Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.03.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1982 23 REGNBOGINN hefur hafið sýn- ingar á sansku myndinni Monte- negro, sem Bo Jonsson stjórnaði fyrir Viking Film. Myndin segir frá Marilyn Jord- an, sem er bandarísk að uppruna, en gift sænskum kaupsýslumanni, en hjónin leika Susan Anspach og Erland Josephson. Þrátt fyrir glæsilegan ytri ramma er Marilyn „mannleg tímasprengja, sem af leiðindum og tilbreytingarleysi gæti sprungið þá og þegar", segir í kynningu kvikmyndahússins. í myndinni segir svo frá því er Mar- ilyn verður viðskila við mann sinn í flugstöðinni; hann heldur til Brasilíu, en hún fer aftur inn í Stokkhólmsborg með júgóslavn- esku fólki, sem hún hittir. Einn þeirra á vínbar í borginni og þar dvelur Marilyn yfir áramótin „og tekur þátt í öllu sem fram fer“. Jónas Ingimundarson á tónleikaferð um Norðurland vestra JÓNAS Ingimundarson píanóleikari heldur tónleika á fjórum stöðum á Norðurlandi vestra næstu daga. Fyrstu tónleikarnir verða á Hvammstanga á föstudagskvöld, á laugardag spilar Jónas á Blöndu- ósi, á sunnudagskvöld í Varmahlíð og á mánudagskvöld á Hofsósi. Háskólatónleikar: Verk eftir Villa-Lobos og Beethoven ÞRETTÁNDU Háskólatónleikar vetrarins verða haldnir á morgun, föstudag 12. mars, í Norræna hús- inu og í hádeginu eins og venja er orðin. Þá verður leikin Fantasie Con- certante eftir brasilíska tónskáld- ið Hector Villa-Lobos og Tríó í B- dúr, op. 11 eftir Ludwig van Beet- hoven, en eins og verknúmerið bendir til, er þetta með fyrri verk- um meistarans, meðan hann er enn í æskumótun, segir í frétt frá tónleikanefnd Háskólans. Flytjendur eru Einar Jóhann- esson á klarinett, Hafsteinn Guð- mundsson á fagott og Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir á píanó. Montenegro í Regnboganum Á efnisskránni eru verk eftir tvo höfunda, Fredrich Chopin og Modeste Mussorgsky, en eftir þann fyrrnefnda leikur Jónas tvær Pólónesur, sex Etýður og Ballöðu í g-moll, en eftir Mussorgsky leikur Jónas Myndir á sýningu. Jónas Ingimundarson lék þessa efnisskrá fyrir skömmu í Þor- lákshöfn og Borgarfirði, en síðan um áramót hefur hann haldið 10 tónleika úti á landi, ýmist einn eða með öðrum, m.a. Simon Waughan og Sigríði Eilu Magnúsdóttir í Borgarnesi, Vík í Mýrdal, Kirkju- bæjarklaustri og á Akureyri. Jónas Ingimundarson Leikendur í ísjakanum. Akranes: Leikklúbbur Fjölbrauta- skólans sýnir ísjakann LEIKKLUBBUK Fjölbrauta- skólans á Akranesi frumsýnir annað kvöld kl. 20.30 leikritið ísjakann eftir Felix Liitzken- dorf, undir leikstjórn Sigrúnar Björnsdóttur. „ísjakinn" gerist í þriðju heims- styrjöldinni og fjallar á gaman- saman hátt um þá aðstöðu sem skapast er báðir stríðsaðilar mæt- ast vopniausir á isjaka lengst norður í hafi. Og hvernig kven- kyns foringjum beggja liða tekst að halda uppi hinum stranga her- aga, segir í frétt frá leikklúbbnum. ísjakinn er fjórða verkefni Leikklúbbsins, en áður hefur hann sýnt einþáttungana Nakinn maður og annar á kjólfötum og Bónorðið, gamanleikritið Elsku Rut og á síð- astliðnu ári sakamálaleikritið Músagildruna eftir Agöthu Christie, við góðar undirtektir bæjarbúa. Rúmlega 30 nemendur við fjöl- brautaskólann vinna við sýning- una en í hlutverkum eru þau Anna Hermannsdóttir, Ingi Þór Jóns- son, Helga Braga Jónsdóttir, Bjarni Sigurðsson, Guðlaugur Hauksson, Guðfinna Rúnarsdóttir og Ingimar Garðarsson. Næstu sýningar á Isjakanum eru laugardaginn 12. og sunnudag- inn 13. mars en sýnt er í sal fjöl- brautaskólans. Jazz með Joe Newman BANDARÍSKI trompetleik- arinn Joe Newman hefur nú dvalið hér í nokkra daga og verið við kennslu í tón- listarskóla FIH. Tónleikar voru með Joe Newman í Broadway sídastliðinn mánudag, þar sem fór ekki framhjá neinum að hér er á ferðinni toppsvingleikari, eins og marka mátti á þeim áhrifum, sem hann hafði á meðleikara sína, segir í fréttatilkynningu frá Jazz- vakningu. Heimsókn Joe New- mans mun ljúka með tvennum tónleikum í Djúpinu v/Hafnarstræti á fimmtudagskvöld og föstudagskvöld. Þar kem- ur hann fram með tríói Kristjáns Magnússonar. Einnig mun bandaríski gítarleikarinn Paul Weed- en koma fram þessi kvöld ásamt tríói. Fyrirhugað er að þessum tónleikum ljúki svo með „jam-session“. Tónleikarnir hefjast bæði kvöldin kl. 21 og standa fram til 01. P1N K FLOYD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.