Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1982 Virkjanir og orkufrekur iðnaður á Suðurlandi Eftir Eggert Haukdal, alþm. Hér fer á eftir í heild forystugrein Kggerts Haukdals, alþingi.smanns úr Suðurlandi, sem sagt er frá í frétt á baksíðu Morgunblaðsins í dag: Allt frá því að núverandi ríkis- stjórn var mynduð í febrúar 1980, hefur því stöðugt verið haldið á lofti, að virkjunarframkvæmdum á Suðurlandi sé að mestu lokið og farið verði að reisa virkjanir í öðr- um landshlutum eingöngu. Segja má, að þessi áróður sé engan veginn alveg úr lausu lofti gripinn, þar sem iðnaðarráðherr- ann hefur sífellt með tilllöguflutn- ingi á Alþingi og í alls kyns yfir- lýsingum verið að reyna að tefja fyrir og spila öllu frá Suðurlandi, sjálfsagt með það í huga, að á þann hátt væri hann að þjóna sérhagsmunum síns eigin kjör- dæmis. Nú er það hverjum manni ljóst, að það þarf að virkja víðar en á Suðurlandi, m.a. til að tryggja ör- yggi landskerfisins, en leggja verður áherslu á þjóðhagslega hagkvæmni, ekki sýst með tilliti til ákvarðana um orkufrekan iðn- að. Þegar þessi mál eru skoðuð nán- ar, kemur dálítið annað í ljós en það, sem virðist vera samkvæmt einkaóskalista iðnaðarráðherra eða annarra í núverandi stjórn- arsamstarfi, sem taka þátt í því að leggjast á hlut Suðurlands. Þeim mun ekki takast að stöðva virkj- anaframkvæmdir á Suðurlandi. í fyrsta lagi vegna þess, að nú- verandi orku og iðnaðarráðherra er síður en svo æviráðinn. I öðru lagi vegna þess, að rann- sóknir og annar undirbúningur er lengst kominn á Þjórsársvæðinu og hagkvæmnin er þar mest. í þriðja lagi þetta: Verði farið í verulega orkunýtingu í orkufrek- um iðnaði nú í náinni framtíð, en telja verður nokkuð öruggt að svo verði, hver svo sem verður við völd, þá verður verulegur hluti stóriðjunnar staðsettur hér sunn- anlands, og því þarf orkan að öðru jöfnu að vera framleidd hér. Að þessu leyti helst í hendur staðar- val iðjuvera og hagkvæmni í orkuöflun. Þessum staðhæfingum til árétt- ingar, vil ég hér vitna í skýrslu Landsvirkjunar til ríkisstjórnar- innar frá 14. des. 1981 sem ber heitið: „Orkuöflunarleiðir í sam- tengdu landskerfi í framhaldi af Hrauneyjafossvirkjun." Þar eru niðurstöður m.a.: „Hagkvæmast virðist tvímælalaust vera, að næstu aðgerðir í raforkuöflun landsmanna verði stíflugerð við Sultartanga, vatnaveitur til Þór- isvatns (Kvíslaveita) og stækkun Þórisvatnsmiðlunar. Þessar að- gerðir bæta ódýrustu orku sem völ er á við orkuframleiðslu hins sam- tengda landskerfis, auk þess sem þær auka mjög rekstraröryggi á Þjórsársvæðinu. Jafnframt bjóða þessar aðgerðir upp á sveigjanleg- an framkvæmdahraða til aðlögun- ar markaðsþróunar á hverjum tíma. Samhliða þessum aðgerðum eða í beinu framhaldi af þeim, er nauðsynlegt að auka uppsett afl á Þjórsársvæðinu. Hér virðist stækkun Búrfellsvirkjunar vera mun hagkvæmari kostur en stækkun Sigöldu og Hrauneyja- fossvirkjana eins og tilvitnuð lög gera ráð fyrir. Kemur hér einkum til, að stækkun Búrfellsvirkjunar bætir aflmisvægið, sem nú ríkir milli þessara virkjana og gefur auk þess aukna orkuvinnslugetu sem út af fyrir sig getur réttlætt þá fjárfestingu sem til þarf. Þess má og geta, að stækkun Búrfells kostar mjög ámóta upphæð og stækkanir Sigöldu og