Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1982 31 Halldór Björnsson: Erum sammála um að hvika ekki frá sam- ræmingunni FYRSTI fundur samninganefndar starfsfólks í ríkisverksmiðjunum og vinnumálanefndar ríkisins var hald- inn undir stjórn Guðmundar Vignis Jósefssonar, vararíkissáttasemjara, í gær. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan 15 á morgun. Við- ræður um samninga starfsfólks í þessum verksmiðjum, Sementsverk- smiðjunni, Aburðarverksmiðjunni og Kísiliðjunni, hafa ekki áður farið fram hjá embætti sáttasemjara. Aðalkrafa starfsfólksins er sú, að samningar í ríkisverksmiðjun- um verði samræmdir við það sem er í Járnblendiverksmiðjunni að Grundartanga. Að sögn Halldórs Björnssonar, varaformanns Dags- brúnar, sem situr í samninga- nefnd verkalýðsfélaga í verk- smiðjunum, eru helztu kröfurnar varðandi orlofsuppbót, fram- leiðslubónus, starfsaldur og ýmis fleiri samræmingaratriði. Halldór sagði, að ekki væri gerð bein krafa um kaupliðinn, heldur væru talsmenn félaganna sam- mála og samstiga um að hvika ekki frá kröfunni um samræm- ingu og teldu það beztu kjarabót- ina. Vinnumálanefnd ríkisins hef- ur boðið ASI-samkomulagið, en verkalýðsfélögin hafa hafnað því og sagði Halldór, að menn teldu það hliðarspor og vildu halda áfram að ræða samræminguna þar sem frá var horfið við gerð síðustu samninga. „Við látum reyna á það fram yfir helgi hvort samningar takast eða hvort við þurfum að athuga okkar gang varðandi aðgerðir," sagði Halldór Björnsson. Helguvíkurmálið: Hreppsnefnd Gerðahrepps mótmælir málsmeðferð lltanríkisráðherra var í gærmorg- un afhent orðsending frá hrepps- nefnd Gerðahrepps vegna málsmeð- ferðar í svonefndu Helguvikurmáli. Samkvæmt heimildum Mbl. telur hreppsnefnd Gerðahrepps að varn- armáladeild utanríkisráðuneytisins hafi sniðgengið hreppsnefnd Gerða- hrepps í því máli. / Hreppsnefndin samþykkti að 'fjalla ekki um mál þetta við fjöl- miðla, en eftir því sem Mbl. kemst næst mun hreppsnefndin óska skýringa á ákveðnum hlutum og væntir viðræðna vegna hluta þeirra samningsdraga sem bæjar- stjórn Keflavíkur samþykkti á sínum fundi í fyrrakvöld. Ekki er í orðsendingu hreppsnefndarinnar um að ræða neins konar andstöðu við fyrirhugaðar framkvæmdir í Helguvík. Týndi laun- um sínum UNG stólka, sem vinnur við að bera út Morgunblaðið og innheimta sam- hliða skólagöngu sinni, varð fyrir því óláni í gærdag að týna rauðu veski með innheimtulaununum sínum, 491 kr. Hún býður þeim fundarlaun, sem kemur veskinu með laununum til skila. Unga stúlkan náði í innheimtu- launin sín niður á afgreiðslu Mbl. í gær og hélt síðan með móður sinni upp Laugaveginn. Hún var síðast með veskið í höndunum að Laugavegi 2, en uppgötvaði að hún hafði týnt því, er hún var komin á móts við verzlunina Fálkann. Auk peninganna er greiðslukvittun upp á 491 kr. í veskinu. Stúlkan er í síma 14283, einnig má hafa sam- band við afgreiðslu Mbl. Ármúla 11. Sími 91-83860. Fæst í apótekum, helstu snyrtivöruverslunum og flestum stórmörkuöum. Heildsölubirgöir: Friörik Björnsson, Pósthólf 9133—129 Rvík. Sími 77311. Svedbergs’ baöinnréttingar Með alþjóðlega viðurkenningu í janúar 1982 hlutu Svedbergs baöinnréttingar al- þjóölega viöurkenningu fyrir góöa hönnun og gæöi. Svedbergs baöinnréttingar eru til í yfir 100 mismun- andi einingum. Skápar, speglar, handlaugar og baöherbergisáhöld. Einingunum má raöa saman eftir þörfum hvers og eins. Fáanlegir í furu, bæsuöúm ask og hvitlakkaöar. Lítiö viö, eöa skrifið og fáiö litmyndabækling. (S) Nýborg? O Armúla 23 — Seml 86755 Útsölustaðir: Gler og málning, Akranesi, Raftækni, Akureyri, Jón Fr. Einarsson, Bolungarvík, Miðstöðin, Vestmannaeyjum. Umboðsmenn óskast á öörum stööum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.