Morgunblaðið - 15.05.1982, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ1982
5
Birgir fsl. Gunnarsson
Albert Guðmundsson
Davíð Oddsson
Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík:
Útifundur á Lækjartorgi
miðvikudaginn 19. maí nk.
SjálfstKðisfélögin í Reykjavík
gangast fyrir útifundi á Lækjartorgi
miðvikudaginn 19. maí næstkom-
andi í tilefni borgarstjórnarkosn-
inganna og hefst fundurinn klukk-
an 17.15.
Fundurinn hefst með setning-
arávarpi Birgis ísl. Gunnarsson-
ar fyrrverandi borgarstjóra í
Reykjavík. Þá flytja ávörp Albert
Guðmundsson, Davíð Oddsson,
Ingibjörg Rafnar og Katrín
Fjeldsted, en Katrín skipar 11.
sæti framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins.
Á milli atriða leikur tríó Magn-
úsar Kjartanssonar nokkur þekkt
Reykjavíkurlög eftir ýmsa kunna
höfunda. Áður en fundurinn
hefst, frá kl. 16.45., leikur
hljómsveit Tónlistarskóla FÍH
nokkur lög. Hljómsveitina skipa
tuttugu menn, en stjórnandi er
Reynir Sigurðsson.
Kynnar á fundinum verða
Hulda Valtýsdóttir og Markús
Örn Antonsson.
Ingibjörg Rafnar
Hulda Valtýsdóttir
Katrín Fjeldsted
Markús Örn Antonsson
FÍB 50 ára:
Hátíðarfundur í
Þjóðleikhúsinu
FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda
efnir til hátíðarfundar í Þjóðleik-
húsinu laugardaginn 15. maí kl.
14.00 í tilefni 50 ára afmælis fé-
lagsins en það var stofnað í maí
1932. Hátíðarfundurinn er opinn
öllum félagsmönnum FÍB á meðan
húsrúm leyfir en nauðsynlegt er að
sýna boðskort eða félagakort við
innganginn. Fundurinn verður tek-
inn á myndband.
Dagskrá fundarins verður í að-
alatriðum þessi:
Kynnir: Hafsteinn Vilhelms-
son, frkv.stj. FÍB. Strengjakvart-
ett Laufeyjar Sigurðardóttur
leikur. Hátíðin sett, Arinbjörn
Kolbeinsson, stjórnarformaður
FÍB. Ávarp samgönguráðherra,
Steingríms Hermannssonar.
Ávörp gesta. Kveðjur til félags-
ins. Minni félagsins, flutt af
stjórnarformanni FÍB. Strengja-
kvartett leikur. Kaffihlé frá kl.
15.30-16.00.
Eftir kaffi verða flutt þrjú
15—20 mín. erindi: öryggismál
umferðarinnar, Óli H. Þórðar-
son, frkv.stj. Umferðarráðs. Far-
aldsfræði umferðarslysa, Bjarni
Torfason, læknir. Vegir í 50 ár,
Indriði G. Þorsteinsson, rithöf-
undur, formaður veganefndar
FÍB. Fundi slitið, Hafsteinn
Vilhelmsson.
Tveir seldu ytra
SKUTTOGARINN Engey seldi
185,8 tonn af fiski í Cuxhaven i
fyrradag fyrir 1.697,7 þúsund krón-
ur og var meðalverð á kíló krónur
9,13. Megnið af afla Engeyjar var
grálúða.
Þá seldi Gissur hvíti frá
Hornafirði 45,9 tonn í Grimsby í
fyrradag fyrir 455,2 þúsund
kjrónur. Meðalverð á kíló var
krónur 9,85.