Morgunblaðið - 09.05.1982, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 09.05.1982, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982 t Konan mín og móöir okkar, ÞURÍDUR BÆRINGSDÓTTIR frá Hóli í Hvammsaveit, lést aófaranótt 7. maí. Ingvar Kristjénsson og börn. + Móöir okkar. KATRÍN KOLBEINSDÓTTIR, Miötúni 9, Reykjavík, andaöist fimmtudaginn 6. mai. Börnin. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, LOUISE V. DALMAR er látin. Jarðarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Faöir minn, EYJÓLFUR FINNBOGASON, Lindargötu 13, Sauöórkróki, andaöist í Landspítalanum 7. maí. Fyrir hönd vandamanna, Guörún Eyjólfsdóttir. Oddur Matthías Helgason — Minning Á morgun, mánudag, verður kvaddur hinztu kveðju góður vin- ur og fyrrverandi samstarfsmaður minn, Matthías Helgason, bakara- meistari, sem lézt á heimili sínu 29. apríl sl. Matthías fæddist í Hafnarfirði 4. janúar 1907, sonur hjónanna Bjarnasínu Oddsdóttur og Helga Einarssonar, sjómanns fra Bjarnabæ í Hafnarfirði. Matthías og systkini hans voru alltaf kennd við Bjarnabæ, sem nú er Suður- gata 38. Systkinin voru sjö og var Matthías næstelztur, elzt var Þóra Kristín, en hún lézt í ársbyrjun 1975, þá Einar, Margrét, Sigríður, Bjarni og Helgi. Þegar Matthías var aðeins 15 ára gamall missti hann föður sinn, en móðir hans hafði þá misst heilsuna og var rúmliggjandi allt til dauðadags. Maíthias og Þóra systir hans, þá 17 ára, tóku þá að sér heimilið og ólu upp systkini sín, sem öll voru innan fermingaraldurs, það yngsta aðeins eins árs. Þetta er ótrúlegt en satt og óskiljanlegt fyrir mig og annað nútímafólk, þar sem á þessum árum var ekki um neina opinbera aðstoð að ræða, t.d. almannatryggingar, sjúkra- samlag eða lífeyrissjóði, eins og nú er. Matthías byrjaði ungur að stunda sjómennsku og þá fyrst með föður sínum. En svo var það á milli vertíða, að hann réð sig til skamms tíma í vinnu hjá Kex- og brauðgerð Ásmundar Jónssonar, Hafnarfirði (Ásmundarbakarí) til að vinna sér inn peninga fyrir fermingarfötum. En þegar Matthías ætlaði að hætta, þá bað Ásmundur hann mjög eindregið að vinna hjá sér áfram og fór svo að lokum að hann gerði það, enda sá Ásmundur strax hversu mikill mannkostamaður Matthias var, því hjá honum fór saman dugnað- ur, samvizkusemi og stjórnsemi. Að nokkrum tíma liðnum hvatti t Útför GESTS ÓSKARS FRIÐBERGSSONAR, f.v. yfirvólstjóra, Laugarnesvegi 104, veröur gerö frá Dómkirkjunni, þriöjudaginn 11. mai 1982 kl. 13.30. Blóm vlnsamlegast afþökkuö. Marla Friöbergsson, Hólmfríöur, Alice, Agnea, Karen, Vilborg og Kristrún Gestsdætur, Ómar og María Vala Friðbergs. t JÓHANNESJÓHANNSSON, Hóteigsvegi 19, lést í Landspítalanum 26. apríl sl. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Jóhann Ágúst Jóhannesson, Jóhannes Jóhannsson, Helga Thoroddsen og barnabarnabörn. t Móöir okkar og tengdamóöir mín, ÞORSTEINSÍNA GÍSLADÓTTIR, Úthlíö 3, verður jarösungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 10. maí kl. 13.30. Áslaug Axelsdóttir, Ólafía Axelsdóttir, Auöur Ólafsdóttir. t Bróðir okkar, ODDUR MATTÍAS HELGASON, Suóurgtötu 38, Hafnarfirði, veröur jarðsunginn frá Hafnarfjaröarkirkju, mánudaginn 10. maí kl. 2 e.h. Blóm eru vinsamlega afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á aö láta líknarstofnanir njóta þess. Einar Helgason, Margrót Helgadóttir, Sigríöur Helgadóttir, Bjarni Helgason Helgi Helgason. t Móðir okkar, MARÍA VfÐIS JÓNSDÓTTIR, veröur jarösungin frá Hafnarfjaröarkirkju, miövikudaginn 12. maí kl. 14.00. Dóra Þorvaldsdóttir, Þorvaldur S. Þorvaldsson. Herdís Þorvaldsdóttir, Þóra Þorvaldsdóttir, María Þorvaldsdóttir, t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móður okkar og tengdamóöur, KARLOTTU S. ÞORSTEINSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum viö hjúkrunarfólki og starfsfólki Sólvangs. Kristín Þorsteins, Bragi Helgason, Anton Helgi Jónsson, Margrót Steinsdóttir. Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu er sýndu okkur samúö og vinarhug vegna andláts REYNIS GUDMUNDAR JÓNASSONAR, verkfræóings. Guörún Teitsdóttir, Hretna Magnúsdóttir, Arndís Reynisdóttir, Jónas Valdimarsson, Unnur Kristinsdóttir, Valdimar Jónasson. