Morgunblaðið - 15.05.1982, Page 13

Morgunblaðið - 15.05.1982, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ1982 13 vinna, sem liggur að baki þessa málatilbúnaðar. Nefna má sem dæmi þingmál, sem þingflokkur sjálfstæð- ismanna hefur lagt fram á þessu nýliðna þingi, s.s. frumvarp til orkulaga (um skipulag þess mik- ilvæga málaflokks), frumvarp um jarðboranir ríkisins (hliðarfrum- varp við orkulagafrumvarpið), til- lögur til þingsályktunar um nýt- ingu innlendra orkulinda til orkuiðnaðar, verðlagningu á orku, staðarval fyrir stóriðju á Norður- landi, frumvarp um skipan olíu- leitarmála og hagnýtar hafs- botnsrannsóknir, frumvarp um lækkun opinberrar skattheimtu sem hlutfalls af þjóðartekjum, frumvarp um viðskiptabanka, þingsályktun um stefnu í málefn- um landbúnaðar, frumvarp um að nýta hluta söluskatts ofan á benz- ínverð til vegagerðar o.m.fl. Ekkert af þessum málum náði fram að ganga, en sú vinna, sem að baki liggur, og sú stefnu- mörkun, er í þeim felst, gagnast þó síðar verði. Á sl. þingi fluttu sjálfstæðismenn þingsályktunar- tillögu um stefnu í vegamálum. í kjölfar hennar kom síðan stjórn- artillaga um sama efni. Þessar til- lögur vóru síðan sameinaðar í þingsályktun, sem spannaði að drjúgum hluta sjónarmið sjálf- stæðismanna. Sama gerðist nú um iðnaðarstefnu. Stjórnarliðið flutti tillögu um þetta efni á hæla sjálfstæðismönnum, sem náðu síð- an ýmsum meginatriðum fram í sameiginlegri þingsályktun. Til- laga frá Matthíasi Bjarnasyni o.fl. um aðgerðir til að efla innlendan iðnað og auka markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu náði og samþykki. Ennfremur tillaga frá Birgi ísleifi Gunnarssyni o.fl. um eflingu listiðnaðar og listhönnun. Þingflokkar stjórnarandstöðu, bæði sjálfstæðismanna og alþýðu- flokksmanna, hafa verið mjög starfssamir í málatilbúnaði. Þing- flokkar stjórnarliða fá hinsvegar, nú sem fyrr, þingmál frá ríkis- stjórn og einstökum ráðherrum, oft frumunnin af embættis- mönnum, þó einstakir þingmenn í þeirra hópi stundi jafnframt sjálfstæðan málatilbúnað. Staða stjórnarinnar Þess var vandlega gætt fyrstu tvö ár stjórnarsamstarfsins að ágreiningur, sem upp kom á stjórnarheimilinu, væri innan- hússmál, sem ekki ætti erindi til fólks og fjölmiðla. Þetta megin- atriði er fokið út í veður og vind. Það er og álit flestra, sem þekkja baksvið þingstarfa og þjóðmála- hræringa, að trúnaðarbrestur sé orðinn i stjórnarliðinu, bæði með ráðherrum og stjórnarþing- mönnum. Nú er ágreiningurinn borinn á torg — og gagnkvæmar ásakanir í blaðaviðtölum eru eng- in nýjung lengur. Það er sýnt að ríkisstjórn, sem þann veg er gengin upp af klakkn- um, vinnur engin stórvirki hér eft- ir. Raunar virðist engin samstaða í stjórnarliðinu um aðgerðir, sem gera verður, ef á að ná þeim verð- bólgumarkmiðum fyrir lok ársins, sem ríkisstjórnin hefur túlkað sem forgangsverkefni. Stjórnarsáttmálinn frá í febrú- ar 1980 hét sömu verðþróun á ís- landi og í helztu viðskiptalöndum okkar þegar árið 1982, þ.e. um og undir 10% verðbólguvöxt á ári. Stjórnarliðar vitna ógjarnan í þetta höfuðákvæði samstarfs- sáttmálans nú. Síðar á stjórnar- timabilinu var þessu marki breytt í 35% verðbólguvöxt frá upphafi til loka árs 1982 og 30% á síðari hluta ársins. Þó að kjaraviðræður, sem nú eiga sér stað, leiði ekki tií neinna kauphækkana, næst þetta mark ekki, að dómi hlutlausra fagaðila, nema til komi viðbótar efnahagsráðstafanir af hálfu stjórnvalda. Engin samstaða virð- ist í sjónmáli hjá samstarfsaðilum i ríkisstjórn um slíkar aðgerðir. Staða og styrkur einstakra ráð- herra virðist og mjög mismun- andi. Einkum virðist staða Hjör- leifs Guttormssonar, iðnaðarráð- herra, hafa veikzt, ef marka má vaxandi gagnrýni, ekkert síður úr stjórnarliði en stjórnarandstöðu. Ummæli Páls Péturssonar (F) og Garðars Sigurðssonar (Abl) í þingræðum og víðar spegla þessa gagnrýni. Steingrímur Her- mannsson, sjávarútvegsráðherra, stendur og í ýmsum málum, sem ekki hafa styrkt stöðu hans — og vakið tortryggni, að ekki sé sterkara að orði kveðið. Ólafur Jóhannesson, utanríkis- ráðherra, nýtur hins vegar víð- tæks trausts í þinginu, ef Alþýðu- bandalagið eitt er undanskilið. Hann hefur lítið látið til sin taka í ríkisstjórninni, utan eigin verka- hrings, en ber höfuð og herðar yfir aðra þingmenn Framsóknar- flokksins, að þeim þó ólöstuðum. Síðustu vikur og starfsdagar þingsins vörpuðu ljósi á ýmsar „rauðavatnssprungur" í