun á hluta af því, er ljóst að ég einn tapa kr. 56.812 miðað við gengi 5.3. 1982. Það eru fleiri hundar svartir en hundurinn prestsins Ekki eru þó allar syndir Ólafi Jónssyni að kenna, því upphafið að öllum þeim vandæðum sem orð- ið hafa í sölumálum grásleppu- hrogna eru vegna gjaldfrests- ákvæða í sölusamningi sem píndur var í gegn um viðskiptaráðuneytið 1980 og vegna linkindar ráðuneyt- isins að láta slíkt viðgangast. Með þeim samningi fengu hinir er- lendu kaupendur tóninn. Þeir sáu að þeir gátu látið umboðsmenn sína hér heima svo og stjórnvöld dansa að vild sinni og árangurinn er því miður öllum orðinn ljós hvað verð og greiðsluskilmála varðar. Einnig spilar þar inn í misvægi gjaldmiöla á árinu 1981. I>áttur Guðmundar Lýðssonar og stjórnar SGHF Þar sem G.L. er aðeins ráðinn starfsmaður SGHF hefur hann ekki heimild til að ræða eða semja um í nafni samtakanna annað en „Með því að samþykkja þennan pakka hefur stjórn SGHF boðið erlend- um kaupendum þann möguleika að haga sínum viðskiptum að vild og krefjast næstu verðlækk- unar næsta vetur ef þeim býður svo við að horfa.“ það sem stjórnin hefur falið hon- um að gera, en því miður hefur oft orðið mikiil misbrestur þar á. Einnig tel ég að stjórn hafi ekki heimild til að samþykkja slíkan samning sem hinn margumrædda Ólafspakka þvert ofan í tvær aðal- fundarsamþykktir 6. des. ’81 og 17. jan. ’82. Símtöl við menn hér og þar um landið sem G.L. veit að hann getur dregið á eyrunum veita honum og stjórninni ekki rétt til að breyta löglegum fund- arsamþykktum, ekki síst þegar komið hefur í ljós að ekki einu sinni öllum stjórnarmönnum var sagður allur sannleikurinn um þennan samning fyrr en eftir að hann hafði verið samþykktur. Einnig má geta þess að annað mikilsvert mál sem verið er að berja í gegn var í fyrstu svo leyni- legt að aðeins sérstakt trúnaðar- mannaráð G.L., 3 af 14 mönnum sem eru í stjórn og varastjórn, fengu ekki um það að vita fyrr en eftir að því höfðu verið settar fastar skorður. Hugleiding að lokum Eg get að vissu leyti borið virð- ingu fyrir Ólafi Jónssyni, hann setti fram sína skoðun og hefur ekkert frá henni hvikað. Hvort hans skoðun er rétt eða röng verð- ur hver að meta fyrir sig. Hins vegar get ég ekki borið virðingu fyrir aðferðinni sem notuð hefur verið, ekki heldur fyrir G.L. og stjórn SGHF sem talað hafa stórt, en kokgleypa síðan fyrstu dúsuna sem veifað er í þá. Þar sem ég tel að SGHF megi ekki leggjast niður, er samt svo komið að mjög vafa- samt er að stjórn njóti trausts meirihluta félagsmanna, er nokk- uð Ijóst að breyta verður innviðum þessara samtaka. Kæmi þar vel til greina tillaga þeirra Breiðfirðinga frá síðasta aðalfundi um lands- hlutadeildir og hver deild kjósi heima fyrir sína fulltrúa í stjórn. Þetta fyrirkomulag myndi tryggja það, að í stjórn sætu aðeins þeir sem nytu trausts hagsmunaaðila á hverju svæði. Þetta og fleira verð- ur að fara að ræða af heilindum fyrr en seinna og reyna að marka línurnar lengra en eitt ár í senn. Þó færri kannski stundi þessar veiðar í vor en oft áður eru margir neyddir til þess þar sem þeir eru búnir að gera sig klára með net o.fl. og hafa ekki í önnur hús að venda, því hjá mörgum hefur þetta verið bróðurparturinn af árstekjunum. Þar sem engu virð- ist vera hægt að breyta með kom- andi vertíð, læt ég hér staðar numið og vona að hér eftir verði samið um þessi mál af meiri fram- sýni og heilindum heldur en nú hefur verið gert. Það segir sjálfsagt einhver eftir þennan lestur að það sé auðveld- ara að gagnrýna það sem gert hef- ur verið, en að koma með tillögur um úrbætur. Það er satt og rétt, en hugmyndir mínar þar um eru fyrir hendi, þær hef ég reifað í grófum dráttum bæði við aðila úr viðskipta- og sjávarútvegsráðu- neytum svo og fjölmarga aðra. Hins vegar sé ég ekki ástæðu til úr því sem komið er að fara nánar út í það að sinni enda of langt mál til viðbótar því sem komið er. Karpov efar að Fischer tefli framar Moskva, 8. marz. AP. HEIMSMEISTARINN í skák, An atolí Karpov, sagðist t dag draga í efa að Bobby Fischer myndi nokk- urn tíma tefla framar, og sagði að Fischer væri afleitur á taugum. — Hann hefur ekki teflt í níu ár, sagði Karpov, en síðasta taflmótið sem Fischer tók þátt í var heimsmeistaraeinvígið í Reykjavík, þar sem hann bar sigurorð af heimsmeistaranum Boris Spassky. „Hann hefur með árunum alveg bilað á taugum. Ég get ekki séð hann fyrir mér fást við skák, að minnsta kosti ekki í náinni framtíð," bætti Karpov við. Karpov hefur marg- sinnis látið í ljós áhuga á því að tefla við Fischer. Orð Karpovs um Fischer nú birtust í sovézku skákblaði sem hann ritstýrir. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar \ þjónusta kennsla | ýmislegt —p.— Kælitækniþjónustan Reykjavík- urvegi 62, Hafnarfirói sími 54860 I Önnumst alls konar nýsmíöi. Tök- um aö okkur viögeröir á: kæli- | skápum, frystikistum og öörum ; * kælitækjum. Fljót og góö þjónusta — Sækj- \K^***é um — Sendum. Reiökennsla Erum að hefja námskeið í reiðkennslu fyrir byrjendur á öllum aldri. IJpplýsingar í síma 66567 milli kl. 1—2 og 7—8 á kvöldin. Hestamiðstöðin Laugabakka, Mosfellssveit. Veröbréf og víxlar m/tryggingabréfi óskast í umboðs- sölu. Fyrirgreiðsluskrifstofan, fasteigna- og verðbréfasala, Vesturgötu 17, s. 16223, Þorleifur Guðmundsson heima 12469.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.