Morgunblaðið - 15.05.1982, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.05.1982, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ1982 Franskur föröunar- meistari í heimsókn SÍÐUSTIJ daga hefur Annick Bertrand föröunarmeistari frá franska snyrtivörufyrirtækinu Jean d’Avéze verið stödd hér á landi á vegum fyrirtækisins Klass- ík, Síðumúla 17. Annick kynnir vor- og sumar- línuna Batiks og leiðbeinir starfsfólki þeirra snyrtistofa og verzlana sem selja Jean d’Avéze snyrtivörurnar. Annick er löngu viðurkenndur meistari í förðun fyrir mörg stærstu og þekktustu snyrti- vörufyrirtæki og tískufrömuði heims og hefur séð um tískusýn- ingar og tískumyndir á þeirra veggum, segir í frétt frá Klassík. Sýning í Ný- listasafninu Þeir Hannes Lárusson og Hall- dór Ásgeirsson halda þessa dag- ana sýningu í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Hannes sýnir níu sjálfstæð verk, en Halldór sýnir verk, sem unnin eru á striga, pappír og beint á veggi og gólf sýningarsalarins. Sýningunni lýk- ur 16. maí. Maí-mót Samhygðar um helgina SUNNUDAGINN 16. maí verða haldin maí-mót Samhygðar. Mót þessi eni haldin fjórum sinnum á ári og eru orðin fastur liður í starfsemi hreyfingarinnar. Tilgangurinn með þeim er að efla mannleg tengsl og kynna starf og markmið Samhygðar. Ýmislegt verður til skemmtunar og fróðleiks á mótunum, leikrit, ljóð, söngur og fleira. Mótin verða haldin á eftirtöldum stöðum: Samhygðarhúsinu ▼/ FlaUhraun, Harnarfirði, kl. 16.00. Djúpinu, Hafnarstreti 15, kl. 15.30. Skipholti 70. kl. 16.00. Freyjugötu 27, kl. 16.00. Djúpinu, llafnarstræti 15, kl. 20.30. Síðumúla 11, kl. 16.00. I»róttheimum v/ Holtaveg kl. 16.00. Öllum er boðin þátttaka. Föðurnafn misritaðist NAFN misritaðist í fyrirsögn hér í blaðinu í gær. Hér er um að ræða afmæliskveðju til Einars Mark- ússonar píanóleikara. — Stóð Magnússon í fyrirsögninni. — Blaðið biður afmælisbarnið og greinarhöf. afsökunar á þessum mistökum. spurt og svaraÓ Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, hefur tekið að sér að svara spurningum lesenda Morgunblaösins um garöyrkju. Svörin við fyrstu spurningunum birtast í dag. I»au verða síðan birt eftir því sem spurningar berast. Lesendur geta lagt spurningar fyrit Hafliða, jafnt um ræktun matjurta sem trjárækt og blómarækt. Tekið er á móti spurningum lesenda á ritstjórn Morgunblaðsins í síma 10100 á milli kl. 11 og 12 árdegis, mánudaga til iostudaga. Hafliði Jónsson er landsþekktur garðyrkju- frömuður og hefur haft yfirumsjón með öllum ræktunar- málum borgarinnar í nær þrjá áratugi. Ágústa Sigurðardóttir, Fjarðarseli 13, spyr: 1. í fyrra fékk ég tröllasveppi í kartöflugarðinn. Komu þeir um mitt sumarið. Ég er með þrjú beð og í tveimur þeirra skaut sveppurinn rótum. í þriðja beðinu var ég með ann- að útsæði. Getur verið að þetta standi í tengslum við út- sæðið? Þýðir nokkuð fyrir mig að setja niður í garðinn í vor við svo búið? Svar: Heldur er ólíklegt að sveppa- gróin hafi borist með útsæðinu í kartöflubeðin þótt erfitt sé að úrskurða um það. Meiri líkur eru á að sveppagróin séu í garðinn komin með húsdýraáburði. Allt Hér má sjá gott daemi um vel heppnaða bergfléttu og víðigerði. legast