Morgunblaðið - 15.05.1982, Side 10
■ -
R BRKYTINGAR standa nú yfir á farská
taka í notkun nýtt kerfi, svonefnt CPARS, sem leysir af hólmí Gabrielkerfið,
sem Flugleiðir hafa haft í notkun síðan 1972. — l*orsteinn Thorlacius hjá
Flugleiðum sagði á blaðamannafundi í vikunni, að þetta nýja tölvukerfi hefði
verið nefnt Alex, og það bætti einkum farskrá í innanlandsflugi og bókunar-
þjónustuna á landsbyggðinni. Auk þess sem kerfið auðveldar íslenzkum
ferðaskrifstofum að bæta þjónustu við viðskiptavini sína.
Frá 1. nóvember sl. hafa allar
farskráningar farþega til og frá
Reykjavík verið framkvæmdar
með tölvu Flugleiða, sem staðsett
er í aðalskrifstofu félagsins á
Reykjavíkurflugvelli. Skömmu
síðar var skrifstofan á Akureyri
tengd kerfinu og fyrir dyrum
stendur að tengja skrifstofurnar á
Egilsstöðum, Húsavík og Vest-
mannaeyjum við þetta nýja kerfi.
Aðrar stöðvar munu fylgja í kjðl-
farið.
Það kom fram bæði hjá Þor-
Steini Thorlacius og Sigurði
Helgasyni, forstjóra félagsins, að
þessi breyting myndi í framtíðinni
verða til verulega mikils hagræðis
fyrir viðskiptavini og starfsmenn.
Sigurður gat þess ennfremur, að
sparnaður af kerfinu væri slíkur,
að það myndi borga sig upp á til-
tölulega skömmum tíma.
Eins og áður sagði gerir nýja
farskrárkerfið ferðaskrifstofum
kleift að tengjast farskrá félags-
ins beint. Þegar hafa átta ferða-
skrifstofur óskað eftir að fá tölvu-
búnað og tengjast þannig Alex.
Björn Theódórsson, fram-
kvæmdastjóri markaðssviðs Flug-
leiða, sagði á blaðamannafundin-
um, að félagið hefði ákveðið að
taka upp nýjan afslátt fyrir þá
farþega utan Reykjavíkur, sem
ætla að halda áfram úr innan-
landsflugi í millilandaferðir, hvort
sem er í áætlunarflugi eða leigu-
flugi. „Við köllum þennan aflsátt,
sem er 35%, tækifærisverð. Tæki-
færisverðið nær til alls innan-
landsflugs félagsins. Miðarnir eru
bundnir við ákveðið flug og
ákveðnar ferðir og hægt er að
bóka frjálst í þessar ferðir, allt að
tveimur sólarhringum fyrir
brottför, en síðustu 48 tímaná
fyrir brottför þarf sérstaka stað-
festingu á bókun,“ sagði Björn.
Laugardaginn 1. maí sl. hófst
sumaráætlun innanlandsflugs
Flugleiða. Björn Theódórsson
sagði, að til flestra staða væri
áætlunin svipuð og í fyrrasumar,
en til Norðfjarðar, Patreksfjarðar
og Vestmannaeyja fjölgar ferðum.
Fimm flugvélar verða notaðar til
flugsins, fjórar Fokker Friend-
ship-skrúfuþotur og ein Twin
Otter-skrúfuþota.
Sumaráætlunin í millilanda-
fluginu er einnig gengin í gildi og
hafa orðið nokkrar breytingar á
henni frá fyrra ári. Ferðum hefur
til dæmis fjölgað verulega til
Kaupmannahafnar, en þangað
Starfsfólk Flugleiða hefur undanfarið unnið að kynningu félagsins á fremur
sérstæðan hátt. Hér er Stefán Jónsson, fiugvélstjóri, að kynna sumaráætlun
Flugleiða á Lækjartorgi.
verða 14 ferðir í viku í sumar. Þá
hefur orðið fjölgun á ferðum yfir
Atlantshafið, farnar verða 12
ferðir vikulega til Bandaríkjanna
á móti 8 ferðum vikulega á síðasta
sumri. Þetta á einnig við um Lux-
emborg. Þá má nefna, að Gauta-
borgarflug tvisvar í viku er nýj-
ung og félagið hefur að nýju feng-
ið leyfi til flugs milli Glasgow og
Kaupmannahafnar og eru farnar
þrjár ferðir í viku þar á milli. í
millilandafluginu verða fimm þot-
ur. Tvær af Boeing-gerð, Boeing
eins er -rjjpfveroieg
viðbót frá fyrra ári, en riun tekur
nokkuð færri fárþega en hinar
Áttur félagsins, sem eru í Atl-
antshafsfluginu.
