Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1982 Eggert Haukdal: Hjörleifur reyn- ir „að spila öllu frá Suðurlandiu - er ekki „æviráðinn“ sem iðnaðarráðherra EGGERT Haukdal, alþingis- maður, segir í forystugrein í ný- útkomnu tölublaði af Suður landi, málgagni Sjálfstæðis- manna í Suðurlandskjördæmi, að Hjörleifur Guttormsson, iðn- aðarráðherra, hafi „sífcllt með tillöguflutningi á Alþingi og í alls kyns yfirlýsingum verið að reyna að tefja fyrir og spila öllu frá Suðurlandi" og á þingmaður- inn þá við frekari virkjanir og orkufrekan iðnað á Suðurlandi. Eggert Haukdal segir í grein sinni, að þegar orkumál- in séu skoðuð nánar komi ann- að í ljós „en það, sem virðist vera samkvæmt einkaóska- lista iðnaðarráðherra eða ann- arra í núverandi stjórnar- samstarfi, sem taka þátt í því að leggjast á hlut Suðurlands. Þeim mun ekki takast að stöðva virkjanaframkvæmdir á Suðurlandi." Eggert Hauk- dal segir að ein af ástæðunum fyrir því, að ekki muni takast að stöðva virkjunarfram- kvæmdir á Suðurlandi sé sú, að „núverandi orku- og iðnað- arráðherra er síður en svo æviráðinn". Sjá grein Eggerts Hauk- dals á bls. 10. LjÓHm. AS. Brunarústir húss Egils Vilhjálmssonar hf. við Rauðarárstíg hafa nú verið rifnar og hefjast byggingaframkvæmdir væntanlega innan skamms. Seðlabankinn: Sveigjanleg bindiskylda ákveðin 4% BANKASTJÓRN Seðlabankans hefur ákveðið, að hlutfall heildar- innstæðna banka og sparisjóða skuli vera 4% vegna sérstakrar sveigjanlegrar bindiskyldu." Á síð- asta ári var bindiskyldan ákveðin 2%, sem var hækkað í 3% 10. júlí og síðan í 5% í ágústmánuði. Á aðfangadag var þessi sveigjanlega bindiskylda felld niður. 26. janúar var hún ákveðin 3% og síðan 4% frá og með gærdeginum. Björn Theódórsson framkvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða: Fengjum fjölmargar skaðabóta- kröfur auk verulegs tekjutaps „VID TRUIJM því hreint ekki að ráðherrann framkvæmi eitthvað slíkt. Auk verulegs tekjutaps sem við yrðum fyrir, og getum nú ekki reiknað út í snarheitum, þá myndu aðilar sem verzlað hafa við okkur áreiðanlega fara í skaðabótamál við okkur,“ sagði Björn Theódórsson framkva’mdastjóri markaðssviðs Flugleiða, er Mbl. spurði hann hvað það myndi þýða fyrir Flugleiðir, ef áætlunarleyfi til Amsterdam og Diisseldorf yrðu tekin af félaginu. Björn sagði í upphafi að þeir hjá Flugleiðum hefðu engar tilkynn- ingar fengið um að slíkt stæði til. „Við trúum því bara ekki,“ sagði hann. „Við yrðum fyrir gífurleg- um álitshnekki erlendis ef þetta kæmi til, bæði hvað varðar ís- landsflug og Atlantshafsflug. Þetta yrði til þess að fólk tryði því að íslenzka ríkið styddi ekki leng- ur við bakið á fyrirtækinu, en áður hefur komið fram að ríkið gerði það. Það eru mjög strangar reglur í þessum löndum og við myndum verða fyrir skaðabótakröfum frá ýmsum aðilum, ef við getum ekki staðið við okkar skuldbindingar. Við höfum ráðið fólk og stillt upp flugvélum, þannig að við yrðum bæði fyrir beinu tapi og skaða- bótakröfum," sagði hann. Björn ítrekaði í lokin, að Flug- leiðir hefðu ekki fengið neinar til- kynningar frá hinu opinbera í þessa átt. Hann sagði einnig, að stjórnarfundur yrði hjá Flugleið- um í dag og þetta mál yrði áreið- anlega til umfjöllunar þar. Strætisvagnastjórar bidjast undan akstri Ikarusvagna Hlíf samþykkir ÍSAL-samninga AD FENGNIJM nokkrum breyting- um á samningsdrögum verkamanna í Hlíf við ÍSAL í gær voru samnings- drögin samþykkt á félagsfundi með 123 atkvæðum gegn %, einn seðill var ógildur. Breytingar voru þær helstar að verkamenn halda óbreyttu vakta- álagi, 36,2%, út samningstímabil- ið, eða til 1. október nk. Einnig var þak á bónus- og launaauka afnum- ið. ALLIR fastráðnu bflstjórarnir á leið 8 hjá Strætisvögnum Reykjavíkur, 3 talsins, og einn af þremur aflcysingamönnum, hafa beðist undan því að aka Ikarusvögnum í starfl sínu með skriflegri beiðni til SVR, en Ei- ríkur Asgeirsson forstjóri SVR kvaðst verjast allra frétta um málið þar til hann hefði skilað borgarráði greinargerð um það. Morgunblaðið ræddi í gærkvöldi við Gunnar Guð- jónsson eftirlitsmann hjá SVR og staðfesti hann að það væri rétt að þessir fjórir menn hefðu beðist undan því að aka Ikarusvögnum, „en það virðist Sinfóníutón- leikar í kvöld FJÓRTÁNDU áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Islands