Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1982 ,, Mann er hsemdur cxb j?er " Ast er... Uz ... aðfara í kerfi þeg- ar hann kyssir þig. TM Río U.S. Pat Off.-aM rlflhts reserved •1M2 Lo® Angetm Tknas Syndlcate l>ið ættuð að sjá hvað hann Snúlli hcfur gert sniðuga teikningu af þessu hú.si og komið fyrir tveim íbúðum! Kkki gretta sig framan í ’ann lang- afa! HÖGNI HREKKVÍSI IssiSSS I Einar Gíslason skrifar: Til viðkomandi yfírvalda Velvakandi góður. Vildu birta eftirfarandi línur fyrir mig í dálkum þínum. I morgun 9. mars kom hér að kirkju Fíladelfíusafnaðarins mér ókunnur maður. Hafði hann ekki fyrir að kynna sig og því síður út- sendara sína. Hann hafði eina fyrirspurn, hvort ekki væri þvottahús í sölum hússins. Krafði ég hann svars við hverjir væru að senda hann og bað ég hann sem háttvísan mann um Kæri Velvakandi Hér eru örfáar athugasemdir við grein Finnboga Marinóssonar í Mbl. 3ja mars sl. um Tom Robinson Band. 1. Ég mótmæli þvi að Tom Robinson hafi fengið meiri umfjöll- un hérlendis en aðrar nýbylgju- grúppur. Tom Robinson Band er t.d. aldrei spilað í útvarpinu. Það hafa aðeins birst 2 smágreinar um TRB í dagblöðunum. Einu sinni kom viðtal við Tom Robinson í poppblaðinu „Halló" og nýlega var stórgóð grein um hann í Vikunni. Berum þetta saman við umfjöllun- arflóðið um Human League, Shak- in’ Stevens, Adam & Ants o.fl. Gleymum því ekki að brezku blöðin útnefndu TRB beztu nýbylgju- hljómsveit ársins 1977. Þeir áttu bezta lag þess árs, voru bjartasta von rokksins og allt það. Sem dæmi um stöðu TRB má geta þess að Tom Robinson var 5 sinnum á forsíðu Melody Maker 1978. að kynna sig og störf sín. Bauð ég honum að leita í kirkjunni, með því að ganga í hring um hana og kanna þetta sjálfur. Fór hann þá undan í flæmingi og ók brott í bifreið sinni. Þar sem þetta kemur fyrir 2—3 sinnum ár hvert, að menn á fullu kaupi, eru sendir út til slíkra starfa, þá vek ég athygli á þessu. Jafnframt spyr ég hvort ekki sé eitthvað þarfara við skattpiningarfé almennings að gjöra, en að kosta slíka atvinnu- bótavinnu? 2. Það er rangt að lögin í „I Shall be Releaved", „Martin“ og „Glad to be Gay“ hafi ekki komið út á ann- arri stórri plötu en nýja „snilldar- verkinu" „The Rest of the Best“. Þessi lög voru öll á bandarísku út- gáfunni af „Power in the Dark- ness“. Sú útgáfa fékkst lengi vel í Karnabæ. Að öðru leyti var grein Finnboga Marinóssonar góð og ég þakka vel fyrir hana. Um leið hvet ég ís- lenzka rokkunnendur til að kynna sér plötuna „The Rest of the Best“. Hún er ein sú bezta á markaðnum, enda eru á henni lög eftir Bob Dyl- an, Peter Gabriel, Elton John o.fl. Þá má geta þess að trommuleikar- inn Preston Heyman var í íslenzku hljómsveitunum Stuðmönnum og Hvítárbakkabandinu fyrir nokkr- um árum. Með fyrirfram þökk fyrir birting- una Björn Magnússon Meðan Hátún 2 var í byggingu, sem unnið var af fátækum og fá- mennum söfnuði, en undir fram- úrskarandi elju og dugnaði Ás- mundar Eiríkssonar forstöðu- manns, þá voru innréttuð tvö her- bergi og þau leigð út, til tekjuöfl- unar. Fyrir þvottahús. Fyrir meira en hálfum öðrum áratug, þá var flutt úr húsinu, með þessa starfsemi, fyrirtækið lagt niður og eigendur þess sumir hverjir horfn- ir af þessum heimi. Þrátt fyrir það hafa skattyfir- völd ráð á að kosta slík vinnu- brögð, sem að framan greinir. Vinsamlegast hættið þessu. Virðingarfyilst, Kinar J. Gíslason forstöðumaður. Fjölhæfnis- skip?! Mig langar að vekja at- hygli þína á því Velvakandi góður, að þið á Morgunblað- inu virðist hafa dottið ofaní stofnanamálspyttinn, sem nú er þó öllu heldur orðinn að heljar kviksyndi. í frétt í Mbl. á þriðjudaginn má lesa fyrirsögn á frétt um nýtt flutningaskip íslenska versl- unarskipaflotans. Þar er tal- að um að keypt hafi verið fjölhæfniskip. Notað er hreint orðskrípi yfir jafn ein- falt heiti og vöruflutninga- skip. Þetta hljóta að vera áhrif stofnanamálsins, sem stöðugt er að sækja á og eyði- leggja málsmekk fólks. Ég hefi verið lesandi Mbl. í mörg ár. Ég mun fyrirgefa mistök- in í þetta skipti, gegn því að Mbl. strengi þess heit að berjast með hnúum og hnef- um gegn þeim vágesti í mál- inu, sem stofnanamálið er. Jón á Klapparstígnum „The Rest of the Best“ - Tom Robinson Band: Athugasemdir við grein Finnboga Marínóssonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.