Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1982 39 fclk í fréttum JJi Nýtt — Nýtt Sumarvörurnar eru komnar. Pils, peysur, blússur. Glæsilegt úrval. Glugginn Laugavegi 49. 1 " 1 i ■ 1 Graham Gooch gofur oiginahandaráritun. Sammy býr aig í alaginn Vinnuvistfræði Stjórnunarfélagið efnir til námskeiðs um Vinnuvist- fræöi og veröur þaö haldið í fyrirlestrarsal félagsins aö Síðumúla 23, dagana 16. —18. mars kl. 14—18. Fjallaö veröur um: — gerö og eiginleika mannslíkamans, aölögun vinnustaöarins aö manninum, áhrif varhuga- veröra efna, hávaöa o.fl. þátta slysahættu, — aöferöir til þess aö auka velliöan starfsmanna, bæta aöbúnaö og hollustuhætti og auka öryggi á vinnustööum, — löggjöf um vinnuumhverfismál, skyldur stjórn- enda, starfsmanna o.fl. aöila, uppbygging innra starfs i fyrirtækjum, hlutverk opinberra aöila. Sýndar veröa litskyggnuraöir og kvikmyndir um af- mörkuö efni. Námskeiðiö er einkum ætlað starfsmannastjórum, trúnaöarmönnum, starfsmönnum og forystumönnum launþegafélaga, framkvæmdastjórum fyrirtækja og öðrum þeim sem vinna aö endurþótum vinnuum- hverfis. ÞÁTTTAKA TILKYNNIST TIL STJÓRNUNARFÉLAGSINS í SÍMA 82930. Leiðbeinandi: Eyjólfur Samundaton efnaverkfrteóingur Ur heimi krikketsins + Krikket er skemmtileg íþrótt fyrir kunnuga — en menn sem þekkja ekki íþróttina sem skyldi finnst lítið í hana varið. Nema náttúrulega þegar stúlkur eins og hún Sammy Samways hlaupa útá völlinn. Hún er tvítug sýningarstúlka og einn af stofnendum kvennadeildar í krikketklúbbi einum á Englandi. — Þaö var oröið illþolandi, segir Sammy, aö horfa uppá drengina einoka þessa skemmtilegu íþrótt, svo við tókum okkur til ellefu stelpur og mynduðum lið. Strákarnir þjálfa okkur, en ég vona aö viö getum sýnt þeim í tvo heimana í sumar og slegið þá útaf laginu. Þetta segir Sammy Samways og birtum viö af henni mynd, þar sem hún setur á sig legghlífar og kylfuspaðinn liggur viö fætur hennar. Krikket er flókin íþrótt fyrir ókunnuga svo sem fyrr greinir og ekki ætlum viö að útskýra hana hér, en þegar menn einu sinni skilja hana, þá leiðist þeim ekki þegar snjallir krikketspilarar leiöa saman hesta sína. Þeir islendingar sem dvaliö hafa á Englandi þekkja flestir deili á snillingum eins og lan Botham — en hann þykir einn besti alhliða krikketleikari heims. Vestur-lndíumenn þykja þó skæðastir í íþróttinni og einnig Suður-Afríku- menn, þó þeir séu nú einangraöir í keppni viö aðrar þjóðir vegna stefnu sinnar í kynþáttamálum. Hér birtum við mynd af einum snjöllum krikketleikara Graham Gooch — en krikketlandsliö Englands er nú á keppnisferö um suöræn lönd ... Begin í hjólastól + Menachem Begin, forsætisráöherra Israels, hef- ur lengi verið heilsuveill og nú er hann kominn í hjólastól. Læknar segja þó að þaö sé aðeins vegna ofþreytu og ekki muni líða á löngu þar til Begin verður kominn á fætur aftur. Begin kenndi lasleika þegar hann snæddi meö Mitterrand forseta Frakk- lands nýverið og varð að yfirgefa samkvæmið ... + Hér eru niðurstöðurnar, vinur. Heilbrigðurl Fullkomlega læknaöur af stelsýkinni... ASUÓRNUNARFÉLAG ISIANDS SfOUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SÍMI 82930

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.