Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1982 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1982 25 fWinrgmnnlbWiíilr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 110 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 7 kr. eintakiö. Bremsuráðherra á bætt lífskjör Þrátt fyrir verulega aukinn sjávarafla frá því að fiskveiðiland- helgin var færð út í 200 mílur og þrátt fyrir hagstætt verð á flestum sölumörkuðum okkar sýnir þróun þjóðarframleiðslu og þjóðartekna, að við Islendingar höfum verið í vörn, ef ekki á beinu undanhaldi, hin síðari árin. Þjóðarframleiðsla á mann, sem óx um 5,2% árið 1977, óx aðeins um 0,5% á sl. ári, og þjóðartekjur á mann, sem uxu um 8,1% 1977, vóru að vexti til komnar niður í 0,7% 1981. Spár standa til minni þjóðarframleiðslu og minni þjóðartekna á líðandi ári. Það er því brýn þörf á því að snúa vörn í sókn og koma í gang á ný kröftugum vexti í þjóðarframleiðslu, enda er það forsenda bættra lífskjara, bæði varðandi einkaneyzlu og samfélagslegrar þjónustu hverskonar. Þetta var meginþáttur í máli Geirs Hall- grímssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, er hann mælti fyrir tillögu 19 sjálfstæðisþingmanna um hagnýtingu orkulinda landsins til aukis orkuiðnaðar. Geir vitnaði til samþykktar 54-manna nefndar ASÍ, frá í ágúst sl., þar sem segir m.a.: „Aukinn hagvöxtur, sem staðið getur undir efnalegri framþróun, er ein helzta forsenda verðbólguhjöðnunar og aukins kaupmáttar. Skipuleggja verður sókn til bættra lífskjara svo við Islendingar stöndum jafnfætis grannþjóðum hvað lífskjör varð- ar og að atvinnuvegirnir verði samkeppnisfærir við atvinnuvegi annarra landa um íslenzkt vinnuafl". Ennfremur vitnaði hann til samþykktar 72-manna nefndar ASI þar sem segir m.a.: „Teknar verði upp viðræður við ríkisstjórn um öfluga uppbyggingu atvinnu- lífsins, þar sem m.a. verði knúið á um ákvarðanir og framtíðar- stefnumótun varðandi orkufrekan iðnað." Þessar samþykktir forystumanna í íslenzkri verkalýðshreyfingu vóru sannarlega ekki að ástæðulausu. Það er einmitt á þessum vettvangi, sem ríkisstjórnin og sér í lagi orkuráðherra hafa gjör- samlega brugðizt. „Fyrirhyggjuleysi stjórnvalda í stóriðjumálum sýnir bezt“, sagði Geir, „að hugur fylgir ekki máli í tillöguflutningi þeirra um byggingu nýrra orkuvera." „Sannleikurinn er sá að lítið þýðir að tala digurbarkalega um virkjun fallvatna, ef enginn mark- aður er fyrir framleiðslu nýrra orkuvera." Við búum nú við skilyrði, sem gera eiga aukna stóriðju hér á landi mögulega. Við höfum öðlast ómetanlega reynslu í byggingu og starf- rækslu virkjana og orkuvera. Við höfum tollfrjálsan aðgang að Evrópumarkaði EBE og EFTA fyrir orkufrekar afurðir. Samkeppn- isstaða okkar í orkufrekum iðnaði hefur og batnað með hækkandi orkuverði erlendis, sem leitt hefur til samdráttar í orkuiðnaði þar, bæði í Evrópu og Japan. Hækkað orkuverð til ÍSAL væri líklega þegar í höfn, ef orkuráðherra hefði ekki vægt sagt klúðrað vinnu- brögðum þar að lútandi. Það er stefna Sjálfstæðisflokksins að orkuverin verði alfarið í eigu íslendinga, en það fari eftir hagsmunamati hverju sinni, fjár- hagsgetu og áhættu, hvort og í hvaða mæli íslenzk eignaraðild telst æskileg í upphafi, við tilurð áhætturekstrar í stóriðju, en þannig verði um hnúta búið, að Islendingar geti eignast slík fyrirtæki, þegar þeim býður við að horfa. í þessu sambandi er rétt að gera sér grein fyrir því, að fyrsti áfangi nýrrar álbræðslu, sem yrði á stærð við