Morgunblaðið - 15.05.1982, Síða 14

Morgunblaðið - 15.05.1982, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1982 BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR: Akranes Um aldamót er áætlað að íbúar Akraness verði um 10 þúsund AKRANES er einn þeirra kaupstaða á landinu, þar sem íbúafjölgun og uppbygging hefur oröið hvað örust á síðustu árum og um næstu aldamót verða bæjarbúar orðnir um 10 þúsund talsins. Sjávarútvegur er þar enn sem löngum áður aðalatvinnuvegur, en iðnaður er í vexti, og þjónustugreinarnar taka einnig til sín fleira og fleira fólk. þá hefur járnblendiverksmiðjan á Grundartanga orðið til að hleypa lífi í atvinnulífiö. I»á er Akranes kominn í röð skólabæja með tilkomu Fjölbrautaskólans, og þar er staðsett sjúkrahús er þjónar nærsveitum, og fólk af höfuðborgarsvæðinu leitar jafnvel þangað í nokkrum mæli. Samgöngum er haldið uppi við Reykjavík með Akraborginni, og nú eru líkur á að nýtt og glæsilegt skip leysi hana af í næsta mánuði. Bæjarstjórnina skipa níu fulltrúar, og þeir skiptast þannig eftir flokkum, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur tvo fulltrúa, Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur hafa svo tvo fulltrúa hver. Engu skal hér spáð um úrslit, en sjálfstæðismenn leggja áherslu á að vinna nú fjórða sætið, þeir hafa áður átt fjóra bæjarfulltrúa, og síðast vantaði aðeins fá atkvæði til að fjórði maðurinn væri inni. Núverandi meirihluta í bæjarstjórn mynda sjálfstæðismenn, alþýðu- flokksmenn og alþýðubandalagsmenn. Sjálfstæðismenn hafa lagt fram ítarlega stefnuskrá, sem birt hefur verið í blaði þeirra, Framtaki. Sá háttur var hafður á við samningu stefnuskrár- innar, að um hvern málaflokk fjallaði hópur fólks, sem sérstaka þekk- ingu hefur á viðkomandi málum. Margir tugir sjálfstæðismanna tóku því þátt í gerð stefnuskrárinnar. Niu efstu menn á lista Sjálfstæöisflokksins á Akranesi, talið fri vinstri: Benedikt Jónmundsson, Guðjón Þórðarson, Rún Elva Oddsdóttir, Guðjón Guðmundsson, Guðrún Víkingsdóttir, Yaldimar Indriðason, Ragnheiður Ólafsdóttir, Hörður Fálsson og Þórður Björgvinsson. Akraneskaupstaður í baksýn. HELSTU ATRIÐI STEFNUSKRÁRINNAR ERU ÞESSI: • Stefnt skal að stórátaki í varanlegri gatnagerð og frágangi gatna og stíga. Gerð skal framkvæmdaáætlun og útvegað lánsfé til að hægt verði að stíga stór skref í þessum málaflokki á kjörtímabilinu. • Unnið verði áfram að málefnum hafnarinnar, m.a. með aukinni grjótvörn, breikkun sementsbryggju og byggingu smábátahafnar í innri höfninni. • Lögð er áhersla á fjölbreytni í atvinnulífinu, m.a. með byggingu iðngarða. • Haldið verði áfram uppbyggingu Höfða og stefnt að byggingu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða. • Heilsugæslustöð verði byggð í tengslum við Sjúkra- hús Akraness. • Nýtt dagheimili verð tekið í notkun á næsta ári, rými aukið í leikskólum og gæsluvöllum og opnum leikvöllum og starfsvöllum verði fjölgað. • Heitið er stuðningi við byggingu á vernduðum vinnu- stað og vistheimili fyrir fjölfatlaða. • Þróttmikið æskulýðs- og íþróttastarf í bænum verði aukið m.a. með byggingu nýrrar sundlaugar og auknum stuðningi við starfsemi Arnardals. • Lögð er áhersla á að koma skolplögnum bæjarins út fyrir stórstraumsfjöruborð. • Aframhald verði á þeirri miklu uppbyggingu sem ver- ið hefur í skólamálum í bænum á undanförnum árum. • Bygging stjórnsýslustöðvar verði hafin á kjörtímabil- inu. • Þá er lögð áhersla á trausta fjármálastjórn bæjarins, en þau mál hafa færst mjög til betri vegar frá því sem áður var og er fjárhagsstaða bæjarins mjög góð um þessar mundir. Gera þarf stórátak í * 1 •>. A , • i x lndriðason forseti varanlegri gatnagerö bæjarstjómar Ragnheiður Ólafsdóttir á skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins á Akranesi, en hún skipar fjórða sæti framboðslistans, baráttusætið. Aðalatriðið er að tryggja næga og fjölbreytta atvinnu — segir Ragnheiður Ólafsdóttir, sem skipar baráttusæti D-listans á Akranesi „Já, ég get ekki sagt annað en að ég sé ánægður með