Björn Theódórsson sagði á
fundinum, að sætaframboð félags-
ins til New York hefði verið aukið
um 21,1% frá fyrra ári, en fram-
boðið til Chicago hins vegar um
138%. Þá gat Björn þess, að um
30% aukning hefði orðið á ferðum
íslendinga með félaginu fyrstu
þrjá mánuði þessa árs og 5,4%
aukning á ferðum útlendinga, eða
samtals um 19% aukning. Félagið
áætlar aukningu ferðamanna með
vélum félagsins á þessu ári um
8,3%, en um 8% aukningu ferða-
manna frá Islandi.
Á blaðamannafundinum var
sýnd ný kynningarkvikmynd um
Flugleiðir, sem verður bæði með
íslenzkum og enskum texta. „Það
hefur verið lengi í bígerð að gera
einhverja myndaseríu um félagið,
bæði til að kynna gestum, sem
hingað koma, auk þess til að
kynna félagið út á við í félögum og
skólum svo eitthvað sé nefnt,“
sagði Sveinn Sæmundsson, blaða-
fulltrúi félagsins.
„Myndin er 15 mínútur að lengd
og sýnir starfsemi félagsins í
hnotskurn eins og hún er nú. Það
er síðan nauðsynlegt, að gera á
henni bætur og breytingar eftir
þörfum í framtíðinni. Saga-film
sá um töku myndarinnar, en Aug-
lýsingastofa Olafs Stephensen sá
um gerð myndarinnar," sagði
Sveinn Sæmundsson ennfremur.
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ1982
markist fyrst og fremst af nauð-
syn þess, að efla áhrif Sjálfstæð-
isflokksins í sveitarstjórnum öll-
um til heilla, verðum við jafn-
framt að hafa í huga, að sigur
flokksins í þessum kosningum
eyðir ágreiningi og flýtir fyrir
fullri einingu í röðum sjálfstæð-
ismanna. Hagstæð úrslit styrkja
stöðu flokksins á öllum vígstöðv-
um. Þetta gera vinstri menn sér
ljóst og óttast afleiðingarnar.
XXX
Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur
athafnafrelsis og einkaframtaks,
hefur lengst af verið kjölfestan í
íslenzkum stjórnmálum. Rót-
leysi, stefnuleysi og upplausn í
þjóðfélaginu á meðal annars
upptök sín í því, að flestir vilja
gera kröfur á hendur samfélag-
inu, en fáir axla ábyrgð. Kom-
andi kosningar eru ekki aðeins
kosningar um frambjóðendur í
sveitarstjórnir og málefni ein-
stakra byggða. Kosningarnar
snúast einnig um framtíð
Sjálfstæðisflokksins og mögu-
leika hans til að binda endi á
upplausnarástandið í þjóðfélag-
inu og ýta undir ábyrga afstöðu.
Góð útkoma flokksins stuðlar að
ábyrgð í stað upplausnar. Þess
vegna sameinumst við til sigurs,
sjálfstæðismenn.
Sameinumst til sigurs
r,- n m • i XXX hún sé dýrmæt sem víti til varn-
— eftir Friðrik
Sophusson,
varaformann
Sjálfstœðisflokksins
Sveitarstjórnarkosningarnar
22. maí nk. eru þýðingarmiklar
fyrir stjórnmálaþróun næstu
ára. Sjálfstæðisflokkurinn geng-
ur heill og óskiptur til þessara
kosninga. Sjálfstæðismenn hafa
þannig sameinast um að vinna
sigur í mikilvægum kosningum.
Samheldni sjálfstæðismanna
og stuðningsyfirlýsingar fyrr-
verandi varaformanns flokksins,
Gunnars Thoroddsen, við fram-
bjóðendur flokksins hefur valdið
vinstri mönnum vonbrigðum,
sem þeir geta ekki leynt. Þétt
breiðfylking Sjálfstæðisflokks-
ins hefur komið andstæðingun-
um í opna skjöldu — einkum
þeim, sem ólu í brjósti þær von-
ir, að flokkurinn klofnaði end-
anlega vegna ágreinings um nú-
verandi ríkisstjórn.
XXX
Baráttumál í bæjar- og sveit-
arstjórnakosningunum eru að
sjálfsögðu breytileg frá einni
byggð til annarrar. Augu manna
beinast þó mjög að Reykjavík,
þar sem sjálfstæðismenn berjast
fyrir því að endurheimta stjórn
borgarmálanna úr höndum
vinstri manna.