Hrauneyja- fossvirkjana, sem ekki skila auk- inni orkuvinnslu inn á hið sam- tengda landskerfi. Landsvirkjun leggur því eindregið til, að aflað verði lagaheimildar fyrir stækkun Búrfellsvirkjunar að afli allt að 140 mw. Og ennfremur segir Landsvirkj- un: A núverandi orkuveitusvæði Landsvirkjunar er Sultartanga- virkjun fullundirbúin og rann- Eggert Haukdal sóknir á stækkun Búrfellsvirkjun- ar langt komnar. í þessar virkjan- ir væri hægt að ráðast með litlum fyrirvara, en tímasetning næstu framkvæmda á Þjórsársvæðinu eftir áðurnefndar aðgerðir þar, hlýtur að ráðast af því, hve ört markaður fyrir iðnaðarorku vex á næstu árum, og hvar hann yrði staðsettur. Einnig er á það að benda, að á Þjórsársvæðinu er fjöldi hagkvæmra virkjunarkosta sem eftir er að hagnýta og má því reikna með áframhaldandi fram- kvæmdum þar næstu áratugi. Augljós hagkvæmni er í því fólgin, að þessar framkvæmdir séu sem samfelldastar þannig, að sú að- stæða sem smám saman hefur verið að myndast þar nýtist sem best. Nú nýlega hefur verið óskað eft- ir upplýsingum frá Landsvirkjun um það, hvenær Sultartangavirkj- un geti verið komin í gagnið. Svar hennar er, að fyrsta vélarsam- stæðan geti verið tilbúin til gagn- setningar 1985 og önnur 1986, ef ákvörðun um byggingu virkjunar- innar allrar verður tekin fyrir apríllok í vor. Sú orka, sem fæst úr Sultar- tangavirkjun fullbúinni, gerir ekki meira en að fullnægja orkuþörf fyrir helmingsstækkun álversins í Straumsvík eða fyrir nýtt álver af hagkvæmri stærð. Orka Blönduvirkjunar mundi þá fyrst og fremst samsvara aukn- ingu almennrar orkunotkunar í landskerfinu, auk þess sem stað- setningin styrkir og eykur öryggi þess. Gerður hefur verið samningur við norska stór fyrirtækið Árdal- Sundal um alhliða rannsókn á ál- framleiðslu á íslandi og í gangi eru viðræður við erlenda aðila, sem knúið geta á snögg viðbrögð, óháð þrefinu við ísal. I tillögu ríkisstjórnarinnar til þingsályktunar um virkjunar- framkvæmdir og orkunýtingu, sem nú liggur fyrir Alþingi og væntanlega verður afgreidd á þessu þingi er m.a. gert ráð fyrir staðsetningu stóriðjuvers á Suður- landi. Það hníga því flest rök að því, að haldið verði samfellt áfram virkjunarframkvæmdum á Þjórs- ársvæðinu næstu áratugi og við þær framkvæmdir verður lögð áhersla á að orkan verði notuð í héraðinu í stórauknum mæli til stærri og smærri iðnaðar og það á hóflegu verði. MhOBORG fasteignasalan i Nýja bióhúsinu Reykjavik Símar 25590,21682 Vilhelm Ingimundaraon, heima 30986. Byggingarlóö Arnarnesi 1.490 fm við Blikanes 29. Til- búið aö hluta. Furugrund Kóp. 2ja herb. ibúð, 60 fm. Fæst í skiptum fyrir 3ja tii 4ra herb. íbúð. Má vera risíbúö. Baldursgata 3ja herb., ca. 80 fm. Kaldakinn Hafnarf. 3ja herb. íbúð i risi. Gott útsýni. Laufás Garðabæ 3ja herb. íbúð í risi. Samþykkt og laus nú þegar. Breiöholt 4ra herb. íbúð, ca. 110 fm. Þvottahús á hæðinni. Bílskúrs- réttur. Hjallabraut Hafnarf. 