Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1982 VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF - umsjón Sighvatur Blöndahl Fyrsta rafeindarit- vélin með lyklabordi KYRIRTÆKH) Gísli J. Johnsrn helur nú fyrsl íslenzkra fyrirtækja hafið sölu á rafeindaritvélum með íslenzku lyklaborði, en nýja vélin er af Kacit- gerð. Kyrirtækið hefur flutt Kacit- skrifstofuta-ki hingað til lands um árabil. Vélarnar eru í þremur mismun- íslenzku á markað andi útfærslum, Facit 8000, Facit 8100 og Facit 8110. Það sem einkum Kreinir þær frá eldri og hefðbundn- ari (jerðum rafmagnsritvéla er að þær eru elektrónískar og tölvu- tæknin gcrir þær nákvæmari, sjálf- virkari og hljóðlátari en eldri gerð- ir. Um 273,5 milljón króna tap hjá Alusuisse 1981 Tapið á ÍSAL var um 208 milljónir króna á síðasta ári Á SÍÐASTA ári varð um 52,3 milljón svissneskra franka tap á rekstri Alu- suis.se, sem jafnjjildir 273,5 milljón- um íslenzkra króna. Til samanburðar má geta þess, að á árinu 1980 varð hagnaður af rekstri Alusuisse upp á 135,2 millj- ónir svissneskra franka, sem jafn- gildir rúmlega 707 milljónum ís- lenzkra króna. Þess má og geta, að ekki hefur orðið tap af rekstri Alu- suissc síðan árið 1975. Þessar upp- lýsingar koma fram í tímaritinu lYletal Bulletin. Á síðasta ári varð um 208 milljón króna tap á rekstri dótturfyrirtækis Alusuisse, íslenzka álfélagsins, sem er um 28,7% af veltu fyrirtækisins. Ástæðan fyrir þessari slöku af- komu þessara fyrirtækja, eins og reyndar allra álframleiðslufyrir- tækja í heiminum á síðasta ári, er fyrst og fremst sá mikli samdrátt- ur, sem átt hefur sér stað í efna- hagslífi Vesturlanda, sem hefur haft í för með sér, að eftirspurn eftir áli hefur stórum minnkað á síðustu misserum. Því til viðbótar hefur svo orðið töluvert verðfall á áli á heimsmarkaði. Baráttan um myndbanda- markaðinn harðnar BARÁTTAN um myndhandamarkaðinn fer nú harðnandi. Geysileg aukning hefur orðið í sölu myndbanda um allan heim. Japanskir framleiðendur hafa enn sem komið er um 95% af þeim markaði, og stærstu framleiðendur í Japan eru Sony og Matsushita. Ilið síðarnefnda framleið- ir nú um 250 þús. tæki á mánuði og er það um 25% af framleiðslunni í Japan, en fyrirtækið á einnig hlut í JVC-verksmiðj- unum í Japan. Kf framleiðsla þeirra er talin með framleiðir Matsushita um 45% af öllum myndböndum. Sony framleiðir um 200 þús. tæki á mánuði og hyggst auka framleiðsluna í 250 þús. tæki í vor. Hinir evrópsku framleiðendur eru hins vegar byrjaðir að berjast fyrir sinni markaðshlutdeild og hefur Phil- ips í Hollandi og Grundig í V-Þýzka- landi, sem framleiða sama myndbanda- kerfið, tekist að ná um 30% af markaðnum í V-Evrópu. Þetta er tvö- falt meiri markaðshlutdeild en þessi fyrirtæki höfðu á árunum 1980 og fram eftir ári 1981. Bæði fyrirtækin hyggjast auka framleiðslu sína verulega og stefna að því að auka hana í samtals l'A milljón tækja á ræsta ári, eða rúmlega 100 þús. tæki á mánuði. Myndböndin eru að lækka í verði. í V-Þýzkalandi eru sum tæki seld með allt að 30% afslætti og í janúarmánuði var verðið á myndböndum lækkað í Bandaríkjunum. Talið er hugsanlegt, að það geti lækkað þar enn frekar. Jap- anskir framleiðendur búast við frekari verðlækkunum á þessu ári. Þeir neita því, að verðlækkunin stafi af vaxandi framleiðslu. Á þessu ári er búizt við að Japanir framleiði um 13 milljónir tækja, og muni auka framleiðsluna i 20 milljónir tækja á árinu 1985. Myndplötuspilarar eru einnig að koma á markaðinn, en sala á þeim hef- ur verið hæg í Bandaríkjunum. Jap- anska framleiðendur greinir á um það, hvort þeir eigi framtíð fyrir sér. Þann- ig telur Sony, að svo sé ekki. Þá eru að koma á markaðinn kvik- myndatökuvélar, sem nota mynd- bandakassettu. Er gert ráð fyrir, að þær muni koma í stað 8 miilimetra kvikmyndatökuvéla, sem notaðar hafa verið til heimilisþarfa og hafa Philips, Sony, Matsushita og JVC komið sér saman um staðlaða gerð af kassettum fyrir þessar vélar. Önnur nýjung, sem framleiðendur tækja af þessu tagi binda vonir við, er sala á nýrri gerð hljómtækja, sem byggist á því að nota laser-geisla til þess að spila hljómplötu og stefnir Sony að því að setja slík hljómplötu- tæki á markaðinn á þessu ári. Sony og Philips hafa komiö sér saman um staðlaða tækni á þessu sviði. Felldum niður nánast allan fasta- og sölukostnað annars fyrirtækisins - segir Axel Aspelund, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sem segir sameininguna hafa tekizt mjög vel Lexa hf. og Artimes sameinast: Á síð&sta ári sameinuðust tvö þekkt fataiðnaðarfyrirtæki hér á landi, en það voru Lexa hf. og Artimes, en þau hafa um árabil staðið mjög framarlega hvort á sínu sviði. Lexa hf. hefur framleitt bróðurpartinn af þeim hálsbind- um, sem hafa verið á markaðnum, og Artimes hefur framleitt mikið af kvenundirfötum og náttkjólum.