Straumsvíkurverksmiðjuna, ásamt tilheyrandi höfn og aðstöðu, kostar nálægt því sem nemur öllum erlendum skuldum landsins í dag, eða um 1 milljarð Bandaríkjadala. Við þurfum að skapa 2000 ný atvinnutækifæri árlega í næstu framtíð, ef tryggja á framtíðaratvinnuöryggi. Við þurfum að auka svo þjóðarframleiðslu og þjóðartekjur að rísi undir sambærilegum lífskjörum hér á landi og í nágrannaríkjum. Ekkert skiptir eins sköpum um kjör launþega í landinu í fyrirsjáanlegri framtíð og hyggileg hagnýting orkulinda landsins. Flækjufótur íslenzkra orku- og stóriðjumála, sem illu heilli ræður ríkjum í iðnaðarráðuneyti, hefur með tvískinnungi og sofandahætti drepið þessu stóra hags- munamáli á dreif — og seinkað verulega almennum lífskjarabótum, sem stefna átti að. Þessvegna er meir en mál til komið að taka þessi mál úr höndum þessa ráðherra, sem telur það meginhlutverk sitt að standa á bremsum gagnvart framþróun í þjóðfélaginu — svo eitt- hvað fari að gerazt! Gagnkvæmni í menningarsamskiptum Nú er unnið að kennsluþáttum í dönsku fyrir íslenzka sjónvarpið, sem er góðra gjalda vert, og vonandi skilar árangri sem erfiði. Hinsvegar verður sú spurning ásæknari meðjiverju ári norrænn- ar samvinnu, sem flest er jákvætt um, hvort meiri gagnkvæmni sé ekki æskileg í norrænum menningarsamskiptum. Er t.a.m. ekki tímabært að frændþjóðir okkar austan Atlantsála fái aðgang að kennsluþáttum í íslenzkri tungu, þó ekki væri nema tii að auka þeim sýn til uppruna eigin þjóðtungna. íslenzkar bókmenntir eiga og að njóta sama réttar við sam nor- rænt mat og skandinavískar, þ.e. að vera metnar á frummáli, og þeir einir að kveða upp úrskurð í því mati, sem kunna skil á þjóðtungun- um öllum. Uppreisnarmenn í EI Salvador heimta vegaskatt af bflum sem fara um þjóðveginn I 40 km fjarlægð frá höfuð- borginni. Myndin er tekin rétt fyrir síðustu helgi. Jose Napoleon Duarte forseti á kosningafundi í El Salvador. Forseti E1 Salvador: ííeUr Jlork Srme0 Erlendir fjölmiðlar hafa blásið ástandið í landinu óeðlilega upp JOSE NAPOLEON DUARTE, forseti herforingjastjórnar E1 Salvador sagði í viðtali við New York Times um helgina, að ástandið í Mið-Ameríku hefði verið blásið upp í óeðlilegar hæðir I alþjóðlegum fjölmiðlum. Hann sagði að þessi alþjóðlega athygli gerði það eitt að valda smáþjóðum tjóni, og kvaðst þar eiga við bæði Nicaragua og E1 Salvador. í viðtalinu lagði Duarte áherzlu á, að sigraði flokkur hans, Kristilegir demókratar, í kosningunum sem eiga að fara fram í landinu þann 28. marz nk. myndi stjórn þeirra verða „lögleg" og gæti þar af leiðandi snúið sér heilshugar að mannréttindamálum. Duarte kvaðst sannfærður um að hann myndi verða forseti landsins og þjóðarin- nar, ekki einvörðungu herforing- jastjórnar þeirrar sem nú situr. Duarte vísaði mjög eindregið á bug öllum samningaviðræðum við vinstrisinnaða uppreisnarmenn, og sagði að slíkt væri ekki vænlegt til að binda endi á bardagana í lan- dinu. Hann kvaðst mundu hvetja skæruliða frá E1 Salvador sem væru utan lands til að snúa heim og taka þátt í að byggja upp lýðræði í lan- dinu. En hann kvaðst ekki mundu ætla þeim neitt rúm í ríkisstjórn sinni og hann bætti því við að hann myndi heldur ekki setja nein völd í hendur öfgasinna til hægri. Forsetinn sagði að uppreisnar- menn fengju stuðning frá Kúbu, Ni- caragua og Sovétríkjunum, einnig frá Frelsissamtökum Palestínu- manna og Grenada. Þá sagði forse- tinn að bæði Carter fyrrv. Banda- ríkjaforseti og Reagan Bandaríkja- forseti hefðu