Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1982 Bridgehátíð ’82: Erlendu þátttakendumir ekki af verri endanum Bridge Guðmundur Páll Arnarson Á morgun, fostudaginn 12. marz, hcfst á Hótel Loftleiðum Bridgehá- tíð 1982: þ.e. annars vegar afmæl- ismót Bridgefélags Reyjavíkur (1942—82), sem er 36 para baro- meter tvímenningur; og hins vegar stórmót Klugleiða, sem er sveita- keppni með þátttöku 6 sveita. Sex erlend pör taka þátt í þessum mót- um: Alan Sontag — Peter Weichsel, Kon Kubin — Mike Becker frá Bandaríkjunum; Leif Eric Stabell — Tor Helncss, Harald Nordby — Jon Aaby frá Noregi; og lrving Rose — Rob Sheehan, Willie Coyle — Barnet Shenkin frá Bretlandi. í tvímenningskeppninni verða spiluð 105 spil, 3 spil á milli para. Verðlaunin eru rausnarleg: 1. verðlaun 1.500$ 2. verðlaun 1.000$ 3. verðlaun 750$ 4. verðlaun 500$ 5. verðlaun 250$ Keppnisstjóri tvímenningsins verður Vilhjálmur Sigurðsson. I sveitakeppninni spila 3 ís- lenskar sveitir auk erlendu gest- anna. Islensku sveitirnar eru sveit Sævars Þorbjörnssonar, Karls Sigurhjartarsonar og Arn- ar Arnþórssonar. Stjórn BR „valdi“ að velja ekki íslensku lið- in, heidur láta úrslit úr síðustu mótum ráða. Þannig skyldu sig- urvegarar aðalsveitakeppni BR komast í mótið (Sævar Þor- björnsson), og tvær efstu sveit- irnar úr undankeppni Reykja- víkurmótsins (Karl Sigurhjart- arson og Örn Arnþórsson). Ýmsir hafa látið í ljós óánægju með þessa valsaðferð stjórnar- innar. Þeim hefur fundist að stjórnin ætti einfaldlega að velja eftir bestu samvisku þær þrjár sveitir sem hún teldi bestar. Hvað sem því líður þá held ég að valið hafi tekist vel. Sveitirnar koma til með að spila 20 spila leiki, einfalda um- ferð. Það verða spiluð sömu spil í öllum leikjum hverrar umferðar. Flugleiðir gefa efstu sveitinni veglegan verðlaunagrip, en auk þess fá tvær efstu sveitirnar pen- ingaverðlaun; 1200$ í fyrstu verð- laun, en 800$ í önnur. Keppnisstjóri í sveitakeppninni verður Agnar Jörgensen. Aðstandendur þessa móts hafa lagt mikið kapp á að skapa góða aðstöðu fyrir áhorfendur. Hvert spil, bæði í tvímenningnum og sveitakeppninni, hefur verið vél- ritað á glæru og verður sýnt á tjaldi í sýningarsalnum. Auk þess verður sjónvörpum komið fyrir inni í sýningarsalnum og verður sjónvarpað frá einu borði í spila- salnum. Áhorfendur geta því virt fyrir sér samtímis spilið á tjald- inu og spilamennskuna í heitasta pyttinum í spilasalnum. Upp- tokuvélinni verður komið fyrir í loftinu þannig að sjónarhornið veður beint niður á borðið. Það verður því auðvelt að fylgjast með öllu sem gerist á borðinu, bæði sögnum (sagnmiðar) og úr- spili. Auðvitað geta áhorfendur einn- ig horft á inni í sjálfum spilasaln- um, en flakk á milli sýningarsals og spilasals verður ekki leyft nema á milli umferða. Erlendu þátttakendurnir á Bridgehátíðinni eru svo sannar- lega ekki af verri endanum. Son- tag og Weichsel eru eitt af fræg- ari pörum Bandaríkjamanna, nú- verandi Dallas ásar og margfald- ir meistarar á stórmótum i Bandaríkjunum og tvímenn- ingsmótum út um allan heim. Það voru þeir — ásamt Ron Rubin, sem þá spilaði við Matt Grano- vetter — sem sigruðu Lancia sveitina árið 1975 (Belladonna, Garozzo, Forquet, Sharif) og hlutu að launum 5 Lancia bifreið- ir. Sontag hefur skrifað tvær bridgebækur: The Bridge Bum og l'ower Precision. Fyrri bókin er eins konar sjálfsævisaga. Sontag er atvinnumaður í bridge og hann lýsir lífi sínu sem slíkur. Seinni bókin er kröftug útfærsla á Pre- cision kerfinu sem hann og Weichesel hafa þróað, en auk þess fléttar hann saman við greinagerðina fyrir kerfinu lýs- ingu á mesta peningamóti Banda- ríkjamanna: Cavendish Calcutta. Það mót unnu Sontag og Weichs- el tvö ár í röð, og í bókinni lýsir Sontag seinna mótinu sem þeir