Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1982 45 Flísin og bjálkinn I Velvakanda fyrir 30 árum Löng og dyggileg þjónusta Fótviss og traustur hefur hann troðið götur og ör- æfaslóðir Islands í þúsund ár. Ótrauður hefur hann lagt út í ófæruna, þegar um lífið var að tefla. Léttstígur hefur hann tölt undir húsbónda sínum á góðum degi og mörg þung spor hefur hann átt úr hlaði. Nú er hann horfinn, íslenzki hesturinn úr lífsbaráttu þjóðar- innar. Nú er hann venjulega aukaatriðið eða hornrekan, sem hefur þokað. En minningin um hann fyrnist aldrei, til þess er þáttur hans of tvinnaður þjóð- sögunum, skaldskapnum og ævi- þræði þúsundanna. . . . Óaðskiljanlegir félagar Oaðskiljanlegir félagar Maðurinn var bjargarvana hestlaus eins og hestur- inn vann sigra sína í samvinnu við Islendinginn. Þannig fylgd- ust þeir að gegnum súrt og sætt, fyrst og fremst af einskærri nauðsyn. í hugum okkar er glæsilegur fákur óaðskiljanlega knýttur eiganda sínum og alla jafna þykir okkur íslendingur- inn kempulegastur á hestbaki. Keikur situr hann í söðlinum og fastur fyrir, meðan hann teygir hestinn á kostunum, stæltan, fjaðurmagnaðan og iðandi. Hver á að sitja hestinn? Einhvern veginn svona á hann að verða minnisvarð- inn, sem við reisum hestinum okkar. Við höfum ekkert að gera við lausbeizlaðan hest á fót- stalli. — Mann verður hann að hafa að förunaut. Samræmdur vilji þeirra og gleði og hreyfing á að meitlast í stein. Á þennan hátt einan verður minnisvarð- inn um hestinn fullkominn. Það sæmir, að knapinn sé höfðinglegur og það er viðeig- andi, að virðing fylgi nafni hans. Enginn á fremur erindi í söðul- inn en Sveinn Björnsson, fyrsti forseti íslands. Leiði, sem fáir þekkja Við norðausturhorn líkhússins, sem var í gamla kirkjugarð- inum við Suðurgötu, en þar sem nú er vel gert klukkuport, er leiði girt hárri járngirðingu. Fáir, sem ganga þarna um, vita, hver þar hvílir, því að engin áletrun er til leiðbeiningar. Það má kannski segja, þegar þessum áfanga er náð og menn hafa lagzt til hinztu hvíldar, að þá sé jafnt á komið með öllum og flestum sé sama, þó að þúfan sín týnist, ef ekki er eitthvað annað, sem heldur minningu þeirra á lofti. Mikið er það alltaf hvimleitt þegar að þeir sem eru meirimáttar ráðast að lítilmagnanum. Að slíku dæmi varð þjóðin vitni í gærmorg- un í útvarpsþættinum „Morgun- orð“. Ingimar Erlendur Sigurðs- son tjáði þar hug sinn í garð gamals einsetumanns langt vestur á fjörðum, en Ómar Rangrsson hafði viðtal við gamla manninn í sjónvarpsþætti um áramótin. Það hlýtur að vera harla góð líðan að vita svo mjög af eigin ágæti, að Þessir hringdu . . . Segið okkur hvað klukkan er — ekki að hún sé alveg að verða Haukur Friðriksson hringdi: „Mikið þykir mér slæmt hversu al- gengt er orðið að útvarpsþulir, sérstaklega í morgunútvarpi, segi að klukkan sé alveg að verða eitthvað — mér finnst að þeir ættu að segja okkur tímann alveg uppá mínútu. Það eru margir sem þurfa að vita hvað kiukkan er nákvæmiega — t.d. strætisvagna- Sólveig Sigfúsdóttir hafði sam- band við Velvakanda og bað okkur að koma því á framfæri við ráða- menn sjónvarpsins, að þeir sýndu fleiri myndir með Grétu Garbó og öðrum jíömlum kvikmyndastjörn- um. „Eg sá gamla mynd með Grétu Garbó í sjónvarpinu fyrir nokkru og þótti mjög gaman að henni“, sagði hún. „Ekki man ég hvað þessi mynd heitir en ég vildi óska þess að sjónvarpið sæi sér fært að sýna hana sem fyrst aftur, því ég veit um marga sem höfðu hægt sé að velja úr eitt gamal- menni, nefna það sem dæmi um andlegan innri tómleika og fleira þvíumlíkt, og úthrópa að þetta sé manneskja sem allir skuli varast að taka sér til fyrirmyndar. Því dettur manni í hug, hvor sé Guði þóknanlegri og mönnum reyndar líka — sá sem bendir á varnarlausan bróður sinn og hall- mælir eða hinn, sem með engu móti getur talað sínu máli. Júlía Gunnlaugsdóttir bílstjórar, þeim nægir ekki að vita að klukkan sé alveg að verða eitthvað.