Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1982 17 Þótt stóriðjufyrirtæki greiði nú lægra orkuverð en skyldi vegna stórhækkaðs orkuverðs á heimsmarkaði, þá er það stað- reynd, að tekjur af orkusölu til ISALs borgar alla Búrfellsvirkjun, miðlunar- framkvæmdir í Þórisvatni, línur til borg- arinnar og varastöð í Straumsvík á 20 ár- um. Án álversins hefði ekki verið unnt að ráðast í Búrfellsvirkjun og almenningur þurft að sæta hærra rafmagnsverði. Við íslendingar eigum nú að hafa skil- yrði til að efla stóriðju hér á landi. Við höfum öðlast ómetanlega reynslu í byggingu og starfsrækslu virkjana og stór- iðjuvera. Við höfum tollfrjálsan aðgang að Evr- ópumarkaði Efnahagsbandalagsins og EFTA fyrir orkufrekar afurðir. Og samkeppnisaðstaða okkar í orkufrek- um iðnaði á að hafa batnað með hækkandi orkuverði erlendis, sem hefur leitt til sam- dráttar í orkufrekum iðnaði þar, eins og t.d. í Evrópu og Japan. Við dyljum okkur ekki þess, að verð á áli og járnblendi á heimsmarkaði er lágt um þessar mundir og afkoma bæði ISALs og Islenzka járnblendifélagsins á síðasta ári afar slæm. En við hljótum að líta á þessa erfiðleika sem tímabundna. Við þekkjum vel sveiflur í afurðaverði og raunar afla- brögðum sjávarútvegs og höfum ekki gef- ist upp, þótt um tímabundna erfiðleika sé að ræða. Núverandi erfiðleikar í orkufrek- um iðnaði minna okkur á hins vegar að fara með allri gát í eignaraðild að þessum fyrirtækjum. Samsvarar öllum skuld- um landsins í dag Það hefur verið og er stefna Sjálfstæðis- flokksins, að orkuverin sjálf séu eign Is- lendinga, en það fari eftir mati hverju sinni, hvort og að hve miklu leyti lands- menn stefni að eignaraðild að stóriðjufyr- irtækjum. I grg. þingsál.till. er síðan kom- ist svo að orði: „En rétt er að stefna að því með samn- ingum, að íslendingar eignist stóriðjufyr- irtækin í landi sínu eftir því sem tímar líða og möguleikar eru fyrir hendi." Þótt allir telji sig sammála um, að orkuverin sjálf séu algerlega eign Islend- inga, þá kemur fram að hugur fylgir ekki máli hjá núv. ríkisstjórn. Það var stefna viðreisnarstjórnar og ríkisstjórnar 1974—1978 að fjármagna ný orkuver að V* eða allt að Vi með eigin fé, auk þess sem dreifikerfi í þéttbýli væru helst að öllu leyti fjármögnuð með eigin fé. Núverandi ríkisstjórn hefur hins vegar stefnt málum í það horf, að nú verður að fjármagna byggingu nýrra orkuvera að öllu leyti með erlendum lántökum. Og það, sem meira er. Erlend lán verður að taka til að mæta rekstrarhalla Landsvirkjunar. Og Rafmagnsveitu Reykjavíkur er vísað á er- ’lendar lántökur, en þyrfti 25% hækkun rafmagnsverðs og síðan hækkanir í sam- ræmi við verðbólgu, ef komast á hjá erl. skuldaaukningu, sem hækkar rafmagns- verð enn meira í framtíðinni. Rétt er að gera sér fulla grein fyrir, hve fjármagnsfrek stóriðja eins og álbræðsla er þegar rætt er um eignaraðild okkar að stóriðjufyrirtækjum. Fyrsti áfangi nýrrar álbræðslu, sem yrði á stærð við verksmiðj- una í Straumsvík, ásamt tilheyrandi virkj- un, höfn og annarri nauðsynlegri aðstöðu mundi kosta nálægt því sem nemur öllum erlendum skuldum landsins í dag en þær nema um 1 milljarði dollara. Síðar kæmi annar áfangi auk annarra verksmiðja, svo að hver maður ætti að sjá, hvað er raun- sætt í þessum málum, að því er varðar meirihlutaeign Islendinga, t.d. álbræðsl- um, nú í bráð ef nægilega hratt á að nýta orkulindir landsmanna til að bæta lífs- kjörin í