Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 48
Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10-100 Síminn á afgreiðslunni er 83033 FIMMTUDAGUR II. MARZ 1982 Svavar Gcstsson setur reglur um skipulagsmál á Suðurnesjum: „Hræddur um að regl- urnar séu markleysa“ Félagsmálaráðherra Svavar (iestsson hefur sett reglur fyrir sam- vinnunefnd um skipulagsmál á Suð- urnesjum. í nefndinni skulu sitja fulltrúar sveitarstjórna Keflavíkur, Njarðvíkur, Hafnahrepps, Miðnes- hrepps, (ierðahrepps og varnarmála- deildar utanríkisráðuneytisins. Nefndín á að vinna að samræmingu og endurskoðun á skipulagi þess svæðis, sem tekur yfir þessi sveitar félög og flugvallarsvæðið, athafna- svæði varnarliðsins. l>egar Morgun- hlaðið leitaði álits Olafs Jóhannes- sonar, utanríkisráðherra, á þessum nýju reglum í gær, sagðist hann hræddur um, að þær væru mark- — segir Ölafur Jóhannesson leysa. Morgunblaðið ræddi einnig við fulltrúa í skipulagsstjórn ríkisins og mátti af þeim samtölum ráða, að stjórnin hefði ekki gert tillögur um þessar reglur félagsmálaráðherra. Reglurnar munu koma til um- ræðu á ríkisstjórnarfundi í dag. Þar ætlar utanríkisráðherra að gera grein fyrir samningi varnarmála- deildar utanríkisráðuneytisins við bæjarstjórn Keflavíkur um leigu á 13 hektara landi á Hólmsbergi vegna fyrirhugaðrar olíustöðvar varnarliðsins við Helguvík. Auk þess mun utanríkisráðherra gera grein fyrir sjónarmiðum utanríkis- ráðuneytisins vegna kvartana frá Njarðvík út af hávaða frá orrustu- þotum, sem nota Keflavíkurflugvöll. Vilja Njarðvíkingar flytja flugskýli þotnanna, en varnarmáladeild telur, að það ráði ekki úrslitum um hávaða af flugi véla um völlinn, hvar skýlin eru, heldur hitt, að orrustuþotur hagi ferðum sínum eftir vindátt eins og aðrar flugvélar. Mikil fundarhöld hafa verið í þingflokki Alþýðubandalagsins und- anfarið, jafnvel langt fram á kvöld, og hafa sveitarstjórnamenn flokks- ins af Suðurnesjum setið þá. Með þeim reglum, sem Svavar Gestsson gaf út og dagsettar eru mánudaginn 8. mars en sendar voru til aðila í gær, er lögð niður samvinnunefnd um skipulagsmál Keflavíkur, Njarð- víkur og Keflavíkurflugvallar, sem starfað hefur síðan 1978 og á upp- runa sinn að rekja til samskonar nefndar, sem stofnuð var með reglu- gerð frá 1968. Fundur var haldinn í þessari samvinnunefnd í gær með þátttöku fulltrúa frá Keflavík, Njarðvík og varnarmáladeild en formaður hennar er Aðalsteinn Júlíusson, vita- og hafnarmála- stjóri, skipaður af Skipulagsstjórn rikisins. Sjá nánar í miðopnu. Abyrgðartryggingar bifreiða: Mælt með 81,2% hækkun milli ára TRYGGINGAEFTIRLIT ríkisins hefur að tilmadum tryggingaráó- herra gefið umsögn sína um hækk- anabeiðni tryggingarfélaganna á ábyrgðartryggingum bifreiða. Tryggingafélögin fóru fram á 83,2% hækkun á milli ára, en Tryggingaeftirlitið mælir með að félögin fái 81,2% hækkun frá 1. marz 1981 til 1. marz 1982, þ.e. 30% hækkun nú, en félögin hafa áður fengið 39,2% á nýtryggingar og breyttar. Tryggingaeftirlitið sendi tryggingaráðherra, Svavari Gestssyni, þessa niðurstöðu í byrjun vikunnar, og samkvæmt heimildum Mbl. hefur trygg- ingafélögunum verið gefið vil- yrði fyrir því að þau fái hækk- unina fyrir helgina, en endan- legt ákvörðunarvald um hversu miklar þær verða er í höndum ráðherra. Þá hefur Tryggingaeftirlitið lagt til að hámark vátrygg- ingafjárhæða verði hækkað, á venjulegum bifreiðum úr 2,7 millj. kr. í 3,8 millj. og bifreiðum með 10 farþega og fleiri úr 5,4 millj. kr. í 7,6 millj. kr. Þá er einnig búist við að sjálfsábyrgð ábyrgðartrygginga hækki, en hún hefur v'erið 360 kr. á allar tegundir bifreiða. Akvæði þessi er að finna í umferðarlögum en þau tilheyra dómsmálaráðu- neytinu. Ljósm. Mbl. Kmilía. Sambandsskip á Bandaríkjasiglingu: Skaftafellið stjórnlaust í 5 sólarhringa í fárviðri Hefur rekið 190 sjómílur undan vestanbrimi og stormi Snjóleikur sem SkaftafelliA hefur rekið er sama vegalengd og er milli íslands og Grænlands, örlítið styttra en milli fs- lands og Færeyja og ámóta og hálfa leið milli íslands og Skotlands. Ekki var talið ráðlegt þegar búið var að afla varahluta að fljúga með þá að skipinu og henda þeim í sjóinn þar sem talið var ólíklegt að unnt væri að ná þeim um borð í stórsjó sem er á svæðinu. „Það er snarbrjálað veður hér, 10—12 vindstig og mikill sjór, en þó að skipið flatreki fer það tiltölulega vel miðað við aðstæður, og brýtur vel sjóina sem dynja á því,“ sagði Jón