unnu. Sontag er býsna skemmtilegur höfundur, kannski aðallega vegna þess hvað hann er opinskár og drýldinn. Hann er alveg pottþétt- ur á því að Power Precision sé „besta kerfi á jörðu hér“, og gerir sér lítið far um að dylja þá sann- færingu sína. Og því skyldi hann gera það? I síðasta kafla bókar- innar segir frá lokaumferðunum í Calcutta mótinu, og öruggum sigri Péturs og Alans. Einn af þátttakendum mótsins var kvikmyndaleikarinn kunni Omar Sharif. Ómar er höfðingi í sér, og þegar úrslitin liggja fyrir gengur hann til strákana og segir: „Jæja drengir, nú drífum við okkur út á lífið." Seint um .nóttina, í ein- hverjum næturklúbbnum, getur Ómar ekki lengur setið á sér og spyr: „Hvernig stendur eignin- lega á því að þið eruð svona góðir, piltar?" Rjóðir og sælir, í sætri sigur- og kampavínsvímu svöruðu piltarnir tveir einum hálsi: „Það er kerfið." Hérna er fallegt spil sem Son- tag spilaði í fyrra sinnið sem þeir félagar unnu Cavendish Calcutta mótið: Norður s Á6 h 1032 18743 I G1053 Vestur Austur s G843 s K109 h 5 h G% t ÁK52 t G1096 1 Á964 1 D72 Suður s D752 h ÁKD874 t D I K8 Vestur Nordur Austur Sudur I tígull l’ass 2 títflar 4 hjörtu 1*188 1’a.SS 1*888 Sontag fékk út tígulás og meiri tígul. En gefum honum orðið: „Ég sá af sögnum að spaðinn var 4—3 með fjórlitnum í vestur. Ef aust- ur hefði átt 4 eða 5 spaða hefði hann sagt 1 spaða við 1 tígli, og ef vestur ætti fimmlit hefði hann væntanlega opnað á spaða. Ég gerði mér grein fyrir því að ef vestur ætti í spaðanum væri hæpið að spilið ynnist. Ég þyrfti að trompa tvo spaða og sennilega gæti austur yfirtrompað blindan. Þess vegna ákvað ég að spila austur upp á spaðakóng. En ég varð að fara varlega. Það var ekk- ert allt of mikið um innkomur í blindan og einhverntíma yrði ég Rob Sheehan að spila laufinu. Ég var reyndar ákveðinn í að hleypa laufgosan- um, þar eð vestur hafði opnað í spilinu. Alan Truscott skrifaði í The Times: „Að þessu athuguðu fann Sontag lykilspilamennskuna, hann spilaði smáum spaða frá báðum höndum!" Nú hafði ég fullt vald á spilinu. Vörnin spilaði trompi til baka, sem ég tók heima, tók spaðaás og hleypti laufgosanum. Vestur fékk á ásinn og spilaði tígli sem ég trompaði, trompaði spaða (kóng- urinn féll), dró trompin og lagði upp.“ Norðmennirnir sem hingað koma mynda kjarna norska landsliðsins. Þeir spiluðu t.d. allir á Evrópumótinu í Birmingham í sumar og höfnuðu í 4. sæti eftir að hafa leitt mótið lengi vel. Þeir eiga allir að baki ýmis frægðar- verk, Stabell er t.d. margfaldur Norðurlandameistari, bæði í unglingaflokki og opnum flokki. Stabell skrifaði athyglisverða grein í afmælisrit norska bridge- sambandsins. Hann gerir þar að umtalsefni einn þátt keppnis- bridge sem spilarar hugsa yfir- leitt lítið um: hvernig menn eigi að haga sér í keppni og fyrir keppni til að stuðla að því að þeir geri örugglega sitt besta. Hann hefur ýmsar ráðleggingar þar að lútandi. Eitt af því sem keppnisspilarar uppgötva fljótt er hvað það getur verið ótrúlega slítandi að spila í keppni. Þreytan stafar ekki endi- lega af því að svo mikil orka fari í að hugsa; það er fyrst og fremst streitan og spennan sem lýja menn. Og eftir því sem þreytan og streitan er meiri verður sífellt erfiðara að einbeita sér. Þess vegna segir Stabell: Æfðu þig í að slappa af fyrir keppni, en ekki Irving Rose síst í hita leiksins. Annað sem Stabell telur mikilvægt er að vera síétandi eða réttara sagt nart- andi við bridgeborðið. Blóðsykur upp í heilann og hann vinnur bet- ur! Ekki svo að skilja að menn eigi að belgja sig út og halda kviðnum alltaf vel fullum. Alls ekki! Orkan á að fara í að hugsa, ekki að melta. Hann segir skemmtiléga sögu frá árinu 1973, þegar hann og sveitarfélagar hans, þá 18 ára gamlir, kepptu fyrst á Noregs- meistaramótinu. Þeim