á þessu starfsári verða í kvöld í Há- skólabíói. Efnisskráin er sem hér segir: Rachmaninoff: píanókonsert nr. 2. Tschaikofsky: Sinfónía nr. 4. Hljómsveitarstjóri er Vladimar Fedoseyev og einleikari Rudolf Kerer, báðir frá Sovétríkjunum. Hafa þeir fengið einkar lofsam- lega dóma gagnrýnenda. vera nokkuð stór hluti af mannskapnum sem fellir sig ekki við Ikarusvagnana". Að- spurður um hvort það væri vegna stærðar vagnanna svar- aði Gunnar að svo væri ekki, en Ikarusvagnarnir taka 68 farþega á móti 87 farþegum í Volvovögnum af nýjustu gerð. Hins vegar sagði Gunnar að það væru ekki margar leiðir sem Ikarusvagarnir gætu ann- að án þess að vandræði sköp- uðust á mestu annatímunum á hverjum degi. Fleiri salmonellutegundir hafa fundist f verslunum Skorið er undir skelina þar sem garnirnar liggja og þar eru tekin sýnis- horn. Hægt er að vera smitberi í hálft ár. i.jóxmynd Mbi.: Kratjín „ÞAD IIAFA fundist aðrar salm- onella-tegundir en „salmonella paralhypi-B tegundin“ í verslunum hér í borginni og þær eru ekki bara í þeim skjaldbökum sem talið er að hafi verið fluttar ólöglega inn í landið í haust, heldur einnig eldri skjaldbökum.“ Þetta sagði Eggert Gunnarsson dýralæknir og sérfræðingur í gerla- og ’ ónæmisfræði, þegar Morgunblaðið hitti hann að máli á rannsóknastofu Háskólans á Keld- um í gærdag, en hann hefur verið að rannsaka skjaldbökur þær sem þangað hafa borist. Um 80 til 90 skjaldbökur hafa nú borist til rannsóknastofunnar á Keldum og er talið, að þær hafi í sér tauga- veikibróður (salmonella para- thypi-B). Hefur á annan tug fólks veikst af þessum taugaveikibróður og berast daglega fregnir af nýj- um veikindatilfellum. Skjaldbökur þær sem borist hafa til Eggerts voru fluttar ólöglega inn til lands- ins, en um 200 til 400 vatna- skjaldbökur hafa verið fluttar með þeim hætti til landsins frá því sl. haust. Fólk var að koma á rannsókna- Rætt við Eggert Gunnarsson á Keldum stofuna í allan gærdag með skjaldbökur, en Eggert ræktar úr þeim taugaveikibróðurinn og at- hugar þannig hvort þær hafi sýk- ilinn og séu smitberar. Til að finna sýkilinn sker Eggert undir skel- ina, eftir að hafa deytt skjaldbök- urnar, þar sem garnirnar liggja og tekur þaðan sýnishorn. „Það er aðeins forræktun sem ég geri, en allar þær skjaldbökur sem ég hef ræktað hingað til,“ sagði Eggert, „hafa verið grunsamlegar. Þær sendi ég til frekari rannsókna til Guðna Alfreðssonar á líffræði- stofnun Háskólans, en hann sér um endanlega greiningu." Hvernig lýsa einkennin sér hafi maður fengið taugaveikibróður- inn? „Það er hár hiti, uppköst og niðurgangur í nokkra daga. Það endurtekur sig aftur og aftur og fólk getur verið smitberar löngu eftir að það er orðið frískt. Veik- indin geta varað allt frá nokkrum dögum upp í þrjár vikur, en hægt er að vera smitberi í allt að hálft ár. Fólk getur líka smitað án þess að vera veikt. Ekki er hægt að smitast nema við snertingu. Þetta er óþverra sýkill, en fólk kemst yfirleitt yfir sjúkdóminn. Fólk sem vinnur við matvælafram- leiðslu þarf að gæta fyllsta hrein- lætis, því komist sýkillinn í mat, fjölgar honum mjög hratt. Við erum nokkurn veginn vissir um að það sé um þennan tauga- veikibróður að ræða, en rannsókn- in á eftir að fara um mörg þrep áður en við getum sagt það með hundrað prósent vissu. Það eru 1800 til 2000 tegundir til af salm- onellasýklinum. Sýkillinn getur borist í matvæii á margvíslegan hátt. Sem dæmi má nefna, að krakkar sem hafa þessar skjaldbökur, hafa kannski hellt úr fiskabúrinu sínu í eld- húsvaskinn til'að hreinsa það og síðan hefur vaskurinn vitanlega verið notaður við matargerð og þannig hefur sýkillinn komist í matinn." Hvernig komst upp um sýkilinn í skjaldbökunum? „Það var barn í Árbænum sem veiktist og heilsugæslulækni þar grunaði hvað var að og um leið hvaðan það kæmi, eða frá skjald- bökum, sem barnið átti. Þá var farið að leita víðar í þeim búðum sem selja þessi dýr og það fundust fleiri tilfelli. Hér hefur streymt inn fólk með skjaldbökur, enda sjálfsagt að losa sig við þetta og fólkið ætti að hafa samband við heimilislækni sinn ef minnsti grunur er á smitun,“ sagði Eggert og bætti því við, að þetta sýndi betur en margt annað hvers vegna fólki er ekki leyft að flytja inn dýr leyfislaust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.