Morgunblaðið - 15.05.1982, Side 18

Morgunblaðið - 15.05.1982, Side 18
í þrem næstu myntþáttum mun ég segja söguna um sauðagullið, en það hafði geysileg áhrif á hagsögu landsins okkar. Þegar sagan gerist, eru notaðir hér á landi kopar-, silfur- og gullpeningar í almennum viðskiptum. Mestmegnis er þetta dönsk mynt, en sænskir og norskir peningar giltu líka. Einseyringar, tveggjeyr- ingar og fimmeyringar voru úr kopar. Tíeyringar voru 4/io silfurs, tuttuguogfimmeyringar 6/10 en krónur og túkallar x/io silfurs. Krónupeningarnir voru 7,5 grömm og tíkallarnir 15. Gullpeningarnir voru ^oo/iooogull. Tíu krónu peningarnir vógu 4,48 grömm en 20 krónurnar voru helmingi þyngri, eða 8,96 grömm. Þegar menn fóru í búðir að versla voru þeir því með kopar-, silfur- og gullpeninga í vasanum. Það er að segja — þeir sem áttu peninga — en þeir voru örfáir. Peningaskortur var hér nefnilega landlægur, og hafði svo verið lengi. Verslunin einkenndist af vöruskiptum. Menn lögðu inn afurðir hjá dönskum kaupmönnum hér og tóku svo út innfluttar vörur, flestar danskar. Árið 1873 var norræna myntin samræmd og farið að nota krónur og aura á Norðurlöndum. Fyrstu dönsku 10 og 20 gullkrónurnar eru frá 1873, silfurpeningarnir 10 og 25 aurar frá 1874 en einnar og tveggja krónu peningarnir eru fyrst slegnir árið 1875. Danski koparinn er frá 1874. Eg hef orðið þess var, aö hér á landi, bæöi t kaup- stöðum og til sveita, kannske alveg eins til sveita, er töluvert af gullpeningum. Flestir eru þeir danskir, aðrir norskir og sænskir. Yfirleitt eru þetta 10 og 20 krónu gullpeningar. Einnig eru til enskir gullpeningar, sovereigns, þ.e., 1 sterlingspund í gulli. Peningar þessir eru flestir með ártölunum 1873 til 1898. Þaö er erfitt, aö gera sér grein fyrir fjölda gullpeninganna, en ég held jafnvel aö þeir séu nokkur hundruö talsins. Sumir þeirra hafa veriö hengdir í hálsmen, aörir festir á armbönd. Samheiti allra þessara gullpeninga er sauóagull. Nafniö er þannig til komiö, aö fyrir um 100 árum keyptu breskir kaupmenn hér á landi mikiö af sauöfé, en auk þess þó nokkuö af nautgripum og hrossum, og fluttu lifandi til Eng- lands. Kælitækni var þá óþekkt, engin frystihús eöa kæliskip. Eina leiðin fyrir Bretana til aö eignast og Mynt Ragnar Borg 1. GREIN éta gott kjöt, var aö flytja búpen- inginn lifandi til Bretlands og slátra honum þar, sem næst neytenda- markaönum. Þetta höföu Bretar gjört um nokkurn tíma; höföu inn- réttaö skip til gripaflutninganna frá ýmsum löndum í Evrópu. En þaö er saga aö segja frá því hvernig sauöfjárflutningarnir hófust frá is- landi og hvernig sauöagulliö barst til landsins. Áöur en viö hefjum söguna skul- um viö líta svolítið aftur í tímann og athuga hvernig aöstæöur voru hér á landi áöur en sauðagulliö kom til sögunnar. Árið 1855, þaö er ekki lengra síðan, var íslendingum gef- iö frelsi til aö versla viö þegna allra þjóöa. Fram aö þeim tíma höföu danskir kaupmenn haft einkarétt á því aö versla viö islendinga, réöu söluveröi hér á innfluttum vörum. Jón Sigurðsson og kauþveröi á öllum útflutnings- vörum okkar. Þaö var nú svo sem ekki fjölbreytt úrvaliö af útflutn- ingsvörum, sem viö höföum uppá aö bjóöa. Tökum sem dæmi út- flutningsskýrslu landsins fyrir árið 1849. 2100 skippund hvítar gærur 800 skippund mislitar gærur 35000 lýsipund af tólg 2900 tunnur af lýsi 1300 tunnur af söltuðu sauöakjöti 5900 skippund af saltfiski 2400 skippund af höröum fiski 6000 pund af æöardún Auk þess var flutt út af hand- unnum vörum: 8405 peysur 59.534 pör af sokkum 78.962 pör af vettlingum 5.802 álnir vaðmáls. Aö gömlu máli voru: 1 skippund = 20 lýsipund = 320 pund = 160 kg. 1 tunna = 120 lítrar. Þaö má af þessu sjá, aö þetta gera rúm 2600 tonn + handunnu vörurnar, svo Álafoss Eimskipafé- lagsins gæti léttilega tekiö þetta í einni ferö. Takiö eftir. Allan útflutn- ing heils árs. Svona var nú ástand- iö í den tid. Þess má einnig geta, aö fram aö 1870 var ekki um aörar reglubundnar feröir aö ræöa, milli Islands og útlanda, en 7 feröir póstskipsins á ári. Um þessar mundir voru íslendingar nálægt 56.000 talsins. Þar af bjuggu 1100 í Reykjavík og 400 í kauptúnum. En þaö er ekki aö spyrja aö Is- lendingum, alltaf eru þeir jafn- áhugasamir um sinn hag. Jafn- skjótt og verslunin haföi veriö gef- in frjáls fóru landsmenn aö reyna aö fá betra verö fyrir afuröirnar, en