Kristinsson, skipstjóri á flutn- ingaskipinu Skaftafelli, í talstöðv- arsamtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi, en Skaftafellið var þá á reki um 550 sjómílur suðvestur af íslandi á Bandaríkjaleið og hefur skipið ver- ið vélarvana síðan sl. laugardag. Það var bilun í drifi fyrir eldsneytisdælu aðalvélar sem olli vandanum og síð- an á laugardag hafa vélstjórar skipsins unnið nær sleytulaust að því að smíða þá hluti sem biluðu og hafa þeir gert það í samráði við tæknimenn Sambandsins í Reykja- vík um talstöðvarfjarskipti. „Það eru 17 menn um borð hér og þetta er búið að vera helvíti vont veður allan tímann, enda rekið um 190 mílur undan sjó og vindi,“ sagði Jón skipstjóri, en hann kvað skipið, sem er 1600 tonn, vera með fullfermi af fiski og fuilt af gámum á þilfari. Yfirvélstjóri er Björn Björnsson. „En við vonum að þessu vandamáli fari að Ijúka, því við reiknum með að geta prufukeyrt í nótt með þeirri bráðabirgðaviðgerð sem unnið hefur verið að hér um borð,“ sagði Jón skipstjóri í talstöövarsamtalinu. Omar Jóhannsson hjá Skipadeild Sambandsins sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að Jökul- fellið hefði lagt upp frá íslandi á miðvikudagsmorgun og var það látið bíða einn sólarhring fyrir utan Keflavík á Ameríkuleið sinni eftir varahlutum sem sérstök flugvél sótti til Þýskalands aðfaranótt miðviku- dags og varð að fá sérstakt flug- taksleyfi fyrir vélina aftur í loftið eftir lokun flugvallarins. Kom vélin hingað kl. 7 í gærmorgun. Jökulfellið siglir áleiðis til Skaftafeilsins með varahlutina. SKAFTAFELL, eitt af flutningaskip- um Sambandsins, hefur verið stjórn- laust á reki síðan sl. laugardag, djúpt á hafinu milli íslands og Bandaríkjanna og hefur skipið rekið 190 sjómflur undan fárviðri af vestan, en þó að skipið hafi oltið mikið þar sem það rekur flatt fyrir vestanbriminu þá hef- ur það tekið sjóina vel á sig að sögn Jóns Kristinssonar, skipstjóra, þegar við ræddum við hann í talstöð í gær kvöldi, en þá voru 10—12 vindstig á slóðum Skaftafellsins. Vegalengdin Skaftafell Utflutningur á hertum þorskhausum: Sex tonn árið 1975 6.811 tonn í fyrra GÍFURLEG aukning hefur orðið í útflutningi á hertum þorskhausum til Nígeríu síðustu ár. Árið 1975 seldu Islendingar 6 tonn af hausum til Nígeríu, árið 1977 voru seld þang- að 427 tonn, 1412 tonn árið 1979 og í fyrra voru flutt þangað 6.811 tonn af hertum þorskhausum. IJtflutning- urinn hefur aukizt jafnt og þétt eins og sést á þessum tölum, en nú eru talsverðar birgðir í Nígeríu. IJtflutn- ingsverðmæti þess magns af haus- um, sem selt var til Nígeríu í fyrra nam rösklega 81 milljón eða rúm- lega 8 milljörðum g.kr. Þau sex tonn af hausum, sem seld voru til Nígeríu árið 1975, voru flutt út á vegum Skreiðar- samlagsins. Bragi Eiríksson fram- kvæmdastjóri þess sagði í gær, að áður hefðu fiskverkendur unnið hausana í mjöl ef þeir hefðu þá verið nýttir á annað borð. Tekjur hefðu vart verið meiri en fyrir kostnaði, þannig að herzlan og út- flutningurinn til Nígeríu hefði verið fundið fé fyrir framleiðend- ur. Hins vegar sagði Bragi, að þess yrði að gæta að kæfa ekki mark- aðinn með útflutningi á hausum, sem þá gæti komið niður á skreið- arútflutningi. Kvað hann nauð- synlegt að koma á góðri stjórn og samvinnu yfirvalda í Nígeríu, ís- lendinga og Norðmanna um þessi mál. Þó þyrfti fyrst af öilu að skipuleggja sölumálin hér heima. Ef litið er á tölur um skreiðar- útflutning kemur í Ijós, að á síð- asta ári voru flutt út 18.985 tonn af skreið til Nígeríu að útflutn- ingsverðmæti 812,7 milljónir. Ár- in 1971 til 1977 voru flutt út 1100 til 3.450 tonn á ári. Árið 1978 seldu íslendingar 6.899 tonn af skreið til Nígeríu, 3.280 tonn árið 1979, 12.625 tonn árið 1980 og í fyrra nam útflutningurinn 18.985 tonnum. Viðræður ASÍ og VSÍ að hefjast STÓRA samninganefnd Alþýðu- sambands íslands hefur verið boðuð til fundar á morgun klukkan 14. I samningunum, sem undirrit- aðir voru í nóvember og gilda til 15. maí næstkomandi, er kveðið á um, að samningaviðræður skuli teknar upp eigi síðar en 15. marz, þ.e. næsta mánudag. Halldór Björnsson, varaformaður Dags- brúnar, sagði í gær, að í fyrra- haust hefði verið gengið frá kröfu- gerð sambandsins, en viðræðum aðila um hana hefði verið frestað með skammtímasamningi. Frá sínum bæjardyrum væri ekki spurningin núna að leggja línurn- ar fyrir komandi samningavið- ræður, heldur að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.