hafði vegnað vel og voru komnir með talsverða sigurmöguleika þegar þeir mættu meisturum fyrra árs. Allt gekk að óskum í fyrri hálf- leik, þeir höfðu 15 IMPA forskot. Andstæðingar þeirra virtust ekk- ert fúlir yfir því að vera undir; þvert á móti voru þeir svo vin- gjarn'egir að bjóða strákunum í mat á glæsilegum veitingastað. Þar hvöttu þeir piltana óspart til að panta allar þær kræsingar sem þá lysti. Sem strákarnir auð- vitað gerðu. T-beins steikur og buff á línuna, súpa á undan og ís á eftir. Vitaskuld voru Stabell og félagar himinlifandi yfir örlæti andstæðinga sinna, en fannst skrítið að þeir sjálfir skyldu ekki panta sér annað en létta græn- metissúpu! En þeir um það. Seinni hálfleiknum tapaði sveit Stabell með yfir 50 IMPum. Síðan hafa þeir látið grænmetissúpuna duga fyrir leiki. Fleira bendir Stabell á. T.d. hvernig spilarar eigi að bregðast við þegar illa gengur. Hann ráð- leggur mönnum að taka sér hlé eftir „vondu spilin", fara á kló- settið, kaupa kók, eða eitthvað í þá áttina. Það er mikið til í þessu. Þrír af þeim fjórum Bretum sem spila á Bridgehátíðinni komu hingað til lands með breska landsliðinu 1972 á 30 ára afmæli BR. Það eru þeir Rose, Sheehan og Coyle. Allir þessir þrír eru margreyndir landsliðsmenn; og Rose og Sheehan voru í breska liðinu sem hafnaði í 2. sæti á EM í sumar og spiluðu því á HM í New York í haust. Sheehan þykir góður tæknimaður, nákvæmur og öruggur. Rose er hins vegar fræg- ur fyrir frjótt ímyndunarafl og dirfsku, eins og eftirfarandi spil vitnar um. Það er frá landsliðs- keppni Breta sem haldin var fyrir Evrópumótið siðasta. Norður gefur, A—V á hættu. Norður s 64 h 42 t 52 I ÁDG9742 Austur sG7 h KG9853 t G8 I K106 Suður s10853 h 6 t KD109743 15 Sheehan í norður vakti á 3 laufum. Austur sagði pass. Hvað hefðir þú sagt á suðurspilin? Þrjá tígla? Fimm tígla, kannski? Rose sagði 5 lauf! Vestur dobl- aði auðvitað, Sheehan passaði og austur sagði 5 hjörtu. En ekki fannst Rose nóg að gert og sagði 6 lauf!! Vestur þóttist þá viss um að makker sinn ætti í mesta lagi eitt lauf og lét sig hafa það að fara í 6 hjörtu. Gegn 6 hjörtum spilaði Shee- han út laufás og — meira laufi. Það var þessu spili að þakka að Sheehan og Rose komust áfram í baráttuni unt landsliðssæti! Það er full ástæða til að hvetja bridgeáhugafólk til að koma á Loftleiðir og fylgjast með þessum einstæða bridgeviðburði. Ef vel tekst til núna verður slík hátíð vonandi haldin árlega framvegis. Flugleiðir hafa a.m.k. áhuga á því, og það er meiningin að kalla mótið Loftleiðir Cup út á við. Dagskrá bridgehátíðarinnar verður þannig: Köstudagur 12. marz: Kl. 16.00 Afmælismót BR sett. Að lokinni setningar- athöfn hefst spila- mennska og er fyrir- hugað að spila til mið- nættis með matarhléi milli kl. 19 og 20, alls 17 umferðir. I.augardagur 13. marz: Kl. 10.00 Afmælismóti BR haldið áfram og er áformað að því ljúki um kl. 18.30. Matarhlé verður milli kl. 12 og 13. Kl. 20.30 Afmælishóf BR. Það hefst með borðhaldi en á eftir verður dansað til kl. tvö. Verðlaun fyrir afmælismótið verða af- hent. Sunnudagur 14. marz: Kl. 13.15 Stórmót Flugleiða sett, en að setningu lokinni hefst mótið og verða spilaðar tvær umferðir til kl. 19. Kl. 20.30 Stórmót Flugleiða, ein umferð. Mánudagur 15. marz: Kl. 16.00 Stórmót Flugleiða, ein umferð. Kl. 20.00 Síðasta umferð. Kl. 22.45 .Verðlaunaafhending fyrir stórmót Flugleiða; hátíðinni slitið. Norska liðið sem kemur á Bridgehátíðina. Fullorðni maðurinn á miðri myndinni er Rarik Halle, einn af frægustu spilurum Norðmanna hér áður fyrr og margreyndur landsliðsmaður. Annars eni frá vinstri talið: Jon Aaby, Tor Helness, Harald Nordby og Leif Eric Stabell. Vestur s ÁKD92 h ÁD109 t Á6 183

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.