Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1982 Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: Orkusala forsenda nýrra stórvirkjana Lífskjör og samfélagsþjónusta byggist á þjóðarframleiðslu og þjóðartekjum Hér fer á eftir framsaga Geirs Hallgríms- sonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, með tillögu 19 þingmanna Sjálfstæðisflokksins um nýtingu orkulinda til orkuiðnaðar. Þjóðartekjur og þjóðarframleiðsla Nítján þingmenn Sjálfstæðisflokksins flytja tillögu til þingsályktunar um hag- nýtingu orkulinda landsins til stóriðju, sem greint er frá á þingskjali 131. Með þessum hætti vilja þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á þessa leið til að auka megi atvinnu um land allt og bæta lífskjör þjóðarinnar. Auðlindir landsmanna felast í gróður- mætti landsins, fiskimiðunum umhverfis landið, orkulindum fallvatna og jarðvarma og síðast en ekki síst í fólkinu sjálfu, sem landið byggir. Aukning atvinnu um land allt og bætt lífskjör þjóðarinnar velta á hagkvæmri nýtingu allra þessara auðlinda. Þrátt fyrir mikinn sjávarafla og hag- stæð viðskiptakjör hefur tekið fyrir vöxt þjóðarframleiðslu og þjóðartekna á mann, sem er grundvöllur bættra lífskjara. Stöðnun lífskjara hefur þegar gert vart við sig í góðæri. (Verg) þjóðarframleiðslan óx um 6,0% 1977 eða 5,2% á mann, en 1,2% 1981 eða 0,5% á mann og spáð er að þjóðarfram- leiðslan á yfirstandandi ári minnki og þjóðartekjur sömuleiðis þar sem búist er við óbreyttum viðskiptakjörum. Ef litið er með sama hætti til þróunar þjóðartekna á sama tíma lítur myndin þannig út: Þjóðartekjur uxu um 9,0% 1977, 8,1% á mann en 2,0% 1981, 0,7% á mann. Þar sem horfur eru á því að þjóðartekj- ur minnki á yfirstandandi ári, en þjóðinni heldur áfram að fjölga, er ljóst að þjóðar- tekjur á mann rýrna verulega. Af þeirri þróun þjóðarframleiðslu og þjóðartekna, sem hér hefur verið rakin, er ljóst að við Islendingar höfum verið í vörn, ef ekki beinu undanhaldi. Snúa verður vörn í sókn og koma í gang á ný kröftugum vexti þjóðarframleiðslu. Til eru þeir menn, sem skella skollaeyrum við nauðsyn hagvaxtar og tala jafnvel lít- ilsvirðandi um lífsgæðakapphlaup í því sambandi. En þetta eru gjarnan þeir sömu og gerast mestu kröfugerðarmenn í þjóð- féiaginu, ef því er að skipta. Staðreyndin er sú, að við verðum að sjá tvö þúsund manns fyrir nýjum störfum, verðugum verkefnum á hverju ári, ef hér á ekki að verða atvinnuleysi. Við verðum að mæta kröfum, eðlilegum kröfum launþega um aukinn kaupmátt launa, hærri rauntekjur. Og okkur hér á alþingi og þeim, sem starfa í sveitarstjórn- um landsins 'ætti að vera ljóst að nauð- synleg þjónusta, samfélagsleg þjónusta ríkis og sveitarfélaga við borgarana krefst fjármuna. Aukinn hagvöxtur, aukin þjóðarfram- Ieiðsla og þjóðartekjur eru forsendur þess að við getum leyst þessi verkefni á viðun- andi hátt. Ávinningar útfærzlu í 200 mílur Mörg og mikilvæg verkefni blasa vissu- lega við í landbúnaði. Þar ber að skapa skilyrði fyrir nýjum búgreinum og leitast við að bæta afkomu og framleiðni hinna eldri í framhaldi af þeim árangri sem náðst hefur. En ljóst er að beitarþoli landsins eru takmörk sett og viðunandi markaður fyrir helstu landbúnaðarfram- leiðslu okkar erlendis er ekki í sjónmáli. Sjávarútvegur hefur verið okkur íslend- ingum sá undirstöðuatvinnuvegur, sem at- vinnulífið í heild sinni hvílir á, og fært hefur okkur þær framfarir og lífskjör á þessari öld, sem líkja má við iðnríki nú- tímans. Tæknibylting í sjávarútvegi með til- komu sífellt fullkomnari togara, fiskileit- artækja og veiðarfæra samhliða stóriðju í fiskvinnslu og sölustarfsemi hefur fram á síðustu ár verið vaxtarbroddur íslensks at- vinnulífs. En allt hefði þetta dugað skammt ef fiskveiðilögsagan hefði ekki verið færð