að Ólafur leitaði til ráðu- nauta Búnaðarfélags íslands og fengi þá til að koma við og skoða þessa plágu, þegar þeir eru næst á ferð um Selfoss. Þeir eru allra manna líklegastir til að sjá strax um hvaða maur er að ræða og veita Ólafi leiðsögn og ráð er gætu komið að gagni við að kveða þennan ófögnuð niður. Enginn undirvöxtur Þorkell Jónsson, Birkihvammi 12, spyr: 1. Ég er með lítinn kartöflugarð. I honum spratt ágætlega þar Hvítir ormar, hitabeltisplöntur, roðamaur og tröllasveppir bendir til að moldin í beðunum hjá Ágústu sé það næringarrík, að draga megi úr áburðargjöf þetta árið. Engin ástæða er til að leggja kartöfluræktina niður í beðunum, nema síður sé. Það eina, sem Ágústa þarf að gera, er að líta yfir beðin vikulega og ef hún sér sveppi stinga upp kollin- um, að hreyfa þá við þeim með arfasköfu og losa um leið mold- aryfirborðið, svo að ekkert ill- gresi fái þar frið til að vaxa. Skjólgóö limgerði María Friðriksdóttir, Álftanesi, spyr: 1. Mig langar tii að koma upp limgerði. Hvað er heppi- legasta trjátegundin? Hérna er dálítið veðrasamt. Svar: Á stormasömum nesjum ætti fremur að stefna að ræktun skjólbelta en limgerða og að þessu þyrftu sveitarstjórnir að hyggja með því að úthluta örlítið stærri lóðum en nú er víðast hvar gert. Skjólblettir þurfa helst að vera þrjár eða fleiri rað- ir harðgerra trjáa, en í limgerði er jafnan ein röð og allir sprotar klipptir þannig að gróðurveggur myndist vegna þéttleika og kyrkingsvaxtar í plöntunum. I skjólbeltum er haft gott vaxtar- rými fyrir plönturnar og skerð- ing á þeim miðast við að vöxtur þeirra verði sem eðlilegastur skógargróður. Harðgerast af þeim tegundum, sem nú er völ á, eru hér taldar í þeirri röð sem þær standa sig best gegn veðr- um. Brekkuvíðir — sitkagreni (sem þarf vetrarskjól 5—6 fyrstu árin eftir gróðursetningu) — Viðja — birki — alaskavíðir (sem þarf að klippast niður 3 fyrstu vaxtarárin, svo hann verði þéttur frá rót). Hitabeltis- planta Sigríður Gísladóttir, Hafnarfirði, spyr: 1- Ég er með blóm, sem heitir monstera. Það er stórt, en blöðin af því eru farin að detta af að neðan. Hins vegar virðist efri hlutinn vera eðli- legur. Hvernig get ég endur- nýjað blómið? Svar: Monsteran er upphaflega komin frá rakamettuðum hita- beltisskógum og hefur öflugar staðrætur, sem oft festa rætur í mosa eða skófvöxnum trjábolum í myrkviðum saggaskógarins. Sem stofnplanta fær hún engin slík skilyrði og hér norður á Is- landi er henni jafnvel valinn staður í sólríkasta glugganum, sem við höfum í vistarverum okkar. Þetta er ekki heppilegt fyrir monsteruna. Henni liði mun betur við austur- eða vest- urglugga. Gott er að úða yfir hana vatni stöku sinnum, þá heldur hún betur blöðunum. Fremur auðvelt er að fjölga plöntunni með því að taka toppsprota fyrripart sumars og láta hann skjóta rótum í vatni áður en hann er settur í mold. Hvítir ormar Ingibjörg Líndal, Skipasundi 19, spyr: 1. Ég er með kartöflugarð eins og svo margir við hús sín. Hins vegar er mikið af ormi í honum. Þetta eru litlir hvítir ormar, 2—3 sm langir, og grafa sig inn í kartöflurnar. Mér var sagt að hvíla garðinn í tvö ár. Er það nægilegt til að útrýma ormunum? 