5 herb. íbúð, 130 fm á 1. hæð. Tvennar svalir. Þvottahús í íbúðinni. Þverbrekka Kóp. 6 herb. íbúð, 120 fm nettó. Þvottahús í íbúðinni. Raðhús Seljahverfi 240 fm meö 2 íbúöum og sér inngangi. Einbýlishús Kóp. Eitt af þessum heimilislegu hús- um, sem er hæð og hátt og bjart ris auk 50 fm kjallara. Grunnflötur ^ca. 120 fm. Hús, sem gæti veriö 2 íbúðir fyrir samhentar fjölskyldur. Óhindr- að útsýni í rólegu hverfi. íbúðareigendur Höfum fjársterka kaupendur að 2ja—3ja og 4ra herb. íbúö- um. Eignaskipti á 2ja—3ja og 3ja—4ra herb., öruggustu möguleikarnir í dag. Guömundur Þöróarson, hdl. ,U (,I.VSIMi\SIV|l\N KR: éTX 22480 85788 ö FASTEIGNASALAN ASkálafell Súluhólar Einstaklingsíbúö á jaröhæö. Snyrtileg íbúö, ca. 35 fm. Verö 380 þús. Dvergabakki 2ja herb. íbúð á 1. hæð. Suöur- svalir. Aukaherb. í kjallara. Laus 1. júní. Austurbrún 2ja herb. íbúð á 9. hæð. Suður- svalir. Möguleiki á skiptum á 3ja—4ra herb. vestan Elliöaár. Meistaravellir 3ja herb. nýleg og vönduð endaíbúð á 2. hæð. Suður sval- ir. Kríuhólar 3ja herb. 90 fm íbúð á 6. hæð. Suðursvalir. Mikið útsýni. Holtsgata 3ja herb. ósamþ. kjallaraíbúð. Hagstætt verö. Jörfabakki 4ra herb. 110 fm íbúð á 1. hæð. Suður svalir. Kaplaskjólsvegur 4ra herb. íbúð á 1. hæð. Mögu- leiki á 2—3 íbúðum á jaröhæö aö auki. Suður svalir. Miðsvæðis 4ra herb. íbúð á 1. hæð með sér inng. Allt nýtt og endurnýj- að. Járnvariö timburhús. Mávahlíð 118 fm efrihæö 4ra herb. Mikið endurnýjuð eign. Rúmgóður bílskúr. Leifsgata 5 herb. kjallaraíbúö með sér inng. Verð 550 þús. Hraunbrún Hf. Eldra einbýlishús, sem er kjall- ari, hæð og ris. Eign með mikla möguleika. Verð 980 þús. Laus 1. júní. FASTEIGNASALAN ^Skálafell Bolholt 6, 4. hæð. Sölustjóri: Valur Magnússon Viðskiptafræöingur: Brynjóifur Bjarkan Starfsmannafélög athugið Feröakynning og kvikmyndasýning frá Sikiley og Ítalíu í ráöstefnusal Loftleiöahótelsins fimmtudag 11. marz kl. 20.30 og kl. 21.30 Aðgangur ókeypis og öllum heimill, en starfs- mannafélögum er sérstaklega bent á, að eftir sýningarnar mun starfsfólk Utsýnar veita upp- lýsingar um sumarleyfisferðir fyrir hópa. Feröaskrifstofan UTSÝN Austurstræti 17, símar 20100 og 26611. Hafnarfjörður — Öldutún Nýkomin til sölu falleg 3ja herb. íbúð á 1. hæö í fjölbýlishúsi. Parketgólf og ný eldhúsinnrétting. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, Hafnarfirði, sími 50764. Snorri Sigfús Birgisson Tónverk frumflutt eftir Snorra Sig- fús Birgisson í NH TÖNLEIKAK verða haldnir í Norræna húsinu föstudaginn 12. marz og hefjast þcir klukkan 20.30. Flutt verður sænsk-íslenzk nútímatónlist. í fréttatilkynningu frá Norræna húsinu segir m.a.: Frumflutt verður verkið Oratori- um fyrir messósópran, klarinett og píanó eftir Snorra Sigfús Birgisson, en það var sérstaklega pantað af sænska útvarpinu fyrir þessa tón- leika. Flytjendur verksins eru sænskir, Kerstin Stáhl, söngkona, Kjell-Inge Stevensson, klarinettu- leikari og Mats Persson, píanóleik- ari. Þá verður einnig frumflutt verk fyrir einleiksbásúnu eftir sænska tónskáldið Torsten Nilsson. Er það Jörgen Johannsson, sem leikur það verk. Önnur verk á efnisskránni eru eftir Bo Nilsson, Anders Eliasson og Sven-David Sandström. Eftir hlé verður flutt elektróniskt verk, Vint- erminnen. I því verki taka þátt auk fyrrgreindra Bengt-Emil Johnson, Ake Parmerud og Göran Rydberg. Flestir af þeim tónlistarmönnum, sem koma fram á þessum tónleikum hafa starfað saman í hópnum Harp- ans kraft, en hann hefur starfað síð- an 1970. Harpans kraft hefur átt mikinn þátt í að kynna nýja sænska tónlist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.