Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 1
54. tbl. 69. árg. FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Guatemala: Órói í kjölfar for- setakosninganna (•uatemala (’ity, 10. marz. AP. LÖGREGLAN í GUATEMALA beitti táragasi og skothvellir heyrðust þegar mörg hundruð mótmKlendum var bægt frá forsetahöllinni í höfuðborginni í dag, en fólkið var að mótmæla hugsanlegum svikum í forsetakosningunum í landinu. Þrír frambjóðendur í kosning- unum, sem lutu í lægra haldi fyrir Guevara hershöfðingja, frambjóð- anda fráfarandi herforingja- stjórnar í landinu, voru handtekn- ir í gær, en látnir lausir úr haldi stuttu síðar. Frambjóðendurnir sögðu, að þeir myndu halda áfram mótmælum sínum gegn fram- kvæmd kosninganna á sunnudag. Tiltölulega fátt fólk tók þátt í mótmælunum í Guatemala í dag og búizt er við, að þing landsins velji Guevara í forsetaembættið þegar það kemur saman. Þingið verður að skera úr um hver verður forseti landsins, þar sem enginn frambjóðenda hlaut hreinan meirihluta atkvæða. Frambjóðendurnir þrír, sem lutu í lægra haldi, hafa krafizt þess, að nýjar kosningar fari fram innan 60 daga og halda þeir því fram, að Guevara og herinn hafi „stolið" kosningunum. I bréfi sem frambjóðendurnir sendu fráfar- andi forseta landsins, Garcia hershöfðingja, segir, að fjöldi stuðningsmanna þeirra hafi verið drepinn eða fangelsaður. Úrslit kosninganna urðu þau, að Guevara hlaut 36% atkvæða, næstur var frambjóðandi öfga- sinnaðra hægri manna með um 27% atkvæða, frambjóðandi kristilegra demókrata hlaut 22% atkvæða, frambjóðandi þjóðernis- sinna um 10% og aðrir minna. Ekki hefur verið upplýst hve kosn- ingaþátttaka var mikil. Kristilegir demókratar í Vest- ur-Þýzkalandi hafa lýst óánægju sinni með það hvernig staðið var að kosningunum í Guatemala og sakað stjórnina í landinu um að reyna að falsa kosningaúrslitin. Að sögn þessara aðila hlaut fram- bjóðandi kristilegra demókrata í Guatemala langbezta útkomu frambjóðenda. (Símamynd AP) Norskt gæzlulid á Sínaískaga Fyrstu hermennirnir í nýju gæzluliði Sameinuðu þjóðanna á Sínaískaga komu til Tel Aviv í gær. Á myndinni sést yfirmaður liðsins, norski hers- höfðinginn Frederick Bull-IIansen, heilsa ísraelskum kollega sínum á flugvellinum í Tel Aviv. Alls munu 11 þjóðir senda hermenn í gæzluliðið. Gaddafi í Vínarborg Vínarborg, 10. marz. AP. GADDAFI, þjóðhöfðingi Líbýu, kom til Vínarborgar í dag, mið- vikudag, og er það fyrsta opinbera heimsókn hans til vestræns ríkis. Fimmtíu Líbýu- menn fógnuðu Gaddafi ákaft á flugvellinum og veifuðu spjöld- um, prýddum myndum af leið- toganum og hrópuðu slagorð gegn Bandaríkjamönnum og með einingu Arabaríkja. Bruno Kreisky, kanzlari, og Willibald Pahr, utanríkis- ráðherra, tóku á móti Gadd- afi sem sté út úr vélinni með barn sér við hönd. Börn í móttökunefndinni færðu honum blóm, en hundruð lögreglumanna voru við flugbrautina, þar sem vélin lenti og hermenn með vél- byssur á hverju strái. Gaddafi verður fjóra daga í Austurríki. Bandaríkja- stjórn tilkynnti í dag að hún hefði lagt bann við innflutn- ingi olíu frá Líbýu og útflutn- ingi á tilteknum vörum til þess lands. SOVIET/EAST GERMAN MIUTARY EQUIPMENT OIRIAMBA. NtCARAGUA % (Símamynd AP.) Loftmynd af búoum Sovétmanna í Nicaragua Þessi mynd sýnir sovézk og austurþýzk hergögn í Diriamba í Nicaragua, að sögn bandaríska utanríkisráðuneytisins, sem lét blaðamönnum þessa mynd í té í gær. A litlu myndunum til hægri, sem teknar hafa verið út úr aðalmyndinni, má sjá sovézka fallbyssu, sem notuð er gegn skriðdrekum, og austurþýzka fiutningabíla. Annars staðar