Morgunblaðið - 15.05.1982, Qupperneq 1
48 SIÐUR
104. tbl. 69. árg.
LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Sovézkt herskip í
Eystrasalti alelda
Stokkhólmi, 14. mal. AP.
SOVÉZKT herskip, annað hvort
beitiskip eða stór freigáta, stóð i
Ijósum logum i alþjóðlegu hafsvæði
undan ströndum Lettlands í Eystra-
salti í dag, að sögn sænsku strand-
gæzlunnar.
Strandstöð á Gotlandi heyrði
ófullkomið neyðarkall síðdegis og
fann eftirlitsflugvél strandgæzl-
unnar skipið síðar, þar sem það
var statt 22 sjómílur undan hafn-
arborginni Liepaja (Lipau).
Að sögn strandgæzlunnar logaði
í skipinu framan brúarinnar, og
steig upp þykkur, kolsvartur
reykjarmökkur, og því ógerlegt að
sjá hversu útbreiddur eldurinn
var.
Svíar hófu ekki björgunarstarf,
þar sem ekki barst beiðni um að-
stoð, og Rússar eru kunnir fyrir að
vilja aðstoða sín skip sjálfir án
íhlutunar annarra.
Þannig kröfðust þeir þess að fá
að bjarga sjálfir kafbátnum, sem
strandaði langt innan sænsku
landhelginnar í október, nánast
uppi í fjöru á einum hernaðarlega
viðkvæmasta hluta sænsku
strandlengjunnar.
Mörg skip stefndu í átt til hins
brennandi skips, en strandgæzlan
gaf ekki upp þjóðerni þeirra.
40.000 manna^herlið
í norðurhluta ísraels
Tel Aviv, 14. maí. AP.
RAPHAEL Eytan hershöfðingi, yfir-
maður herafla Israels, staðfesti í
dag, að ísraelar hefðu safnað saman
miklu liði við landamæri Líbanons
til hugsanlegra aðgerða gegn skæru-
liðum frelsissamtaka Palestínu-
manna handan landamæranna.
Eytan sagði að aðgerðir gegn
skæruliðum lægju ekki í loftinu,
en Palestínumenn ættu að vera
þess meðvitandi, að þeir myndu
þurfa að gjalda stórum ef til átaka
kæmi. Eytan er kunnur fyrir
hörku sína í garð skæruliða PLO,
og af sumum sagður leiðtogi harð-
línumanna, en ágreiningurinn um
það hvort ráðast skuli inn í Líban-
on hefur valdið sundrungu í stjórn
Begins.
Að sögn ísraelskra fjölmiðla eru
Begin, Ariel Sharon varnarmála-
ráðherra og ýmsir ráðherrar aðrir
hlynntir innrás, en þeir hafa mætt
harðri andstöðu í stjórninni.
Óljóst er hversu fjölmennt her-
lið er nú samankomið nyrst í ísra-
el, en sumar heimildir telja þar
vera allt að 40 þúsund manna lið.
Geysilegt magn hergagna hefur
einnig verið flutt þangað.
Haft var eftir Begin í dag, að
ísraelsmenn hefðu gefið kristnum
hægri mönnum í suðurhluta Líb-
anon vopn að verðmæti eitthundr-
að milljóna dollara á síðustu ár-
um.
Brezku kvikmyndatökukonurnar Cindy Buxton (Ijóakan) og Annie Price
brosa sínu blíðasta á blaðamannafuadi eftir að þær komu til Lundúna í gær
frá Suður-Georgíu, þar sem þær voru að taka náttúrulífsmyndir er Argentínu-
menn gerðu innrás i eyjarnar. Þær urðu innlyksa á eyjunum eftir innrásina 3.
apríl, en urðu ekki fyrir áreitni Argentínumanna. Sinumrad-AP.
Margaret Thatcher um Falklandseyjadeiluna:
Friðsamleg
unnar ef til
l/ondon, Buenos Aires, 14. msí. AP.
MARGARET Thatcher, forsætisráð-
herra Bretlands, varaði í kvöld við þvi,
að ef til vill væri útilokað að leysa
Falklandseyjadeiluna á friðsamlegan
hátt „Og þá eigum við ekki nema um
einn kost að velja," sagði Thatcher.
Ilún sagði að hernámi Argentínu-
manna „þyrfti að ljúka“, og því „yrði
hrundið".
Javier Perez de Cuellar, fram-
kvæmdastjóri SÞ, sem reynt hefur í
átta daga að leysa deiluna á frið-
samlegan hátt, sagði úrslit myndu
ráðast um helgina, hvort tilraunirn-
ar bæru árangur eða ekki. Hann
sagði bilið milli deiluaðila hafa
minnkað, en viss ágreiningur væri
enn óleystur. Galtieri hershöfðingi
sagði í dag, að friðarviðræðurnar
hefðu verið erfiðar og hægfara, en
málin hefðu þokast í rétta átt. Hann
er sagður hafa sýnt „nýjum hug-
myndum" Bandaríkjamanna áhuga,
að sögn Lundúnablaðsins Times, en
blaðið heldur því fram í dag, að eng-
inn árangur hafi orðið af tilraunum
Perez de Cuellar.
