Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 40
4 0 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1982 Damen i bilen med briller og gevær Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Ég man ekki til að hafa lesið áður bók eftir Sebastien Japrisot. Það litla sem ég veit um hann er að hann hefur skrifað þrjár bækur aðrar eða fjórar og hann er franskur. Þessi bók, Damen i bilen með briller og gevær, sem ég las á dönsku, þýðingu gerði Bibba J. Jen- sen, er verulega sniðug, hún er vel skrifuð og hún er góður þriller. Aðalpersónan í bókinni er Dany. Hún er ritari, falleg og dálítið nær- sýn. Einn góðan veðurdag keyrir hún yfirmann sinn og konu hans út á flugvöll í Thunderbirdinum þeirra og ákveður síðan að fá bílinn „lánað- an“ og gera sér dagamun og skreppa til Suður-Frakklands. Þar með er martröðin hafin. Hún nemur staðar á bensínstöð og skreppur inn að þvo sér um hendurnar. Þá er ráðist á hana og brotin á henni höndin. Og siðan heldur ótrúleg atburðarás áfram: hvert sem hún fer virðast all- ir hafa séð hana kvöldinu áður ... það getur illa komið heim og saman, þá var hún sem sé að vinna af kappi til að yfirmaður hennar kæmist í frí- ið sitt samkvæmt áætlun. Á vegi hennar verða undarlegir aöilar og það er ekki laust við að Dany sé orðin meira en lítið hrædd þegar þessi ruglingur virðist ekki ætla að taka neinn endi — og allt í einu hefur einhver komið fyrir líki í farangursgeymslunni. Höfundur skiptir bókinni niður í nokkra kafla, Damen, Brillerne, Geværet, og ég verð að segja að mér fannst höfundi takast mætavel upp þegar að því kom að þurfti að láta öll þessi ósköp af ruglingi ganga upp. Sá þáttur bókarinnar er sannfærandi og ágætlega úr garði gerður, svo að lesandinn leggur bókina frá sér, al- veg sáttur við niðurstöðurnar. SKEMMTIATRIÐI: Fljúgandi frá Túnis koma 2 ekta arabískar dansmeyjar og 3 hljómlistamenn til aö skemmta Úrvalsfólki. Matseðill: „SHIS KEBAB“ Lambakjöt á teini, með maís, hrís- grjónum, belgbaun- um, karrysósu og saladi. Verð kr. 170.-. Miðasala og borðapantanir fyrir matargesti í Broadway fimmtu- dag og föstudag kl. 16—18. Hmn frægi gitarleikari Paul Weeden spilar ásamt úrvali ís- lenzkra hljómlistarmanna. Paul Weeden hefur spilaö með mörg- um heimsfrægum stjörnum s.s. Count Basie og Duke Ellington. H R Dansí 60 ár Bezta ísl. dansatriði fyrr og síöar. FERÐAKYNNING Feröaáætlun Úrvals 1982 — stutt kynning Kvikmynd frá Túnis o.fl. (á neöstabar) Myndir frá gististöðum á Mallorka og Ibiza. Haukur Morthens og Árni Elfar fara á kostum. TAKK FYRIR SÍÐAST Viö hvetjum gamla feröa- félaga aö fjölmenna og taka meö sér gesti BINGÓ Allir gestir fá Bingóspjald (kostar ekkert). Vinningar 3 Úrvalssólar- landaferöir. Þaö veröa kyndlar fyrir utan og hlýjar móttökur. Þaö veröur Úrvals-stemmning meö Úrvals-fólki á Úrvals-staö. Starfsfólk og nokkrir umboðsmenn Úrvals verða á staðnum þannig að skrifstofan verður lokuð til kl. 10.00 á mánudagsmorgun. Hin vinsæla herralína frá Rochas Hin vinsæla Jeanlouis. dömulína Parfums MACASSAR ROCHAS 18.30 verður húsið opnað 19.00 hefst borðhald (vinsamlega komiö stundvíslega) Dömur og herrar fá litla gjöf og hressingu. Kynnir kvöldsins: Magnús Kristjánsson. FERÐAKYNNING 16. marz Hnífsdal 17. marz Vestmannaeyjar 18. marz Hollywood FERDASKRIFSTOFAN URVAL^LEr URVÖLL SIMI28900 VID AUSTURVÖLL SIMI26900 ViRIII QRVAIS EARÞECI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.