út í 200 mílur 1975. Þorskafli landsmanna var 265,5 þ. tonn 1975, en 459,8 þ. tonn 1981 og nú hefur hámarksafli á yfirstandandi ári verið ákveðinn 450 þús. tonn. Botnfiskafli landsmanna í heild var þessi sömu ár sem hér segir: 428,5 þ. tonn 1975, en 714,3 þ. tonn 1981. Þessu til við- bótar má nefna, að loðnuaflinn var 501,1 þ. tonn 1975 en 640,6 þ. tonn 1981. Við hljótum að hugleiða hvar við værum staddir Islendingar án þessarar aflaaukn- ingar, hvert væri atvinnuöryggið og hver væru lífskjörin? Og bæta má því við að það er hörmulegt til að vita að svo illa hefur verið haldið á stjórn landsins síðustu 3—4 vinstristjórnarár, að þrátt fyrir aflaaukn- ingu stöðvast vöxtur þjóðarframleiðslu og aukið aflaverðmæti nýtist ekki í barátt- unni gegn verðbólgu. Fyrir útfærslu 200 mílna fiskveiðilög- sögunnar féll nær helmingur af botnfisk- aflanum til útlendinga. En nú eins og þá stöndúm við frammi fyrir þeirri stað- reynd, að fiskstofnar eru fullnýttir ef ekki ofnýttir eins og loðnustofninn, þar sem veiðibann hefur í raun verið sett á. Þótt mörg verkefni séu fyrir hendi í sjávarútvegi og hann taki jafnvel við auknum mannafla, þá verður hann ekki sá vaxtarbroddur atvinnulífsins, sem hann hefur verið á þessari öld og við þurfum á að halda í framtíðinni. Sjávarútvegurinn mun vissulega verða áfram meginstoð atvinnulífsins um langa framtíð, en við þurfum að fá aðrar stoðir við hlið hans. Og þá er komið að þriðju auðlind okkar íslendinga, hagnýtingu orkulinda lands- ins. Tillögur sjálfstæðismanna um ný orkuver Það er gæfa þjóðarinnar að eiga þess kost að nýta nýjar auðlindir, þegar á þarf að halda, orkulindir vatnsorku og jarðhita. Þær geta orðið í sífellt ríkara mæli í fram- tíðinni undirstaða almenns iðnaðar og stóriðju til útflutnings. Á vegum orkustofnunar hafa nýlega verið birtar nýjar áætlanir um vatnsorku landsins. Leiða þær í ljós verulega meiri virkjunarmöguleika en áður hefur verið reiknað með. Samkvæmt þeim nemur tæknilega virkjanleg vatnsorka um 64.000 Gwst. Af því er hagkvæm vatnsorka miðað við núverandi eldsneytisverð yfir 40.000 Gwst. en nú er virkjað innan við Vio hluti þess. Til viðbótar öllu þessu kemur orkan í jarðvarmanum. Af miklu er því að taka og orkulindir okkar eyðast ekki eins og olíu- lindir, og halda áfram að mala komandi kynslóðum gull í mund, þótt orkan hafi að sjálfsögðu sín mörk eins og annað. Á síðasta þingi lögðu sjálfstæðismenn fram frv. til laga um ný orkuver. í greinar- gerð þeirri, sem fylgir þingsályktunartil- lögunni er ég mæli fyrir, segir svo um það: I þessu frumvarpi sjálfstæðismanna um ný orkuver var kveðið á um framkvæmdir í virkjunarmálum. Gert var ráð fyrir heildaráætlun um tiltekin verkefni, sem að yrði stefnt að lokið yrði á einum áratug. Hér var um að ræða stærsta átakið, sem enn hafði verið gert til að nýta orkulindir landsins til verðmætasköpunar fyrir þjóð- arbúið, þannig hefði verið tryggt, að full- nægt hefði verið þörfum hins almenna notanda. Með þessari aukningu vatns- virkjana hefði innflutt olía verið að fullu leyst af hólmi, bæði til húshitunar og raf- orkuframleiðslu. Slíkar orkuframkvæmdir hefðu getað skapað möguleika á nýtingu raforku til að framleiða nýja orkugjafa í stað þeirra, sem við nú flytjum inn, svo sem til rekstrar skipa og bifreiða. Það hefðu getað skapast möguleikar til að nota rafmagn beint til að knýja samgöngutæki. Það hefði verið séð fyrir nægri raforku til stóraukinnar iðnvæðingar sbr. tillögu til þingsályktunar um iðnaðarstefnu, sem sjálfstæðismenn hafa lagt fram á þessu þingi. Orkuframkvæmdir þær, sem hér um ræddi, hefðu lagt grundvöll að stóraukinni iðnvæðingu og stóriðju og gjaldeyrisöflun í formi útfluttrar iðnaðarvöru. Slíkar fram- kvæmdir hefðu verið besta tryggingin fyrir bættum lífskjörum og