má sjá loftvarnabyssur af sovézkri gerð og raðir hermanna. Sovézka fréttastofan Tass vísar því algerlega á bug í dag að mikil og hættuleg hervæðing eigi sér stað í Nicaragua, en getur í engu ásakana Bandaríkjastjórnar um að Sovétríkin og fylgiríki þeirra standi að hervæðingunni í landinu. Barentshaf: Óttast aö þorskstofii- inn sé að hrynja Osló, 10. mar8. Frá frétUriUra Mbl. NORSKIR FISKIFRÆÐINGAR hafa nú komist að þeirri niðurstöðu eftir ítarleg- ar rannsóknir, að þorskstofninn í Barentshafi eigi á hættu að verða aldauða. Heita má, að kynþroska þorskur finnist ekki lengur og eru nú Norðmenn og Rússar að íhuga mjög strangar takmarkanir við veiðinni til að reyna að byggja stofninn upp. Niðurstöðurnar úr rannsóknar- leiðöngrum Norðmanna í Barents- hafi þykja vægast sagt dapurlegar, enda fannst lítið sem ekkert af ung- fiski, einkum úr þremur síðustu ár- göngurium. Ýmsir höfðu þó trúað því, að árgangurinn frá í fyrra væri sterkur og gæti orðið grundvöllur aukins afla, en nú er ljóst, að hann er einnig mjög fáliðaður. Um 80% af vertíðaraflanum við Lófót er úr árganginum frá 1975, en nú óttast menn, að sá stofn sé brátt þurrausinn einnig. Vladimir Kam- entsev, fiskimálaráðherra Sovétríkj- anna, er í Osló þessa dagana til við- ræðna við norskan starfsbróður sinn, Thor Listau, en Norðmenn hafa mjög reynt að fá Rússa til að auka möskvastærð í togaravörpum sínum til að hlífa ungviðinu og skera einnig veiðina niður. Norðmönnum er mikið í mun að vernda þorskinn og á þessu ári verða þorskveiðar bannaðar í 11 vikur alls. Þeirri ákvörðun var þó ekki tekið með þegjandi þögninni af norskum sjómönnum og um tíma leit út fyrir, að stjórnin ætlaði að renna á rassinn með allt saman. Nú, eftir dóms- dagsspár fiskifræðinganna, þykir ekki lengur hætta á slíku, miklu frekar að bannið verði enn aukið. Nýju Ijósi varpað á dauða Moros Kóm, 10. mars. AP. DAGBLAÐ í Milano hefur nú varp- að nýju Ijósi á hvernig dauða Aldo Moro bar að höndum. Moro var ráð- inn af dögum 1978. Að því er blaðið segir stóð Moro í þeirri trú að sleppa ætti honum, er hann kom sér fyrir í farangursgeymslu bifreiðar, sem stóð utan við húsið þar sem honum var haldið föngnum. Nokkrum mín- útum síðar var hann allur. Um leið og hann var kominn upp í farangursgeymsluna var lögð yfir hann ábreiða. Síðan var hann skotinn í hjartastað. Hann lést ekki við skotið, eins og varð- maður hans, skæruliðinn Prospero Gallinari, hafði vonast til. Moro reyndi að bera hönd fyrir höfuð sér, en líkami hans var þá tættur sundur með vélbyssuskothríð. Ofangreind lýsing er byggð á frásögnum skæruliðanna Antonio Savasta og Patricio Peci, sem báð- ir eru meðlimir Rauðu herdeild- anna. Savasta var handtekinn 28. janúar sl. er ítalska lögreglan af- hjúpaði fylgsni herdeildanna þar sem James L. Dozier var haldið. Hefur hann viðurkennt þátttöku í fjölmörgum morðum og árásum á vegum herdeildanna. Savasta hef- ur í yfirheyrslum veitt lögreglunni margvíslegar upplýsingar. Að því er hann segir, var ákveð- ið að ráða Moro af dögum er ljóst var, að ítalska stjórnin myndi ekki ganga að kröfum Rauðu herdeild- anna. Moro var síðan beðinn að rita erfðaskrá sína. Af „mannúð- arástæðum“ eins og Savasta skýrði frá, var honum að því loknu sagt, að hætt hefði verið við að drepa hann. Þá hefur hann skýrt frá því að Moro hafi alltaf komið fram við meðlimi herdeildanna með fullri virðingu og að ágreiningur hafi ríkt um hvort ráða ætti hann af dögum. Savasta ásamt 15 öðrum kemur fyrir rétt á mánudag vegna ránsins á James L. Dozier.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.