landinu. Meirihlutaeign Islendinga í orkufrekum stóriðjufyrirtækjum er heldur ekki skil- yrði þess að Islendingar haldi forræði sínu í eigin atvinnulífi, þótt að slíkri meiri- hlutaeign beri að stefna í framtíðinni. í till. okkar til þingsál. er þess vegna komist svo að orði í 3. lið: Við uppbyggingu stóriðju verði haft samstarf við innlend og erlend fyrirtæki, sem hafa yfir að ráða nauðsynlegri tækni- þekkingu, markaðsstöðu og fjármagni. I samstarfssamningum við þau og samning- um um eignaraðild að stóriðjuverum skal fara eftir eðli hvers máls og aðstæðum á hverjum tíma. I öllum slíkum samningum skal að því stefnt, að innlendir aðilar, sem þess óska, geti þegar í upphafi átt hlut í Geir Hallgrímsson stóriðjufyrirtækjum og geti, þegar fram líða stundir, keypt hlut hinna erlendu að- ila í þeim. Hér skal aðeins ítreka nauðsyn þess að skapa skilyrði fyrir því að innlendir aðilar, hlutafélög, samvinnufélög einstaklingar geti tekið þátt í stóriðjufyrirtækjum, en til þess þarf að skattleggja hlutabréfaeign eins og annan sparnað til þess að gera landsmönnum það kleift að taka þátt í áhættusömum atvinnurekstri, sem kemur öllum til góða. Stefnumótun í stóriðjumálum Við sjálfstæðismenn fluttum á síðasta þingi till. til þingsál. um stefnumótun í stóriðjumálum. Till. þessi var svipuð þeirri, sem nú er flutt, byggð í höfuðatrið- um á sömu forsendum, að skapa grundvöll fyrir hagnýtingu orkulinda landsins. í till. okkar nú er lagt til einnig, að skipuð verði stóriðjunefnd og svofelld grein gerð fyrir henni: Að sett skuli á stofn nefnd, sem vinni að hagnýtingu orkulinda landsins til stóriðju, svo að auka megi atvinnu um land allt og bæta lífskjör þjóðarinnar. Gert er ráð fyrir að nefndina skipi 7 menn, kjörnir hlutfallskosningu á Alþingi til fjögurra ára í senn. Skal nefndin skipta með sér verkum. Stóriðjunefnd, sem var fyrrum, var skipuð af iðnaðarráðherra til óákveðins tíma. Örlög og hlutverk þeirra nefndar voru komin undir ráðherra og með ákvörðun ráðherra var hún lögð niður. En í tillögu þessari er farið inn á nýjar braut- ir. I fyrsta lagi er Alþingi ætlað að kjósa nefndina, svo að tilvera hennar sé ekki komin undir duttlungum ráðherra. í öðru lagi er gert ráð fyrir að hér verði um fasta- nefnd að ræða, þar sem verkefni hennar hljóta að vera varanleg í mörg ár eða ara- tugi. Verkefni það, sem nefndinni er ætlað, er bæði víðtækt og vandasamt. Nefndin á að gera tillögur um stjóriðjuframkvæmdir, en slíkar tillögur hljóta að byggjast á margháttuðum athugunum og rannsókn- um. Þegar velja á verkefni í stóriðjufram- kvæmdum er það undirstöðuatriði, að rannsökuð sé hagkvæmni hinna ýmsu framleiðslugreina, sem til álita koma. Hér hljóta að koma til athugunar margþætt atriði og margslungin. Margt er það sem ræður hagkvæmni hinna einstöku fram- leiðslugreina. Er þar helst til að taka orku- verð, flutningskostnað og markaðsmögu- leika. Stóriðjumöguleikar eru raunar al- gerlega háðir því, að reistar verði nægilega margar og stórar virkjanir á næstu árum og áratugum. Hér er um að ræða bæði virkjun fallvatna og jarðvarma eftir því sem nauðsyn krefur og hagkvæmt þykir. Með tilliti til staðsetningar nýrra stóriðju- vera hljóta að ráðast forgangsverkefni við undirbúning nýrra orkuvera, orkuveitna og annarra nauðsynlegra mannvirkja. Stóriðjunefnd er ætlað að eiga frum- kvæði að og samræma samningaviðræður milli virkjunaraðila og annarra innlendra aðila annars