Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1982 I + Elskulegur eiginmaöur minn, GEORGE WILLSEY, Grovaland — Florida, lést 6. marz. Alica Schmidt Willsey Móöir okkar, + FRÍDEL BJARNASON frá Siglufirði, lést í Landakotsspítala 9. mars. Börnin. + ÚLFHILDUR HANNESDÓTTIR, Smidshúsum, Eyrarbakka, lést á Hrafnistu í Reykjavík þann 4. mars. Útförin fer fram frá Eyrarbakkakirkju, laugardaginn 13. mars kl. 13.30. Vandamenn. + Dóttir mín, HÓLMFRÍÐUR MARÍA KRISTINSDÓTTIR, Breiðvangi 14, HafnarfirAi, veröur jarösungin frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi i dag. fimmtudag 11. mars kl. 2. Fyrir hönd vandamanna Guftný Björgvínsdóttir, Björgvin Sveinsson, Hólmfríftur Vigfúsdóttir. + Utför eiginmanns mins, fööur, fósturfööur, afa og bróöur, SVEINS STEFÁNSSONAR, Unufelli 48, Reykjavík, fer fram frá Bústaöakirkju, föstudaginn 12. mars kl. 15. Blóm vinsamlega afþökkuö. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd aöstandenda, Guðrún Karlsdóttir. + Minningarathöfn um eiginmann minn, KRISTJÁN K. VÍKINGSSON laskni, sem fórst i Vestmannaeyjum 21. janúar sl., fer fram í Neskirkju, laugardaginn 13. mars kl. 11. Þeim sem vilja minnast hins látna er vinsamlegast bent á líknar- stofnanir. Elfa Gísladóttir. + Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, BALDUR KRISTINSSON vélvirki, Glæsibæ 3, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni, föstudaginn 12. mars kl. 10.30. Viktoría Hólm Gunnarsdóttir, Gunnar Baldursson, íris Baldursdóttir, Erna Baldursdóttir, Birna Baldursdóttir, Rut Baldursdóttir, Eva Baldursdóttir, og barnabörn. Ingigerftur Gunnarsdóttir, örn Hafsteinsson, Sméri Baldursson, + Þakka auösýnda samúö viö andlát og útför bróöur míns, JÓNS STURLAUGSSONAR, Skúlagötu 58. Þórftur Sturlaugsson. + Hjartanlega þökkum viö öllum þeim sem auösýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR BENEDIKTSDÓTTUR, áður til heimilis aö Laufásvegi 45 B, Reykjavík. Jón Veturliftason, María Eyjólfsdóttir, Halldór Á. Gunnarsson, Elí Gunnarsson, Jóhanna Gunnarsdóttir, Steinþór M. Gunnarsson, Eva Magnúsdóttir, Veturliöi Gunnarsson, Guðbjartur Guðmundsson, Elísa Björk Magnúsdóttir, Benedikt Gunnarsson, Ásdís Oskarsdóttir, Gunnar Kr. Gunnarsson, Jónína Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, barnabörn og bamabarnabörn. Kristinn Ólafsson frá Kiðafelli - Minning Fæddur 2. nóvember 1905. metin að verðleikum, því hann var Dáinn 20. febrúar 1982. afburða verkmaður. Kristinn Ólafsson var fæddur að Kiðafelli í Kjós 2. nóvember 1905, sonur hjónanna Ólafs Ólafssonar Andréssonar í Eilífs- dal ok Ingibjargar Jónsdóttur frá Ríp í Hegranesi Magnússonar. Foreldrar Kristins voru gefin saman í hjónaband þann 14. nóv- ember 1902 að Saurbæ á Kjalar- nesi í einu mesta fárviðri, sem elstu menn mundu. Nokkrum mín- útum eftir að fólk var gengið úr kirkju, fauk kirkjan og fór heil- hring í loftinu, en kom að lokum rétt niður, skammt frá grunnin- um. Þrátt fyrir svo stormasama byrjun, varð hjónaband þeirra Kiðafellshjóna hið ástsælasta og varð þeim sex barna auðið. Krist- inn var næstelstur systkina sinna. Hann ólst upp að Kiðafelli við öll algeng sveitastörf og þótti snemma lagtækur við allt það, sem hann tók sér fyrir hendur. Upp úr fermingu fór hann í vega- vinnu á sumrin til Jónasar í Stardal og var hjá honum flest sumur, þar til foreldrar hans seldu Sigurbirni Þorkelssyni kaupmanni í Vísi Kiðafellið og fluttu til Reykjavíkur árið 1938. Fljótlega tók þó Kristinn aftur upp þráðinn hjá Vegagerðinni, því þegar í stríðsbyrjun hóf hann störf hjá Áhaldahúsi Vegagerðar- innar og nú sem fastur starfsmað- ur. Viðgerðir á tækjum stofnunar- innar urðu aðalstarf Kristins. Ailt er laut að vélum lék í höndum hans. Var hann oft sendur út á land, ýmist með skipum, flugvél- um eða á viðgerðarbíl þeim hinum mikla, sem Vegagerðin keypti af varnarliðinu, sá var átta hjóla trukkur með sérinnréttingu til viðgerða. Kristinn hafði séð mikið af landinu í þessum ferðum, kynnst mörgu fólki og hafði frá mörgu að segja. Aldrei mun ég gleyma frásögn hans, þegar hann gisti í fjósbaðstofunni í Skaftárdal á sjöunda áratugnum, líklegast með síðustu mönnum, sem þar gistu. Kristni líkaði vel hjá Vega- gerðinni og þar voru verk hans Hinn 29. maí 1943 steig Kristinn sitt mesta gæfuspor, er hann kvæntist Lilju Össurardóttur Thoroddsen frá Patreksfirði. Hjónaband þeirra varð mjög far- sælt. Kristinn var frábærlega