“ Fyrirspurn til yfirdýra- læknis — þarf að farga skjaldbökunni? E.K. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: „Ég eignaðist skjaldböku fyrir fimm árum og var henni smyglað til landsins en ekki flutt inn á vegum verslunar — þetta var áður en skjaldböku- æðið hófst hérna. Nú langar mig til að koraa á framfæri fyrirspurn til yfirdýralæknis, hvort ég þurfi að farga þessari skjaldböku vegna þeirrar sýkingarhættu sem kann að stafa af henni? Ég fékk þessa skjaldböku löngu áður en allar þessar skjaldbökur komu hingað, sem sýkingarhætta er talin stafa af, og hvorki ég né skjaldbakan mín höfum komið nálægt öðrum skjaldbökum." mjög gaman af henni og aðra sem ekki höfðu tækifæri til að sjá hana þegar hún var sýnd. Mér finnst líka að sjónvarpið mætti gjarnan sýna meira af kvikmyndum með gömlum kvikmyndastjörnum — við sem eldri erum höfum mjög gaman af að sjá þessar myndir aftur og svo eru þær í mjög mörg- um tilfellum töluvert betri en þessar nýju myndir, sem margar hafa á sér dálítið framleiðslu- snið.“ Daglega berst veikindatilfelli um taugaveikibróðun „Sýkillinn hefur dreifzt vídaa — segir Guðjón Magnússon, aðstoðarlæknir Á ANNAN TUG fólks hefur Teikst »f uugaveikibródur og heilbrigðisyf- irvöldum berast nú daglega fregnir af nýjum veikindatilfellum. Niður stoður rannsókna á um 30 vatna- skjaldbökum, sem flutUr voru ólög- lega til landsins, sýna ótvfriett, að skjaldbökur þessar hýsa Uugayeiki- bróður (salmonella parathypi B). Kannsóknarlögreglu ríkisins hefur borist ka'ra frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavikur á hendur gæludýra- verzluninni Amazon vegna ólöglegs innflutnings og sölu á vatnaskjald böknm. í fréttatilkynningu frá land- lækni og yfirdýralækni. sem barst Mbl. í gær segir m.a., aö á milli 200 og 400 vatnaskjaldbökur hafi verið fluttar ólðglega til landsins frá síðastliðnu hausti. Tvær versl- anir hafa flutt inn vatnaskjald- bókur, Amazon og Gullfiskabúðin í Fischersundi. Áskorun til ráðamanna sjónvarps: Sýnið gamlar kvikmyndir með Grétu Garbó og fleiri stjörnum RITVINNSLA I Næsta námskeið um Ritvinnslu I verður haldið að Ármúla 36 dagana 15.—19. mars nk. frá kl. 09—13. Á námskeióinu er gerö stutt grein fyrir gerð tölvunnar, tölvu- væöingu og áhrifum hennar á skrifstofustörf. Síöan veröur kynnt hvaö ritvinnsla er og þátttakendur þjálfaöir í notkun ritvinnslukerfisins ETC. ETC rit- vinnsluhugbúnaóur er á tölvu SKÝRR, en þátttakendur þjálfa sig á þetta kerfi meö aöstoð tölvuskjáa. ETC er öflugt rit- vinnslukerfi sem býöur uþþ á flesta kosti annarra ritvinnslu- kerfa, en aö auki getur þaö hag- nýtt sér getu stórrar tölvu- samstæðu. Námskeiöiö er ætlaö riturum sem vinna viö bréfaskríftir, skýrslugerðir, vélritun greina- gerða, útskrift reikninga eöa annars konar textavinnslu. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins í síma 82930. TÖLVUFRÆÐSLA A STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS SÍÐUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SÍMI 82930 Sklðaskólinn Kerlingarfjöllum Sumaráætlun 1982 Unglinganámskeið (6 dagar): 22. júní, 15. ágúst og 20. ágúst, (5 dagar): 25. ágúst. Fjölskyldunámskeiö (6 dagar): 27. júní, 4. júlí, 25. júlí og 8. ágúst, (5 dagar): 2. ágúst. Almenn námskeið (6 dagar): 11. júlí og 18. júlí, (4 dagar): 30. júlí (verslunar- mannahelgi) Kelgarferðir (föstudagur til sunnudags): fyrst 2. júlí, síöast 13. ágúst. Skólinn hefur til leigu kennsluskíöi, skíöastafi og skídaskó Bókanirog miðasala: FERDASKRIFSTOFAN URVAL VID AUSTURVÖLL SÍMI 26900 Kaupum hreinar léreftstuskur Móttaka Skeifunni 19. JflorjjunbTaíúíi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.