samstarfið," sagði Valdimar Indriöason forseti bæjar- stjórnar, er blaðamaður Morgun- blaðsins spurði hann hvernig honum líkaði það meirihlutasamstarf, sem verið hefur í bæjarstjórn Akraness allt frá árinu 1977. „Þetta hefur gengið árekstralaust," sagði Valdi- mar ennfremur, „og það hefur verið unnið af heilindum að málefnum bæjarins. Árangur samstarfsins, sem sést nánast hvert sem litið er hér á Akranesi, þori ég hiklaust að leggja undir dóm kjósenda." Valdimar sagði, að það verkefni, sem stæði upp úr frá síðasta kjör- tímabili, væri án nokkurs vafa Hita- veitan, þó þar hefðu Akurnesingar ekki verið einir að verki, heldur átt ágætt samstarf við Borgfirðinga og Borgnesinga. „Hitaveituframkvæmd- irnar og lagning dreifikerfisins í bænum er gífurlega mikið verkefni," sagði Valdimar, „en nú sjáum við brátt fyrir endann á því, þar sem verið er að tengja síðustu húsin við veitukerfið. Með tilkomu Hitaveit- unnar mun upphitunarkostnaður íbúðarhúsnæðis hér stórlækka, þann- ig að í rauninni er þetta einhver mesta kjarabót sem Akurnesingar hafa fengið. — Kjarabót sem hvorki skert vísitala né erfitt árferði tekur af fólki aftur. Af öðrum málum, sem unnið hefur verið að, get ég nefnt skólamálin, en uppbygging skólanna hér er ofarlega á blaði um þessar mundir. Þar er í fyrsta lagi Fjölbrautaskólinn, sem er að verulegu leyti uppbyggður, en verknámshús við skólann er langt komið. Skólinn markar mikil tíma- mót hér á Akranesi, því. pú getur ungt fólk stundað nám sitt hér heima allt þar til kemur að háskólanámi. Um grunnskólastigið er það að segja, að það hefur verið á eftir hér ■ hjá okkur, en nú hefur orðið breyting þar á til batnaðar, því Grundaskóli er kominn vel á veg. Þar þurfum við nú að leggja áherslu á að Ijúka fyrsta áfanga, og byrja síðan á öðrum áfanga og Ijúka honum. Gamla skól- ann, Brekkubæjarskóla, þarf svo einnig að lagfæra og endurbæta. Þeg- ar því er lokið erum við allvel sett í skólamálum hér um sinn.“ Vandræðaástand í neysluvatns- málum ykkar hér hefur verið frétta- efni af og til undanfarin ár. Hvað er að frétta af því? „Já, það er rétt að þar hefur ástandið ekki verið nægilega gott, við höfum átt í erfiðleikum með mengun í drykkjarvatni, sem er mest yfir- borðsvatn. Nú er hins vegar komin endanleg lausn á því máli, þar sem sett hafa verið upp hreinsitæki, sem gefið hafa góða raun í Noregi, þaðan sem við fáum okkar tæki. Vatnið er hreinsað með sérstakri Ijósa- eða geislatækni, sem skaðar vatnið eða neytendur þess þó ekki á nokkurn hátt. Þegar er búið að prófa vatn sem hefur farið í gegnum tækin, og er það eins og best verður á kosið, og mjög vel hæft til neyslu. Akurnesingar geta þv( aftur farið að drekka vatnið beint úr krönunum eins og flestir aðrir landsmenn." Gatnagerð, eru einhver stór verk- efni þar framundan? „Já. Erfitt hefur verið að vinna að varanlegri gatnagerð nú um tíma vegna þess að bærinn hefur nánast verið sundurgrafinn vegna lagningu hitaveitunnar. Nú er á hinn bóginn ekki eftir neinu að bíða, nú þarf að gera nýtt átak í að ganga frá götum og ekki síður gangstéttum. Við sjálfstæðismenn viljum að gert verði stórátak í þessu efni á kjörtímabilinu og leitað verði eftir sérstöku lánsfé til framkvæmdanna.“ Atvinnumál? „Atvinnumálin hér hafa verið nokkuð góð á flestum sviðum, nema hvað hér hefur nú orðið vart tíma- bundins atvinnuleysis í fiskverkun, sem einkum hefur bitnað á kvenfólki sem við þau störf hefur unnið. Hér hefur þó tekist að bæta úr, því nýr togbátur, „Skipaskagi", er kominn hingað, og mun leysa hluta vandans. Hér þarf þó meira að koma til, en stjórnvöld hafa verið okkur erfið í þessu sambandi. — Jú, það er rétt, sem þú spyrð um, að þegar er of mik- ið af fiskiskipum í landinu, en það segir ekki alla söguna. Stjórnvöld verða að hafa kjark til að gera upp á milli staða, ef því er að skipta. Hér er til dæmis öll aðstaða fyrir hendi til fiskverkunar, en annars staðar skortir mikið á að svo sé. Sumir stað- ir verða jafnvel að byggja meira og minna upp á erlendu vinnuafli. Margt annað mætti nefna í