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarð- arför móöur okkar, tengdamóöur, ómmu og langömmu, STEINUNNAR GUÐBRANDSDÓTTUR, Njarðvíkurbraut 19, Innri-Njarövik. Guö blessi ykkur öll. María Þorsteinsdóttir, Guöbrandur Þorsteinsson, Guöný Þorsteinsdóttir, Siguröur Þorsteinsson, Hókon Kristinsson, Þóra Erlendsdóttir, Ingimundur Eiríksson, Ásdís Minný Siguröardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö fráfall sonar míns, fóst- ursonar, bróöur og mágs, JÓNS VALDIMARS LÖVDALS, Hóbergi 36. Sérstakar þakkir sendum viö Björgunarsveitinni í Sandgeröi og öörum fyrir veitta aöstoö. Guö blessi ykkur öll. Sigrún Jónsdóttir, Gunnar Sigurgeirsson, Ragnar Lövdal, Kristín Halldórsdóttir, Jóhann Lövdal, Gunnar Ingi Lövdal, Ólafía Lövdal, Edda Lövdal, Ingiberg Baldursson, Sigurgeir Gunnarsson. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 svo Ásmundur Matthías til að nema bakaraiðn, gerði hann það og tók sveinspróf með góðum vitn- isburði, enda ekki við öðru að bú- ast af jafn samvizkusömum og kappsömum manni sem Matthías var. Og enn var haldið áfram þar til hann öðlaðist meistararéttindi i iðn sinni. Ég minnist alltaf orða Matthí- asar, þegar ég sem unglingur fór að vinna með honum í fyrsta sinn í bakaríinu, og þá aðallega við að skera tvíbökur og pússa plötur. Er ég var búinn að vinna nokkrar vik- ur, þá fannst mér Matthías vera alltaf að bæta við tvíbökurnar og kringlurnar (þ.e. harðabrauðið) og við þetta fjölgaði auðvitað plötun- um, sem þurfti að hreinsa. Þá hafði ég orð á því við hann, að það væri bakað alltof mikið af þessu harðabrauði, maður losnaði orðið svo seint á daginn. „Þegiðu nú, strákur, haltu bara áfram að skera, þú mundir ekki láta svona, ef þú ættir þetta sjálf- ur,“ svaraði hann um hæl. Þannig var Matthías alla tíð, húsbóndahollur. Ég minnist einnig orða föður míns sáluga, er hann hélt upp á 45 ára starfsafmæli Matthiasar og sagði: „Það er ótrúlegt en satt, að í þessi 45 ár hefur Matthias ekki vantað einn einasta dag, hann hef- ur alltaf mætt manna fyrstur til vinnu og farið síðastur." Matthías, sem í upphafi ætlaði sér einungis að vinna í skamman tíma í bakaríinu, eins og áður get- ur, starfaði hvorki meira né minna en í 49 ár við fyrirtækið, en varð þá að láta af störfum vegna heilsubrests. Matthías var morgunmaður, sem gekk rösklega til vinnu sinnar og skilaði miklum og góðum af- köstum alla tíð. Hann var traust- ur og hollur ráðgjafi þeim, sem hann vann með, enda vel að sér í sinni grein, sem öðru. Ég veit að Matthías kærði sig ekki um neinar lofgreinar, því að hann var meðal hinna kyrrlátu í lífinu, hógvær, yfirleitt glaðvær, gat verið glettinn án græsku, ákveðinn án gremju, hlýlegur án smjaðurs og uppgerðar, hæglátur en þó marksækinn. Hann lét alltaf sem minnst bera á eigin áhyggjum vegna þess heilsubrests, sem hann átti við að stríða síðustu árin sem hann iifði, enda var það ríkt í fari hans að mæta andstreymi með styrk og kjarki, hopa hvergi. Nú eru þáttaskil, horfinn er traustur, ástrikur bróðir, mágur, frændi, samferðamaður og vinur. Yfir minningum er bjart og trúin brúar bilið til meira ljóss og starfs. Að síðustu kveð ég vin minn, Matthías Helgason, með orðum Jónasar Hallgrímssonar, er hann kvaddi vin sinn einn: Klýl |mt vinur í fegra hoim. Krjúplu aó fólum frióarboóans og fljúgðu á va’ntyum morgunroðans meira aó slarfa guðs um gt*im. Þar sem góðir menn fara eru guðs vegir. Valur Ásmundsson Hinn 29. apríl sl. lést að heimili sínu í Hafnarfirði Oddur Matthías Helgason, bakari. Fæddur var hann 4. janúar 1907, sonur hjón- anna Bjarnasínu Oddsdóttur og Helga Einarssonar, sjómanns, sem bjuggu í Bjarnabæ, nú Suður- gata 38. Hjá okkur eldri Hafnfirðingum gekk Oddur Matthías ávallt undir nafninu Matti í Bjarnabæ, og mun það haft svo hér. Eins og títt var um drengi á uppvaxtarárum Matta hér i Hafn- arfirði, var snemma byrjað að taka til hendi við hin ýmsu störf til framfærslu heimilanna, þá að- allega vinna að sjávarnytjum, og það gerði Matti. Hann mun hafa verið ellefu ára eða tólf, þegar hann fékk að fara vortúr, eins og það var kallað, með skútu, sem faðir hans var á. Þetta var mikil upplifun fyrir Matta, því fannst mér gæta trega hjá honum, er hann stundum minntist þessarar ánægjulegu sjóferðar sinnar, því

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.