Talið er að Thatcher hafi með um-
mælum sínum viljað kveða niður
ótta íhaldssamra blaða og 70 þing-
manna um að Francis Pym utanrík-
isráðherra undirbúi „diplómatíska"
lausn deil-
yill útilokuð
flotinn væri innlyksa í höfn eða fast
við strönd Argentínu. Engin tíðindi
bárust af vettvangi, en brezk blöð
sögðu að herskipið sem varð fyrir
árás þriggja Skyhawk-orrustuvéla á
miðvikudag væri beitiskipið Glasg-
ow, sem er systurskip Sheffield, sem
eldflaug grandaði 4. maí sl. Press
Association sagði „kraftaverk"
hversu vel Glasgow slapp, því
sprengja hefði komið niður á þilfar
skipsins og farið niður á milli þilja
án þess að springa. Engin árásar-
flauganna komst undan.
Rússar komu hörðum mótmælum
á framfæri við brezk stjórnvöld í
dag og sögðust álíta bannsvæði
Breta umhverfis Falklandseyjar
brjóta í bága við alþjóðalög.
Tæplega 200 argentínskum her-
mönnum, sem gáfust upp fyrir Bret-
um á Suður-Georgíu, var fagnað
sem hetjum er þeir komu til Buenos
Aires í dag.
Samkvæmt síðustu fregnum
ákvað Sir Anthony Parsons að
halda til Lundúna til viðræðna við
stjórn Thatcher áður en framhald
gæti orðið á friðarumleitunum
framkvæmdastjóra SÞ. Talsmenn
Breta neituðu að friðartilraunirnar
hefðu farið í vaskinn.
uppgjöf fyrir Argentínumönnum.
Flest Lundúnablöðin hvöttu í dag til
árásar á Falklandseyjar hið snar-
asta, sögðu tíma til kominn að ráð-
ast á land og endurheimta eyjarnar
úr höndum Argentínumanna.
John Nott varnarmálaráðherra
sagði í morgun á ársfundi skozkra
íhaldsmanna að stjórnin hygðist
ekki svíkja Falklendinga. „Áatandið
á eyjunum getum við ekki þolað öllu
lengur og ásetningur okkar er skýr.
Ef þörf krefur, þá beitum við valdi
til að endurheimta eyjarnar."
Nott viðurkenndi, að hugsanlega
hefði hernámsliðinu borist vistir í
skjóli myrkurs og illviðris, sem nú
geisar við Falklandseyjar. Svarta-
þoka er þar um slóðir, stormur og
stórsjór. Hann gagði að argentínski
FRA einum viðræðufundinum i Falklandaeyjadeihinni. Javier Perez de Cu-
ellar, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (Lv.), ræðir við Sir Anthony
Parsons, sendiherra Breta hjá SÞ. Að sögn kunnugra hefur orðið lítill sem
enginn árangur af þreifingum Perez de Cuellar, og í gær komu fram nýjar
tillögur Bandaríkjamanna til lausnar deilunni. .\p-mynd.
Dollari
styrkist
London, 14. mai. AP.
VERÐ á dollara hækkaði á peninga-
mörkuðum í Evrópu í dag vegna spá-
dóma um að bankavextir myndu
ekki lækka í Bandaríkjunum á
næstu vikum og vegna flugufregna
um að peningamagn í umferð vestra
yrði stóraukið eftir helgina. Dollar-
inn stendur því styrkari nú en í viku-
byrjun.
Gullúnsan hækkaði um tæpa
sex dollara í London og þrjá í Zú-
rich, þótt lítið fjör væri í viðskipt-
um. Kostaði únsan 338,12 dollara í
London og 334,5 í Zúrich. Einnig
hækkaði silfurverð lítillega.
Staða brezka pundsins var nán-
ast óbreytt við lok viðskipta i dag,
miðað við stöðu þess á mánudag.
Eldgosí
St. Helens
Vucovver, 14. maí. AP.
HRAUNGOS hófst í St. Helens
eldfjallinu í Washington-ríki
árla í dag, og stóð gosmökkurinn
eins og fjaðraskúfur sextán þús-
und fet í loft upp.
Flugmenn lítillar flugvélar,
sem var í nánd við fjallið þegar
gosið hófst, sögðu glóandi
hraunskriður hafa oltið niður
norðausturhlíðar fjallsins og
gosaska féll í norðvesturhlíð-
arnar.
Skjálftavirkni var mikil í
eldfjallinu í dag, og þótti hegð-
an skjálftana benda til mikils
hraunstreymis undir fjallinu.
Bandaríska jarðfræðistofn-
unin og jarðvísindadeild
Washington-háskóla gáfu út
tilkynningar í gær um gos-
hættu í St. Helens. Spáðu
stofnanirnar eldgosi innan 36
stunda.
100.000 fangar
í Afghanistan
Stokkhólmi, 14. mai. AP.
RÚMLEGA hundrað þúsund
manns, þar á meðal 2.000 konur
með börn, hafa verið hneppt í
varðhald síðan Rússar réðust inn i
Afghanistan í desember 1979 fyrir
að veita Rússahollri stjórn lands-
ins andspyrnu, að því er fulltrúar
afghönsku andspyrnuhreyfingar-
innar héldu fram í Stokkhólmi í
dag, föstudag.