hinir dönsku kaupmenn höföu greitt. Einnig aö reyna aö gera betri innkaup til landsins. Frelsiö til aö versla hvarvetna var þeim hvati til framfara og varö til þess aö bæta hag landsmanna. Þaö er hart aö þurfa aö segja þaö, aö islend- ingar geröu sér grein fyrir því þá, fyrir nærri 130 árum, aö hagur landsmanna er undir viöskipta- kjörunum kominn. Þá voru ekki uppfundnar sjálfskipaöar afætur krata, framsóknar og komma, sem hugsa bara um eigin hag. Svona menn láta kjósa sig í verölags- nefndir, verðgæslu og allskonar banka- og haftastofnanir, en láta þjóöarhag lönd og leiö. Þeir mæla meö miöstýringu — þaö heitir nú félagsleg stefna. Þetta tefur fram- farir, kostar okkur skattþegna stórfé og kemur okkur neðar á list- ann yfir þjóöir meö háar þjóöar- tekjur. Slíka menn skyldi enginn maður kjósa til opinberra starfa, hvorki til þings né sveitar. En þannig var semsagt ástandiö upp- úr 1855, aö landsmenn voru fram- farasinnaöir og óbundnir hafta- flokkunum, sem viö höfum hór í dag. Aö sjálfsögöu var leiötogi þjóö- arinnar þá, Jón Sigurðsson, manna fremstur í flokki. Hann skyldi hvern hag viö höföum af því, að auka útflutning, fá betra verö fyrir afuröir okkar og af því aö kaupa ódýrar inn til landsins. Mun ég segja frá því hvernig sauöa- gulliö komst í hendur landsmanna í næsta myntþætti, en í því máli lagöi Jón Sigurösson á ráöin, eins og í flestum framfaramálum þjóö- arinnar, meöan hans naut viö. Eitruð úthafsrækja Leíklíst Jóhann Hjálmarsson Ríkisútvarpið: KRABBINN OG SPORÐDREKINN Eftir Odd Björnsson. Leikstjórn: Oddur Björnsson. Tónlist eftir Hilmar Oddsson. Flutt af triói Jónasar Þóris. Tæknimaður: Runólfur Þorláksson. í Krabbanum og sporðdrekan- um eftir Odd Björnsson kynnumst við því hvernig maður nokkur flækist af tilviljun inn í dularfullt morðmál. Fyrr en varir er hann sjálfur grunaður og neyðist til að sanna sakleysi sitt. Oddur Björnsson er hér öðrum þræði að semja sakamálaleikrit þótt flókin mannleg samskipti séu aðalvið- fangsefni hans í leikritinu. Maðurinn sem gegnir hlutverki sögumanns í leikritinu ákveður að fá sér að borða á notalegum litlum veitingastað. Hann er varla sestur þegar kona kemur að borðinu til hans og fer að segja honum frá vandamálum vinkonu sinnar sem gift er tónskáldi. Tónskáld þetta situr reyndar við næsta borð og er lýst sem ofbeldishneigðum manni sem reyndi að drepa vinkonuna. Tónskáldið elskar vitanlega aðeins sjálfan sig, er hrokafullur lítill kall. Manninum finnst fljótt konan vera hluti af sér. Hún lætur vel að honum. Þau dansa. Og hann fær hana til að syngja, enda er hún fyrrverandi söngkona. Við borðið í veitingahúsinu gerist leikritið að mestu. Þangað kemur maðurinn aftur eftir að hann hefur lesið minningagrein um konuna. Vinir hennar eru þar staddir. Þeir velta fyrir sér hvort konan látna hafi verið viðkvæmt blóm eða eigin- gjarn kynóður vitleysingur. Framhjáhaldið og flækjur einkalífsins verða umræðuefni, einnig stjörnumerkjaspeki. Konan er fædd í krabbamerki, en að minnsta kosti tveir þeirra karl- manna sem hún hefur haft náin samskipti við eru sporðdrekar: tónskáldið og þjónninn. Þjónninn er einkennileg persóna, virðist vita allt um gestina á veitingahús- inu. Hann þekkir konuna frá því að hún söng á veitingahúsinu. Nú Oddur Björnsson er spurningin hver drap hana. Hver gaf henni eitraða úthafs- rækju að borða? Var það tón- skáldið, sögumaður, þjónninn, lög- fræðingurinn eða einhver önnur persóna leikritsins? Kona lög- fræðingsins lýsir honum sem kynvilltum og afbrýðisömum í hennar garð vegna sambands hennar við tónskáldið. Ég verð að játa að mér þótti lopinn teygður óeðlilega mikið í leikritinu. Engu að síður var þetta notaleg dægrastytting. Oddur Björnsson fór hér inn á nýja braut í leikritun sinni og tókst sóma- samlega. Hann náði til dæmis uppskrúfaðri stemmningu veit- ingahússins prýðilega, samtölin voru yfirborðsleg eins og þau vilja oft verða við slíkar aðstæður. Eft- irminnilegasta persóna leikritsins sagði þó lítið, þjónninn, sem Helgi Skúlason lék. Kannski var það leikur Helga sem mér þótti bera af sem gæddi þessa fámálu persónu lífi. Áðrir leikendur voru Rúrik Haraldsson, Kristín Bjarnadóttir, Róbert Arnfinnsson, Helga Bachmann, Þorsteinn Gunnarsson og Þórhallur Sigurðsson. Tæknileg atriði voru vel af hendi leyst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.