vegar og stóriðjufyrirtækja hins vegar um eignaraðild, orkusölu, stað- setningu stóriðjuvera o.fl. Og síðar: í tillögunni er stóriðjunefnd veitt heim- ild til að hafa samstarf, eftir því sem þörf krefur, við hvern þann aðila, sem hefur sérþekkingu á málum er varða störf henn- ar. í þessu sambandi eru tiltekin stjórn- völd, stofnanir orkukerfisins, umhverfis- mála, efnahags- og fjármála svo og rann- sóknarstofnanir. Tekið er og fram, að opinberum aðilum sé skylt að veita nefnd- inni hverjar þær upplýsingar sem hún óskar. Þetta leiðir af því, að stóriðjunefnd er ekki ætlað að stunda rannsókna- og þróunarstarfsemi á sviði iðnaðar- og orkumála, heldur byggja á því starfi, sem unnið er af stoínunum og fyrirtækjum sem fyrir eru í landinu. Þó að ekki sé ætlunin að koma upp sér- stöku bákni fyrir stóriðjunefnd og starf- semi hennar, er augljóst að störf á vegum nefndarinnar verða ekki unnin einungis í hjástundavinnu. Þess vegna þykir nauð- synlegt, að stóriðjunefnd ráði sér fram- kvæmdastjóra. Er gert ráð fyrir þessu í þingsályktunartillögunni svo og að fram- kvæmdastjóri ráði aðra starfsmenn, sem þörf er á, að fengnu samþykki nefndarinn- ar. Það liggur í hlutarins eðli, að kostnaður af starfi stóriðjunefndar greiðist úr ríkis- sjóði og enn fremur að stóriðjunefnd skuli skila árlega skýrslu til Alþingis um störf sín. Tillagan gerir ráð fyrir þessu hvoru tveggja. Jafnframt því sem tillagan kveður á um tilgang, skipan og hlutverk stóriðjunefnd- arinnar eru verkefni nefndarinnar á næstu árum tiltekin sérstaklega. Kveðið er svo á, að stóriðjunefnd skuli vinna að því að á fót verði komið a.m.k. þremur til fjórum nýj- um stóriðjuverum á næstu 15 árum, á þeim stöðum á landinu þar sem þess er þörf og henta þykir, m.a. með tilliti til þeirra virkjana, sem reisa þarf til að sjá þeim fyrir orku. Hér er kveðið á um fram- kvæmdahraða, sem tekur mið af atvinnu- þörf þjóðarinnar og byggðaáætlunum. Samþykktir verkalýðs- forystunnar Það er enginn vafi, að almennur skiln- ingur er vaxandi á mikilvægi orkufreks iðnaðar til þess að auka atvinnu og bæta lífskjör. Benda má á fjölmargar sam- þykktir, sem hníga í þá átt, m.a. frá sveit- arstjórnarmönnum víða um land. Hér vil ég sérstaklega vitna til samþykktar ASÍ, svokallaðrar 54-manna nefndar ASÍ 31. ág. sl., þar sem komist er svo að orði: „Aukinn hagvöxtur sem staðið getur undir efnalegri framþróun er ein helsta forsenda verðbólguhjöðnunar og aukins kaupmáttar. Skipuleggja verður sókn til bættra lífskjara í landinu svo við íslend- ingar stöndum jafnfætis grannþjóðum okkar hvað lífskjör varðar og að atvinnu- vegirnir verði samkeppnisfærir við at- vinnuvegi annarra landa um íslenskt vinnuafl. Samtímis því sem tækifæri eru nýtt til framleiðsluaukningar í hinum hefðbundnu greinum er höfuðnauðsyn að stjórnvöld vindi bráðan bug að nýsköpun atvinnulífs sem byggi á orku fallvatna og jarðvarma. Tryggja verður stöðugleika og eyða óvissu í atvinnumálum með því að hafa jafnan á reiðum höndum áætlanir um arðbærar vinnuaflskrefjandi framkvæmd- ir.“ Og 27. október sl. samþykkti svokölluð 72-manna nefnd ASÍ eftirfarandi lið sem kröfugerð: „9. Atvinnumál. 