Fremstur í fylkingu sjálfstæð-
ismanna fer Davíð Oddsson,
ungur og vaxandi forystumaður,
en í sveit með honum eru bæði
reyndir borgarfulltrúar og nýir
frambjóðendur, sem með störf-
um sínum hafa sýnt og sannað
að þeir eiga erindi í borgar-
stjórn. Baráttan í Reykjavík
stendur í raun um það, hvort
borgarmálin eigi að vera undir
stjórn samhents meirihluta
sjálfstæðismanna eða hvort þau
verði enn um fjögurra ára skeið
bitbein þriggja eða fjögurra
ósamstæðra vinstri flokka. Ýms-
um kann að þykja reynsla und-
anfarinna ára nauðsynleg til
samanburðar. Vel má vera, að
hún sé dýrmæt sem víti til varn-
aðar, en víst er að hún hefur ver-
ið borgarbúum dýrkeypt.
XXX
Þótt ekki sé beinlínis kosið um
landsmálin í kosningunum, sem
fara fram í næstu viku, fer þó
vart á milli mála, að staða lands-
málanna hefur áhrif á sveitar-
stjórnakosningar. Gífurlegar
skattahækkanir, uppgjöf í hús-
næðismálum og skipbrot í heil-
brigðismálum hljóta að móta af-
stöðu manna til stjórnmála-
flokkanna svo að ekki sé minnzt
á algjört stefnuleysi í atvinnu-
málum, þar sem látið er reka í
átt til rýrnandi lífskjara. Kjós-
endur í sveitarstjórnakosning-
unum eru því jafnframt að segja
skoðun sína á þeirri upplausn,
sem hér hefur ríkt á síðustu ár-
um.
Frá síðasta Landsfundi
Sjálfstæðisflokksins hefur það
verið ljóst, að sjálfstæðismenn
eru staðráðnir í að ná höndum
saman og jafna þann ágreining.
Friðrik Sophusson
sem ríkt hefur innan flokksins. í
næstu alþingiskosningum, sem
geta orðið hvenær sem er úr
þessu, verður ekki kosið um
endurnýjun núverandi ríkis-
stjórnarsamstarfs. Þótt mikil-
vægi sveitarstjórnakosninganna
Kaffisala kvenfélags
Hallgrímskirkju
AÐ LOKINNI bænadagsguðsþjón-
ustu í Hallgrímskirkju, sem hefst
kl. 14 á morgun, sunnudag, hefir
kvenfélagið sína árlegu kaffisölu til
ágóða fyrir kirkjubygginguna.
Er ekki að efa, að góðar veitingar
verða á boðstólum, sannkallað
velsluborð, svu scm
slík tækifæri. Kvefl
eru rómaðar ýyrit‘ f
myndarskap "í kaffiv
um.
Vil ég hvetja
Jiírkjunnar til
góðra vmtÍBga
-efni.
5, vil ei
fólk gefi sér tíma til þess að taka
þátt í bænadagsguðsþjónustunni,
sem er undanfari veistunnar. Bæn-
in á sterk ítök í hugum margra, og
flestir viðurkenna gildi hennar.
Væri ekki ástæða til, að við ættum
sameiginlega bænastund í kirkj-
unni á bænadaginn?
Ég minnist þess, að eitt sinn
skrifaði góður kunningi minn í
gestabók heimilisins, eftir að hafa
verið við guðsþjónustu og síðan
þegið kaffi á heimili mínu: „Þakka
j£yrir velgjörðir til sálar og lík-
J^tma.“
Ættum við ekki að hugsa til -»•
' þessara orða á sunnudaginn og eigö1^
“saman stund í húsi Drottins •m
njóta siðan veitinga þeirra, sem
kvenfélagskonurnar hafa uppá að.j_j;
jJ5fejóða?
Verið velkomin í —Hallgrf;
kirkju á sunnudag.
Ragnar Fjalar
Hreinsunardagur í
Breiðholti III
verður á laugardag
LAUCAUDACINN 15. maí gengst
FramfarafSlag Breiðholts III fyrir
binum árlega hreinsunardegi í hverf-
nar Fell, Hóla og
stoðar
má í því sambáftdi &pta góðrar að-
láldáf borgar-
til ruslapoka
rið með bíla í
llan daginn til
Itum ruslapok-
eru eftir við aðal-
afhentir
ItÐSkóla og
morguninn
'rétt frá FB.)
nsu
gan
0R- hverfisins eru hvattir
ka til hendinni í þessari
rerningu, því mikið af alls
fek nú komið í ljós eftir
brott
riir
um sem
gðturnar.
ár hefur þessl árlega
ng tekist mjög vel og