Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1982 47 Leikmenn Fram þoldu ekki spennuna og töpuðu • I'orborgur Aðalsteinsson, Víking, skoraði 11 mörk gegn KA í gærkvöldi. FH Á enn von um efsta sætið í 1. deild í handknttaleik eftir að hafa sigrað Fram 23—21 suður í Hafnar firði í gærkvöldi. Sá sigur var bæði ósannfærandi og frekar ósanngjarn því Framarar voru nær allan leikinn bæði yfir í mörkum og ívið betra liðið á vellinum. FH flaut hins vegar ADALFUNDUR knattspyrnudeildar FH verður haldinn í Víðistaðaskóla 16. febrúar kl. 21.00. Bikarkeppni KKÍ: Stórleikur í Haga- skólanum í kvöld STÓRLEIKUR er í kvöld í bikar keppni KKÍ. í Hagaskólanum mæt- ast þá KR og nýbakaðir íslands- meistarar Njarðvíkur í undanúrslit- um og hefst leikurinn klukkan 20.00. IVIá búast við hörkuleik, því hiklaust má búast við því að Suður nesjamennirnir hafi hug á að vinna tvöfalt sé þess nokkur kostur. KR-liðið hefur hins vegar leikið afar vel síðustu mánuðina, verið á mikilli sigurgöngu og meðal þeirra liða sem tapað hafa fyrir Vesturbæjarliðinu er einmitt lið UMFN. 23-21 algerlega á einstaklingsframtaki eins manns, Kristjáns Arasonar. Staðan í hálfieik var 12—11 fyrir Fram. Gangur leiksins var í stuttu máli sá, að Fram byrjaði betur, FH skoraði aðeins eitt mark fyrstu tíu mínútur leiksins og Fram komst í 4—1. Var frammi- staða FH þessar upphafsmínútur afar léleg. En liðið tók sig heldur á, samt hafði Fram forystu allan fyrri hálfleikinn, utan hvað jafnt var er staðan var 11—11 rétt fyrir hlé. Fram hélt síðan forystunni allt þar til að 12 mínútur voru til leiksloka, en þá komst FH þremur mörkum yfir eftir þrjú hraðaupp- hlaup, voru FH-ingar þó einum færri um þær mundir. Framarar minnkuðu muninn tvisvar niður í eitt mark eftir þetta, en herslu- muninn vantaði. Þá gerðu ýmsir leikmenn liðsins sig seka um eig- ingirni og taugabresti. Það má því segja að Framarar hafi verið betra liðið allt þar til að mest reyndi á, þá hljóp allt í baklás. Kristján Arason var eini maður Kalott-þátttaka ákveðin STJORN Frjálsíþróttasambands ís- lands ákvað á fundi sínum á þriðju- dagskvöld að fslendingar taki þátt í Kalott-keppninni í sumar. í sam- bandi við Kalott-þátttökuna, og vegna annarra fjárfrekra umsvifa FRÍ í sumar, er hafin kröftug fjáröfl- unarherferð af hálfu sambandsins. Beinn kostnaður við þátttöku í kcppninni er áætlaður röskar 200 þúsund krónur, og þörf frjálsíþrótta- hreyfingarinnar á fjárstuðningi því mikil. Kalott-keppnin fer fram að þessu sinni í bænum Arvidsjur í norðurhluta Svíþjóðar í júlílok. ís- lendingar hafa tekið þátt í keppn- inni frá 1972, að árunum 1973 og 1981 undanskildum, er FRÍ treysti sér ekki til að senda sveit til keppninnar af fjárhagsástæðum. Auk íslendinga taka þátt í keppn- inni lið frá norðurhlutum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands, þ.e. íþróttamenn sem búsettir eru norðan 64 gráðu. Til að nýta ferðalagið til Sví- þjóðar sem bezt, hefur FRÍ ákveð- ið að reyna koma sem flestum liðs- mönnum í Kalott-liðinu á nokkur mót við þeirra hæfi á Norðurlönd- unum eftir keppnina, en um skipu- lag þeirra mála verður haft náið samstarf við félög þau sem koma til með að eiga keppendur í Arv- idsjur. FH sem eitthvað kvað að í leik þessum, alger yfirburðamaður á vellinum. Gunnlaugur markvörð- ur var þokkalegur og Sveinn Bragi læddi inn dýrmætum mörkum. Hjá Fram var það Sigurður markvörður Þórarinsson sem bar af, Hermann Björnsson og Björn Eiríksson stóðu einnig vel fyrir sínu. Mörk FH: Kristján Arason 10 (3v), Sveinn Bragason 5 (3v), Hans Guðmundsson 3, Valgarður Val- garðsson, Sæmundur Stefánsson, Guðmundur Magnússon og Finnur Árnason eitt hver. Mörk Fram: Dagur Jónasson 6 (4v), Hannes