Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1982 11 Um kosningar og afstöðu himintungla Eftir Atla Eyjólfs- son, formann Vöku Stjörnufræðingar hafa talsvert rætt þar undanfarið hvort afstaða reikistjarnanna setji jörðina í hættu þessa dagana. Hafa sumir jafnvel orðið til þess að spá heims- endi nú þann 10. mars. Hvað sem reikistjörnunum og heimsendi líð- ur, þá eru kosningar í háskólanum þann 11. mars, og ekki held ég að nokkur búist við því að alheims- spilið komi í veg fyrir það að þessu sinni. Kosningar við háskólann eru þetta árið um margt merkilegri en oft áður. Nú hefur starfað meiri- hlutasamsteypa stúdenta, Vaka og umbótasinnar, og vinstri menn orðið að láta sér lynda minnihlut- ann. Segja má að vinstri menn 1.000 bóka- titlar í Hljóð- bókasafni Borgarbóka- safnsins Á ÞESSU ári eru liðin 7 ár síðan sam- starf Hlindrafélagsins og Borgarbóka- safnsins hófst um framleiðslu og dreif- ingu hljóðbóka. Nú eru í safninu h.u.b. 1000 bókatitlar í þremur eintökum hver. Allar bækur eru lesnar inn I sjálfboðavinnu og hljóðritaðar í Hljóðbókagerð Blindrafélagsins að llamrahlíð 17. Nú er verulegur skortur á innlesurum og væri vel þegið að les- arar sem gætu gefið sér tíma settu sig í samband við Hljóðbókagerðina í síma 33301. A lánþegaskrá Hljóðbókasafnsins voru um síðustu áramót 478 ein- staklingar en auk þess lánar safnið bækur til 46 sjúkrastofnana, vist- heimila og bókasafna. Safnið býr við stöðugan bókaskort, þar sem fjölgun bóka helst ekki í hendur við fjölgun lánþega. Þess má geta að á síðasta ári voru útlán 20.000, og höfðu þá aukist um 36% frá árinu áður. Fram að þessu hefur safnið staðið opið öllum þeim sem ekki hafa getað lesið prentaðar bækur vegna sjón- skerðingar eða af öðrum ástæðum. Við bókaútlán eru tveir starfsmenn en vegna þess álags sem nú hvílir á Hljóðbókasafninu hefur verið gripið til þess ráðs, að hætta að taka á móti nýjum lánþegum. Undantekning cr þó ennþá gerð með fólk sem hefur svo litla sjón, að hún mælist 6/60 eða minna. Þessi ráðstöfun kemur því einkum niður á gömlu fólki sem sæk- ist eftir þessari þjónustu. Þar sem nú orðið er alkunn þörf þess hóps sem nýtur þjónustu Hljóðbókasafns- ins, er óþarft að lýsa því álagi sem fylgir því fyrir starfsmenn að neita fólki um þjónustu næstum daglega. Nú liggur frumvarp fyrir Alþingi um Blindrabókasafn Islands. Flestir er til málanna þekkja eru sammála um nauðsyn þess að þetta frumvarp verði að lögum. Hljóðbókasafn Borgarbókasafns- ins og Blindrafélagsins, Hólmgarði 34, s. 86922. Hljóðbókagerð Blindrafélagsins, samtök Blindra og sjónskertra á ís- landi, Hamrahlíð 17, s. 33301. (FrétUtilkynninf;) Stykkishólmur: Karlakór Reykja- víkur með söng- skemmtun Slykkwhólmi, 9. m*rz. KARLAKÓR Reykjavikur var hér á ferð um helgina og söng í félags- heimilinu við góða aðsókn og prýði- legar undirtektir. Varð kórinn að syngja mörg aukalög. Stjórnandi kórsins er Páll P. Pálsson. Kréttaritari. hafi legið í dvala þetta árið, ef undan eru skilin nokkur sorgleg dreifirit, sem stefnt var gegn mannréttindum og menntun. Ekki gróskumikið starf hjá byltingar- sinnum, enda allt komið í hnút hjá þeim. Uppbygging Vöku Meirihlutinn í Stúdentaráði hefur hins vegar snúið sér að upp- byggingu hagsmunamála stúd- enta. Þar hefur forysta Vöku verið augljós, en ekki verður gert lítið úr því nýja fólki sem valdist til starfa við Félagsstofnun stúdenta. Allir málaflokkar hafa verið unnir upp úr niðurlægingunni, sem vinstri menn náðu að koma mál- um í, og enn er uppbyggingin í fullum gangi. Andstæðingar okkar Atli Eyjólfsson. reyna eftir bestu getu þessa dag- ana fyrir kosningar að kasta rýrð á árangur okkar, en hann er ótví- ræður og verður ekki hrakinn. Mikilvægi skynsamrar stefnu Þegar reikistjörnurnar haga ferðum sínum þannig að allar leggjast þær sömu megin sólar, þykir mörgum það merkisviðburð- ur, þó svo að úr því verði enginn heimsendir. Þegar stúdentar koma saman til þess að móta stefnu sína og vinna samkvæmt henni, þá þykir okkur í Vöku það mikilvægt, því sennilega hefur stefna stúdenta meiri áhrif á þróun menntakerfisins. Vaka hef- ur verið leiðandi í umræðunni um menntamálin. Þar hefur þótt gilda meira raunhæf viðhorf og skyn- semi, en byltingarfrasar og þoku- kenndar hugmyndir. Þessi litli pistill birtist vænt- anlega um svipað leyti og reiki- stjörnurnar eru undir minnsta horni frá sólu. Væntanlega hefur sú samþjöppun litlar afleiðingar í för með sér. En það er einnig kosið í háskólanum um svipað leyti, það getur haft viðtækari áhrif en margan grunar. Fjöldi ferða- manna aukist FJÖLDI ferðamanna hefur aukist nokkuð frá því í fyrra, samkvæmt tölum frá Útlendingaeftirlitinu. Frá síðustu áramótum til feb- rúarloka komu hingað til lands 6.467 íslendingar og 4.567 útlend- ingar eða samtals 11.034 ferða- menn. Á sama tíma í fyrra komu hingað 5.350 íslendingar og 3.865 útlendingar eða 9.215. í febrúar sl. komu hingað 3.205 íslendingar og 1.975 útlendingar eða samtals 5.180, en 4.276 komu á sama tíma í fyrra, 2.402 Islend- ingar og 1.874 útlendingar. Flestir hinna útlendu ferða- manna hafa komið frá Bandaríkj- unum eða 776, 215 komu frá Bret- landi, frá Danmörku komu 241, 190 frá Noregi og 138 frá Svíþjóð. MFÉ Nei, ekki beinlínis veröhrun, en hvaöa orö lýsir betur nyjasta verðinu á Skoda? frá 63.000 kr. Hann Halli svarar í símann eöa tekur á móti ykkur meö allar upplýsingar á reiðum höndum og býður jafnvel upp á kaffibolla JÖFUR hf Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.