um- b.Vggjusamur heimilisfaðir, sí- vinnandi að heill fjölskyldunnar og hamingju. Lilja, hin mikilhæfa húsmóðir, reyndist honum hinn ágætasti lífsförunautur og þá best, er mest á reyndi. Þau Lilja og Kristinn eignuðust tvö börn saman, Össur stoðtækja- smið, kvæntan Björgu Rafnar lækni, en þau dvelja í Stokkhólmi og Ingibjörgu, gifta Snorra Gunn- arssyni, vélstjóra, þau eru búsett í Esbjerg. Lilja hafði átt dóttur áð- ur en hún giftist Kristni. Hún heitir Hrafnhildur og er gift Helga Guðmundssyni deildar- stjóra í Landsbanka Islands. Kristinn gekk Hrafnhildi í föður stað og reyndist hann hinn besti faðir. Lilja starfaði hjá foreldrum mínum er ég var barn og var æ síðan heimilisvinur hjá fjölskyld- unni. Þegar hún hafði stofnað heimili urðu fyrstu kynni okkar Kristins. Kristinn var dulur mað- ur og því seintekinn í fyrstu. Tók það mig alllangan tíma að kynnast honum, en eins og oft vill verða um slíka menn, urðu kynni okkar þeim mun betri, sem þau höfðu tekið lengri tíma. Þegar þau hjón höfðu reist sér myndarlegt raðhús að Laugalæk hér í borg, varð ég um skeið tíður gestur á heimili þeirra. Fann ég þá fljótt, að Kristinn var gæddur ríku skop- skyni og var óspart gert að gamni sínu á hinu hlýlega heimili þeirra hjóna. Fyrir röskum tveim ára- tugum tók að bera á alvarlegum veikindum hjá Kristni. Gekk hann undir margar og strangar aðgerð- ir á þessum tíma, en hann gafst aldrei upp. Hann barðist hetju- legri baráttu við sjúkdóma sína og má segja að staðið var meðan stætt var. Vann hann lengi vel fullan vinnudag hjá Vegagerðinni, þótt sárþjáður væri, en síðan hálf- an daginn, þegar halla tók undan fæti. Þegar hann fann sjálfur, að þrekið til vinnu var þrotið, óskaði hann sjálfur að hætta störfum ár- ið 1972. Lilja hefur einnig átt við mikil veikindi að stríða og hefur gengið undir margar skurðaðgerðir við kölkun í mjöðm, en hún stóð samt ávallt eins og klettur við hlið manns síns, þar til yfir lauk. Gerð var skurðaðgerð á Kristni átta dögum fyrir andlát hans, en það var hjartað sem gaf sig að lokum. Nú þegar Kristinn vinur minn heldur til ljóssins landa, meira að starfa Guðs um geim, þá óska ég honum góðrar heimkomu, því þar bíða vinir í varpa, sem von er á gesti. Ekkju hans Lilju og fjölskyld- unni sendum við hjónin okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Kristins Ólafssonar. Leifur Sveinsson Hólmfríður Maria Kristinsdóttir - Minning Fædd 11. júlí 1975. Dáin 1. mars 1982. Við viljum með nokkrum orðum minnast frænku okkar, Hólmfríð- ar Maríu Kristinsdóttur, sem lést eftir hjartaaðgerð á sjúkrahúsi í Lundúnum aðeins 6 ára að aldri. Hólmfríður var frá fæðingu haldin þeim sjúkdómi, sem að lok- um varð ekki ráðið við. Hún ólst upp hjá móður sinni, Guðnýju Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendi- bréfsformi. Þess skal einnig get- ið, af marggefnu tilefni. að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Ilandrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Björgvinsdóttur. Fyrstu árin bjuggu þau mæðgin hjá afa og ömmu, þeim Hólmfríði Vigfús- dóttur og Björgvini Sveinssyni. Ömmu og afa var Hólmfríður einkar hjartfólgin og hún var sól- argeislinn á heimilinu. Enda þótt samveran hafi verið stutt skilur hún mikið eftir. Hjá móður, Berglindi litlu systur, afa og ömmu og í frændsystkinahópn- um ríkir nú mikill söknuður þegar Fríða litla er nú ekki lengur meðal okkar. Fram til síðustu stundar var vonast eftir að Fríða litla fengi fullan bata og var allt reynt til bjargar. Móður, litlu systur, afa og Fæddur 4. desember 1898 Dáinn 2. marz 1982 Mig langar með örfáum orðum að þakka Kristvin Guðmundssyni fyrir allt það sem hann hefur fyrir miggert. Mér lítilli stúlku, fannst svo sjálfsagt að bæta honum í afa- hópinn, er hann kvæntist ömmu- systur minni. Og alltaf reyndist hann mér sem bezti afi, og þá sér- staklega er þau tóku mig og bróð- ömmu vottum við einlæga samúð og biðjum góðan Guð að blessa þau og styrkja í þeirra sorg. Fjölskyldan Miðvangi 23. ur minn inn á sitt heimili, Gunn- arsbraut 34 Rvík, er foreldrar okkar fluttust út á land. Og varð ég umhyggju þeirra beggja að- njótandi í átta ár. Og mun ég búa að því, svo lengi sem ég lifi. Elsku Sigga ömmusystir. Guð styrki þig. „Far þú í friúi, friöur jjuös þig blesNÍ hafúu þökk fyrir allt og allt." (V. Briem.) Rut. Kristvin Guðmunds- son fyrrv. húsasmíða- meistari - Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.