Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1982 5 „Viljum berjast fyrir aukanámslánum vegna fyrsíu barneignar „MEÐAL haráttumála Vöku- manna verða lánamál stúdenta. Leggjum við á það áherslu, að allir námsmenn geti stundað nám án tillits til efnahags," sagði Gunnar Jóhann Birgisson, fyrsti maður á lista Vöku til Stúdentaráðs. „I framhaldi af þessu leggur Vaka áherslu á að hér sé um lán að ræða, en hafnar hvers kyns óraunhæfum hugmyndum vinstrimanna um námslaun, þar sem námslaunastefnan leiðir til enn frekari fjðldatakmarkana. Vaka setur ennfremur fram þá kröfu, að námsmenn eigi að fá aukalán vegna fyrstu barneign- ar. Vaka er eina fylkingin, sem setur fram þessa kröfu,“ sagði Gunnar Jóhann. „í sambandi við Félagsstofnun stúdenta, þá viljum við benda á þann árangur, sem meirihlutinn í Stúdentaráði náði í vetur og munum við leggja áherslu á að haldið verði áfram á sömu braut. Grundvallaratriðin i því efni er að reka Félagsstofnunina á sem hagkvæmastan hátt og ávallt reyna að finna nýjar leiðir til að komast til móts við þarfir stúd- enta. Meðal annars verði reynt að finna möguleika til að nýta mötuneyti stúdenta allan ársins hring en góð afkoma þess skilar sér í lækkuðu vöruverði stúdent- um til handa. Ef við náum kjöri, stefnum við að því að unnið verið ötullega að því að útvega fjármagn til bygg- ingar barnaheimilis en eins og stúdentar vita þá strandaði — «6211* Gunnar Jó- hann Birgisson fyrsíi maður á lista Vöku til Stúdentaráðs fyrirhuguð barnaheimilisbygg- ing á afstöðu borgarstjórnar. Búið er að taka ákvörðun um byggingu hjónagarða en það var gert í vetur. Telur Vaka að þeim framkvæmdum beri að hraða.“ í þessum kosningum leggur Vaka áherslu á að sýna fram á þann árangur, sem meírihluti Stúdentaráðs náði í vetur. Meðal annars var gert stórátak í rekstri Félagsstófnunarinnar. Þegar vinstri meirihlutinn var í meirihluta í Stúdentaráði var rekstur Félagsstofnunarinnar látinn reka á reiðanuíT,. Vinstri menn höfðu meðal annars ekki rænu á því að halda bókhald síð- ustu tvö árin, sem þeir voru við stjórn. Þetta olli stúdentum óhætanlegu tjóni þar sem fjár- veitingavaldið tók ekkert mark á fjárbeiðni Félagsstofnunar, því enginn vissi hver fjárþörfin var. Við Vökumenn leggjum nú árangur starfa okkar í Stúdenta- ráði undir dóm síúdenía og erum við bjartsýnir á að þeir veiti okkur brautargengi, til að starfa áfram að þeirri uppbyggingu, sem þegar er hafin,“ sagði Gunn- ar Jóhann Birgisson, efsti maður á A-iistanum til Stúdentaráðs. Útsýn með ókeypis kvik- myndasýningu UM SÍÐUSTU helgi var Sikileyjar kynning á vegum Ferðaskrifstofunnar Útsýnar ba-ði í blómasal Loftleiða og skemmtistaðnum Broadway við hús- fylli í öll skiptin. Sýndar voru kvik- myndir frá Sikiley og Ítalíu í Broad- way sem vöktu mikla athygli. - Vegna fjölda áskorana frá þeim, sem ekki komust að á Broadway, efnir Útsýn til ókeypis kvikmynda- svningar í ráðstefnusal Loftleiða í kvöld, fimnitod. 11. marz, kl. 20.30 og verður sýningin enáuriekin kl. 21.30. Jafnframt verður ferðaþjónusta Útsýnar starfrækt í anddyri ráð- stefnusalar á undan og eftir mynda- sýningunni. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. (Kréttalilkynning) Kosninga- Kosid í dag til Stúdenta- og Háskólaráðs KOSNINGAR til Stúdenta- og Há- skólaráðs fara fram í dag milli klukkan 9—18 á eftirtöldum stöð- um: Hliðarsal stofnunar 1. kjördeild: 2. kjördeild: 3. kjördeild: 4. kjördeild: Lögberg: 5. kjördeild: 6. kjördeild: Félags- stúdenta: Guðfræðideild, félagsvísindadeild, jarðfræðiskor. Viðskiptadeild. 1. ár tannlæknadeild, 1. ár læknisfræði, lyfjafræði, sjúkraþjálfun. Heimspekideild. Lagadeild, verkfræði- og raunvísindad.hús. Verkfræði- og raunvísindadeild (nema líffræði- og jarðfræðiskor). Grensásvegur 12: 7. kjördeild: Líffræðiskor, 2. ár læknisfræði, 2. ár tannlæknadeild. Landspítalinn (Hjúkrunarskóli): 8. kjördeild: Hjúkrunarfræði, 3. -6. ár læknisfræði, 3.-6. ár tannlæknadeild. Eftirtalið fólk er í fimm efstu sætum listanna: A-listi Vöku — Stúdentaráð: 1. Gunnar Jóhann Birgisson (lagadeild). 2. Lína G. Atladóttir (viðskiptadeild). 3. Anton Pjetur Þorsteinsson (læknadeild). 4. Óskar Sverrisson (viðskiptafræði). 5. Guðbjörg Sigurgeirsdóttir (læknadeild). Háskólaráð: 1. Martha Eiríksdóttir (viðskiptadeild). 2. Baldvin Einarsson (lagadeild). B-listi vinstri manna — Stúdentaráð: 1. Halldór Birgisson (lagadeild). 2. Birna Baldursdóttir (líffræði). 3. G. Pétur Matthíasson (alm.bókm.). 4. Margrét Guðmundsdóttir (sagnfræði). 5. Kristján Ari Arason (sálfræði). Háskólaráð: 1. Guðvarður Már Gunnlaugsson (ísl.). 2. Halldóra Þorvarðardóttir (guðfræðideild). C-listi félags umbótasinnaðra stúdenta — Stúdentaráð: 1. Bergþór Skúlason (tölvufræði). 2. Elín M. Lýðsdóttir (tölvufræði). 3. Aðalsteinn Steinþórsson (tölvufræði). 4. Elsa B. Friðfinnsdóttir (hjúkrunarfræði). 5. Ólafur Ólafsson (viðskiptafræði). Háskólaráð: 1. Þórmundur Bergsson (heimspekideild). 2. Matthías Guðmundsson (viðskiptafræði). skrifstofa Vöku opin allan daginn Kosningaskrifstofa Vöku er að Skólavörðustíg 12. Sími er 22465. Skrif- stofan er opin allan kosn- ingadaginn. Kosninga- fagnaður A-listans verður svo í Óðali í kvöld frá klukkan 9—2. RICHARD CLAYDERMAN í NÝJU LJOSI Tráumereien Tónar um ástina FÁLKIN N HLJÓMPLÖTUDEILD Suðurlandsbraut 8. Sími 84670. Laugavegi 24. Sími 18670. Austurveri. Sími 33360. FÆST í HLJÓMPLÖTUVERZLUNUM UM LAND ALLT.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.