sam- bandi við atvinnumálin, hér er iðnað- ur í vexti, og bygging iðngarða er í undirbúningi, til að laða hér að ný fyrirtæki, þá má nefna Jámblendi- verksmiðjuna á Grundartanga, sem haft hefur góð áhrif á bæjarlífið, og eins og komið hefur fram í fréttum, er vonast til að ný og betri Akraborg komi, jafnvel í næsta mánuði. Til- koma hennar myndi hafa mikil áhrif hér til uppbyggingar, eins og núver- andi skip hafði á sínum tíma. Akra- nes er í örri uppbyggingu, og hér verða trúlega um 10 þúsund íbúar um aldamót. Verkefnin framundan eru því óþrjótandi, við hyggjum á byggingu sundlaugar, heilsugæslustöö þarf að byggja, og endurbætur á höfninni eru aðkallandi, ekki síst það sem að smá- bátaútgerð snýr. Við viljum að sam- göngur við dvalarheimilið Höfða verði bættar, og svo framvegis. Næsta bæjarstjórn fær næg verkefni eins og vera ber í vaxandi bæ, og við sjálfstæðismenn erum vongóðir um að við munum hafa þar mikil áhrif, enda stefnum við að því að fá nú kjörna fjóra menn í bæjarstjórn," sagöi Valdimar að lokum. Ragnheiður Ólafsdóttir húsmóðir skipar fjórða sæti lista Sjálfstæðis- flokksins á Akranesi, baráttusætið. Sjálfstæðismenn gera sér vonir um að fá nú fjóra menn kjörna í stað þriggja, enda vantaði aðeins fá at- kvæði uppá að það tækist í kosning- unum 1978. „Já, ég er mjög bjartsýn um að þetta takist hjá okkur núna,“ sagði Ragnheiður í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins. „Stjórn bæj- arins hefur verið í mjög góðu lagi undanfarin ár, þannig að bæjarfull- trúar okkar njóta trausts. Um leið er svo í framboði nýtt fólk með sínar hugmyndir, þannig að baráttan leggst vel í mig. Hjá okkur fer sam- an, að nýtt fólk er í framboði, og áralöng reynsla þeirra sem fyrir eru. Enda er það svo að við höfum orðið vör við mikinn meðbyr hér síðustu daga.“ — Eru það einhver sérstök mál, sem þú hefur áhuga á? „Það eru öll mál! f vaxandi bæjar- félagi eins og Akranesi eru öll mál jafn mikilvæg, og það þarf að gefa þeim öllum gaum, smáum sem stór- um. Ef ég ætti að nefna einhver sér- stök, nefni ég til dæmis gatnagerð, sem á að mínum dómi að haldast í hendur við fegrun bæjarins. Hér þarf að ganga frá gangstéttum um leið og götunum, og síðan á bærinn að hafa forystu um að fegra og snyrta, en það myndi hvetja fólk til að gera slíkt hið sama á lóðum sínurn. Það kann að vera að erfitt sé að mæla arðsemi slíkra framkvæmda í krónum eða út- flutningsverðmætum, en það mun skila sér í betri bæ og ánægðari borg- urum. Er nokkuð mikilvægara en það? Þá hef ég mikinn áhuga á að bæta aðstöðu smábátaeigenda, smábáta- höfn þarf að komast í gagnið sem fyrst, eins er með heilsugæsluna, hún þarf að fá þak yfir höfuðið. Við höf- um hér ágætis lækna og annað starfsfólk við heilsugæsluna, en hús- næðið er fyrir löngu orðið of lítið, og þrengir að spitalanum. Nýtt hús fyrir heilsugæsluna er því aðkallandi nauðsyn, og vonandi er að það komist upp sem fyrst, en þar verður að hafa í huga að ríkið á aö greiða 85% kostnaðar á móti 15% bæjarins. í skólamálum hefur allt færst í betra horf á síðustu árum, með til- komu Fjölbrautaskólans og Grunda- skóla. Þar þarf að vinna áfram að uppbyggingu, og eins að endurnýjun Brekkubæjarskóla. Málefni fatlaðra og aldraðra þurfum við einnig að hafa í huga, og svona mætti lengi telja. Atvinnumálin eru þó mikilvægust allra mála. Hér þurfum við að tryggja næga atvinnu í framtíöinni, og sem fjöibreyttasta, þannig að allir geti fundið starf við sitt hæfi. Sjáv- arútvegurinn er og verður okkar mikilvægasta atvinnugrein, en um leið þurfum við að byggja hér upp iðnað, og huga að þjónustuiðnaði hvers konar í bæ sem vaxandi fjöldi ferðamanna leggur leið sína um, inn- lendra sem erlendra. Atvinnumálin eru það sem allt stendur eða fellur með, afkoma bæjarbúa á hverju heimili fyrir sig, og afkoma bæjarins sem heildar," sagði Ragnheiður að lokumj / . V j,. ;■ Valdimar Indriðason forseti bæjarstjórnar Akraness, bæjarfulltrúi i tuttugu ár, og efsti maður á framboðslista Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.