— Það kom fljótlega í Ijós, að rekstur þess- ara tveggja fyrirtækja féll mjög vel saman, því áður en af sameinginu varð, var Lexa með 80—90 viðskiptavini og Artimes sömuleiðis. Hins vegar kom í Ijós, að viðskiptavinirnir voru í mjög mörgum tilfellum þeir sömu, þannig að í dag eru viðskiptavinir fyrirtækisins 110—120 talsins, sagði Axel Áspelund, framkvæmdastjóri Lexa-Ártimes, í samtali við Mbl. Axel Aspelund, framkvæmdastjóri Lexa hf.-Artimes. Ljósmynd Mbi. kax. Guðlaug Gunnarsdóttir, t.v., sem stjórnar framleiðslu fyrirtækisins, ásamt stofnanda og fyrri eiganda Artimes Sigríði Guðmundsdóttur, sem starfar ennþá hjá fyrirtækinu. Ljóamynd Mbi. kax. Axel sagði, að Lexa hefði starf- að í 11 ár og eingöngu framleitt hálsbindi.— I dag telst mér til, að við framleiðum um 60—70% af þeim háldbindum, sem seld eru hér á landi ár hvert, en það eru um 30.000 bindi, sagði Axel enn- fremur. Á hverjum tíma eru ekki nema um 30 mynsturtegundir í gangi í einu, að viðbættum einlitum bind- um, sem eru í tízku hverju sinni. — Auk þessa framleiðum við svo bindi eftir sérpöntunum, eins og fyrir starfshópa og þess háttar, sagði Axel. Hann sagði, að skipta mætti söluárinu í tvennt, annars vegar janúar til september og hins vegar október til desember, en segja mætti að svipuð sala væri á þess- um tímabilum.— Við erum hins vegar með jafna framleiðslu yfir allt árið og söfnum því á lager yfir sumartímann fyrir jólavertíðina, sem hefst alla jafna í október og nær auðvitað hámarki í desember. Annars seljum við okkar fram- leiðslu um allt land og það er ekk- ert svæði eða neinn ákveðinn stað- ur, sem kaupir meira af hálsbind- um en annar, sagði Axel. Axel sagðist flytja allt hráefni inn sjálfur, bæði fyrir hálsbinda- framleiðsluna og fyrir undirfata- framleiðsluna. Mest af hráefninu fyrir hálsbindin kemur frá Bret- landi og Vestur-Þýzkalandi, en hins vegar er hráefnið fyrir undir- fataframleiðsluna að mestu flutt inn frá Frakklandi, Spáni, Austur- ríki og Sviss lítilsháttar,— Við flytjum því öll okkar aðföng inn sjálf og seljum alla okkar fram- leiðslu sjálf, sagði Axel ennfrem- ur. Axel sagði aðspurður, að fram- leiðsla fyrirtækisins skiptist nokkurn veginn til hehninga, þ.e. hálsbindin væru um 50% í verð- mæti og undirfötin um 50%, en hins vegar væri undirfatafram- leiðslan mun mannfrekari. Um samkeppnina við innflutning sagði Axel að hún væri að sjálfsögðu hörð, og því væri ekki um annað að ræða, heldur en að halda niðri verðinu.— Við verðum hreinlega að beita öllum tiltækum ráðum til þess. Hagræða í fyrirtækinu eins og kostur er og í því sambandi má t.d. nefna, að öll starfsemi fyrir- tækisins er komin í tölvu, þannig að við getum fylgzt nákvæiftlega með öllum hreyfingum nánast dag frá degi, sem er gífurlegt hagræði, að viðbættum hinum mikla tíma- sparnaði. Það má segja, að með tilkomu tölvunnar sparist hálfur maður í starfi og ég held, að talvan muni borga sig að fullu á 2—3 árum, sagði Axel ennfremur. Það kom fram í spjallinu við Axel, að hann og kona hans, Guð- leif Gunnarsdóttir, skiptu í raun með sér verkum í fyrirtækinu, þannig að Guðleif sæi nær alfarið um framleiðsluna, en hann hins vegar um innkaup, sölu og al- menna framkvæmdastjórn. — Þetta hefur gefizt mjög vel hjá okkur og í dag er framleiðsla fyrirtækisins til húsa í Skeifunni í Reykjavík, en síðan er ég með lag- erinn og bókhald uppi í Mos- fellssveit, þar sem Lexa var til húsa áður en til sameiningarinnar kom. Þetta kerfi hefur komið al- veg ágætlega út. Við vorum svolít- ið hrædd við að flytja allan lager upp í Mosfellssveit, en það hefur sýnt sig að vera hagkvæmt að hafa þetta alveg aðskilið, sagði Axel ennfremur. Annars hefur sameining fyrir- tækjanna komið mjög vel út al- mennt. Okkur hefur tekizt að fella niður nánast allan sölu- og fasta- kostnað annars fyrirtækisins, en auka umsvifin á sama tíma veru- lega. Þá kemur það vel út að vera með tvær svona litlar rekstrarein- ingar, sem hvor um sig getur sveigt sig vel að markaðinum hverju sinni, sagði Axel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.