9.1. Teknar verði upp viðræður við ríkis- stjórn um öfluga uppbyggingu atvinnulífs- ins, þar sem m.a. verði knúið á um ákvarð- anir og framtíðarstefnumótun varðandi orkufreRan iðnað." Hér er um eðlilegan þátt í kröfugerð stærstu launþegasamtakanna i landinu að ræða. Ekkert skiptir eins sköpum og kjör launþega í landinu en hagnýting orkulinda landsins. Uppbygging orkulinda og stóriðju getur orðið undirstaða atvinnuaukningar um land allt. Þótt stóriðjufyrirtækin séu nú aðallega við Faxaflóa, eiga þau góð fram- tíðarskilyrði á Suðurlandi, Austurlandi, Norðurlandi og jafnvel víðar. Það er óhjákvæmilegt að minna á, að samkvæmt stefnuskrá Sjálfstæðisflokks- ins fyrir síðustu kosningar hefðu stækkun Búrfellsvirkjunar, stífla við Sultartapga, stækkun álbræðslunnar í Straumsvík sennilega verið tekin í notkun á næsta ári ásamt hærra raforkuverði til ISALs, allt án þess að það ylli neinni töf á virkjunum í örðum landsfjórðungum. Hin dauða hönd Alþýðubandalagsins En þess í stað hefur hin dauða hönd Alþýðubandalagsins stöðvað allar aðgerðir og þróun mála. Forsaga Alþýðubandalagsins er líka sú að beita sér á móti stóriðju og stórvirkjun- um. Alþýðubandalagið var á móti byggingu álbræðslunnar í upphafi og þar með í reynd á móti Búrfellsvirkjun. Alþýðubandalagið snerist á móti járn- blendiverksmiðjunni, þótt iðnaðarráð- herra þess, Magnús heitinn Kjartansson, tæki málið á tímabili upp á sína arma. Alþýðubandalagið var á móti inngöngu í EFTA og tregðaðist við að gerður væri tollasamningur við Efnahagsbandalagið, en hvort tveggja eru forsendur arðbærrar stóriðju á Islandi. Alþýðubandalagið leitaðist við að fresta fyrsta áfanga Hrauneyjafossvirkjunar, samanber bréf iðnaðarráðherra, Hjörleifs Guttormssonar, til Landsvirkjunar þar að lútandi. Alþýðubandalagið situr enn við sama heygarðshornið, þótt það hafi breytt um starfsaðferðir. Alþýðubandalagið gerir sér ljóst, að ekki er lengur stætt á því að vera beint á móti stóriðju og virkjunum vegna vaxandi almenns skilnings á nauðsyn þess að hagnýta orkulindir landsins til stóriðju, svo og vegna krafna verkalýðshreyfingar- innar í þessu efni. En í stað þess að vera í beinni andstöðu er beitt öðrum aðferðum til að stöðva mál- in. Iðnaðarráðherra dregur mál á langinn og drepur þeim á dreif í óteljandi starfs- hópum, sem hver um sig veit ekki sitt rjúkandi ráð. Iðnaðarráðherra skortir alla yfirsýn, hvað þá heldur alla ákvarðana- töku. Iðnaðarráðherra spillir fyrir endurskoð- un samningsins við ISAL um stækkun ál- versins og endurskoðun raforkuverðs sam- anber meðferð hans á súrálsmálinu. Iðnaðarráðherra gerir allt sem í hans valdi stendur til að skapa tortryggni gagn- vart samstarfi við erlenda aðila og van- traust þeirra á samstarfi við okkur. Alþýðubandalagið hvorki vill eða þorir að grípa ný tækifæri til atvinnuuppbygg- ingar, þegar þau gefast, og lýsir það best römmu afturhaldi sem einkennir komm- únista almennt. Stöndum saman og sýnum framsýni Herra forseti! Við Islendingar erum á vegamótum í at- vinnumálum. Gróður landsins og fiskimið- in geta ekki ein verið áfram sá vaxtar- broddur í atvinnulífinu sem saga okkar sýnir. Hagnýting orkulinda landsins, stór- iðja og almennur iðnaður, verður nú að taka við sem vaxtarbroddur til að tryggja atvinnu og bætt lífskjör og skapa skilyrði fyrir því að mesta og dýrmætasta auðlind landsins fái notið sín, atgervi og framtak fólksins, sem landið byggir. Við verðum að hugsa fram í tímann. Nú verða stjórnmálamenn, alþingismenn, að sýna stórhug og framsýni í atvinnumálum. Mikið veltur á því að stjórnmálaflokkar og Alþingi fari að taka ákvarðanir og bregð- ist ekki skyldum sínum við þjóðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.