2. Er eitthvert útibú frá Sölufé- lagi garðyrkjumanna í Borg- arnesi? Svar: 1. Hér munu svonefndir burstaormar vera á ferðinni, en þeir eru skyldir ánamöðkum. Svo virðist sem mikil áraskipti séu á því hvað mikið af ormum þessum er á ferðinni og heyrt hef ég gamalreynda ræktunar- menn halda því fram, að þeir séu oft áberandi fyrir frostasama vetur, hvað sem á slíku er mark takandi. Sjaldnast gera bursta- ormar teljandi skaða á garðá- vöxtum, nema þegar þeir safnast saman við rætur, m.a. kartaflna. Þá sækir rotnun í hýði og ormar þessir eiga það sammerkt með ánamöðkunum að sækja í rotn- andi jurtahluta og nærast af þeim. Ástæðulaust er að flýja undan ormum þessum með kart- öfluræktina, en vörn gegn þeim er t.d. að setja skeljasand í rásir eða holur meðfram útsæðinu. 2. Ég veit ekki til að Sölufélag garðyrkjumanna starfræki útibú í Borgarnesi né á öðrum stöðum úti á landsbyggðinni. Hins vegar má vel vera að Garðyrkjufélag íslands, sem er félag áhuga- manna um garðyrkju og aðra ræktun, hafi stofnað félagsdeild í Borgarnesi, eins og á mörgum fleiri stöðum. Roðamaur Ólafur Ólafsson, Selfossi, spyr: 1. Hér er roðamaur um allt hjá mér. Hvert er ráðið gegn hon- um? Svar: Mér finnst ótrúlegt að roða- maur herji alvarlega á útigróð- ur, en sé svo, þá þætti mér eðli- til í fyrra. Þá varð ofsalegur grasvöxtur en enginn undir- vöxtur. Hvað er að? Svan Frjósemi moldarinnar er orðin það mikil, að rétt væri að spara allan áburð næstu árin og eink- um köfnunarefni, en vel kemur til greina að bera í garðinn lítið eitt af kalí- og fosfóráburði, t.d. 4 kg af kalí og 3 kg af fosfór á hverja 100 fermetra. Hins vegar yrði ræktun t.d. á gulrótum, hvítkáli, blómkáli og fleiri grænmetistegundum með mikl- um ágætum ef hægt væri að finna annan stað fyrir kartöflu- ræktina. Bjarkeyjar- eda Dögglings- kvistur? Húsmóðir í Húsavik, spyr: 1. Ég ætla að setja niður Al- askavíði í limgerði. Hversu langt bil á að vera á milli plantanna? 2. Mig langar ennfremur að setja niður Bjarkeyjarkvist í garðinn hjá mer. Er Döggl- ingskvistur jafn góður? Svar: 1. Alaskavíðir er fremur gróf- gerður og vöxturinn getur orðið mjög ör ef nóg næring er til staðar fyrir ræturnar. Gróður- setning verður að miðast við vaxtareðli plantanna. Með hliðsjón af því ætti að vera nægilegt að 100 sm séu á milli plantna hjá Alaskavíði. Og ég vek athygli á nauðsyn þess, að Alaskavíðir sé klipptur mikið ef hann á að vera þéttur í limgerði. 2. Bjarkeyjarkvistur er mjög fallegur runni en trúlega mun Dögglingskvistur reynast harð- gerari norður á Húsavík. Döggl- ingskvistinn þarf að klippa niður á hverju vori, en sjálfsagt er að kanna Bjarkeyjarkvist og sem flestar aðrar runnategundir þar sem að óreyndu verður ekki full- yrt um hvað tekst að rækta á Húsavík. Lesendur sýni örlitla biðlund Morgunblaðið vill vekja athygli lesenda á því, að nokkra daga tekur fyrir þá að fá spurningum sínum svarað. Blaðiö tekur aðeins við spurningum til Hafliða Jónssonar og hann svarar þeiip í þeirri röð, sem þær berast. Yfirleitt er rétt að gera ráð fyrir vikubið frá því spurningar berast og þar til svör við þeim birtast í blaðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.