gert sér grein fyrir vandanum. Hann sagðist ekki gera lítið úr því sem við væri að etja, en hins vegar væri engin sanngirni né réttsýni í því hvernig erlendir fjölmiðlar blésu málið upp. Um ágreining þann sem upp hefur komið vegna 80 milljón dollara her- naðaraðstoðar Bandaríkjanna sagði forsetinn, að sama máli gilti um það. Almenningur gerði sér ekki ljóst að með því að hafa uppi gagn- rýni á aðstoð Bandaríkjamanna væri verið að leggja kommúnískum öflum lið. Þá sagði forsetinn að uppreisnar- menn í landinu hefðu fengið 600 tonn af vopnum og hergögnum er- lendis frá og hann sagði sér það mikið gremjuefni að vinstrimenn vildu ekki taka þátt í kosningunum. „Ekki geta þeir haldið því fram að þeir vilji ekki snúa heim vegna þess að þeir verði drepnir. Ég kom aftur og það voru gerðar þrjár tilraunir til að ráða mig af dögum, daginn sem ég sneri heim 1979 eftir að hafa verið í sjö ára útlegð." Hann sagði að skoðanakönnun sem hefði verið gerð af fyrirtæki frá Guatemala í janúar sýndi að hann væri vinsælasti maður þjóðarinnar og hefðu 85 prósent spurðra verið á þeirri skoðun. Hann sagði að í an- narri skoðanakönnun hefði komið fram að flokkur hans, Kristilegir demókratar, nyti stuðnings 56% þeirra sem kváðust ætla að greiða atkvæði í kosningunum. í öðru sæti með 21% á bak við sig var Roberto D’Aubuisson, forsvarsmaður Repúblikanska sambandsflokksins sem er langt til hægri. Talið er að sá flokkur hafi að minnsta kosti tvíve- gis reynt að koma Duartestjórninni frá völdum. Duarte sagði að færi D’Aubuisson með sigur af hólmi myndi verða „algert einræði í lan- dinu og fólkið vissi það og herinn gerði sér grein fyrir því og myndi ekki sætta sig við það“. Duarte vék sér undan að svara beinlínis þegar hann var spurður hvort hann héldi að ef hann yrði lýðræðislega kjörinn forseti myndi honum takast að hafa hemil á her- num. „Þessi ríkisstjórn er afsprengi samnings milli hersins og Kri- stilega demókrataflokksins og grundvöllur valdsins byggist á her- num. Ef valdið kemur frá fólkinu, með atkvæðum fólksins er þar með komin upp algerlega ný staða." Duarte ítrekaði í samtalinu að lögum og reglu yrði komið á í lan- dinu jafnskjótt og lögmæt ríkisst- jórn sæti að völdum. Hann minntist á að ríkisstjórn hans hefði komizt til áhrifa með valdbeitingu og hann sagði að hver einasti borgari, hvort sem hann væri til hægri eða vinstri, vildi semja um að fá sinn skerf af valdinu. „En eftir kosningarnar munu þessir aðilar ekki eiga neitt tilkall til valds," sagði hann. Duarte kvaðst ekki vita nákvæm- lega hve mikið af vopnum erlendis frá hefði verið komið inn í landið. Hann sagði að ljóst væri að ríkisst- jórn Sandinista í Nicaragua væri ógnun við E1 Salvador, en engu að síður vildi stjórn E1 Salvador hafa friðsamleg skipti við hana sem aðrar þjóðir. Samvinnunefnd um skipulagsmál á Suðurnesjum: Félagsmálaráðherra fer á svig við skipulagsstjórn ríkisins SVAVAR Gestsson, félagsmála- ráðherra, hefur gefið út reglur, dagsettar 8. mars sl., fyrir sam- vinnunefnd um skipulagsmál á Suðurnesjum og byggjast þær á 3. grein skipulagslaga, þar sem segir, að ráðherra geti ákveðið, að slík samvinnunefnd verði skipuð til að gera tillögur um skipulag, ef svo hagar til, að skipulag í einu sveitarfélagi er, að dómi skipulagsstjórnar ríkis- ins, svo háð skipulagi nærliggj- andi sveitarfélaga, að nauðsyn beri til þess að gera að einhverju leyti sameiginlegt skipulag fyrir þessi sveitarfélög. Jafnframt segir í þessari lagagrein, að