Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1982 Fjárlagafrumvarpið í Bretlandi: Lækkun skatta og verðbólgu lxindon, 10. raars. AP. MISJÖFN VIÐBRÖGÐ urðu í Bretlandi er fjírlagafrumvarpið var lagt fram. Flest dagblöð og iðnjöfrar hældu frumvarpi fjármálaráðherrans, Sir Geoffrey Howe, á hvert reipi, en Guardian sagði frumvarpið ekki hafa náð að uppræta stöðnunina í efnahagi landsins. Varkárni gætir í frumvarpinu, sem fylgir í hvívetna stefnu Mar- gareth Thatcher í baráttunni gegn verðbólgunni. Sagði Howe frum- varpið stuðla að efnahagslegum bata. Ætlunin er að lækka orku- kostnað iðnaðarins, hvetja til au- kinnar fjárfestingar og skapa at- vinnu handa hluta þeirrar 3,1 milljónar atvinnuleysingja í lan- dinu. Howe tilkynnti að almennings- bætur yrðu auknar og skattalæk- kunar væri að vænta hjá flestum. Þá sagði hann ennfremur að stefnt væri að 9% lækkun verð- bólgu, en hún er sem stendur 12%. Verð á bensíni, vindlingum og Austur-þýskir hermenn flýja (■öttingen, Vesturl*ýskalandi, 10. mars. AP. TVKIR austurþýskir landamæra- verðir flúðu í dag yfir einskis manns landið á mörkum þýsku ríkjanna tveggja og komust yfir til Neðra- Saxlands. Talsmaður vestur-þýska landa- mæravarðarins í Göttingen sagði í dag, að austur-þýsku hermennirn- ir væru á aldrinum 20 og 21 og að þeir hafi sagt, að þeir hafi ekki getað sætt sig við ástandið í Austur-Þýskalandi, jafnt í stjórn- málum sem í efnahagsmálum. Austur-þýsku hermennirnir voru við eftirlit á landamærunum þegar þeir ákváðu að fara að dæmi 18 ára gamals landa síns úr Þjóð- arher alþýðunnar, sem um síðustu helgi tókst að komast yfir jarð- sprengjusvæðið og inn í Bæjara- iand í Vestur-Þýskalandi. Veður víða um heim Akureyri -4 alskýjaó Reykjavík -2 úrk. í grennd Ameterdam 8 skýjað Aþena 14 heiðskírt Barcelona 14 skýjað Berlin 10 skýjað Brussel 11 rigning Chicago -3 heiðskírt Oyflinni 9 skýjað Feneyjar 9 skýjað Frankfurt 9 rigning Færeyjar 2 slydda Genf 11 heiðskírt Helsinki -1 heiðskírt Hong Kong 17 skýjað Jerúsalem 14 rigning Jóhannesarborg 24 heiðskírt Kaupmannahöfn 5 heiðskírt Kairó 19 skýjað Las Palmas 18 skýjað Lissabon 15 heiðskírt London 13 skýjað Los Angeles 25 rigning Madrid 14 heiðskírt Malaga 16 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Mexíkóborg 25 heiðskirt Miami 23 skýjað Moskva 0 skýjað New York 4 skýjað Nýja Delhí 24 skýjað Osló 1 skýjað París 10 skýjað Perth 26 heiðskírt Ríó de Janeiró 29 skýjað Rómaborg 15 heiðakírt San Francisco 15 rigning Stokkhólmur 5 heiðskírt Sydney 22 heiðskírt Tel Aviv 19 rigning Tókýó 14 heiðskirt Vancouver 11 rigning Vínarborg 9 heiðskírt áfengi verður hækkað lítillega til að ná fram tæplega þriggja mill- jarða punda hækkun vörugjalds. Flestir fjölmiðlanna voru á því að frumvarpið væri skref í rétta átt. Guardian skar sig þó nokkuð úr og sagði atvinnuleysingjana eiga betra skilið en þetta. Sakaði blaðið ríkisstjórnina um linkind í afstöðu hennar til hinnar grjót- hörðu