atvinnuöryggi landsmanna. Stóraukin hagnýting orku- linda landsins hlýtur að hafa verið hið rétta andsvar við þverrandi orkulindum í heiminum og hækkandi orkuverði. Framkvæmdir þær, sem frumvarp þetta fól í sér, voru raforkuver allt að 330 MW í Jökulsá í Fljótsdal, raforkuver allt að 180 MW í Blöndu, raforkuver allt að 130 MW við Sultartanga og stækkun Hrauneyja- fossvirkjunar allt að 70 MW. Þessar fram- kvæmdir námu samtals 710 MW og er það 104% aukning frá uppsettu afli i núver- andi vatnsvirkjunum, alls 680 MW. Frumvarp okkar sjálfstæðismanna um ný orkuver náði ekki fram að ganga. Hins vegar lagði ríkisstjórnin fram á síðasta þingi frumvarp til laga um raforkuver. Frumvarp þetta var samþykkt sem lög frá Alþingi. Lög þessi heimila þær virkjanir, sem um var að ræða í frumvarpi okkar sjálfstæðismanna. En sá galli var á gjöf Njarðar, að ríkisstjórnin aðhafðist ekkert í stóriðjumálunum til þess að skapa grundvöll fyrir þeim stórvirkjunum, sem hér er um að ræða. Lögin frá síðasta þingi um raforkuver eru því algjörlega óraunh- æf, ef reisa ætti á 10 árum eða svo þær stórvirkjanir, sem lögin fjalla um. Að svo miklu leyti sem lögin marka nokkra stefnu er þar tekinn versti kosturinn. Þar er ekki um að ræða framkvæmdir, sem eru ein- ungis miðaðar við almennar þarfir heimil- isnotkunar, húshitunar og almenns iðnað- ar. Þar er ekki heldur gert ráð fyrir stór- iðju, sem grundvöllur að stórátaki í virkj- unarmálunum. Valinn er versti kosturinn, stórvirkjanir án nauðsynlegs orkumarkað- ar, sem stóriðjan ein getur skapað. Slík stefna — eða réttara sagt stefnuleysi — leiðir til sjálfheldu í orkumálum þjóðar- innar. 80 m.kr. árlega í sjóinn Tillaga sú til þingsályktunar um virkj- unarframkvæmdir og orkunýtingu, sem ríkisstjórnin ber fram á þessu þingi, og er raunar einnig á dagskrá þessa fundar, er síður en svo líkleg til að brotist verði út úr þeirri sjálfheldu. Sannleikurinn er sá, að lítið þýðir að tala digurbarkalega um virkjun fallvatna, ef enginn markaður er fyrir framleiðslu hinna nýju orkuvera. Haft er fyrir satt, að raforkuframleiðsla landsins að aflokinni Hrauneyjafossvirkj- un nægi til að fullnægja eftirspurn til al- menns iðnaðar, heimilisnota og þeirrar stóriðju, sem fyrir er í landinu, jafnvel til loka þessa áratugar. Og ljóst er að næstu árin renna verðmæti ónotuð til sjávar er nemur um 80 millj. króna árlega vegna þess að enginn fyrirhyggja hefur undan- farin ár verið sýnd til að stækka orku- markaðinn. Forsenda þess að orkulindir landsins séu nýttar eru þær, að stóriðja, orkufrekur iðnaður sé efldur í landinu. Fyrirhyggjuleysi stjórnvalda í stóriðju- málum sýnir best að hugur fylgir ekki máli tillöguflutningi um byggingu nýrra orkuvera. I 2. tölulið þingsál.till. okkar sjálfstæð- ismanna, sem hér er til umræðu er gert ráð fyrir því, að stefnt verði að því að koma á fót 3—4 nýjum stóriðjuverum á næstu 15 árum á þeim stöðum á landinu, þar sem þess er þörf og staðhættir og aðr- ar aðstæður henta, enda sé hægt að flytja þangað nægilega orku á hagkvæman og öruggan hátt. Áuk þess skal stefnt að því að stóriðjuverin, sem fyrir eru í landinu, verði stækkuð sem fyrst. Reynslan af stóriðju Við Islendingar höfum nú þegar nokkra reynslu af stóriðju, sem komið hefur verið á fyrst og fremst fyrir forgöngu Sjálfstæð- isflokksins en gegn andstöðu, einkum Al- þýðu bandalagsi ns. Hrakspár andstæðinga stóriðju eins og Alþýðubandalagsins hafa ekki ræzt. Stóriðjan átti að vera láglaunaatvinnu- grein, en hefur reynst greiða starfs- mönnum sínum hærri laun en flestar aðr- ar. Stóriðjan átti að verða mengunarvaldur, en reynslan hefur sýnt, bæði í Straumsvík og á Grundartanga, að fullnægjandi varn- arráðstafanir er unnt að gera á því sviði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.