félagsmálaráðherra setji sam- vinnuncfndinni starfsreglur og ákveði kjörtíma hennar, að fengnum tillögum skipulags- stjórnar ríkisins. Af samtölum við fulltrúa í skipulagsstjórn ríkisins í gær mátti ráða, að hún hefði ekki gert tillögur um þess- ar reglur til félagsmálaráðherra. Og virtist eins og upplýsingar blaðsins kæmu þeim á óvart, því að skipulagsstjórn hefur viljað, að eldri samvinnunefnd starfaði áfram. Ekki tókst að ná í skipu- lagsstjóra ríkisins og bera þetta mál undir hann. Eins og fram ke/nur í frétt á baksíðu Morgunblaðsins i dag, segist Ólafur Jóhannesson, utan- ríkisráðherra, hræddur um að reglur félagsmálaráðherra séu markleysa. Samkvæmt lögum 106 17. desember 1954 og reglugerð um stjórnarráð íslands frá því í desember 1969 falla skipulagsmál á varnarsvæðunum, það er að segja þeim svæðum, sem varnar- liðið á Keflavíkurflugvelli hefur til afnota, undir utanríkisráð- herra. Allt frá 1968 hefur verið starf- andi samvinnunefnd um skipu- lagsmál Keflavikur, Njarðvíkur og Keflavíkurflugvallar. Var hún upphaflega stofnuð með reglu- gerð á því ári. Að tillögum henn- ar var staðfest aðalskipulag fyrir umrædd sveitarfélög og flugvall- arsvæðið 2. nóvember 1973. Hinn 22. febrúar 1978 gaf félagsmála- ráðuneytið út reglur fyrir sam- vinnunefnd þessara sömu aðila, skyldi hún vinna að endurskoðun að gildandi skipulagi. í nefndinni frá 1978 er Aðalsteinn Júlíusson, vitamálastjóri, formaður. Þar eiga einnig sæti tveir fulltrúar frá hverjum þessara aðila: Kefla- vík, Njarðvík og varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins. Segir í þessum reglum: „Hlutverk full- trúa varnarmáladeildar skal jafnframt vera að ræða við full- trúa varnarliðsins um nauðsyn- legar skipulagsbreytingar á varn- arsvæðum Keflavíkurflugvallar, og afla samþykkis þess fyrir til- lögum nefndarinnar." I hinum nýju reglum, sem Svavar Gests- son hefur gefið út segir á hinn bóginn: „Hlutverk fulltrúa varn- armáladeildar skal vera að gæta skipulagshagsmuna Keflavíkur- flugvallar og afla samþykkis utanríkisráðherra fyrir tillögum nefndarinnar." í nóvember 1981 fór samvinnu- nefndin frá 1978 fram á það, að starfstími hennar yrði fram- lengdur út þetta ár. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins telur nefndin sig hafa lokið störfum en þurfi tíma til að ganga frá forms- atriðum. Tilmælum nefndarinnar um framlengingu á umboði sínu svaraði Svavar Gestsson ekki, en í reglunum frá 8. mars sl. stend- ur, að reglurnar frá 22. febrúar 1978 séu felldar úr gildi. í nýju samvinnunefndina um skipulagsmál á Suðurnesjum skulu sveitarstjórnir Keflavíkur, Njarðvíkur, Hafnahrepps, Mið- neshrepps og Gerðahrepps og varnarmáladeild utanríkisráðu- neytisins hver um sig skipa tvo fulltrúa, skipulagsstjórn ríkisins skipar formann. Um verkefni hinnar nýju nefndar segir svo: „Hlutverk nefndarinnar er að vinna að samræmingu og endur- skoðun á skipulagi þess svæðis, sem tekur yfir umrædd sveitar- félög og flugvallarsvæðið, eftir því sem þurfa þykir." Sérfróðir menn í skipulagsmál- um létu orð falla um það í við- ræðum við Morgunblaðið um þessi mál í gær, að ætti hin nýja nefnd að ná til Suðurnesja sýnd- ist þeim eðlilegt, að þar ættu einnig sæti fulltrúar Grindavíkur og Voga. Þá kom einnig fram hjá þeim, að ekki hefðu verið dregin til baka tilmæli frá skipulags- stjóra ríkisins dagsett 16. nóv- ember 1981 um að samvinnu- nefndin frá 1978 fengi að halda áfram störfum, lægi sú ósk enn á borði Svavars Gestssonar, félags- málaráðherra, þótt