stefnu Thatcher. Verka- mannaflokkurinn og verkalýðs- hreyfingin hafa kennt stefnu Thatcher um ófarir í efnahags- málum. Talsmaður verkalýðsfél- aganna sagði að frumvarpið myndi ekki fækka atvinnuleysing- jum í landinu. Sovézkar þjálfunarbúðir í Nicaragua Bandaríska utanríkisráðuneytið birti í gær þessa mynd frá Nicaragua. Að sögn talsmanns ráðuneytisins, sem útskýrir myndina, má á henni sjá þjálfunarbúðir og svæði Sovétmanna, skála og verkstæði fyrir farartæki þeirra. (Sím»mynd AP) CIA skipuleggur undirróð- ursaðgerðir í Nicaragua Washinglon, 10. marH. AP. KKAGAN Bandaríkjaforseti hefur að sögn Washington Post fallist á tillögur bandarísku leyniþjónustunn- ar, CIA, um undirróðursstarfsemi gegn Nicaragua. Segir ennfremur, að leyniþjónustan sé að undirbúa stofnun hjálparsveita í Mið-Amer íku. Talsmaður Hvíta hússins bar þessar fregnir til baka. Eftir því sem segir í blaðinu hefur Reagan Bandaríkjaforseti hætt við áform sín um að beita hervaldi gegn Nicaraguamönnum. Er haft eftir háttsettum embætt- ismönnum, að annað Mið-Amerík- uríki sé notað sem stjórn- og birgðastöð skæruliða í nágranna- ríkinu El Salvador. Blaðið segir áætlunina enn- fremur miða að því að stofna hjálparsveit 500 manna, sem eigi að gera út frá bækistöð á landa- mærum Honduras og Nicaragua. Eiga meðlimir þessarar sveitar að einbeita sér að því að sprengja brýr og orkuver í Nicaragua í loft upp. Þannig er ætlunin að veikja efnahag landsins og skapa óein- ingu innan stjórnar Sandinista í landinu. Þessari sérþjálfuðu sveit er ætl- uð 19 milljóna Bandaríkjadala fjárveiting. Talið er að nokkrir mánuðir muni líða þar til þjálfun hermannanna verður lokið og sveitin getur tekið til starfa. Næstæðsti maður leyniþjónust- unnar, Robert Inman, bar þessar upplýsingar Washington Post til baka og sagðist ekki kannast við, að verið væri að undirbúa ein- hvers konar undirróðursaðgerðir gegn stjórnvöldum í Nicaragua. Að auki lagði hann áherslu á að 19 milljóna dollara fjárveiting væru ekki neinir stórfjármunir og það- an af síður að sú upphæð dygði til að koma upp herafla í einhverri mynd. Stjórnvöld í Nicaragua hafa á sama tíma harðlega mótmælt ferðum bandarískra njósnaflug- véla í lofthelgi landsins. Að sögn utanríkisráðuneytisins í Nicar- agua er brot þetta á ioftferðalög- unum aðeins til þess að dýpka enn gjánna, sem þegar ríkir í sam- skiptum þjóðanna. Vilji hjá Aröbum að sættast við Egypta? Manama, Kahrein, 10. marz. AP. í AP-FRÉTTUM frá Bahrein í dag sagði að ýmislegt benti til þess að Líbýa, SuðurJemen, Alsír og Frelsissamtök Palestínumanna vildu vinna að því að taka á ný upp stjórnmálatengsl við Kgypta sem undanfara þess að samskipt- um milli þessara aðila yrði smám saman komið í eðlilegt horf. Með þessu vænta viðkomandi Akhbar-blaðið í Bahrein. Hann stjórnvöld að takist að færa Eg- sagði að meðan Sadat var á lífi ypta af „áhrifasvæði Bandaríkja- hefði slíkt verið óhugsandi, en Mubarak eftirmaður hans