Leifsson 6, Björgvin Björgvinsson, Björn Eiríksson, Hermann Björnsson og Egill Jó- hannesson 2 hver. Víti í súginn: Sigurður varði tvö, Haraldur varði eitt og Hannes skaut í stöng er munaði einu marki og hálf þriðja minúta eftir. — gg • Þrír af frægustu leikmönnum Harlem Globetrotters virða fyrir sér mynd af Geysi í Haukadal. Þetta eru þeir Geese Ausbie, „Baby Face“ Paige (sem er litlu styttri en Pétur Guðmundsson) og Lionel Garrett. Sunderland sigraði Southampton 2-0 IIRSLIT í ensku knattspyrnunni í gærkvöldi urðu þessi: 1. deild: Leeds — Manchester City 0—1 Kunderland — Kouthampton 2—0 2. deild: Derby — Khrewsbury 1—1 3. deild: Exeter — Fulham Lincoln — Doncaster Reading — BrLstol City Úrslit í Kkotlandi: Úrvalsdeild: Aberdeen — Hibernian Dundee llnited — Dundee Kt. Mirren — Rangers 1—0 5—0 3—1 3—1 1—1 2—3 Algjörir yfirburðir Vikinga gegn KA VÍKINGAR voru í litlum vandræð- um með að sigra afar slakt lið KA í 1. deild í gærkvöldi með 27 mörkum egn 15. Ktaðan í hálfleik var 15—6. heildina var leikur liðanna slakur. Mótspyrna KA var of lítil til þess að Víkingsliðið þyrfti eitthvað að beita sér að ráði. Leikmenn tóku lífinu með ró og í síðari hálfleiknum fengu ungu mennirnir í Víkingsliðinu að spreyta sig. Framan af fyrri hálfleik voru Víkingar að æfa ný leikkerfi sem gengu misvel. Og þegar 15 mínút- ur voru liðnar af leiknum var staðan aðeins 5—3. En þá fóru Víkingar að leika léttar og þá var ekki að sökum að spyrja. I síðari hálfleiknum var lengst af um einstefnu að ræða. Mesti «-,»27-15 munur á liðunum var þá þrettán mörk, 25—12. Oft á tíðum brá fyrir bráðfallegum leikfléttum hjá leikmönnum Víkings sem sýndu að þeir eiga ýmislegt í pokahorn- inu. Víkingsliðið var jafnt þrátt fyrir að Þorbergur Aðalsteinsson væri markhæstur með 11 mörk. Hjá KA áttu þeir Erlingur Krist- jánsson og Friðjón Jónsson bestan leik. I stuttu máli: Islandsmótið 1. deild Laugardalshöll. Víkingur — KA 27-15(15-6). Mörk Víkings: Þorbergur Aðal- steinsson 11, 1 v., Óskar Þor- steinsson 4, 2 v., Steinar Birgisson 4, Ólafur Jónsson 3, Páll Björg- vinsson 2, Guðmundur Guð- mundsson 2, Heimir Karlsson 1. Mörk KA: Erlingur Kristjáns- son 5, 1 v., Friðjón Jónsson 6, 1 v., Þorleifur Ananíasson, Guðmund- ur Guðmundsson, Magnús Birgis- son og Sigurður Sigurðsson 1 mark hver. Varin víti: Ellert Vigfússon Vík- ingi varði tvö víti, á 45. og 60. mín- útu. Magnús Gauti KA varði víti á 8. mínútu. Brottrekstur: Sigurði Gunnars- syni Víkingi var vísað af velli í 2 mín. ÞR ísland er 100. landið sem Harlem Globetrotters heimsækja á 56 árum ÞEGAR hið heimsfræga körfuknatt- leikssýningarlið Harlem Globetrott- ers keppir tvívegis hér á landi dag- ana 19. og 20. aprfl næstkomandi setur þetta frábæra lið nýtt met. ís- land er nefnilega 100. landið sem Globetrotters, sýna snilli sína í á 56 ára ferli sínum. Leikir Globetrotters fara fram í Laugardalshöllinni og eru mótherjarnir að venju Washing- ton Generals, sem hafa ferðast með HG árum saman. Nafnið „Globetrotters" er sann- arlega réttnefni, því þeir félagar hafa á ferðum sínum lagt að baki vegalengd sem nemur 120 ferðum umhverfis hnöttinn. Fyrsti leikur liðsins var í smábæ í Illinois árið 1927. Síðan hefur liðið leikið 15.000 leiki og trekkt að meira en eina milljón áhorfenda. Ótaldar eru svo þær milljónir sem séð hafa snilli þessara pilta í sjónvarpi. Ár- ið 1950 sló HG eitt af metum sín- um, en þá léku þeir sýningarleik í Berlín. 75.000 áhorfendur voru viðstaddir. HG er að hefja keppnisferðalag um Evrópu og er ísland fyrsti við- komustaðurinn. Á þessu ári mun liðið sýna í öllum heimsálfum ver- aldar að Suðurskautinu undan- skildu. —gg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.