Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1982 41 JAMESBOND EKKIDAUÐUR ENN Jamcs Bond ekki dauður enn Handrit: Richard Maibaum/ Michael Wilson. Stjórn: John Glen. Kvikm.: Alan Hume. Tónlist flutt m.a. af Sheena Easton Sýningarstaður: Tónabíó Kvikmyndir eftir sögum Ian Flemings eru orðnar fjölmargar. Og allar snúast þær um sama gæ- ann, hinn ódrepandi James Bond, sem vinnur hjá „M“, hinum dul- arfulla yfirmanni bresku leyni- þjónustunnar. Hafa myndir um þennan yfirnáttúrulega njósnara náð slíkum tökum á Vesturlöndum að telja má James Bond meðal kennileita vestrænnar menningar á sjöunda og áttunda áratugnum og sómir kappinn sér vel við hlið Bítlanna. Og enn er Albert Brocc- oli að filma þennan ofurhuga, jafnvel þótt höfundur fyrirbrigð- isins hafi legið í gröf sinni í tvo áratugi og vísir menn þykjast geta sannað að búið sé fyrir löngu að filma þann texta sem kom úr penna þess ágæta manns Ian Flemings. Ekki virðist ljóminn heldur fara af James Bond þótt Broccoli velji nýja leikara í hlut- verkið. Um tíma héldu menn þó, að ástralski leikarinn George Laz- enby gengi af Bond karlinum dauðum. Að mati undirritaðs er samt mynd sú, sem Lazenby lék í og hét að því er mig minnir, „On Her Majesty’s Secret Service" al- skemmtilegasta Bond-myndin, hreint bráðfyndin. Auðvitað er Roger Moore skárri leikari en Lazenby, en hann skort- ir nokkuð sem varla má skorta í Bond-mynd; kostulegheit. Sögu- þráður James Bond-myndanna er nefnilega slík hringavitleysa að skorti aðalleikarann hæfileika til að krydda hann með glensi, þá fer maður að veita vitleysunni athygli og hættir þar með að lifa sig inní atburðarásina. Annars byggja nýjustu James Bond-myndirnar Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson fyrst og fremst á tæknibrellum og skuggalegum eltingarleik- Er elt- ingarleikur vondu kommanna við Bond karlinn oft á tíðum ansi spennandi í nýjustu mynd Tóna- bíós, „For Your Eyes Only“ (Að- eins fyrir yðar augu). Man ég vart eftir glæfralegra atriði en þegar Bond rennir sér með sundurskotna skíðastafi (eftir a-þýskan meist- ara í skotfimi) niður glerhála sleðabraut. Þetta atriði ásamt glæfralegum akstursatriðum lyfta myndinni um tíma, en heldur síg- ur nú spennan þegar Moore er kominn í tuttugu þúsund feta dýpi í þar til gerðri köfunarkúlu. Kapp- inn er nefnilega svo strokinn og fínn, að það er engu líkara en hann sitji í stofunni heima hjá sér. Breytir litlu þótt gat komi á kúluna. Annars er öll tæknivinna í þessari nýjustu Bond-mynd til fyrirmyndar og kvikmyndun Alan Hume býsna fagmannleg. Þó sést tæknimönnum yfir eitt smáatriði. Dáið fólk andar yfirleitt ekki né kiprar augun. Annars minntu þessar smá yfirsjónir leikstjórans John Glens mig á atriði í mynd- inni „The Invisible Man“. í mynd- inni sést á einum stað hvar ósýni- legi maðurinn hleypur kviknakinn undan lögreglunni. Hann sleppur, en lögréglan fetar slóð hans í hvítri snjóföl. Eru förin eftir skó- sóla. Tískusýning íkvöld kl 21.30 Modelsamtökin sýna fatnaö frá Dalakofan um í Hafnarfiröi. Skála fell HÓTEL ESJU BINGÓ Bingó í Templarahöllinni, Eiríksgötu 5, kl. 8.30 í kvöld. 18 umferöir og 4 horn. v Verðmæti vinninga 5.3Ó0.-. Sími 20010. Þar er fólkiö flest og fjöriö mest Laddi mætir á >'\ staðinn og a kemur öllum i \ ' óvart. T * Sjón <f mðgu rlkari. Það ac atvmg öruggt, aö þaö borgar aig aö mali f Manhatt- an á timmtudagakvöldum, því þaö er alltaf aitthvaö aö geraat. Logi Dýrfjörð verður í diskó- tekinu i alveg ekta stuöi. rjUa 18 ára ald- lVVi uratak- 1 // mark. — X\ Nafnskír- C teini. 1 ni í Snyrtilegur klæðnaftur. C BORDAPANTANIR í SÍMA 45123. MEIRI — MEIRI — MEIRIHÁTTAR hártízkusýning í HQLUWOOD gengst fyrir heilmikilli hártízkusýningu í Hollywood í kvöld Það eru þau Sólveig Leifs- dóttir, hárgreiðslustofunni Gígja, Sigahlíð 45, en hún vann 1. verðlaun í World Top Fashion Hair Styling Award í London og er einnig núver- andi íslandsmeistari í hár- greiðslu ... ... og hann Villi Þór góðkunningi okkar og hans frábæra starfs- fólk, sem sýna okkur og kynna whia hárgreiðsluvörur. *%£*?£*■ «eð J* * ri eeSÖ* , teng» Allir gestir verda leystir út með gjöfum frá WfllA Fastir viðskiptavinir Villa Þórs og Gfgju geta fengið boðsmiða á stofunum. Nú mæta allir í HQLLyWOOD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.