Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1982 3 Sjónvarp á laugardaginn: Utsendingin frá Wembley hefst með 25 mín. „upphitun“ VIÐ BYRJUM útsendinguna frá Wembley með 25 mínútna „upphitun“, sagdi Bjarni Felixson íþróttafréttamaður sjónvarpsins í gær, þegar Mbl. spurðist fyrir um fyrirkomulag beinu út- sendingarinnar frá úrslitaleik Liverpool og Tott- enham nk. laugardag. Að sögn Bjarna hefst útsending íslenzka sjónvarpsins klukkan 14.30 og verða fyrst sýndir kaflar úr völdum leikjum Liverpool og Tottenham. Klukkan 14.55 hefst svo bein út- sending frá Wembley og mun Brian Moore þulur ITV-sjónvarpsstöðvarinnar lýsa leikn- um fyrir íslendinga. Varð Bjarni að semja sérstaklega um þá lýsingu við ITV. Sjónvarpið hefur afnot af gervihnetti til kl. 17 og ef til framlengingar kemur verða fyrstu 15 mínútur hennar sýndar. — Við reynum svo að fá viðbótarmínútur til að geta sýnt seinni hluta framlengingarinnar ef til hennar kem- ur, sagði Bjarni. Gífurlegur áhugi er meðal íþróttaáhuga- manna á þessari útsendingu og hefur blaðið fregnað um mörg tilvik þess að menn ætli að hópast saman til að horfa á leikinn og skapa þannig sérstaka stemmningu. Liverpool vann deildarbik- arkeppnina í fyrra. Hér hamp- ar fyrirliði liðsins bikarnum. I----------------------- Plötur Jóhanns Helgason- ar á markað í Englandi, Ástralíu og Norðurlöndum HIJÓMPLÖTUÍrTGÁFAN Steinar hf. hefur gengið frá saniningum um út- gáfu á hljómplötum með Jóhanni Helgasyni í Knglandi, Ástralíu og á Norðurlöndunum. Hér er um að ræða útgáfu á tveggja laga plötu með titil- laginu „Take Your Time“, sem síðan er fyrirhugað að fylgja eftir með breiðplötu, en á henni verður va ntan lega blandað efni af síðustu plötu Jó- hanns, „Tass“, svo og ný lög, sem hann vinnur að um þessar mundir. Steinar Berg, forstjóri Steina hf., sagði í samtali við Morgunblaðið, að allir samningsaðilar hefðu sýnt þessu máli mikinn áhuga og virtust þeir hafa mikla trú á Jóhanni, bæði sem lagahöfundi og flytjanda. I Englandi er það hljómplötufyrir- tækið „Spectra" sem gefur út plötur Jóhanns og er tveggja laga platan væntanleg á markað þar um næstu mánaðamót. í Skandinavíu er það ABBA-veldið, „Polar-Music" sem gefur út „Take Your Time“ og er Jóhann Helgason tónlistarmaður platan væntanleg á markað þar í apríl nk. Steinar Berg sagði, að bor- ist hefðu tvö tilboð frá Ástralíu og væri nú verið að ganga frá samning- um við annað þeirra, en platan kem- ur þar væntanlega út um mánaða- mótin apríl-maí. Steinar Berg sagði ennfremur, að það væri greinilegt að lagið „Take Your Time“ hefði vakið mikla at- hygli og önnur lög á plötum Jóhanns yrðu því væntanlega í svipuðum stíl enda ætti sú tónlistarstefna hvað mestu gengi að fagna á hljóm- plötumarkaðinum um þessar mund- ir. Steinar Berg sat nýlega ráðstefnu hljómplötuútgefenda í Cannes í Frakklandi og sagði hann að árang- urinn af þeirri för væri þegar farinn að koma í ljós svo og árangurinn af kynningarstarfi Steina hf. á undan- förnum misserum, því að auk útgáfu á plötum Jóhanns Helgasonar væri nú í undirbúningi útgáfa á plötum með Mezzoforte og söngflokknum „Þú og ég“, sem ætlaðar eru fyrir erlendan markað. Steinar sagði að auk þess væri ýmislegt fleira á döf- inni og hefðu til dæmis borist fyrir- spurnir erlendis frá um hljómsveit- irnar „Bara-flokkinn“ og „Start". CITROÉN^ GSA PALLAS FRONSK FEGURÐ AÐ UTAN SEM INNAN Örfáum bílum óráöstafað á ótrúlega hagstæðu verði ¥*« ICr. 127 aOOO (9en953) Þetta er sama verð og viö sömdum um viö verksmiöjúna í október 1981. ■ • CITROÉN* dregur ekki magann — Hin sjálfvirka hæöarstilling sér um sömu fjarlægð frá jöröu, óháö hleðslu auk þess þrjár hæöarstillingar. Ómetanlegt í snjó og ófærö. • Vökvafjöörunin (aöeins á CITROÉN^) skapar eiginleika og öryggi, sem enginn annar bíll getur boöiö upp á, t.d. þó hvellspringi á miklum hraöa er þaö hættulaust, enda má þá keyra bílinn á 3 hjólum. • Framhjóladrif eins og á öllum CITROÉN^-bílum síöan 1936. • Sænskar skýrslur sanna aö CITROÉN^ er einn af 4 endingarbestu bílum þar í landi. Komiö — Reynsluakiö — Sannfærist CITROÉN *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.