stjórnar- samstarfinu. Þar sem áður sýndist samstarfsvilji blasir nú trúnað- arbrestur við. Upphafið að enda- lokum þessa stjórnarsamstarfs er hafið. Ráðherrar Alþýðubanda- lags og Framsóknarflokks munu þó telja áframhaldandi stjórnars- etu réttlætanlega, skemmri eða lengri tíma, meða þeir freista að skapa sér skárri stöðu fyrir kom- andi Alþingiskosningar. Stefán Friðbjarnarson, þingfréttamaður. „fæðast“ inn í. Er augljóst að það verður mikið verk og vandasamt að breyta matvælaiðnaðinum til betri vegar. Hvað er matvælafræði? Enda þótt matvælavinnsla sé ein elsta atvinnugrein mannkyns- ins er matvælafræðin sem vís- indagrein aðeins um það bil 40 ára gömul. Hefur vegur hennar farið mjög vaxandi að undanförnu. Matvælafræðin fjallar fyrst og fremst um það hvernig á að breyta afurðum úr landbúnaði og sjávarút- vegi í hollar og næringarríkar mat- vörur fyrir manninn. Fyrir fáeinum árum var hafin kennsla í matvælafræðum við Há- skóla íslands. Hafa nú nærri 50 matvælafræðingar útskrifast og starfa þeir m.a. í matvælaiðnaðin- um og heilbrigðiskerfinu. Matvælafræðin er sérlega vandasöm vísindagrein m.a. vegna þess að hún byggir á mörgum og ólíkum undirstöðugreinum, þ.á m. á efna- fræði og efnaverkfræði, líffræði og læknisfræði. Hitt er þó erfiðara hvað mat- vælin sjálf eru margvísleg að gerð og venjulega flókin að samsetn- ingu. Geta efnisþættir skipt a.m.k. tugum þúsunda og eru fæstir full- þekktir. Enda þótt matvælafræðin sé •með yngstu vísindagreinum og enn séu ekki veitt Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á þessu sviði bendir allt til að virðing hennar muni vaxa mjög á komandi árum. Eftir því sem fæðuvandamál jarðarbúa verða erfiðari viðfangs og áhugi stjórnmálamanna á fæðuöflun, hollustu og heilsu eykst munu matvælafræðingar gegna mikilvægara hlutverki. Æ fleiri gera sér grein fyrir mikilvægi þess að sem flestir eigi kost á fjölbreyttu fæði úr öllum fæðuflokkum. Sú bábylja að fram- tíðarfólk muni lifa á pillum eða allsherjarkássum er sem betur fer að hverfa úr sögunni. Fæðan og íslendingar Fáar þjóðir eiga eins mikið undir matvælaframleiðslu sinni og tslend- ingar. Öldum saman var matar- skorturinn brýnasta vandamálið. Nú lifum við einkum á því að selja útlendingum matvæli. Hitt vill oft gleymast að um 90% af þeim mat sem íslendingar neyta kemur úr landbúnaði. Þar af er nær helmingur innlendar afurðir. Af- gangurinn — um 10% — kemur úr sjávarútvegi. Þrátt fyrir þetta eru íslendingar ein af fáum þjóðum heims sem enn hafa ekki komið á fót sérstakri há- skóladeild er tengir saman frum- framleiðslu matvæla (landbúnað, sjávarútveg) og matvælafræði. Á undanförnum árum hafa íslend- ingum orðið á hver mistökin á fætur öðrum á sviði vöruþróunar og gæða- eftirlits í matvælaiðnaði. Hafa þessi mistök kostað þjóðarbúið ærið fé. Hvenær ætla íslensk stjórnvöld að gera sér ljóst að matvælafræð- ingar eiga að gegna sama hlut- verki hér á landi eins og olíu- verkfræðingar í oliuframleiðslu- löndum, svo dæmi sé tekið. Það er mikið happ fyrir íslendinga að matvælafræðin er svo ung að ár- um að við eigum þess ennþá kost að komast í röð fremstu þjóða á þessu sviði. Verður það þó erfiðara með hverju ári. Nú þegar samkeppni við inn- lendan matvælaiðnað vex jafnt og þétt bæði innanlands og á okkar útflutningsmörkuðum er það orðið brýnna en nokkru sinni fyrr að við tökum þessi mál föstum tökum. Lokaorð Meðalmaður borðar að jafnaði 600—700 kíló af matvælum á ári hverju eða um það bil 50 tonn á meðalævi. í 100.000 manna borg þarf t.d. að útvega nær 200 tonn af matvælum á dag. Þessar tölur minna okkur enn frekar á mikilvægi þess að tryggja ekki aðeins næga fæðu heldur og að sjá til þess að hún sé nógu fjöl- breytt og hafi rétta samsetningu. Þrátt fyrir allar framfarir í samgöngum og vöruflutningum milli landa eru sú gullna regla enn í fullu gildi að því meira sem við framleiðum sjálf af okkar mat- vælum því betra. Timinn einn mun síðan leiða i Ijós hvort íslendingar ná því takmarki að gegna forystuhlutverki á þessu sviði eða hvort þeir verða þiggjendur héðan í frá sera hingað til. &e^ec/- Or leðurfatnaöur sem yekur Fallegar ullarfóöraðar leð- urkapur og jakkar, leöurbux- ur og leðurpils. Ath: Greiðsluskilmálar við allra hæfi. Ný sending frá Beged-Or í miklu úrvali. Pelsinn Kirkjuhvoli gengt Dómkirkjunni, sími 20160. Opið í dag til kl. 4.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.