hinar nýju reglur hefðu verið settar. Uppkast listamannsins Hans Lynge af lág- mynd til minningar um Eirík rauða, sem sett verður upp í Bröttuhlíð í sumar. Minnismerki um Eirík rauða í Bröttuhlíð ÍBÚAK í Bröttuhlíð á Grænlandi hafa ákveðið að láta gera minnismerki um Kirík rauða í Bröttuhlíð öðru nafni Qassiarsuk. Eyrirhugað er að það verði komið upp í sumar er þess verður minnst, að eitt þúsund ár eru liðin frá komu Eiríks rauða til Græn- lands. Grænlenzka listamanninum Hans Lynge hefur verið falið að vinna minnis- merkið og hefur hann þegar haflst handa um verkið. Til að standa straum af kostnaði við verk þetta hefur verið sett á laggirnar landssöfnun meðal Grænlendinga. Listamaðurinn hefur ákveðið að fella lágmynd úr bronsi inn í stein einn mik- inn, sem fluttur verður úr fjöruborðinu í Bröttuhlíð upp á land. Minnismerkið á að sýna Eirtk rauða i stafni skips síns. I annarri hendi heldur hann á lensu en í hinni á blómvendi og segir í Grænlands- póstinum, að vöndurinn eigi að minna á blóm þau er bárust með Eiriki og fylgd- arliði hans frá íslandi og enn blómstra og dafna í Suður-Grænlandi. Iðnaðarráðherra um reykvísk orkufyrirtæki: „Að því er unnið að átta sig á, hvernig rétt sé að útfæra...“ Birgir ísleifur Gunnarsson (S) gerði að umræðuefni í Sameinuðu þingi, er fyrirspurn um framkvæmd orkumálakafla stjórnarsáttmálans var á dagskrá sl. þriðjudag, ákvarð- anir Hitaveitu Reykjavíkur og Kaf- magnsveitu Reykjavíkur um gjald- skrárhækkanir. Að sögn iðnaðarráð- herra hefði þessi mál borið á góma á ríkisstjórnarfundi þann dag og „vil ég leyfa mér að spyrja, hver hafi orðið niðurstaða þess máls, og hvert er viðhorf ráðherrans í málinu, sem er gífurlega mikilvægt fyrir þessi mikilvægu fyrirtæki Reykjavíkur borgar?“ Hjörleifur Guttormsson, iðnað- arráðherra, vitnaði til samþykkt- ar ríkisstjórnarinnar, þess efnis, að sveitarstjórnir hafi heimild til að breyta gjaldskrám fyrirtækja sinna, sem nemur hækkun bygg- ingarvísitölu, án sérstaks leyfis frá ríkisvaldinu. „Þetta stefnumið er ekki það gamalt,“ sagði hann, „og það er að því unnið, að átta sig á, hvernig rétt sé að útfæra það, m.a. þá viðmiðun við byggingar- vísitölu, sem þarna er að vikið, frá hvaða tíma reiknað skuli." Síðar sagði ráðherra: „Ég tel eðlilegt að það sé reynt að verða við sanngjörnum óskum þessa veitufyrirtækis (HR) í áföngum og á þetta mál og óskir, sem fram eru komnar til ráðuneytisins verður litið með hliðsjón af því. Hinsveg- ar get ég ekki fallizt á það viðhorf, að verksvið stjórnvalda, í þessu tilviki iðnaðarráðuneytis, sé það eitt, að stimpla fram komnar óskir frá viðkomandi sveitarfélagi eða veitufyrirtæki ... í þessu sam- bandi getur ekki falizt það eitt, að segja já og amen við öllu sem fram kemur. Það verður að sjálfsögðu að leggja mat á þær óskir, sem fram eru bornar." Skattlagning fannfergis: Söluskattur á snjómokst- ur verði endurgreiddur í Hannes Baldvins- j son (Abl) mælti sl. j miðvikudag fyrir j frumvarpi til j breytinga á sölu- I skattslögum, þess j efnis, að fjár- málaráðherra I skuli heimilt að endurgreiða söluskatt af kostnaði sveitarfélaga við snjómokstur. Hannes sagði þjóðfélagsþegna eiga að standa jafna gagnvart lög- um, söluskattslögum sem öðrum, en hér bæri svo við að skatturinn kæmi einkum niður á þeim sveit- arfélögum, sem kosta þyrftu mikl- um fjármunum til að halda gatna- kerfi sínu opnu vegna fannfergis, dag eftir dag og mánuð eftir mán- uð. Skattlagning slíkra kostnað- arsamra