hefði sýnt ýmis merki þess að hann ætl- aði sér hvorki að feta í fótspor Nassers né Sadats. Mohieddin er manna-. Það var Al-Khaleej Mohieddin, egypskur áhrifamaður á fyrstu stjórnarárum Nassers, sem sagði þetta í samtali við „Timburhneyksli“ í Sovétríkjunum Heilu Sovétlýðveldin uppiskroppa með timbur vegna brasks nokkurra embættismanna Moxkvu, id. mars. ap. „Heilu Sovétlýðveldin RÚMLEGA 70 sovéskir embættismenn hafa nýlega fengið þunga fangels- isdóma fyrir að hafa þegið mútur, misnotað eigur ríkisins og dregið sér fé úr opinberum sjóðum. Frá þessu skýrir í dag sovéska blaðið Literaturna- ya Gazetta og kemur þar fram, að rannsóknin á þessu hneykslismáli hafi hafist á árinu 1980. Mennirnir voru dæmdir í fangelsi í sjö til fjórtán ár og í blaðinu voru nokkrir þeirra nefndir á nafn, þar á meðal Lev S. Golikov, aðstoðardeildarstjóri í ráðuneyti, sem hefur timbur- iðnaðinn á sinni könnu. Fjölda- margir háttsettir menn eru tald- ir riðnir við þetta mál, menn sem hafa aðstöðu í ríkisfyrir- tækjum, opinberum nefndum og öðrum samtökum. I Literaturnaya Gazetta sagði, að á árinu 1975 hafi hópur emb- ættismanna í Uzbekistan farið að bera fé á embættismenn í Moskvu og víðar í Sovétríkjun- um til að komast yfir timbur, sem þeir seldu síðan aftur með góðum hagnaði. voru uppiskroppa með timbur og það kom fyrir ekki þó að mörg ráðu- neyti legðust á eitt með að út- vega það. Embættismönnunum, mútuþegunum, sem báru ábyrgð á þessu, stóð hins vegar svo hjartanlega á sama um það. Þeir voru önnum kafnir við að maka sinn eiginn krók,“ sagði í frétt blaðsins. í fréttinni sagði einnig, að mestu þrjótarnir væru ekki emb- ættismennirnir í Uzbekistan, heldur „skaðræðisflugurnar" í háu stöðunum, sem létu múta sér. einn úr hópnum „Frjálsir foringj- ar“ sem stóðu að því að koma Far- ouk Egyptalandskonungi frá völd- um 1952. Hann sagðist vera hlynntur því að Egyptar tækju upp nánari tengsl við Sovétríkin, þrátt fyrir ýmsa vankanta sem því fylgdu. Mohieddin sagði að hann hefði orðið þessa áskynja í samtöl- um við Gaddafi leiðtoga Líbýu, svo og forsvarsmenn í Alsír og Suð- ur-Jemen. Annar þekktur andstæðingur Sadats, blaðamaðurinn Heikal, lét að því liggja í viðtali nýlega að Egyptar myndu snúa sér frá ísra- elum eftir 25. apríl nk. þegar Sinai kemst öll undir þeirra stjórn. Fækkun starfs- liðs hjá Times London, 10. marz. AP. LEIÐTOGAR skrifstofufólks hjá stórblaðinu Times í London hafa rit- að undir samkomulag við eigendur blaðsins, þar sem gert er ráð fyrir að fækkað verði um 200 manns í starfsliði blaðsins á þessu sviði. Að sögn útgefenda er þetta sam- komulag, sem undirritað var í gærkvöldi, mikilvægt skref í þá átt að tryggja áframhaldandi út- gáfu blaðsins. Samkomulagið kom í kjölfar yfirlýsingar Rupert Murdochs útgefanda þess efnis, að hann mundi hætta útgáfu blaðsins ef ekki næðist samkomulag um að fækka störfum við blaðið um alls 600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.