kringumstæðna væri vart við hæfi. • Páll Pétursson (F) taldi betur hafa farið á því og verið sigur- stranglegra, að fjármálaráðherra hefði sjálfur flutt þetta frumvarp en ekki varamaður hans. Málið væri gott, sagði Páll, en ekki geri ég það að stjórnarslitamáli, ef fjármálaráðherra verður fastheld- inn á skattlagningu snjókomunn- ar. • Tryggvi Gunnarsson (S) tók sterklega undir með Hannesi Baldvinssyni (Abl) og sagði illt í efni þegar forsjármenn sveitarfé- laga þyrftu að velta vöngum yfir því, hvort láta eigi byggðarlag fenna i kaf, vegna óheyrilegrar skattlagningar á sjálfsagðri þjón- ustu, þ.e. snjóruðningi. Hinsvegar skil ég ekki Pál Pétursson, sem talar með málinu, en gefur þó í skyn, að atkvæði hans falli gegn því. • Karvel Pálmason (A) tók í sama streng, hér væri sanngirnis- og réttlætismál á ferð, sem jafnvel Páll Pétursson viðurkenndi, þó hann, eins og framsóknarmenn í þessu stjórnarsamstarfi, hengi sig aftan í ráðherra Alþýðubanda- lagsins. • Olafur 1». Þórðarson (F) ítrekaði, að sterkara hefði verið, ef ráð- herra hefði flutt málið, en varla félli ríkisstjórnin á málatilbúnað varamanns hans. • Páll Pétursson (F) sté enn í stól og sagði hér réttlátt og gott mál á ferð. Framsóknarmenn hefðu margoft þurft að hafa vit fyrir fjármálaráðherra í hinum stærri málunum en þeir muni þó naum- ast láta svo sverfa til stáls í hinum smærri, að hann fari að leita sér að stjórnarslitaefnum. • Tryggvi Gunnarsson (S) svaraði Páli þessum orðum: Fór í verra nú. Nú skildi ég ekkert hjá þing- flokksformanninum! • Hannes Baldvinsson þakkaði góðar undirtektir og sló á efa- semdir Páls Péturssonar um mik- ilvægi málsins í augum fjármála- ráðherra. Nettóskattahækkun 104 m.kr.: 2% sjúkratryggingargjald á gjaldstofn útsvars Fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar Alþingis hefur skilað áliti um framlengingu 2% sjúkratrygg- ingargjalds á gjaldstofn útsvara, þ.e. þann hluta gjaldstofns sem er um- fram kr. 101.250. Gjald þetta á að gefa ríkissjóði tæpar 50 milljónir króna 1982. Stjórnarsinnar mæla með samþykkt frumvarpsins, en stjórnarandstæðingar gegn. I nefndaráliti Lárusar Jónsson- ar og Eyjólfs Konráðs Jónssonar, þingmanna Sjálfstæðisflokks, kemur eftirfarandi fram: • 1) Skattvísitala sem og fjárlög 1982 vóru miðuð við 50% tekju- hækkun milli áranna 1980 og .1981, en tekjur 1981 koma til skattlagn- ingar 1982. Líkur benda hinsvegar til að tekjubreytingin verði a.m.k. 52—53%, að mati Þjóðhagsstofn- unar, sem þýðir, að tekjuskatts- 1 álagning í ár verður verulega þyngri en fjárlög gera ráð fyrir. • 2) Mjög varlega áætlað verður álagning tekju- og eignarskatta og sjúkratryggingargjalds, af þessum sökum, 50—55 m.kr. meiri en áætlað er í fjárlögum, sem jafn- gildir á innheimtugrunni a.m.k. 45—50 m.kr. • 3) Lækkun launaskatts, lækk- un stimpilgjalda og tollalækkun, sem verður í ár, rýrir tekjur ríkis- sjóðs um samtals 72 m.kr. Hins- vegar vegur ráðgerð skattþynging miklu meira: a) hækkun tekju- og eignaskatts og sjúkratrygg- ingargjalds 45 m.kr, b) nýtt toll- afgreiðslugjald 54 m.kr., c) sölu- skattur á þetta nýja gjald gefur 19 m.kr., d) gjald á sælgæti og kex 8 m.kr., e) skattur á banka og spari- sjóði 50 m.kr. — eða samtals 176 m.kr., þ.e. nettóskattahækkanir nema 104 m.kr. Með hliðsjón af þessu leggja þeir Lárus og Eyjólfur til að frum- varpið verði fellt. Sjúkratryggingargjaldið var samþykkt eftir aðra umræðu í deildinni með 10 atkvæðum gegn 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.